Tíminn - 06.03.1976, Blaðsíða 5
Laugardagur 6. marz 1976.
TÍMINN
5
Fjölgar í
Alþýðuflokknum
Nú gota kratar glatt sig viö
þaö. aö von er á fjölgun i
Alþýöuflokknum i fyrsta sinn
um langt skeið, ef marka má
frétt Visis, sem telja verður
trúverðuga heimild, þegar
málefni Alþýöuflokksins eru
annars vegar. Samkvæmt
fréttinni á Alþýðuflokkurinn
von á sér um páskana, og eru
likur taldar til þess aö króarn-
ir verði tveir, frekar en einn.
Fjölgunin i Alþýðuflokknum —
Karvel og Jón Baldvin.
Tviburarnir eru engir aðrir cn
Karvel Fálmason og Jón
Baldvin Hannibalsson, og
verður þá búið að kljúfa eins
mikið úr Samtökum frjáls-
lyndra og vinstri manna og
mögulcgt er, þvi nú stendur
Magnús Torfi ólafsson einn
eftir i þiugliði flokksins, sem
stofnaður var til að sameina
aðra flokka. Virðist þvi ,ein-
sýnt, að Samtökin lognist út
af, og siðustu fylgismenn
þeirra dreifist milli annarra
flokka.
Fjölgar líka í
Alþýðubandalaginu?
Kkki er vitað, hvar Magnús
Torfi mun leita fyrir sér, cn
Ólafur Itagnar Grimsson og
Baldur óskarsson lita Alþýðu-
bandalagið hýru auga. Ilins
vegar er talsverð andstaða i
Alþýðubandalaginu gegn þvi
að taka við jieim félögum,
a.m.k. Ólafi Itagnari. Mun það
mál væntanlcga skýrast innan
tiðar, en til vara hcfur Ólafur
augaslað á Alþýðuflokknum,
fái hann ckki inngöngu i
Alþýðubandalagið. Það eru
einkum yngri mennirnir i
Alþýðubandalaginu, seni
leggjast gegn því að veita
þeim félögum inngöngu. Eru
ritstjórar Þjóðviljans, Svavar
Gestsson og Kjartan ólafsson,
þar i hópi, en þeir hafa auga-
staðáöruggum þingsætum við
næstu kosningar og þola enga
samkeppni á sinum bæ.
Rannsóknarlögregla
ríkisins
Frumvarp það um rann-
sóknarlögreglu rik-
isins, er ólafur
Jóhannesson
dómsmálaráð-
herra mælti
fyrir á Alþingi i
fyrradag, gerir
ráð fyri veiga-
miklum breyt-1
ingum á skipan dóms- og
rannsóknarmála frá þvi, sem
nú er. !>annig verður yfirsaka-
dómarinn i Iteykjavik leystur
Irá þvi að vera yfirmaður
rannsóknarlögreglunnar i
Keykjavik og er þar með stig-
iö skref f þá átt að skilja að
dómsvald og rannsóknar-
stjórn í opinberum málum, og
meö þvi „enn stigið skref i átt
frá hinu forna rannsóknarrétt-
arfari til ákæruréttarfars”,
eins og dómsmálaráðherra
koinst að orði.
Vonandi cr, að Alþingi af-
greiði þetta frumvarp skjótt
og vcl, þótt þcssar breytingar
hafi kostnaðarauka i för með
sér.
— a.þ.
Spariskírteini fyrir
500 milljónir króna
gébé—Rvik. — Sala sparisklr-
teina rikissjóðs í I. flokki 1976
hefst n.k. miövikudag, 10. marz
og verða samtals seld skirteini að
fjárhæð fimm hundruð miiljónir
króna. Útgáfan byggist á
fjárlagaheimild, og verður Iáns-
andvirðinu varið til opinberra
Fríkirkjan i
Hafnarfirði:
Samkomur
um æsku
lýðsmól og
mólefni
þroskaheftra
barna
gébé—Rvik — í næstu viku verða
tvær samkomur haldnar i Fri-
kirkjunni i Hafnarfirði, æskulýðs-
samkoma á mánudag og önnur á
fimmtudag, þar sem málefni
þroskaheftra barna verða einkum
rædd.
