Tíminn - 20.05.1976, Page 9

Tíminn - 20.05.1976, Page 9
8 TÍMINN Fimmtudagur 20. mai 1976 Fimmtudagur 20. mai 1976 TÍMINN 9 Gamla miOborgin I Amstcrdam. MiOstöO klnverskra herólnhöndl ara er I þessu hverfi. Mynd úr Ijósmyndasafni lögregl unnar af Klnverjanum Jimmy Cheng. Lik hans fannst I slki I Amsterdam. Pakkaö og tilbúiö til aö fara á markaöinn: 22 klló af heróini aö verömæli tvö hundruö milljón króna. Wak Kiauw klúbburinn sem Chung Mon yfirmaöur Hong Kong heróln- verzlunarinnar stofnaöi fyrir ianda sina. Yuen Muk Chan var eftirmaöur Chungs Mons. Hann var aöeins eitt ár f Amsterdam. Þá var hann skotinn. Þrettán skot hæföu hann I höfuöiö. í kinversku dagatali fyrir siö- asta ár, sem var — „ár hérans” — stendur: — A ári hérans, mun sól- in, sem er að risa, hrekja i burtu öll dimmviðrisský og timi mikill- ar gleöi rann upp. — Þrátt fyrir þessa jákvæöu spá var árið 1975 enginn góðæristimi, nema siður sé, fyrir fólkið i kin- verska hverfinu I Amsterdam. Fyrir framan aöalbrautarstöð- ina, þar sem tuttugu þúsund Asiu- búar, hippar, gleöikonur og heróinseljendur hafast viö i gömlu kaupmannabústööunum er háð strið. Bitbeinið er eitur, og barizt er um yfirráðin I heróinverzluninni I Evrópu. Þegar hefur runniö mik- ið blóð um sikin. Hann hét Wu Chi Ming og var átján ára gamall. Hann var að koma út úr fjárhættuspilaklúbbi, þegar rýtingur stakkst á kaf milli rifja hans og nokkur skot hæföu hann I bakið. Hann reikaði fjögur, fimm skref, kiknaöi og féll niður. Hnifurinn losnaði úr sárinu og valt eftir gangstéttinni. Wu Chi Ming var dauður. Hann var félagi i samtökum Singapore-Kinverja. Jimmy Cheng hét annar. Hann haföi látið tattóvera á bringuna á sér skrautlega mynd af erni með flaksandi vængi og hvassar klær. Hann var mjög stoltur yfir þessu merki, þvi að það færöi sönnur á að hann var meölimur I Hong- kong félaginu. Ljósmyndari lögreglunnar var lika hrifinn af þessu merki, og þegar Jimmy hafði eitt sinn sem oftar verið handtekinn og var sendur i þessa venjulegu svart- hvit andlitsmyndatöku, þá tók ljósmyndarinn einnig brjóstmynd af honum i litum. En i næsta skipti, sem lögregl- an þurfti að ljósmynda hann, var ekki lengur hægt aö sjá arnar- myndina. Þrjátiu og sjö hnifs- stungur höfðu tætt brjóst hans gjörsamlega i sundur, þannig aö það var flakandi sár. Og liktægjur þessar höfðu veriö fiskaðar upp úr óhreinu og daunillu siki. Að sögn lögreglunnar, höfðu báöir þessir menn verið meðlimir i tveimur stærstu og voldugustu glæpasam tökum Kinverja I Amsterdam, Kinverja, sem komu til Amsterdam frá Hongkong, og voru um árabil heróineinvaldar, þ.e. þeir drottnuöu yfir allri heró- inverzlun i Evrópu. Þvi aö þá gerðu félagar þeirra frá Singa- pore sig ánægöa meö þann gróöa, sem þeir fengu af þvi að reka vændishús og spilaklúbba. Sam- anborið við þann gróöa, sem Hongkong félagið fékk, var hann þó heldur litilfjörlegur. En fyrir hér um bil tveim árum, vildu þeir lika ^ignast hlutdeild i þeim mikla gróða, sem fékkst af inn- og útflutningi heróinsins. Sið- an þá hefur striðsástand rikt i Chinatown i Amsterdam og margir menn týnt lifinu. Lif og dauði I kinverska hverf- inu á sér langa forsögu. Þegar valmúarækt Tyrkja var stöðvuö árið 1972, sáu höfuðpaur- arnir i eiturlyfjabransanum I Austurlöndum fjær hvar þeim opnaðist möguleiki til meiri gróða. Þeir sáu sér leik á borði og hófu að flytja inn heróin til Evrópu, — þeir höfðu eftir sem áður nægilegt