Tíminn - 06.03.1976, Blaðsíða 12

Tíminn - 06.03.1976, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Laugardagur 6. marz 1976. gömlu ættar, sem flutt hafði með sér tignarmerki sín alla leið í hinzta hvílustaðinn. — Þér nefnduð einhver bein, hr. AAason. Getið þér sýnt mér þau áður en þér farið? — Þau eru hérna í þessu horni. Hr. AAason gekk þar til og nam staðar þögull og undrandi, er við lýstum á stað- inn. — Þau eru horfin, mælti hann. — Við þvi hafði ég einmitt búizt, sagði Holmes og hló við lágt. — Ég hugsa, að aska þeirra sé nú í sama of nin- um sem brenndi áður nokkurn hluta þeirra. — En hvers vegna i ósköpunum mundi nokkur maður fara að brenna bein, sem eru kannski þúsund ára gömul? — Það er nú einmitt það, sem við eigum að komast eftir. Það getur orðið löng rannsókn, og við viljum ekki tefja frekar fyrir yður. Ég vona, að við fáum okkar úr- lausn áður en næsti dagur rennur. Þegar John AAason var farinn, hóf Holmes nákvæma skoðun á kistunum. Voru þær sumar frá ævafornum tíma, Saxar og Normannar ásamt fjölda annarra frá síðari öldum. Loks fann Holmes kistur þeirra Sir Willi- ams og Sir Denis Falder frá 18. öldinni. Eftir langa leit kom Holmes að blýkistu, er stóð nærri inngangi hvelf ing- arinnar. Ég heyrði til hans lágt fagnaðaróp og skildí af hinum hröðu en ákveðnu hreyf ingum hans, að hann hefði náð einhverju ákveðnu marki. Hann skoðaði brúnir og samskeyti hinnar þungu kistu gegnum stækkunargler. Hann tók upp úr vasa sínum lítið innbrotsjárn, líkast dósahníf, og stakk því inn undir lok kistunnar. Það ískr- aði og marraði í framhliðinni, er hún lyftist frá neðri hlutanum, en rétt í sama bili kom fyrir alveg óvænt truflun. Fótatak heyrðist í kapellunni uppi yfir okkur. Það voru hröð og föst skref einhvers, sem þarna var kunnugur og þekkti vel allar aðstæður. Ljósbirtu lagði niður stigann og andartaki síðar sást maðurinn, sem á Ijósinu hélt. Það var ægilegur maður, risi að vexti og grimmdarlegur sýnum. Hann hélt á stórri hesthúslukt, sem kastaði birtu á mikið yfirskegg og reiðileg augu, sem stöðu á okkur félagana. — Hvaða mannhundar eruð þið, og hvað eruð þið að gera hér á minni eign? Þegar Holmes bjóst ekki til að svara samstundis, gekk húsráðandi nokkrum skrefum nær og hóf á loft þungan staf, er hann hafði í hendi. — Heyrið þið ekki, hvað ég segi? öskraði hann. — Hverjir eruð þið, og hvað eruð þið að sýsla hér? Hann hristi staf lurkinn frammi fyrir okkur. En í stað þess að hopa gekk Holmes fram til móts við hann. — Ég þarf líka að bera upp við yður eina spurningu, Sir Robert, mælti hann. — Hver er þetta, og hví er það hér? Hann snerist á hæli og lyfti upp lokinu á líkkistunni. Við birtuna frá Ijóskerinu mátti sjá líkama, sem reifað- ur var i hjúp frá hvirfli til ilja, náhvítt, vofulegt andlit, þar sem mest bar á nef i og höku, lokuð innfallin augu og andlitið allt með rotnunarblettum. Sir Robert rak upp lágt óp, hörfaði undan og leitaði stuðnings við eina steinlfkkistuna. — Hvernig fóruð þér að komast eftir þessu? sagði hann. Síðan bætti hann við með ógnandi rödd: Og hvað varðar yður um þetta? — Nafn mitt er Sherlock Holmes. Ef til vill hafið þér heyrt mín getið áður. Starf mitt er að hlýða lögum og rétti svo sem öllum góðum borgurum ber að gera. AAér virðist hér vera nokkuð, sem þér þurfiðað útskýra. Sir Robert hvessti fyrst augun, en róleg og köld orð vinar míns höfðu þó sýnilega nokkur áhrif. — Það veit Guð, hr. Holmes, að þetta er allt eins og á að vera. Útlitið er mér óhagstætt, það játa ég, en ég gat ekki farið öðruvísi að. — AAér þætti vænt um að meta trúa því, en ég er hrædd- ur um, að þér verðið að gefa lögreglunni skýrslu. Sir Robert yppti sínum miklu öxlum. — Gott