Tíminn - 06.03.1976, Blaðsíða 16
METSOUIBÆKim
Á ENSKU í
VASABROTI
:~jði
fyrirgóóan maí
^ KJÖTIONAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS
SÍS-FÓINJll
SUNDAHÖFN
Tóku vörð í gíslingu
Krefjast réttarhalda
Reuter, Napóli — Ellefu italskir
vinstrisinnaðir skæruliðar tóku i
gær fangavörð i fangelsinu I
Poggioreale sem gisl og kröföust
þess, að ekki yrðu frekari tafir á
réttarhöldum þeirra.
Mennirnir, sem sakaðir eru um
að vera félagar i skæruliðasveit
NAP (vopnuðu öreigasveitun-
um), tóku fangavöröinn sem gisl i
gærmorgun, þegar hann kom
þeim að óvörum við að saga i
sundur rimla i klefum sinum.
Þeir kröfðust þess að fá að tala
við dómarana, sem hafa mál
þeirra með höndum, og fengu
þeim skilaboð sem þeir vildu láta
lesa i útvarpi.
Mennirnir ellefu kröfðust
skjótra réttarhalda og flutnings
til annars fangelsis, þar sem þeir
gætu verið allir saman og haldið
uppi stjórnmálaumræðum.
Mennirnir kváðust ekki hafa
ætlað að flýja, heldur hefðu þeir
sagað rimlana til að ná athygli
yfirvalda.
Sveitir lögreglu umkringdu
fangelsið, meðan viðræður áttu
sér stað.
HtirfiSHORNA
"o !Á miLLI
4?"
Kissinger ávitaður
Reuter, Washington. Jonathan
Bingham, einn fulltrúa demó-
krata á Bandarikjaþingi, ávit-
aði á fimmtudag Henry Kissing-
er utanrikisráðherra fyrir um-
mæli hans um kúbönsku her-
mennina i Angóla. Sagði Bing-
ham, að ummæli Kissingers
gætu orðið til þess að rikisstjórn
hvita minnihlutans i Ródesiu og
Suöur-Afriku, byggjust við að-
stoð Bandarikjanna, ef til kyn-
þáttastyrjaldar kæmi i suður-
hluta Afriku.
— Það er nauðsynlegt, að
rikisstjórnir hvitra i þessum'
löndum skilji, að þær mega
engrar aðstoðar vænta frá okk-
ur sagði Bingham.
Kissinger svaraði: „Við
getum einfaldlega ekki gefið
Kúbumönnum það upp, hversu
langt þeim er fært að ganga.
Við getum ekki viðurkennt
Kúbumenn sem lögreglu
Afriku” og „komi til ihlutunar
Kúbu, getum við engu spáð um
það nú, hvað við gerum i þeirri
aöstöðu”.
Fylgir orðum
Neto eftir
Rcuter, Austur-Berlin. Varna-
málaráðherra Angóla, Iko
Darreira, hefur varað Suður-
Afrikumenn viö, að ef þeir dragi
ekki herlið sitt frá angólskum
landsvæðum, geti komið til
vopnaviðskipta milli rikjanna.
Fylgir þessi viðvörun i kjölfar
yfirlýsingar Neto, forseta
Angóla, en hann lýsti þvi yfir
fyrr I þessari viku, að þjóð hans
myndi skera upp herör gegn
Suður-Afrikuherjum og reka þá
úr Sambiu.
OPEC-löndin
rausnarlegust
Reuter, Parls. Aðildarlönd sam-
taka olfuútflutningsrikja (OPEC)
veittu þróunarrikjunum peninga-
lán sem svarar fimm og hálfum ;
milljarði (5.500 milljónum) doll-
ara á siðast liðnu ári. Er það tæp-
um milljaröi meira en árið þar á
undan, 1974.
Samtals voru það 5.589 milljón-
ir dollara, sem OPEC-löndin tiu
lánuðu þróunarlöndunum.
Af þessari upphæð voru 2.589
milljónir dollara lánaðar á lágum
vaxtakjörum. Samsvarar það
sem nemur 1.28% af he'ldar
þjóðarframleiðslu OPEC-rikj-
anna á árinu.
