Tíminn - 20.05.1976, Page 16

Tíminn - 20.05.1976, Page 16
iSSSEESi þeytidreifarinn góö vinnslubreidd nákvæmar stillingar einnig f yrir sáningu Guðbjörn Guðjónsson Heildverzlun Siðumúla 22 Simar 85694 & 85295 Saltsteinar fyrir hesta, sauófé og nautgripi blár ROCKIE hvítur KNZ rauöur KNZ SAMBANDIÐ /S INNFLUTNINGSDEILD Gólf-og Veggflísar Nýborgí^3 Ármúla 23 - Sími 86755 Ný vopna- tegund NTB/Reuter, Brusscl. — Bandarikjamenn hafa hann- að nýtt vopn, sem er svo leynilegt að háttsettir yfir- menn i aðalstöðvum NATO i Brussel, fölna þegar nafn þess er nefnt, en það er kall- að „captor”. Yfirmenn NATO vilja hvorki neita né staðfesta til- vist þessa vopns, en haft var eftir áreiðanlegum heimild- um meðal vestrænna dipló- mata i gær, að þegar væri hafin framleiðsla á vopni þessu i Bandarikjunum. „Captor” mun vera eitt flóknasta og fullkomnasta vopn sem nokkru sinni hefur verið hannað. Það mun vera einhverskonar „sofandi tundurskeyti” sem liggur á hafsbotni og biður þess að verða virkt. Skeytið er búið hlustunar- tækjum og þegar það heyrir til óvinakafbáta i návist við sig, vaknar það til lifsins og tekurstefnuá þá. Ómögulegt mun vera að sleppa frá skeytinu, sem hægt er að láta bera kjarnorkuvopn. UtanrikisráðHerrafundur NATO hefst í Osló í dag Jafnvægi austurs og vesturs, Kýpur og þorskastríðið meðal helztu atriða Reuter/NTB, Osló. — Joseph Luns, framkvæmdastjóri Nato, sagði i gær að Sovétrikin og bandamannariki þess sýndu á- framhaldandi ósveigjanleika i viðræðunum um gagnkvæma fækkun iherjum Natoog Varsjár- bandalagsins i Evrópu. Hann fysti þvi einnig yfir að ár- angur af tilraunum til að fylgja eftir yfirlýsingu öryggisráð- stefnu Evrópu, sem haldin var i Helsinki á siðasta ári, væri i meðallagi. í yfirlýsingu ráðstefn- unnar er krafist meiri og betri mannlegra sambanda milli rikja Austur og Vestur-Evrópu. Luns sagði við fréttamenn, að þessi fundur utanrikisráðherra Nato-rikja, myndi taka til athug- unar ástand jafnvægisins milli austurs og vesturs. Sagði hann aö undanfarið hefði almenningur gert sér betur grein fyrir nauðsyn þess að vestræn riki héldu varnarmætti sinum næg- um, jafnframt þvi sem þau reyndu að vinna að spennuslökun milli hernaðarbandalaganna — segir Joseph Luns, framkvæmdastjóri bandalagsins tveggja. Dr. Luns sagði að utanrikisráð- herrarnir myndu taka til hlið- sjónar stöðuna i viðræðum Nato og Varsjárbandalagsins I Vin, um gagnkvæma fækkun i herjum rikja bandalaganna, þá sérstak- legameð tilliti tiltilboðs þess sem Nato gerði fyrir sex mánuðum siðan. Greinilegt var að með þvi átti framkvæmdastjórinn við deilurn- ar milli Grikkja og Tyrkja um Eyjahafið og Kýpur, svo og þorskastriðið milli Islendinga og Breta. Henry Kissinger, utanrikisráð- herra Bandaríkjanna, fór i gær flugleiðis til Osló, til að sitja fund Nato-ráðherranna. Frydenlund telur Breta eiga að fara með herskipin út fyrir tvö hundruð mílna mörkin öldungadeild samþykkti eftirlit með njósnum Reuter, Washington. — öldungadeild bandariska þings- ins samþykkti i gær með yfir- gnæfandi meirihluta, reglugerð, sem kveður á um stjórn og eftir- lit þingsins með CIA, leyniþjón- ustu Bandarikjanna. Reglugerðin var samþykkt meö áttatiu og sjö atkvæðum gegn sjö, en hún herðir einnig eftirlit þingsins með öðrum njósnastofnunum Bandarlkj- anna, svo sem FBI, NSA (Al- rikis-öryggisstofnun) og njósna- stofnun hersins (DIA). Meginefni reglugerðarinnar er stofnun fimmtán manna nefndar, sem hafa skal yfirum- sjón með allri starfsemi njósna- kerfis Bandarikjanna. Reglugerðin hlautendanlegt samþykki öldungadeildarinnar, þegar frjálslyndir öldunga- deildarmenn böröu niður til- raunir ihaldssamari starfs- bræðra sinna til að veikja ákvæði hennar. Nú á öldungadeildin eftir að skipa formann og meðlimi nefndarinnar, en mál þetta kemur ekki til kasta fulltrúa- deildar eða forseta, þar sem það varðar innri byggingu öldunga- deildarinnar sjálfrar. 