og vel, sé það nauðsynlegt, þá verður það svo að vera. En komið með mér heim til mín, og þá getið þér fengið f ulla skýr- ingu á öllu þessu. Að stundarf jórðungi liðnum vorum við komnir inn í stofu Sir Roberts. Þar voru raðir gljáfægðra skotvopna bak við glerhurðir, svo að ég áleit, að þetta hefði verið eins konar vopnabúr í þessu gamla húsi. Húsgögnin voru þægileg, og hér skildi Sir Robert okkur eftir um skamma stund. Hann kom bráðlega aftur, og hafði með sér karl og konu. Var konan hin sama, er ég hafði séð í vagninum. AAaðurinn var lítill vexti, undirfurðulegur og fremur ó- geðslegur að sjá. Bæði voru þessi hjú undrandi á svipinn, og mátti af því ráða, að húsráðandi hafði engan tíma haft til útskýringa á því, hvað í efni væri. — Þetta, mælti Sir Robert og benti á þau — eru hr. Einhver stekkur fram og ræðst á ,—. hermann inn. Hundur, vertu feginn að Ming lætur þig lifa!,- Ég á ekkert til að gefa fjölskyldu minni. / Hermenn Mings taka: \ bæði mat og verð ^ mæti frá þorspbúum.|i;_ LAUGARDAGUR 6. mars 7.00 Morgúnútvarp. 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Svala Valdimarsdóttir les þýöingu sina á sögunni „Barnaheimilisstráknum” eftir Björn Gunder. Til- kynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. óskalög sjúkl- ingakl. 10.25: Kristin Svein- björnsdóttir kynnir. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.30 tþróttir.Umsjón: Bjarni Felixson. 14.00 Tónskáldakynning Atla Heimis Sveinssonar. 15.00 Vikan framundan. Bjöm Baldursson kynnir dagskrá útvarps og sjónvarps. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. Islenskt mál.Gunnlaugur Ingólfsson cand. mag. flytur þáttinn. 16.40 Popp á laugardegi. 17.30 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Gatan min. Sólveig Eyjólfsdóttir gengur um Jdfriðarstaðaveg i Hafnar- firöi með Jökli Jakobssyni, — fyrri þáttur. 20.00 Hljómplöturabb Þor- steins Hannessonar. 20.45 Svo kom öldin ’tuttug- asta. Siðari þáttur um minnisverö tiðindi áriö 1901. Umsjón: Jónas Jónasson. 21.30 Gtvarpshljómsveitin i Moskvu leikurtilbrigði eftir Norchenko og Tokareff um stef eftir Gershwin, Kal- man, Kosma, Johann Strauss o.fl. Stjórnandi: Júri Sílantieff. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Lestur Passiusáima (17). 22.25 Danslög. 23.55 Fréttir. Dagskrárlok. LAUGARDAGUR 6. mars 1976 17.00 iþróttir. Umsjónarmað- ur Bjarni Felixson. 18.30 Pollyanna. Breskur myndaflokkur, gerður eftir skaldsögu Eleanor H. Port- er. 4. þáttur. Efni 3. þáttar: Frænka Pollyönnu fær henni betra herbegi til ibúð- ar og lætur óátalið, að hún tekur að sér flækingskött. Pollyanna kemst i kynni við munaðarlausan dreng og rikan einsetumann, sem hún finnur fótbrotinn á viða- vangi. Þýðandi Ellert Sigurbjörnsson. 19.00 Enska knattspyrnan. Illé. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Iiagskrá og auglýsingar. 20.35 Krossgáta IV. Spurn- ingaþáttur með þátttöku þeirra, sem heima sitja, Kynnir Edda Þórarinsdótt- ir. Umsjónarmaður Andrés Indriðason. 21.05 Nei, ég er hérna. Bresk- ur gamanmyndaílokkur. Aðalhlutverk Ronnie Cor- bett. Þýðandi Stefán Jökuls- son. 21.30 Þriðji maðurinn. (The Third Man). Bresk biómynd gerð árið 1949. Handrit Gra- ham Greene. Leikstjóri Carol Reed. Aðalhlutverk Joseph Cotten, Valli, Orson Welles og Trevor Howard. Bandariski rithöfundurinn Holly Martins kemur til Vinarborgar skömmu eftir siðari heimsstyrjöldina til að hitta æskuvin sinn. Martins fréttir við komuna að Lime hafi farist i bilslysi daginn áður. Martins talar við sjónarvotta að slysinu, en þeim ber ekki saman, og hann ákveður þvi að rann- saka málið frekar. Þýðandi Jón Thor Haraldsson. 23.10 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.