Til viðmiðunar má geta þess,
að iðnaðarlöndin miöa aðstoð sina
við þróunarríkin viö 0.7% af
þjóðarframleiðslu sinni.
Saudi-Arabía var efst á lista
yfir iánadrottna á árinu, en
þaðan fengu þróunarlöndin rúm-
lega 900 milljónir dollara, Næst
var Iran, meö tæplega 460
milljónir.
Rannsókn hafin
i Belgiu
Reuter, "BrusseJ. Belglsk yíir-
völd hafa byrjað rannsókn
vegna grunsemda um að stjórn-
endur Lockheed-flugvélaverk-
smiðjanna hafi látið dreifa gjöf-
um meðal belgiskra embættis-
manna pg mútað þeim.
Seint fyrnast
fornar syndir
Reuter, Róm. Arturo Errico,
sem fangelsaður var árið 1940
fyrir að stela einum asna og
þremur svinum, var látinn laus
úr fangelsi i gær, eftir að frétta-
menn höfðu fjallað um mál hans
I blöðum.
Errico, sem nú er fimmtiu og
fjögurra ára gamall og hefur
starfað sem kokkur á hóteli I
Róm undanfarin ár, var hand-
tekinn á nýjan leik fyrir afbrot
sitt i siðast liðnum mánuði,
þrátt fyrir að hann fullyrti, að
hann hefði setið dóminn af sér
að fullu. Dómurinn hljóðaði
upprunalega upp á sjö ára fang-
elsisvist.
Saksóknarinn i Catanzaro á
Italíu lét handtaka Errico að
nýju, á þeim forsendum, að
hann hefði flúið úr fangelsinu
ásamt öörum föngum árið 1943,
og þvi ekki setið af sér allan
dóminn. Fangahópurinn, sem
talið var að hann hefði farið
með, strauk þegar loftárás stóð
yfir á fangelsið og umhverfi
þess.
AAöguleikar Ford aukast
Reuter, Washington. Möguleikar Fords Banda-
rikjaforseta til að hljóta útnefningu sem for-
setaefni repúblikana við kosningarnar Siðar á
þessu ári júkust verulega i gær, þegar fréttir bár-
ust af þvi að atvinnuleysi væri nú minna en verið
hefur i heilt ár.
Er nú álitið, að forsetinn sé liklegastur sigur-
vegari i forkosningunum i Flórida, sem fara fram
næstkomandi þriðjudag. Sumir stuðningsmanna
hans halda þvi einnig fram, að ef hann sigrar
einnig i forkosningunum i Illinois, 16. marz, gæti
það riðið samkeppni Reagans við Ford að fullu.
Forsetinn fór i gær i tveggja daga kosningaferð
til Illionis. Þar gefst honum fyrsta tækifæri sitt til
að svara ásökunum Reagans um að hann og Kiss-
inger séu að leiöa Bandarikin i „frið grafarinn-
ar”.
Tugþúsundir fylgdu ungmennunum
þrem til grafar í Vitoria í gær
Reuter, Vitoria. — Sveitir sér-
þjálfaðra lögreglumanna notuðu i
gær skotvopn, hlaðin gúmmikúl-
um, til að dreifa hópum mótmæl-
enda i bænum Pamplona, meðan
fram fór þar útför ungmennanna
þriggja, sem lögreglan skaut til
bana i Vitoria á miðvikudag.
Hópar mótmælenda stöðvuðu
og trufluðu umferð i Pamplona,
með götuvigum, og verksmiðjur
og verzlanir i nokkrum Baska-
borgum voru lokaöar i gær, með-
an útförin fór fram.
Borgin Vitoria var sem lömuð,
þar sem tugir þúsunda af syrgj-
endum, ásamt nokkrum reiðurh
prestum, breyttu sorgargöngunni
i kröfugöngu.
Þúsundir manna fylltu dóm-
kirkjuna i Vitoria við athöfnina og
tóku undir með föður Esteban Al-
onso, þegar hann sagði úr ræðu-
stól: — Við fordæmum þetta
blinda ofbeldi stjórnvalda og
krefjumst réttlætis fyrir verka-
menn Spánar.
Meðan á útförinni stóð, dreifðu
leiðtogar verkamanna dreifibréf-
um, þar sem hvatt var til alls-
herjarverkfalls i Baskahéruðun-
um i næstu viku „til að berjast
fyrir frelsi og sósialisma”.