Mánudaginn 8. marz verður
æskulýðssamkoma, en æskufólk
frá Keflavik kemur i heimsókn,
svo og nokkrir norskir unglingar,
sem nefna sig „Ungdom i opp-
drag” og hafa ferðazt undanfarið
talsvert um landið og tekið þátt i
kristilegum samkomum. A þess-
ari samkomu verður mikill söng-
ur og hljóðfæraleikur, sem ungt
fólk annast, svo og stuttir vitnis-
burðir.
Siðari samkoman verður
fimmtudaginn 11. marz en þar
verða málefni þroskaheftra
barna á dagskrá. Vilhjálmur
Hjálmarsson menntamálaráð-
herra flytur aðalræðuna og mun
svara fyrirspurnum varðandi
þetta mikilvæga mál.
Báðarsamkomurnar hefjast kl.
20:30i Frikirkjunni i Hafnarfirði.
framkvæmda á grundvelli láns-
fjáráætlunar rikisstjórnarinnar
fyrir þetta ár. Skirteinastærðirn-
ar eru tiu, fimmtiu og eitt hundr-
að þúsund krónur.
Kjörin eru hin sömu og i fyrra.
Höfuðstóll og vextir eru verð-
tryggð miðað við breytingar á
byggingarvísitölu. Skirteinin eru
bundin fyrstu fimm árin, og að
þeim tima loknum eru þau
innleysanleg, hvenær sem er á
næstu þrettán árum. Breytist
innlausnarverð þá árlega miðað
við 10. marz fyrst 10. marz 1981.
Skirteinin svo og vextir af þeim
og verðbætur, eru skattfrjáls og
framtalsfrjáls á sama hátt og
sparifé. Þau skulu skráö á nafn,
með nafnnúmeri eiganda. Sér-
prentaðir útboðsskilmálar fást
hjá söluaðilum, sem eru sem fyrr
bankar, sparisjóðir og nokkrir
verðbréfasalar i Reykjavik.
Fiskimjölsverk-
smiðjan áHnífs■
dal óstarfhæf
Gsal-Reykja vik — Fiskimjöls-
verksmiöjan i Hnifsdal cr nú
óstarfhæf eftir hruna. Eldur
kom upp i verksmiðjunni i
fyrrinótt um klukkan eitt.
Slökkviliöið kom þegar á vett-
vang og gekk greiðlega að
slökkva eldinn, en þakið brann
aö mestu. Að sögn lögreglunn-
ar á tsafirði var slökkvistarfi
lokið um klukkan tvö um nótt-
ina.
Talið er að kviknað hafi i út
frá brennara.
Strax i gærmorgun var haf-
izt handa við að setja nýtt þak
á verksmiðjuna, og verður þvi
verki hraðað sem kostur er.
~'fÍ\EW HOLLAISD
heybindivélar
Meira en helmingur allra bindivéla i land-
inu er af NEW HOLLAND gerð.
Við eigum ennþá óráðstafað örfáum vél-
um á verði sem er ótrúlega lágt.
Kosta aðeins um
kr. 605 þúsund
Það býður enginn betur —
látið þvi ekki happ úr hendi sleppa og
pantið strax.
Globusa
LÁGMÚLI 5, SlMI 81555
mmmmmnmmmwmmmím
M
öi
tjjj-;.*:
;* WÍ
r »4
ý :’f
&
V’.i
* J *
Iðjuþjólfar
Tvær stöður iðjuþjálfa við Endurhæfingardeild Borg-
arspítalans (Grensásdeild) eru lausar til umsóknar.
Stöðurnar veitast frá 1. júli n.k. eða eftir samkomu-
lagi. Umsóknir skulu sendar yfirlækni Ásgeiri B.
Ellertssyni, dr. med. fyrir 5 april 1976 og veitir hann
jafnframt frekari upplýsingar.
Umsóknareyðublöö fyrirliggjandi á skrifstofu Borg-
arspitalans.
Reykjavik,4.marz 1976.
mj
k
y.
Stjórn sjúkrastofnana
Reykjavikurborgar
yy.v<v
Auglýsið í Tímanum
FRAMLEIÐUM HENTUGAR, LAUSAR, SORPLYFTUR Á VÖRUBlLSPALLA
i;r allt í rox
Framleiðum ýmsar tegundir sorpgrinda v
i mismunandi verðflokkum. Munum fúslega
kynna yður okkar HAGSTÆÐA verð og afgreiðslutima. /
NORIVll VÉLSMIÐJA
Lyngási 8
Sími 5-38-22