Tíminn - 24.06.1976, Blaðsíða 2

Tíminn - 24.06.1976, Blaðsíða 2
2 TÍMINN' VESTMANNAEYJAFERJAN AFHENT Á LAUGARDAG — væntanleg til landsins um mánaða- mótin — kostar um 23 millj. n. kr. FB-Reykjavlk. Vestmanna- eyjaferjan svokallaöa veröur afhent eigendum sinum I Krist- jánssundi f Noregi á laugardag- inn. Til landsins er hún svo væntanleg um mánaöamótin, samkvæmt upplýsingum Sigur- geirs Kristjánssonar fréttarit- ara Timans i Vestmannaeyjum. Ferjan er um eitt þúsund tonn aö stærö, og á hún aö geta flutt milli 40og 50 bila auk farþega og varnings. Veröur ferjan I áætl- unarferöum mUli Vestmanna- eyja og Þorlákshafnar, og meö tilkomu hennar munu falla niöur feröir Herjólfs mUU lands og Eyja. Áætlaö er, aö ferjan fari eina ferö fram og tU baka á dag. Hún veröur þrjá klukkutlma á leiö- inni, en Herjólfur er hins vegar fjóra tima frá Þorlákshöfn tU Vestmannaeyja. Finnst mönn- um töluvert muna um þennan klukkutima, sem feröin meö ferjunni tekur skemmri tlma. Veriö er aö undirbúa aöstööu fyrir ferjuna bæöi I Þorlákshöfn og Vestmannaeyjum, og ætti aö veröa hægt aö aka beint um borö I hana á báöum stööum I ágúst, og jafnvel nokkru fyrr I Vestmannaeyjum. Ekki hefur veriö gengiö endanlega frá á- ætlun fyrir ferjuna, en búizt er viö aö hún farí um áttaleytiö á morgnana frá Eyjum, og frá Þorlákshöfn kl. 5 á kvöldin, en áætlun veröur endanlega samin slöar, og gæti oröiö bætt inn I aukaferöum, eftir þvi sem þörf krefur. Veröskrá hefur heldur ekki veriö fullákveöin, en búizt er viö, aö þaö muni kosta svipaö fyrir hjón aö fara meö ferjunni meö bil sinn meö sér, eins og þaö kostar nú fyrir þau aö fara flugleiöis milli lands og Eyja. Skipstjóri á Vestmannaeyja- ferjunni veröur Jón Eyjólfsson, og fyrsti stýrimaöur Lárus Gunnólfsson. Þaö er hlutafélag- iö Herjólfur, sem á ferjuna, og mun hún kosta um 23 milljónir norskra króna. Útvegsbanki íslands: Innlán í árslok hálf- ur fimmti milljarður Ársskýrsla Útvegsbanka tslands fyrir áriö 1975 er komin út. Heildarinnlán bankans juk- ust á árinu um 833 milljónir króna og námu I árslok 5.478 milljónum króna. Heildarútlán jukust á árinu um 591 milljón króna og námu I árslok 8.139 milljónum króna, en þar af voru endurseld útlán 2.321 milljónir króna, aöallega vegna sjávarútvegs. Skipting útlána bankans til hinna ýmsu atvinnugreina var I árslok þannig: sjávarútvegur 52.7%, verzlun 14.8%, iönaður 11.4% og aörar greinar 21.1%. Tekjuafgangur bankans nam 73 milljónum króna. Af hagnaöi ársins var 30 milljónum króna ráöstafaö til varasjóös, 15 milljónum króna til afskrifta- sjóðs, 2.1 milljónum króna til húsbyggingarsjóös, 19 milljón- uin króna til afskrifta fasteigna- reiknings og 6 milljónum króna til eftirlaunasjóös starfsmanna Útvegsbankans. Bankinn greiddi rikissjóöi á árinu 75 milljónir króna I skatt af gjald- eyrisverzlun og rúmar tvær milljónir króna i landsútsvar. Hildur Hákonardóttir settur skólastjóri Gsal-Rvik — Höröur Ágústsson, skóiastjóri Myndlista- og handiöaskóla Islands hefur látiö af skóiastjórn samkvæmt eigin ósk og var Hildur Hákonardóttir i gær sett . skólastjóri til eins árs af mcnntamálaráöuneytinu. Málarinn SKEIFAN Hagkaup Bílasalan Braut Símar: 81502 — 81510 Geysistór sýningarsalur! Óþrjótandi útisvæði! r-:v,í 4 sölumenn tryggja _ yður fljóta og örugga þjónustu — Reynið viðskiptin í glæsilegustu bílasölu landsins BÍLASALAN BRAUT Skeifunni 11 Opið frá kl. 8.00—19.00 alla daga nema sunnudaga CRENSASVECUR !C "'y;- ATH: Opið í hódeginu og laugardaga! Bílar í sal eru þjóf- og brunatryggðir!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.