Tíminn - 20.05.1976, Qupperneq 7

Tíminn - 20.05.1976, Qupperneq 7
Fimmtudagur 20. mai 1976 TÍMINN 7 (Jtgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfuiitrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Steimgrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhús- inu við Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — aug- lýsingaslmi 19523. Verð I lausasölu kr. 50.00. Askriftar- gjald kr. 1000.00 á mánuði. Blaðaprent h.f. Afkastamikið þing Alþingi hefur lokið störfum að sinni. óhætt má telja hið nýlokna þing með afkastameiri þingum. Landhelgismálið setti meiri svip á störf þess en nokkurt mál annað og tók lika langmestan tima af störfum þess. Meðan þing- ið stóð yfir, náðist samkomulag við allar þær þjóðir, sem helzt hafa stundað veiðar á Is- landsmiðum nema Breta, og hefur það tvi- mælalaust styrkt stöðu Islands út á við eins og m.a. mátti ráða af þeirri viðurkenningu á sér- stöðu íslands, sem kom glöggt i ljós á nýlokn- um fundum hafréttarráðstefnunnar. Bretar eru eina þjóðin, sem enn hefur ekki fengizt til að viðurkenna þessa sérstöðu. Þeir hafa heldur kosið að reyna að beita okkur ofbeldi. Nýlokið Alþingi markaði skýrtþá stefnu, að deiluna við Breta ætti að heyja af festu og einbeitni eins og ráða má af þeirri ákvörðun að slita stjórn- málasambandið við Bretland. Sú stefna mun - leiða til endanlegs sigurs. Þrátt fyrir þann mikla tima, sem landhelgis- málið tók, afgreiddi þingið margt merkra mála. Á fjármálasviðinu tókst að afgreiða fjár- lög á mun raunsærri hátt en á þinginu á undan, Hin nýju jarðalög munu eiga eftir að veita stór- aukið viðnám gegn jarðabraski og stuðla að náttúruvernd og skipulegri byggð utan þétt- býlissvæðanna, án þess að skerða þó eðlilegan rétt annarra en bænda til að njóta landsins. Hin nýju lög um veiðar innan fiskveiðilandhelginn- ar munu stuðla að skipulegri veiðum til að tryggja viðhald fiskistofnanna. Þá marka lögin um endurskipan sjóðakerfis sjávarútvegsins merkan áfanga i sjávarútvegsmálum, en þar hafði myndazt hreint öngþveiti. Á vettvangi iðnaðarmála var lagður grundvöllur að rekstri saltvinnslu á Reykjanesi og samþykktur nýr samningur við Álbræðsluna, sem tryggir stór- auknar greiðslur fyrir raforkuna, sem hún fær. Samþykkt voru ný lög um skipan ferðamála, sem tvimæíalaust munu færa þau i betra horf. Þá verður löggjöfin um verkfallsrétt opinberra starfsmanna að teljast hin merkasta, en hún er m.a. á margan hátt athyglisverð fyrirmynd um meðferð kaupdeilna. Hin nýja löggjöf um jafnrétti kvenna á vafalaust eftir að marka merk spor i réttindabaráttu þeirra. Hér eru aðeins nefnd af handahófi nokkur hinna merkari mála, sem Alþingi afgreiddi, auk margra mála, sem fólu i sér leiðréttingar og endurbætur á eldri lögum. Nánar verður greint frá einstökum málum siðar. En þetta yfirlit gefur nokkra hugmynd um, að þingið hefur vissulega verið vinnusamt. Auk þessa er svo að nefna það, að þingið hóf að fjalla um ýms stórmál, sem ekki vannst timi til að afgreiða að þessu sinni, enda eðlilegt að þau séu rædd á tveimur þingum, svo að þau fái sem bezta athugun og kjósendum sé einnig veitt aðstaða til að geta kynnt sér þau á milli þinga og haft bein eða óbein áhrif á meðferð þeirra, ef þeir óska. Ástæða er til að harma, að eitt aðkallandi mál dagaði uppi, en þar er átt við frumvarp dómsmálaráðherra um eflingu rannsóknarlögreglu. Stefnt verður að þvi að af- greiða það á fyrrihluta næsta þings, eða fyrir næstu áramót. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Landnám Gyðinga á herteknu svæðunum Það veldur Bandaríkjamönnum vaxandi áhyggjum Ljósi liturinn á iandakortinu sýnir þaö landsvæöi sem israel myndi ná til, ef þaö héldi öllum þeim svæöum, þar sem hinar nýju Gyöingabyggöir (sjá punkta) eru. STJÓRN Israels hefur ný- lega tekið ákvörðun, sem hefur sætt haröri gagnrýni i bandariskum blöðum, m.a. i New York Times. Yfirleitt eru dómarnir þeir, að þessi ákvörðun ísraelsstjórnar muni draga úr möguleikum til að koma á samkomulagi milli israelsmanna og Araba. Jafn- framt hljóti hún að leiða til vaxandi ágreinings milli ísraels og Bandarikjanna. Þessi ákvöröun ísraels- stjómar fjallaði um nýjar Gyðingabyggðir eða Gyðinga- þorp á landsvæðunum, sem voru hertekin 1967, aöallega þó á hinum svonefnda vestur- bakka, en svo er það land- svæði vestan Jórdanár, sem ísraelsmenn hertóku af Jördönum yfirleitt nefnt. 