óplum frá „Gullna Þrihryningnum”. Þeir höfðu samband við skyldmenni sin i Amsterdam og geröu þau aö fé- lögum I fyrirtækinu. Fyrir rúmlega fjórum árum kom fyrsti farmurinn af „Hong- kong steinum”, grófkornóttu heróini, til Amsterdam, falið I matvælasendingum til kin- verskra veitingahúsa þar. Toll- verðir uppgötvuðu smyglvarnig- inn og eftir þaö fundu smyglar- arnir aðrar leiðir. í dag koma menn með birgðir af heróini, næstum þvi daglega frá Austurlöndum fjær til ein- hverra höfuðborga Evrópu flug- leiðis. Siðan feröast þeir með lest- um eða bilum yfir landamærin, sem eru á leið til Amsterdam. Eftirlitið þar er yfirleitt fremur slælegt, svo þetta er tiltölulega auðvelt. I kjöllurum, bakhúsum og i hliðarherbergjum, i spila- klúbbum og veitingahúsum er eitrið svo vegiö, pakkað i plast- poka og selt til evrópskra kaup- manna. A siðustu tólf mánuöum var 80 kílóum af heróini dreift þarna I gulu nýlendunni — að Lögreglumaður stendur og miðar skammbyssu sinni á hóp Klnverja, sem handteknir voru I húsleit sem gerö var I skemmtistaö, sem var dreifinga stöð fyrir heróin. verömæti tlu billjónir króna. Þó mun það aöeins vera i kringum fimm til tiu prósent af þeim eitur- lyfjum, sem i umferö eru. Borgaryfirvöld lýsa þvi auðvit- að yfir, að þaö veröi að uppræta þessa glæpastarfsemi Kinverj- anna, en ekki blæs byrlega fyrir þeim I þeim efnum. Baráttan gegn klnversku heróinmaflunni viröist gjörsam- lega vonlaus. Toorenar, yfirmaö- ur glæpalögreglunnar og lið hans ræöur ekkert við þennan undir- heimalýð. Opinberlega eru aðeins tvö þús- und Kinverjar á skrá i Amster- dam, en þeir sem búa þar eru a.m.k. tiu sinnum fleiri. Þeim var laumað inn i landið ólöglega á einn eða annan hátt og dvelja þar nú skilrlkjalausir og réttinda- lausir með öllu. Kinverska hverf- iö, sem er tveggja ferkilómetra stórt, er lokað samfélag. Viös vegar i hverfinu má sjá á götu- skiltum, dyrum veitingahúsa, spilaklúbba og kráaskilti sem á stendur — aðeins fyrir Kinverja. — Þeir hafa þarna sinn eigin leynilega borgarstjóra, og lög- reglu, — auk eigin kirkjugaröa, — sikin. Þeir dauðu eru settir I kassa, töskur eða ferðakoffort steinum bætt við til að þyngja það og siöan er öllu þessu sökkt i skit- ug sikin. A pappirunum lifa þeir dauðu áfram, aðrir fjölskyldu- meðlimir eða félagar I samtökun- um erfa skilrikin eöa þá að pappirarnir ganga kaupum og sölum. Alltaf af og til heldur lögreglan sig hafa komizt að þvi hverjir eru aðalkarlarnir I klnverska hverf- inu, þeir reka virt fyrirtæki og virðast hafa hreinan skjöld, en ef litið er á bak við þá blekkinga- hulu, má sjá að þeir stjórna fjöl- þjóðafyrirtækjum, sem flytja eit- urlyf frá Asiu til Evrópu og sjá um dreifingu og sölu þeirra þar. Einn þessara leiðtoga ku hafa verið hinn æruverðugi herra Cheng Mon. Hann var guöfaðir heróinmafiunnar i Amsterdam. Chung Mon þessi, maðurinn með góðlega brosið, var ættaður frá Hong kong og var kvæntur hol- lenzkri konu. Hann rak eitt sinn kinverskt veitingahús I Köln og Diisseldorf.