Tíminn - 18.03.1976, Síða 15

Tíminn - 18.03.1976, Síða 15
Fimmtudagur 18. marz 1976 TÍMINN 15 Vilja gras- köggla- verksmiðju í Norður- Þingeyjar- sýslu Svofelld ályktun var samþykkt á fundi sýslunefndar Norður-Þingeyjarsýslu fyrir skömmu: „Sýslunefnd Norður-Þing- eyjarsýslu bendir Alþingi og öðrum stjórnvöldum á, að i Norður-Þingeyjarsýslu er mikið landrými til að stofnsetja gras- kögglaverksmiðju, til framleiðslu i stórum stil. Telur sýslunefndin Alþingi og önnur stjórnvöld ekki eiga að vanrækja þau tækifæri til jákvæðrar byggðaþróunar, sem hér biða ónytjuð.” Húsfyllir hjá Skagaleik- flokknum SKAGALEIKFLOKKURINN frumsýndi s.l. laugardag (13. marz) sjónleikinn „GÍSL” eftir hinn þekkta irska höfund Brend- an Behan, i þýðingu Jónasar Árnasonar. Leikstjóri er Herdis Þorvalds- dóttir, og er þetta I fyrsta sinn sem hún sviðsetur verk. Herdis hefur æft leikinn samhliða starfi sinu hjá Þjóðleikhúsinu siðan um miðjan janúar, og eru Skaga- menn ánægðir með þann styrk, er leikmenningu bæjarins barst með komu hennar. Leikurum var óspart klappað loft i lófa, meðan á sýningu stóð, og i lokin voru leikstjóri og leikar- ar margkallaðir fram við dynj- andi lófatak. Leikstjóri ávarpaði frumsýn- ingargesti, og að endingu stóðu allir frumsýningargestir upp og hylltu stjórn félagsins, leikara og aðra, er að sýningunni stóðu, með ferföldu húrrahrópi. Húsfyllir var einnig á annarri sýningu á sunnudag, og verða næstu sýningar föstudaginn 19. marz og laugardag kl. 21. Hönnun sviðs og leikmynd var i höndum Stefáns Magnússonar, er skilaði þvi verki frábærlega vel. Ljósameistari var Kristinn Dani- elsson, ljósameistari Þjóðleik- hússins. Undirleik annaðist úlrik Ólason. öll vinna og starf við uppsetn- inguna er unnið i sjálfboðavinnu, og er ánægjulegt hversu vel hefur til tekizt við eins bágbornar að- stæður og Skagaleikflokkurinn hefur haft til æfinga. „Gisl”, er annað verkefni Skagaleikflokksins á þessu leik- ár-i i haust var Fórnarlambið eftir Yrjö Soini sett á svið, og má geta þess að vegna húsnæðisleysis i jafnstórum bæ og Akranes er, urðu æfingar að fara fram i fé- lagsheimili fyrir utan bæinn, sem og smiðar sviðs. Með aðalhlutverk i „Gisl” fara þau Halldór Karlsson, er leikur Pat, og Þórey Jónsdóttir, er leik- ur Meg. Aðrir leikarar eru fjór- tán. í hófi að lokinni frumsýningu kvað bæjarstjórinn, Magnús Oddsson, sér hljóðs og óskaði leikurum til hamingju með frammistöðuna og kvað bæjar- fulltrúa fylgjast af ánægju með sifellt öflugra starfi félagsins og að þeir myndu styðja Skagaleik- flokkinn eftir megni. Sýningar eru i Bióhöllinni á Akranesi, er rúmar 350 manns i sæti. AUGLÝSIÐ í TÍMANUM Akranes Framsóknarfélögin á Akranesi halda almennan fund i Fram- sóknarhúsinu, Sunnubraut 21 Akranesi, fimmtudaginn 18. marz kl. 21.00. Dagskrá: Fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar 1976 og önnur bæjarmál. Framsögumenn verða bæjarfulltrúar Framsóknarflokksins á Akranesi. öllum heimill aðgangur. Stjórnir félaganna. Félagsmálanámskeið Félagsmálaskóli Framsóknarflokksins gengst fyrir almennu félagsnámskeiði 19.-21. marz og verður það haldið að Rauðarárstig 18, Reykjavík. Dagskrá: Föstudag 19. marzkl. 18, setning og greinargerð fyrir námskeið- inu. Kynning þátttakenda. Fjallað um fundarstjórn og ritun fundagerða. Laugardag 20. marzkl. 10 erindi um ræðumennsku,.umræður og fyrirspurnir. Kl. 15.00 rætt um undirbúning og efnisskipan ræðu. Sunnudagur 21. marzkl. 