Tíminn - 20.05.1976, Page 12

Tíminn - 20.05.1976, Page 12
12 TÍMINN Fimmtudagur 20. mai 1976 Á FLÓTTA FRÁ ÁSTINNI Eftir Rona Randall 57 1 — Nei, ég hef ekki gleymt því, en ég hef ekki málað svo lengi að tækni mín er orðin úrelt. Hann greip hönd hennar. Hönd hans skalf og þar var ekki laust við að augu hans gljáðu óeðlilega. — Ég á þe'r svo mikið að þakka, vina mín. — Það er ekkert... — Þú fannst Brent... auk alls annars, sem þú hefur gert fyrir mig hér á sjúkrahúsinu. Kallarðu það ekkert? Hverni hafðirðu annars uppi á honum... ég hef verið að velta því fyrir mér. — Alveg af tilviljun, svaraði hún og reyndi að eyða því. Viturleg augu gamla mannsins horfðu rannsakandi á hana. Eitt sinn hafði hún sagt honum, að hún hefði verið trúlofuð listmálara og hann var að hugsa um, hvort það gæti hafa verið Brent, en Myra gaf honum ekki tækifæri til að spyrja frekar. — Ég verð að halda áfram, sagði hún.— Það er fæðing, sem ég þarf að vera við. Ég vona, að þú bjóðir mér í te einhvern daginn. — Um leið og tækifærið gefst. Gætirðu ef til vill setið fyrir um leið? — Gjarnan, svaraði hún og fór. Síðdegis, þegar Myra kom inn í læknaherbergið, sá hún að David Harwey hafði þegar sett ketilinn yf ir. — Seztu, sagði hann — teið verður til rétt strax. Myra lét fallast niður í næsta stól, þakklát. — Þreytt? spurði David samúðarfullur. — Dálítið. — Hvernig gekk fæðingin? — Vel... stór og hraustur strákur. — Það lítur út fyrir að við höf um öll haft nóg að gera í dag. Mark hef ur gert tvær skyndiaðgerðir og ég aðstoð- aði hann. Þá hefur hann ekki getað kvatt Jósep gamla? — Er hann farinn? Ég vissi það ekki. Veiztu hvert? — Já, vinur hans hugsar um hann. — Maðurinn, sem kom hérna um daginn? — Hvenær? — [ eina skiptið, sem gamli maðurinn hefur fengið heimsókn. Polly ætlaði aldrei að ná sér eftir það, sérstaklega vegna þess að hann spurði eftir Jósep gamla. Við héldum að enginn utan sjúkrahússins vissi að við kölluðum hann það. Myra horfði rannsakandi á tebollann sinn og leitaði að einhverju öðru umræðuefni. — Það er gott að þið Pollý eruð farin að tala saman aftur, sagði hún. — Ég hélt, að það hefði sletzt upp á vinskapinn milli ykkar. — Milli okkar? Hvers vegna? Hún leitá hann. — Þú veizt það bezt sjálf ur, David. Hann roðnaði. — Fyrirgefðu, ég ætlaði ekki að vera svona stuttur í spuna, sagði hann afsakandi. — Það er bara það... að... jæja, já það slettist upp á vinskapinn, Myra. Skyndilega fann hann að hann langaði til að trúa henni fyrir öllu. — Ég get ekki nálgast hana og við sem vorum svo góðir vinir... ekkert annað, en okkur geðjaðist vel að hvort öðru, svona á ópersónulegan hátt... — Ef til vill var það það, David. Ef til vill var það of ópersónulegt. — Hvernig gat það verið nokkuð annað? Læknar og hjúkrunarkonur kynnast aldrei eins vel og stendur í skáldsögum. — En hvers vegna gætirðu ekki hitt hana utan sjúkra- hússins? sagði Myra og brosti stríðnislega. — Auðvitað.. ég gleymdi, að þú ert alltaf upptekinn við einhverjar Mimiur eða Gabriellur og mátt ekki vera að því að sinna hjúkrunarkonum eins óg Pollý. Það er sannleikurinn, ekki satt? — Mig langar ekkert til að viðurkenna það, en það er rétt, sagði hann auðmjúkur. — Hjúkrunarkonur eru einhvern veginn eins og hluti af daglegum störfum... ef til vill er það þess vegna, sem við læknarnir lítum ekki á þær sem konur. En núna... — Núna? endurtók hún. — Hvernig líturðu núna á Pollý? — Eins og hún er, en þá er það of seint. — Hvers vegna það? Betra er seint en aldrei. Myra setti frá sér bollann og stóð upp. — Hún er óvenju indæl stúlka, David. Ein af þeim beztu, sem ég hef kynnzt. Svo er hún líka falleg. — Já, ég veit það. — Hvers vegna segirðu henni það þá ekki? Engin ung stúlka hef ur neitt á móti þvi að heyra, að hún sé lagleg. Hann hló stuttlega.