í Amsterdam stofnaði hann Wak Kiauw félagið, eins konar góðgerðarstofnun, fyrir landa sina. Hann lét sig varða velferð þeirra atvinnu- og rétt- indalausu, og sá um að ekkjur og munaöarleysingjar hefðu nóg að bita og brenna. Fátæklingar komu I hús hans og fengu að éta og drekka. Chung Mon átti mörg hús og voru flest þeirra spilahall- ir. Megnið af gróða sinum fékk hann þó, eftir þvi sem glæpafræð- ingar I Hollandi telja, af eitur- lyfjabraski sinu. Chung Mon á að hafa verið hinn mikli foringi Sap Sie Kee glæpafélagsins, sem lét mikiö að sér kveða i Amsterdam. Endalok hans minna einna helzt á kvikmyndir. Þau urðu i marz á siöasta ári. Hann var aö ganga frá Si Hoi klúbbnum að bil sinum sem hann hafði lagt ekki langt þar frá, þegar tveir Kin- verjar i rauðum og gulum rúllu- kragapeysum stukku i veg fyrir hann, gripu skammbyssur sinar og hleyptu af. Kúlurnar lentu i brjósti „velgeröarmannsins” og hann féll til jarðar. Fáum klst. siðar lézt hann á sjúkrahúsi, að- eins fimmtiu og fjögurra ára að aldri. Árásarmennirnir komust ' óséðir i burtu. Lögreglan telur, að keppinautar hans frá Singapore hafi staðið á bak við morðið. Eftirmaður hans átti heldur ekki langt lif fyrir höndum I Amsterdam. Hann var fjörutíu og sex ára og hét Yuen Mik Chan, og haföi verið sendur til Amsterdam af yfirstjórninni I Hongkong til að taka viö starfi yfirmanns heróin- verzlunarinnar i Evrópu. Hann lét kraftalegan llfvörð fylgja sér hvert fótmál, en allt kom fyrir ekki. Annan marz siðastliðinn fór hann út úr spilaklúbbi i fylgd lif- varðar sins og gengu þeir eins og leiö lá I skini ljóskera yfir sikis- brú þangað sem billinn var. Þá kvað allt i einu við skothljóð út úr myrkrinu og i kjölfarið fylgdu fjórtán kúlur. Sú fyrsta tætti brjóst varðmannsins og hinar þrettán höfuð Cans og möluðu það i smátt. Enn á ný hurfu morð- ingjarnir sporlaust á brott. Lögreglunni hefur þó tekizt aö finna út hvernig þessi félög leigja morðingja og koma þeim óhultum af morðstaðnum. Eftirfarandi simtal hleruðu þeir I Klúbb 21, samkomustað Hongkóng-fólks- ins: „Hvenær koma eiginlega ern- irnir frá Hongkong? Nokkrir menn frá Singapore eru orðnir ó- þreyjufullir eftir að komast i ferðalag.” — Ernirnir sex eru þegar komnir. Þeir biða bara eftir klón- um. — Það var hægðarleikur að ráða i þetta. Meö örnum var átt við morðingja og með klóm-vopn. Til þess að lenda ekki i tollvörðunum urðu leigumorðingjarnir aö út- vega sér vopn i Amsterdam, áður en þeir frömdu verkið. En lögregl- an gat ekki nógu snemma komizt að þvi hverjir þessir menn væru, hvar þeir héldu sig og hvenær þeir ætluðu að hefjast handa. Tveimur dögum eftir að samtalið hafði verið hleraö, fundust fjórir menn I göturæsunum á bak við járnbrautarstöðina. Þeir dauðu höfðu allir tilheyrt Singapore- samtökunum. Nokkrum stundum eftir ódæðið voru ernirnir komnir langt á leiö til Hongkong, — þeir flugu með Sabenaflugfélaginu frá Brússel, og glæpalögreglan sat eftir með hendur I skauti. Tveir götulögregluþjónar voru heppnari en félagar þeirra i glæpadeildinni. Nokkrum metr- um frá spilaklúbbi þeim, þar sem Wu Chi Ming hafði verið drepinn, gengu þeir fram á gráan Mer- cedes Benz, sem var vitlaust lagt. Maðurinn, sem sat við stýrið var augsjáanlega mjög taugaóstyrk- ur. Lögreglumennirnir gáfu sig á tal við hann og litu I skilriki hans. Við það uppgötvuðu þeir á gólfi bifreiðarinnar kinverskt dagblað. Þegar þeir tóku það upp, duttu innan úr þvi sex plastpokar, sem innihéldu 168 gr af heróini. Oku- maðurinn, sem var Gyðingur, var handtekinn. Við nánari rannsókn á bilnum fundust I hanzkahólfinu skilriki annars manns: Nissins Amiels frá Tel Aviv. Lögreglan fann út að einhver Nissin Amiel hefði verð staddur i húsi þar i borg, fyrir skömmu, en væri nú horfinn. Þegar lögreglan kom aö þessu húsi, luku þrir Kinverjar upp. Ibúð1 þeirra var rannsökuð