Tíminn - 20.05.1976, Page 11

Tíminn - 20.05.1976, Page 11
Fimmtudagur 20. mai 1976 TÍMINN 11 Ráðstefna láglaunakvenna samþykkti margar ályktanir um sameiginleg baráttumál karla og kvenna FB-Reykjavik.Ráðstefnasú, sem 'haldin var um kjör láglauna- kvenna á Hótel Loftleiöum 16. mai siöastliöinn hefur nú sent frá sér ályktanir þær, sem sam- þykktar voru af þátttakendum i ráðstefnunni. Meðal þeirra mála, sem fjallað er um i ályktununum er — að standa verði vörð um verkfallsréttinn, og leggja verði áherzlu á að hin einstöku félög hafi óskoraöan rétt i samningum. — að dreifa skuli gögnum frá ráðstefnunni til sem flestra hags- munasamtaka alþýðu. — að heildarsamtök verkalýðs- félaga gæti sem skyldi réttar fé- laga sinna gegn atvinnurekend- um og tryggi það, að félagar njóti réttinda, sem landslög og samn- ingar segja til um. — að svokölluð „kvennabar- áttumál” séu ekki siður sameig- inleg hagsmunamál alls vinnandi fólks, og karlar jafnt sem konur verði að berjast fyrir þeim. — að endurskoðað verði starfs- mat, sem er fimm ára og eldra. — verkalýðsfélögin skuli vera vel á verði gagnvart ákvæðis- vinnu, svo ekki sé sifellt krafizt meiri afkasta án kjarabóta. — að mjólkurdreifingarkerfi skuli haldastóbreytt og konur, er starfi i mjólkurbúöum verði ekki sviptar starfi sinu. — að núverandi skipan fæöing- arorlofsmála sé óviðunandi og ó- fullnægjandi, enda telur ráðstefn- an, að allar konur eigi að njóta fæöingarorlofs, er greitt sé af al- mann at ryg ging um. — að ráðstefnan fordæmi breytingu á lögum um þátttöku rikisins i stofnun og rekstri dag- vistunarstofnana, og ennfremur að hún telji æskilegt, að stéttarfé- lögin beiti sér fyrir þvi, að at- vinnurekendur greiði ákv. gjald i byggingasjóð dagvistunarstofn- ana. — að störf umdæmisljósmæðra séu vanmetin, og það sé sjálfsögð krafa, að launakjör skipaðra ljós mæðra verði ákveðin með kjara- samningum á sama hátt og laun annarra opinberra starfsmanna. — að gera þurfi átak varðandi ■ málefni aldraðra og öryrkja. — að óviðunandi sé, að aldrað- ar konur fái ekki ellilifeyri greiddan á eigið nafn, heldur á nafn eiginmanns eða sambýlismanns, sé hann einnig ellilifeyrisþegi. — að tryggja verði þvi starfs- liði skóla og skóladagheimila, sem hingað til hefur aðeins verið ráðið til 9 mánaða, fastráðningu allt árið. — að i -stéttaþjóðfélagi sé það regla, að etja þeim stéttum sam- an, sem hafa sameiginlegra hagsmuna að gæta, og með þvi sé alið á stéttaskiptingu og sundr- ung. Berjast verði sameiginlega fyrir betri kjörum og gegn stétta- skiptinguá vinnustaö og mismun- un eftir stéttum. — að stjórnir verkalýðsfélag- anna beiti sér fyrir þvi, að glædd verði stéttarvitund og virkni i fé- lögunum með reglulegum fræðslufundum, og unnið verði markvisst að þvi aö efla trúnað- armannakerfi verkalýðsfélag- anna. — að ráðstefnan mótmæli þvi, að launafólk beri byrðar krepp- unnar og krefjist fullra visitölu- bóta á öll laun og lifvænlegra launa fyrir 40 stunda vinnuviku. — að fiskimiðin kringum landið séu varin gegn allri rányrkju inn- lendri sem erlendri. Einig for- dæmir ráöstefnan árásir Breta á varðskip okkar við skyldustörf, og varar við samningum 'með slikar ógnanir yfir höfði sér. — að ráðstefnan fagni aðgerð- um herstöðvaandstæðinga, dag- inn áður en hún var haldin. — að ráðstefnan lýsi yfir full- um stuðningi við baráttu náms- Vélritun Innflutningsfyrirtæki óskar eftir duglegri stúlku til vélritunarstarfa. Kunnátta i ensku og norðurlandamálum nauðsynleg. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist blaðinu fyrir 25. þ. mán. merkt ,,Vélritun” Ljósmæður Ljósmóður vantar að Fjórðungssjúkra- húsinu Neskaupstað, frá 15. júli til 1. október 1976. Nánari upplýsingar gefnar á skrifstofu sjúkrahússins, simi 97-7402. Fjórðungssjúkrahúsið Neskaupstað Menntamálaráðuneytið, 17. mai 1976. | Lausar stöður Þrjár kennarastöður við Menntaskóiann á Akureyri cru iausar til umsóknar. Kennslugreinar eru stærðfræði og eðlisfræði, efnafræði og liffræði. Laun skv. launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir, ásamt ýtarlegum upplýsingum um námsferil og störf, skuiu hafa borizt menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 12. júni n.k. — Umsóknar- eyöublöö fást I ráðuneytinu. manna fyrir þvi að námslán nægi til framfærslu. Þá segir i siðustu ályktuninni, að nauðsyn sé á samstöðu lág- launafólks og þeirra, er við skert atvinnuöryggi búa. Komið hafi i ljós, að konum, sem reynt hafa að fá aðstöðu sina bætta á vinnustað, hafi verið hótað uppsögn og sagt hafi verið, að nægar aðrar fáist i þeirra stað. Brýnir ráðstefnan fyrir konum, að ganga ekki inn i þau störf, sem losnað hafa vegna uppsagna starfsfólks af áður- nefndum ástæðum. GYRO kastdreif- arinn fy rirligg jandi Traktorar Buvelar AÐEINS KR: 47,850,- er fullkomin, sjálfvirk saumavél með lausum armi og innbyggðum fylgihlufakassa Með aðeins einum takka má velja um 17 sporgerðir: Beint vanalegt spor Beint feygjanlegt spor Zig-zag Satinsaum Skelfald Blindspor til að sauma tvöfalda efnisbrún við leggingarborða Teygjanlegan skelfald Overlock Parísarsaum Þrepspor Teyg jufestispor Blindfaldspor Rykkingarsaum Oddsaum Tungusaum Rúðuspor Þræðingarspor. HÚN VEGUR AÐEINS UM 12 KG. MEÐ TÖSKU Necci Lydia 3 er sérlega einföld í meðförum Auk þess má gera hnappagöt festa á tölur og sauma út eftir vild. Fullkominn islenzkur leiðarvisir fylgir. Vegna gengisfellingar i- tölsku lírunnar, getum við nú boðið þessa frábæru saumavél á aðeins kr. 41,500,- V Góð greiðslukjör. Býður nokkur betur? Fæst hjd kaupmönnum og kaupfélögum víða um land FALKINN Suðurlandsbraut 8 Simi 8-46-70

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.