Kisturnar þrjár voru bornar
um götur Vitoria i tveggja
klukkustunda mótmælagöngu, og
þar sem einn hinna látnu, nitján
ára gamall stúdent, var drepinn,
vottaði fólkið einföldu minnis-
merki virðingu sina. Min-nis-
merkið var logandi kertaljós i
flösku.
Að minnsta kosti sjötiu manns
eru enn i sjúkrahúsi vegna
meiðsla eftir átökin á miðviku-
dag, þar af margir með SKot-
sár. Áð minnsta kosti fimm eru
enn taldir i hættu, þar á meðal
einn lögreglumaður.
Utanríkisráðherra S-Afríku:
Hvetur til sameiginlegra
aðgerða gegn Kúbu og Sovét
Reuter, Cape Town — Utanrikis-
ráöherra Suður-Afriku, dr. Hil-
gard Muller, hvatti i gær blökku-
þjóðir Afriku til að berjast gegn
„heimsvaldastefnu Rússa” og
sagði jafnframt, að þær gætu
treyst á stuöning Suður-Afriku I
baráttu gegn kommúnismanum.
1 ræðu sinni i þinginu Itrekaði
dr. Muller einnig beiðni sina um
aöstoð frá vestrænum löndum,
sérstaklega frá Bandarikjunum.
Dr. Muller sagði, að ef ekki
kæmi til sameiginlegt átak vest-
rænna rikja um ákveðnari að-
gerðir, væri i hæsta máta óliklegt,
að Sovétmenn og Kúbanir hliðr-
uðu sér hjá frekari Ihlutun i mál-
efni Afriku.
„Það stöðvar þá ekkert nema
sterkar og ákveðnar aðgerðir,”
sagði Muller. „Og það er stuttur
timi til stefnu.”
Muller sagði enn fremur, að
skoðanir vestrænna rikja væru að
breytast mikið nú. Sérstaklega
ætti það við um almenningsálitið i
Bandarikjunum, sem brátt myndi
krefjast aðgerða af stjórnvöldum
þar.
Utanrikisráðherrann sagði enn
fremur, að vera kúbanskra her-
manna i Angóla væri ógnvekjandi
fyrir nágrannalönd þess.
„Spurningin er, hver er næst-
ur?” sagði hann.
Herinn stækkaður
vegna skæruliða
Reuter, Salisbury — Varnamála-
ráðherra Ródesiu, Pieter van Der
Byl, sagði i gær, að ákveðiö hefði
verið að auka mannafla i herliði
landsins, vegna ógnana af hendi
skæruliða. Kvaðst Der Byl engar
sönnur hafa fyrir þvi, að kúb-
anskir hermenn eða sovézkir
skriðdrekar væru i nágrannarik-
inu Mósambik.
Sagði hann, að um eitt þúsund
skæruiiðar væru I Ródesiu, og um
fjögur eða fimm þúsund i ná-
grannarikjunum.
I gær bárust fréttir um það frá
Zambiu, hafðar eftir heimildum I
vestrænum leyniþjónustum, að
kúbanskir hermenn og sovézkir
T-34 skriðdrekar hefðu komið til
hafnarborgar i Mosambik i sið-
asta mánuði.
Aætlað er að Ródesia geti kall-
að til allt' að fimmtiu og fimm
þúsund manna varnarher með
stuttum fyrirvara.
EIMSKIP
—
VIKULEGAR HRAÐFERÐIR
EINNIG REGLUBUNDNAR FERÐIR
Fró NORFOLK
WESTON POINT
KRISTIANSAND
HELSINGBORG
GDYNIA
VENTSPILS
VALKOM
Fra ANTWERPEN mónudaga
- FELIXSTOWE þriójudaga
- KAUPMANNAHÖFN þriójudaga
- ROTTERDAM þriójudaga
- GAUTABORG mióvikudaga
- HAMBORG (immtudaga
—
FERÐIR FRA ÖÐRUM HOFNUM EFTIR
FLUTNINGSÞÖRF
HF. EIMSKIPAFELAG ÍSLANDS
Sími 27100 - Telex nr. 2022 IS