1 fyrsta lagi ákvað stjórnin, að þjóöernissinnaðir Gyöingar, sem hefðu unnið að þvi að koma upp byggö á Kadums- svæðunum yrðu að vikja þaöan, þar sem ný byggð Gyö- inga þar myndi mælast illa fyrir meðal Araba. Sumir stuðningsflokkar stjörnarinn- ar voru óánægöir með þessa ákvörðun, sem þeir töldu m.a. gerða að undirlagi Banda- rikjanna. Þá ákvað stjómin, i öðru lagi, að fjölga Gyðinga- byggðum annars staðar á vesturbakkanum. Það er sti ákvörðun, sem bandarisku blöðin hafa gagnrýnt eins og áður segir. FLJÓTLEGA eftir að styrjöldinni 1967 lauk, ákvað tsraelsstjóm, að koma upp ekki færri en 68 Gyðinga- byggðum á herteknu svæðun- um. Þannig skyldi koma upp 25 slikum byggðum á Golan- hæöum sem áður var hluti af Sýrlandi. A vesturbakkanum, sem áður var hluti af Jórdaniu skyldi komiö upp 17 Gyðinga- byggðum meðfram ánni Jbrdan. Tilgangurinn með þessum byggðum átti m.a. að vera sá, að styrkja varnir Israelsmanna á þessum slóð- um. Þá skyldi komið upp ein- um 14 Gyðingabyggðum á Ghazasvæðunum, sem áöur var hluti af Egyptalandi. Þá var ákveðið að auka nýja byggð Gyöinga umhverfis Jerhsalem á þvl svæði, sem áður hafði heyrt undir Jördaniu. Loks var ákveöiö að koma upp Gyðingabyggð i Elath, sem er helzti hafnar- bærinn við Arabaflöa og jafn- framt yröi komiö upp nokkr- um Gyðingabyggðum á Sinai- skaga, meöfram strönd fló- ans. Hér er um að ræða land- svæði, sem tsraelsmenn tbku af Egyptum 1967. AÐ SJALFSöGÐU mæltust þessar fyrirætlanir tsraels- manna um Gyðingabyggðir á herteknu svæöunum Úla fyrir meðal Araba. Þær þöttu aug- ljóst merki þess, að Israels- menn ætluöu sér að innlima þau svæði, þar sem þessar byggöir væru, i Israel. Hinir arabisku ibtiar, sem voru i yfirgnæfandi meirihluta á þessum svæðum, lfetu þetta þó kyrrt liggja lengi vel, enda voru þeir það niðurbeygðir og vonlitlir, að þeir töldu hyggi- legast að sýna sem minnstan mótþröa. Þetta hefur þó hins vegar breytzt eftir að Frelsis- hreyfing Palestinumanna kom til sögúnnar. Siðustu misserin hefur ýmiss konar mótþrói gegn Israelsmönnum farið vaxandi á herteknu svæðun- um, einkum þó á vestur- bakkanum. Afstaða Araba þar kom svo glöggt I ljós i sveitar- stjórnarkosningunum, sem fóru þar fram i slðastliðnum mánuði. Sigurinnféllyfirleittl skaut þeim frambjóðendum, sem taldir eru fylgjandi Frelsishreyfingu Palestinu- manna. Ótvirætt þykir að fyrirætlanir Israelsstjómar um að fjölga Gyðingabyggð- um á vesturbakkanum, muni mjög auka á andspyrnuna gegn Gyðingum þar. Þá munu þessar fyrirætlanir tsraels- stjbrnar vafalaust herða baráttu Arabarikja gegn tsra- el, þar sem þaö getur hvorki dulizt þeim né öðrum, aö til- gangur tsraelsstjórnar með þessu er að innlima herteknu landsvæöin varanlega með þvi að fjölga Gyðingum þar. AF ÞESSU og fleiri ástæð- um horfir nú verr um sættir milli Israels og Arabarikjanna en áður. Sti leiö, sem Kissing- er hefur valið sér að reyna að koma á sættum I áföngum, virðist alveg lokuð a.m.k. að sinni. Sú afstaöa tsraels- manna að vilja ekki sitja við hlið fulltrtia Frelsishreyfingar Palestinumanna á friðarráð- stefnu, stendur I vegi þess aö hægt sé að kalla saman Gen- farráðstefnuna, sem var sett i desember 1973, en hefur ekki veriö kölluö saman aftur. Nokkur von er þó til þess að þessi afstaða tsraelsstjörnar kunni að breytast, þar sem hlin tekur nti þátt i umræöum, sem standa yfir i öryggis- ráðinu um herteknu landsvæð- in, enda þótt fulltrtiar frá Frelsishreyfingu Palestinu- manna taki einnig þátt i þeim. Þessu hefur Israelsstjórn áöur hafnað. Bandarikjamenn fara ekki dult með það, að þeir hafa vaxandi áhyggjur vegna land- náms Gyðinga á herteknu svæðunum. William Scranton hinn nýi aöalfulltrtii þeirra hjá S.Þ. hefur látið þetta opinbert i ljós á fundi i öryggisráðinu. En á tsraelsmönnum virðist engan bilbug aö finna. Þeir halda áfram með fyrirætlanir sinar um Gyöingabyggðir. Fleiri og fleiri Gyöingar taka sér bólfestu á herteknu svæð- unum. Við erum ekki aö láta þá taka sér bólfestu þar, er haft eftir Rabin forsætisráð- herra, i þeim tilgangi að flytja þá heim aftur. Meöal Araba vex þeirri skoöun þvi fylgi að sennilega geti ekkert stöðvað þetta landnám Gyðinga nema styrjöld. Þó gæti það ef til vill breytt þessu, ef Bandarikin tækju nbgu sterklega í taumana. Þ.Þ.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.