1 desember siðastliðnum lagði Nato fram tillögur um að Banda- rikin drægju til baka eitt þúsund kj arnorkusprengjur frá Mið-Evrópu, gegn þvi að Sovét- ríkin drægju að fullu til baka skriðdrekasveitir, sem i eru 68.000 hermenn, sem hafa yfir aö ráöa 1.700 skriðdrekum. Þessu tilboði gengu Sovétrikin ekki að. Þá sagði dr. Luns að ráðherra- fundurinn skapaði einstökum Nato-rikjum tækifæri til þess að ræða um vandamál sem undan- farið hefðu veikt bandalagið. Talið er að hann muni leggja megin áherslu á þau vandamál sem hann telur að skapast geti fyrir Nato, vegna aukins fylgis kommúnista á Italiu. Hefur hann hvað eftir annað varað við þvi að þátttaka þeirra i rikisstjórn geti skapað hættu i öryggismálum bandalagsins og jafnframt hefur hann sett fram þá kenningu að stjórnarþátttaka kommúnista á ttaliu geti leitt til aukins fylgis þeirra i Frakklandi, Portúgal og á Grikklandi. Kissinger mun auk þess gera grein fyrir samningum um her- stöðvar Bandarlkjanna I Grikk- landi, á Spáni og Tyrklandi, en bandariska þingið hefur þegar samþykkt samningana við Spán. Þá er búist við þvi að Kissinger vikki nokkuð sjóndeildarhring fundarins, með þvi að gefa skýrslu um Afrikuför sma, svo og um líkindi til frekari afskipta Sovétrikjanna i þeirri heimsálfu. Þorskastriðið milli tslendinga og Breta er meðal þeirra mála sem vonaster til að rætt verði um á ráðherrafundinum. A blaða- mannafundi i gær sagði Knut Frydenlund, utanrikisráðherra Noregs, að það myndi vera mjög jákvættoggætiorðið skref iátt til lausnar deilunni, ef Bretar drægju herskip sin ut úr tvö hundruð mQna landhelgi tslands. Sagði Frydenlund að islenzka rikisstjórnin gæti ekki sezt að samningaborði með Bretum, meðan skipin væru enn fyrir inn- an fiskveiðilögsögumörkin. Hins vegar kvaðst ráðherrann ekki ætla að reyna að koma á samræðum milli utanrikisráð- herra landanna tveggja, Einars Agústssonar og Anthony Cros- land, þar sem mál þetta væri orð- ið svo tilfinningaheitt að það þyrfti að fá að kólna ofurlitið, áð- ur en von gæti kviknað um árang- ur viðræðna. Angóla slítur sambandi við Portúgal: Reka sendinefndina heim Reuter, Lissabon. — Rikisstjórn Angóla hefur farið fram á það við rikisstjórn Portúgal, að hún láti diplómatlska sendinefnd sina i Luanda hætta störfum. Talsmað- ur utanrikisráðuneytis Portúgal sagði i gær, að þessi beiðni HEIfflSHORNA '' ÁwirLLi Ofbeldisaldan ris enn meir i Argentínu Reuter, Buenos Aires. — Fimm manns létu Ilfiö i gær i áframhaldandi ofbeldisbylgju þar, en ofbeldi þetta er stjórn- málalegt að uppruna. Lögreglan skýrði frá þvi að þrir vinstrisinnaðir skærulið- ar hefðu verið skotnir til bana þegar til átaka kom milli þeirra og lögreglumanna sem voru að gera húsleit i miðborg Buenos Aires. Vopn, skotfæri og ólöglegar bókmenntir fundust við hús- leitina. Lögregluþjónn og embættis- maður hjá rikisfyrirtæki voru skotnir til bana I Rosario, báð- ir með skotum úr bifreiðum sem óku á brott frá skotstaðn- um. Hafa nú næstum tvö hundruð og fimmtiu manns látið llfið vegna stjórnmála- átakanna i landinu siðan her- foringjastjórnin tók þar viö völdum þann 24. marz. Brezka rikisstjórn- in gagnrýnd fyrir afskiptaleysi á Kýpur Reuter, London. — Ein af nefndum brezka þingsins gagnrýndi I gær harðlega at- hafnaleysi Bretlands i Kýpur- deilunni 