10. Erindi um flokka tillagna og af- greiðslu þeirra, umræður og fyrirspurnir. Kl. 15 rætt um undirbúning funda og fundarskipan. Kl. I8erindi um félagslög,stjórn og gögn félags og um reikn- inga, umræður og fyrirspurnir. Stjórnandi námskeiðsins verður Pétur Einarss. Námskeiðið er öllum opið, en væntanlegir þátttakendur eru beðnir að tilkynna þátttöku í sima 24480. Félagsmálaskólinn. Viðtalstímar alþingismanna og borgarfulltrúa Framsóknarflokksins Alfreð Þorsteinsson borgarfulltrúi verður til viðtals laugardag- inn 14. febrúar á skrifstofu Framsóknarflokksins að Rauðarár- stig 18, frá kl. 10 til 12. Reykjavík Aðalfundur Fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna i Reykjavik verður haldinn að Hótel Esju mánudaginn 22. marz kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Lagabreytingar. Nánar auglýst siðar. Félag framsóknarkvenna í Reykjavík Siðara námskeiðið i hnýtingu „Macrame” hefst mánudaginn 22. marz nk. Nokkrar konur geta enn komizt a&. Nánari upplýsingar i flokksskrifstofunni i sima 24480 næstu daga. Þá vill félagið vekja athygli á félagsmálanámskeiði þvi, sem haldið verður á vegum Framsóknarflokksins 19.—21. marz og 26.-28. marz, samkvæmt auglýsingu þar um i Timanum. Stjórnin. Kópavogur Fundur verður um utanrikismál mánudaginn 22. marz i Félags- heimili Kópavogs kl. 20:30. Frummælandi verður Einar Ágústs- son utanrikisráðherra. Allt framsóknarfólk velkomið. Stjórnin. Rangæingar — Framsóknarvist Framsóknarfélag Rangárvallasýslu heldur spilakvöld i Félags- heimilinu Hvoli, Hvólsvelli, sunnudaginn 21. marz kl. 9. (3 kvöld). Góð kvöldverðlaun. Heildarverðlaun eru sólarlandaferð fyrir tvo. Steingrimur Hermannsson, ritari Framsóknarflokksins flytur ávarp. Stjórnin. Hafnarfjörður — Fulltrúaráð Aðalfundur Fulltrúaráðsins verður mánudaginn 22. marz nk. kl. 20.30, að Strandgötu 11. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Ragnheiður Svein- björnsdóttir bæjarfulltrúi skýrir frá nýgerðri fjárhagsáætlun bæjarins. 3. Markús Á. Einarsson gerir grein fyrir störfum bæj- armálaráðs. 4. önnur mál. — Stjórnin. Auglýsið í Tímanum Auglýsing um skoðun bifreiða í lögsagnarumdæmi Kópavogs Samkvæmt umferðarlögum tilkynnist hér með, að aðalskoðun bifreiða 1976 hefst mánudaginn 22. marz og verða skoðaðar eftirtaldar bifreiðir i marzmánuði og aprilmánuði: Mánudagur 22. marz Y- 1 til Y- 150 Þriðjudagur 23. marz Y- 151 til Y- 300 Miðvikudagur 24. marz Y- 301 til Y- 450 Fimmtudagur 25. marz Y- 451 til Y- 600 Mánudagur 29. marz Y- 601 til Y- 750 Þriðjudagur 30. marz Y- 751 til Y- 900 Miðvikudagur 31. marz Y- 901 til Y-1050 Fimmtudagur 1. april Y-1051 til Y-1200 Mánudagur 5. april Y-1201 til Y-1350 Þriðjudagur 6. april Y-1351 til Y-1500 Miðvikudagur 7. april Y-1501 til Y-1650 Fimmtudagur 8. april Y-1651 til Y-1800 Mánudagur 12. april Y-1801 til Y-1950 Þriðjudagur 13. april Y-1951 til Y-2100 Miðvikudagur 14. april Y-2101 til Y-2250 Þriðjudagur 20. aprii Y-2251 til Y-2400 Miðvikudagur 21. april Y-2401 til Y-2550 Mánudagur 26. april Y-2551 til Y-2700 Þriðjudagur 27. april Y-2701 til Y-2850 Miðvikudagur 28. april Y-2851 til Y-3000 Fimmtudagur 29. april Y-3001 til Y-3150 Bifreiðaeigendum ber að koma með bif- réiðir sinar að ÁHALDAHÚSI KÓPA- VOGS VIÐ KÁRSNESBRAUT og verður skoðun framkvæmd þar mánudaga — fimmtudaga kl. 8.45 til 12.00 og 13.00 til 16.30. EKKI VERÐUR SKOÐAÐ A FÖSTUDÖGUM. Skráningar og umskrán- ingar bifreiða fara EKKI fram á skoðun- arstað. Við skoðun skulu ökumenn bifreið- anna leggja fram fullgild ökuskirteini. Sýna ber skilriki fyrir þvi að bifreiðagjöld fyrir árið 1976 séu greidd, og lögboðin vá- trygging fyrir hverja bifreið sé i gildi. Hafi gjöld þessi ekki verið greidd, verður skoðun ekki framkvæmd og bifreiðin stöðvuð þar til gjöldin eru greidd. Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar á réttum degi, verður hann lát- inn sæta sektum samkvæmt umferðarlög- um og lögum um bifreiðaskatt og bifreiðin tekin úr umferð, hvar sem til hennar næst. Þetta tilkynnist öllum sem hlut eiga að máli. Skoðun bifreiða með hærri skrán- ingarnúmerum verður auglýst siðar. Bæjarfógetinn i Kópavogi Sigurgeir Jónssson.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.