— Hvenær fæ ég tækifæri til þess? Yfir skurðarborðinu. Á deildinni? Hann andvarpaði. — Polly gæfi mér aldrei tækifæri til að segja neitt slíkt. Hún f rystir mig með augnaráðinu og ég veit, að ég á það skilið. ■ FIMMTUDAGUR 20. mai 7.00 Morgunútvarp. Veöur- fregnir kl. 7.00, 8.15og 10.20. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30,8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Sigrún Sigurðardóttir les söguna „Þegar Friö- björn Brandsson minnkaði” eftir Inger Sandberg (2). Tilkynningar kl. 9.30. Þing- fréttirkl. 9.45. Létt lög milli atriða. Við sjóinnkl. 10.25: Ingólfur Stefánsson ræðir við Guðmund Hallvarösson um málefni aldraðra sjó- manna. Tónleikar. Morgun- tónleikar kl. 11.00: Koeck- ert-kvartettinn leikur Strengjakvartett nr. 77 i C-dúr, „Keisarakvartett- inn”, op. 76 eftir Haydn. Isaac Stern og FHadelfiu- hljómsveitin leika Fiðlu- konsert nr. 22 i a-moll eftir Viotti, Eugene Ormandy stjórnar. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 A frlvaktinni. Margrét Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Miðdegissagan: „Gest- ur i blindgötu” eftir Jane Blackmore. Þýðandinn, Valdis Halldórsdóttir, les (9). 15.00 Miödegistónleikar. Gabor Gabos og Sinfóniu- hljómsveit ungverska út- varpsins leika Pianókonsert nr. 3 eftir Béla Bartók, György Lehel stjórnar. Leo- pold Stokovski stjórnar flutningi hljómsveitar á ballettmúsikinni „Petrou- shku” eftir Igor Stravinsky. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). Tónleikar. 16.40 Litli barnatiminn. Sig- rún Björnsdóttir sér um timann. Tónleikar. 17.30 Mannlif I mótun. Sæ- mundur G. Jóhannesson rit- stjóri á Akureyri endar upp- rifjun minninga sinna (6). 18.00 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Svipast um á Suður- landi. Jón R. Hjálmarsson f ræöslustjóri ræðir við Sigurjón Árnason oddvita I Hrólfstaðahelli á Landi. 20.00 Gestir i útvarpssal: Ein- ar Jóhannesson og Philip Jenkins leika sónötu fyrir klarinettu og pianó op. 120 nr. 2 eftir Johannes Brahms. 20.15 Leikrit: „Tewje og dæt- ur hans” eftir Scholom Alei- chem. Aöur útvarpað 26. des. 1965. Þýðandi: Halldór Stefánsson. Leikstjóri: Baldvin Halldórsson. Per- sónur ogleikendur: Tewje/ Þorsteinn O. Stephensen, Golde, kona hans/ Guöbjörg Þorbjarnardóttir, Tzeitl/ Kristin Anna Þórarinsdótt- ir, Hodel/ Margrét Guð- mundsdóttir, Lazar Wolf, slátrari/ Ævar Kvaran, Feferel/ Gisli Alfreðsson. Aörir leikendur: Jóhanna Norðfjörð, Helga Bach- mann, Róbert Arnfinnsson, Jón Sigurbjörnsson, Jón Júliusson, Sigriöur Þor- valdsdóttir, Hugrún Gunn- arsdóttir, Valgerður Dan og Bryndis Pétursdóttir. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag- an: „Sá svarti senuþjófur”, ævisaga Haralds Björns- sonar. Höfundurinn, Njörð- ur P. Njarðvik, les (23). 22.40 Létt músik á slökvöldi. 23.25 Fréttir. Dagskrárlok. Auglýsið í Tímanum

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.