1974ogþaðeinkum aö ekki var komiö i veg fyrir inn- rás Tyrkja á eyjuna þá. 1 gagnrýni sinni á þá stefnu sem rikisstjórn Verkamanna- flokksins tók I máli þessu segir nefndin: — Bretland átti laga- legan rétt á, bar siöferðileg skylda til, og haföi ennfremur hernaöarlegan styrk til að hafa afskipti af málefnum Kýpur i júli og ágúst árið 1974. Samtsem áður hafði Bretland engin afskipti af málinu og rikisstjórnin neitar að gefa upp ástæður til þess. Segist nefiidin draga i efa að Bretland hafi i máli þessu uppfyllt skyldur sinar, sem það tók á herðar meö undirrit- un samningsins um sjáifstæði Kýpur, árið 1960. Rikisstjórn Bretiands hefur visaðgagnrýni þessarri á bug, sem tilhæfulausri. Skurðlæknir sakaður „ um fimm morð. Rcuter, New Jcrsey. — Dr. Mario Jascalevich, sem fram til þessa hefur verið nefndur dr. X i dagblöðum I Banda- rikjunum, var i gær handtek- inn og ákærður fyrir fimm eit- urmorð. Morðin áttu sér stað íyrir um þaö bil tiu árum á sjúkrahúsi þar sem dr. Jas- calevich var yfir-skurðlæknir. Rikissaksóknari i Bergen- héraði, sagði i gær, að kvið- dómur heföi samþykkt ákær- una á þriðjudag, og heföi læknirinn verið handtekinn á heimili sinu i dögun i gær- morgun. Hann var dæmdur til varðhaldsvistar, en hægt er að láta hann lausan gegn hundr- að og fimmtiu þúsund dollara tryggingu. Morðin fimm áttu sér staö i Riverdell-sjúkrahúsinu i Ora- dell, New Jersey, á árunum 1965 og 1966. Rannsókn þess hófst eftir að dagblaðið New York Times birti greinar um dauðsföllín og tengsl þeirra við iyfið Curare. Geðheilbrigður á geð- sjúkrahúsi NTB, Osló. —Fjörutiu og átta ára gamall maður frá Stav- anger hefur verið innilokaður á geðveikrahæli i Noregi i tiu ár, gegn eigin vilja og án þess að vera geðveill. Maðurinn gekkst undir geðrannsókn fyr- ir einu ári siðan og aftur nú nýlega, og niðurstaðan af þeim báðum var sú sama: maðurinn er heilbrigður. Upphaf máls þessa er það, að manninum þótti hann vera beittur óréttlæli, og til þess aö vekja athygli á máli sinu braut hann brunaboöa á nokkrum stöðum. Ilann var handtekinn og dæmdur fyrir það, en þegar hann endurtók afbrot sin, var hann sendur til geðdeildar sjúkrahúss eins og þaöan á geðveikrahæli, þar sem hann dvaldi i tiu ár, eins og fyrr segir. jafnaðist á við stjórnmálasam- bandsslit. Dr. Alfredo Barroso, yfirmað- ur upplýsingadeildar ráðuneytis- ins, sagði, að skilaboð hefðu bor- izt frá rikisstjórn Angóla, þar sem farið væri fram á að starf- semi sendinefndarinnar yrði hætt og allir starfsmenn sendiráðsins yrðu kallaðir heim hið bráðasta. Rikisstjórn Portúgal lýsti þvi yfir i gær, að henni félli beiöni þessi illa og vonaði að aöstæður myndu fljótlega skýrast, báðum rikjunum til góðs. Stjórnmálasambandið milli Portúgalog Angóla versnaði mik- ið i siöasta mánuði, þegar MPLA lokaði öllum skrifstofum Angóla i Portúgal og krafðistskýringa frá Lissabon á þvi, sem samtökin kölluðuóvinveittar aðgerðir gegn sér. Sendifulltrúi Portúgals i Angóla, dr. Carlos Teixeira da Mota, var þá kallaður til Lissabon til ráðagerða, en hefur ekki snúið aftur til Angóla. Umkvartanir Angólamanna risu út af ikveikju á skrifstofu i Oporto i Portúgal og ætiuðum móðgunum i portúgölskum fjöl- miðlum. Sambandsslitin komu i sama mund og tilkynnt var að Neto, forseti Angóla, hefði ákveðið að gera upptækar allar eigur er- lendra manna, sem yfirgefið hafa landið. flf/ BARUM m y/ BREGSTEKK/ I Drátiarvéla I I hjólbaráar I IKynnið ykkur hin hagstæðu verð. TÉKKNESKA BIFREIÐAUMBOÐIÐ I Á ISLANDI H/F AUÐBREKKU 44—46 KÓPAVOGI SÍMI 42606

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.