hátt sem lágt, og fundust enn nokkrar heróinbirgðir. Þremenn- ingarnir viðurkenndu að hafa selt manni frá ísrael heróin fyrir eina milljón króna. Amsterdam-lögreglan sendi skeyti til höfuðstöðva INTER- POLi Paris, til að afla upplýsinga um nefndan Nissim. Leitað er Nissim Amiels vegna gruns um aðild að eiturlyfjadreifingu og sölu. Svarið barst þeim ekki frá Tel Aviv eins og þeir höfðu búizt við, heldur frá Frankfurt. Viö ána Main var hann nefnilega þekkt- astur. Hann tilheyröi alþjóðleg- um heróinverzlunarhring, sem lögreglan hafði árangurslaust verið að reyna að standa aö verki mánuðum saman, en svo allt i einu, vegna bils sem lagt hafði verið vitlaust á götunni, komst hún til botns i þessu máli. Hún hafði þegar vitað lengi hvaðan eitrið kom, og að viðskiptavinirn- ir væru stærsti eiturlyfjahringur, sem sögur fóru af, — félag, sem samanstóð af Gyðingum, Aröb- um, Amerikumönnum, Þjóðverj- um og fleiri. Svo þegar svarið barst frá Frankfurt kannaðist lögreglan þegar viö þetta fólk. Yfirmaður félagsins i Frank- furt var Joseph Amiel, eldri bróð- ir Nissims, sem saknað var I Amsterdam. Hann haföi viður- nefniö Stóri Jói. Stóri Jói og Co. stjórnuöu heróinumdæminu i Frankfurt meö harðri hendi. Hátt I þrjú þúsund eyturlyfjaneytendur búa I borginni og þar af eru um einn þriöji hlutinn kvenfólk. Ameriskir dátar voru einnig tryggir viö- skiptavinir félagsins, — 3500 af þeim hundrað og áttatlu þúsund ameriskum dátum, sem eru i Þýzkalandi, neyta „haröra eitur- lyfja,” mest heróins. Leynileg fréttamiðlun fyrir kaupmenn og viðskiptavini er á börum Frankfurtborgar, á svæð- inu i kringum járnbrautastööina. Þarna segir einn öörum hver hef- ur heróin á boðstólum, og á hvaða veröi. Þrátt fyrir aö lögreglan heföi útsendara á þessum stööum Hnifur og fórnardýr liggja á götu I Amsterdam: Þetta er Wu Chi Ming átján ára Kinverji frá Singapore og var hann myrtur um hábjartan dag. Hann var fórnardýr hinnar blóðugu samkeppni, sem háð er milli heróinsalanna frá Hong Kong og Singapore. til að njósna um þessar samræö- ur, var það æ erfiðara að fylgjast með þvi sem fram fór, þvi að verzlunin fór i síauknum mæli fram á hebresku. Einnig þegar þeir hleruðu sim- tal á milli Josephs Amiels og Josephs Yakobs, starfsmanns hans, rákust þeir á sama vegginn, simtalið var á hebresku. Þeir tóku þvi samtalið upp á segul- band og fengu hjálp lögreglunnar i Berlin. Þar starfaöi maður sem hafði verið I ísrael I þrettán ár og þýddi hann samtalið. Ct úr þvi kom, aö heróinhringurinn hefði þegar á einu ári fengið heroin frá Amsterdam fyrir tvö hundruö til fjögur hundruö milljónir. Þá komust þeir aö þvi a6 nýtt og enn sterkara heróin væri komið á markaöinn, sem væri uggvekj- andi. Meira að segja reyndir neytendur hefðu orðiö hræddir við það. Stuttu eftir þetta simtal, var Stóri Jói stöðvaður á landamær- um Þýzkalands og Hollands, þar sem hann var á heimleið úr inn- kaupaferð i Amsterdam. Bill hans var grandskoðður en var al- veg „hreinn”. Hann smyglar aldrei sjálfur. Ekki löngu siðar verður lögreglan vitni aö eftirfar- andi samtali milli hans og full- trúa hans Jeshaja Fainsilbers: — Þetta voru svik. — Þeir vissu það við landamærin hvaða bilnúmer ég var meö, einhver hefur verið heldur lausmáll. Ég held að eg sé að fá andúð á manninum, sem er hjá þér. Hann er hættulegur. Sjáðu um aö hann hverfi. Þessi á- kveðni maöur finnur að hann er ekki lengur i náðinni hjá yfir- mönnum sinum, og veit að þá eru dagar hans brátt taldir. Lögregl- an hlerar siðar samtal milli hans og hinna tveggja: — Látiö mig vera. Komiö ykk- ur bara I burtu annars skýt ég ykkur. Glæpaforinginn Amiel öskuvondur: — Tikarsonur, gættu orða þinna, eða þú skalt hafa verra af. Og eitt skaltu vita, ég di ep þig viö fyrsta tækifæri. — Lögreglan safnar samtalsbrot- um og sönnunargögnum saman. Teknar eru myndir af höfuðstöðv- um heróinflokksins við Hainauer- götu og I Distervegstræti, og kon- urnar og karlarnir, sem koma þaöan og fara eru mynduö. Fylgzt er náiö með sendiboðum og smyglurum, sem eru mestmegnis stúlkur, og þær eltar til Amster- dam, þar sem þær sækja „efnið”. Þær fela það i brjóstahöldum sin- um og nærbuxum og flytja það þannig yfir landamærin. Fyrir ó- makið fá þær þrjátiu þúsund krónur og eitt eða tvö grömm til eigin nota. Loksins hafði lögreglan fengiö nægar upplýsingar, og hún hand- tók allan kjarnann I samtökunum á einu bretti. Nú sitja þeir allir bak við lás og slá og eiga yfir höfði sér löng og ströng réttarhöld vegna þátttöku i starfsemi glæpa- samtaka og fyrir að hafa stundað dreifingu og sölu á heróini. Þeir mega eiga von á hörðum dómum, þvi að við fyrri réttarhöld af þessu tagi hafði dómarinn Christel Förster kallað for- sprakka heroinkaupmanna morö- ingja. Af hreinni peningagræðgi koma þeir unglingum og ung- mennum upp á að nota eitur, þannig að þau verða háð þeim, og oft er sjálfsmorð eina leiðin út úr örvæntingunni fyrir þetta fólk. Sjálfsmorð, — hinn banvæni of stóri skammtur, — Gullskotiö, — eins og eiturlyfjaneytendurnir kalla siðustu sprautuna. Arið 1970 létust tuttugu og niu manns, eftir þvi sem opinberar skýrslur segja, úr ofneyzlu eitur- lyfja. Arið 1973 voru þeir hundraö og fjórir og árið 1975 tvö hundruð. Þetta eru mest ungmenni á aldr- inum fjórtán til tuttugu og átta ára. Hin raunverulega tala gæti allt eins verið helmingi hærri, og á bak við tölurnar liggja ömur- legri örlög en fólk almennt gerir sér grein fyrir. 1 lokin er þetta fólk eins og deyjandi hundar, liggjandi i fletum sinum, kvalin, saman- hnipruð, — vonlaus. A salerni i veitingahúsi dó ung stúlka af of stórum eiturskammti. Hún var sautján ára. A bekk i almenningsgaröi fannst látinn verkamaður. Hann lézt af of stórum skammti heróins.... 1 Amsterdam lézt námsmaöur I gæzluvarðhaldi. Hann hafði veriö háður eitrínu i nokkur ár. Hann hét Frizt Kraus og var tuttugu og eins árs. Stuttu fyrir dauða sinn skrifaði hann vinkonu sinni bréf, þar sem hann sagði: Fyrir fólk eins og mig er ekkert pláss i heiminum. Ef ég get ekki losnaö undan áhrifum eitursins, og ef enginn getur hjálpað mér, þá er úti um mig. Er virkilega enginn, sem getur hjálpað? Læknar hrista höfuöið, þeir þekkja ekkert lyf, sem getur gefiö endanlegan bata. Dr. Hans Wilhelm Beil, læknir i Hamborg hefur undir höndum 700 eiturlyfjasjúklinga. Hann segir: — Hver sem hefur einu sinni neytt heróins, ber þess merki alla ævi. Hann er breyttur maður. — Lögreglan stendur ráðþrota gegn þeim viðskiptum, sem stunduð eru á milli Asiu og Evrópu. Lögreglustjórinn i Wiesbaden segir: — Af og til náum við ein- hverjum árangri og getum jafn- vel stöku sinnum handtekið heil samtök og sett á bak viö lás og slá. En það nægir ekki. Svo fram- arlega sem valmúinn blómgast á- fram, halda heróinviðskiptin á- fram að blómgast og dafna. — Og valmúinn blómgast enn.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.