Tíminn - 06.07.1976, Qupperneq 5

Tíminn - 06.07.1976, Qupperneq 5
Þriðjudagur 6. júli 1976 TÍMINN 5 Auglýsið í Tímanum r 1 ^ Hjólreiðar eru heilsubót Höfðatúni 10. Simi 1-13-97. Sendum um allt land. BÍLAPARTASALAN Dylgjurnar í blaði forsætis rdðherra Mbl. hefur undanfarið birt öðru hverju furðulegar dylgj- ur um dómsmálastjórnina. Með dylgjum þessum er reynt að gefa i skyn með ýmiss kon- ar orðalagi, að sakamál, sem nú eru til rannsóknar, kunni ekki að upplýsast sökum þess, að yfirstjórn dómsmálanna kunni að „kippa I spottann” og komi þannig I veg fyrir, að umrædd mál verði upplýst. Siðast i Reykjavikurbréfi Mbl. á sunnudaginn var, er þessum dylgjum haldið áfram, og komizt svo að orði, að verði mál þessi ekki upplýst, „mun fólkið i landinu fyllast tor- tryggni og efasemdum i garð þeirra, sem um stjórnvölinn halda, og þá verður erfitt að telja mönnum trú um, að ein- hver hafi ekki „kippt I spott- ann”, eins og svo oft heyrist, þegar talað er um þessi mál manna á milli.” Þessar dylgjur höfundar Reykjavikurbréfsins, verða vart ski ldar örðuvisi en að veriðsé að ýta undir þann róg, sem nokkrir stjórnarandstæð- ingar hófu á siðastl. vetri, að Ólafur Jóhannesson dóms- málaráðherra reyni með ein- um eða öðrum hætti að tor- velda rannsókn umræddra mála. Meðan ritstjórar Mbl. tala ekki skýrara máli, verða þessar dylgjur blaðs þeirra ekki skildar á annan veg. Séu þeir hér hafðir fyrir rangri sök, geta þeir gert nánari grein fyrir þvl i blaði sinu, hvað þeir eru raunverulega að fara og aö hverjum þessar dylgjur þeirra beinast. An slikra skýringa verbur ekki annað ályktað, en að hér sé NÝSTÁRLEGT SKÁTAMÓT í HEIÐMÖRK ASK—Reykjavik. — Helgina 9.- 11. júli mun skátafélagið Vifill i Garðabæ gangast fyrir opnu skátamóti i nágrenni Heiðmerk- ur. Þarna hafa skátarnir reist útileguskála, en einnig hafa þeir sáð og gróðursett i allstór land- svæði. Á Vifilsmótinu verður fitjað upp á ýmsu athyglisverðu er varðar dagskrárgerð og skipu- lag tjaldbúða. Mótsgestum verður skipt niður i 10-15 manna hópa, óháð þvi hvaða skáta- félagi eða flokki þeir tilheyra, og munu hópar þessir starfa saman meðan á mótinu stendur. Markmiðið með hópskiptingu sem þessari er fyrst og fremst það, að ná fram sem beztri sam- vinnu og nánustu kynnum móts- gesta. Á mótinu verður gefið út blað er nefnist Sammi. Fyrir væntanlega mótsgesti skal það tekið fram að þátttökugjald er óvenjulega lágt, eða krónur 800.00. Barnareiðhjól Unglingareiðhjól Fullorðinsreiðhjól Þríhjól og stigin leikföng handa börnum Mesta úrval landsins fæst hjá okkur. Taunus 17M 1966 módel. Taunus 17M 1968 og 1969 módel. Saab. Peugeot 404. Chevrolet 1965. Benz sendiferðabil 319. Willys 1954 og 1955. Gipsy jeppa á fjöðrum. II 111111 1111 i iíi llvi 111111 Nýkomnir varahlutir í: BILA- PARTA- SALAN auglýsir verið að hrinda af stokkunum einni rógsherferðinni enn á hendur dómsmálaráðherra. Þessar dylgjur Mbl. eru enn alvarlegri fyrir þá sök, að þær eru bornar fram I blaði for- sætisráðherra. Hve lengi ætlar forsætisráðherra að þola mál- gagni sinu slikar dylgjur um meöráðherra sinn, eða eru þær ef til vill matreiddar með vitund hans og vilja? Samanburður á verðlagi Hinn nýi verð- lagsstjóri, Ge- org Ólafsson, hefur tekið upp þá virð- ingarverðu nýbreytni að birta öðr hverju samanburö á verðlagi tilgreindra verzlana á ákveðnum vörum. Með þessu er stefnt að þvi, að auka verðskyn neytenda og örva samkeppnina á þann hátt. Aukin samkeppni i vöruverði getur svo leitt til þess, að hægt verði að gera verðmyndunina frjálsari i framtiðinni. i viðtali við Mbl. bendir Georg Ólafs- son á, „að kaupmenn sjálfir hafi barizt mest fyrir þvi, að markaðurinn ráði verðlagn- ingunni, og megi lita á þessar kannanir sem undirbúning undir það.” Ólafur Jóhannesson við- skiptamálaráðherra hefur ný- lega falið verðlagsstjóra og tveimur mönnum öðrum, að undirbúa tillögur um nýskipan verðlagsmálanna, þar sem gert verði ráð fyrir frjálsari verömyndun en nú er, cn þó innan ramma viss eftirlits. Væntanlega verða þessar til- lögur tilbúnar svo snemma, að hægt verði að fjalla um þær á næsta þingi, enda er tvimæla- laust kominn tími til að gera breytingar á núgildandi kerfi, sem vafalitið er orðið að mörgu leyti staðnab, öllum að- ilum til óhags. RuglSvavars Svavar Gests- son Þjóðvilja- ritstjóri skrif- ar nýlega for- ustugrein i blað sitt, þar sem hann reynir að skýra stjórn- arsamstarf Framsóknar- flokksins og Sjálfstæðisflokks- ins á furðulegan hátt. Svavar veit þó manna bezt meginor- sök þess, að samvinna þessara flokka hófst. Framsóknar- flokkurinn reyndi áður að mynda stjórn með Alþýðu- bandalaginu og Alþýðuflokkn- um, en það brást sökum and- stöðu áhrifamanna i báðum þessum flokkum, eins og Iesa má um I Þjóðviljanum og Alþýðublaöinu á þeim tima. Hitt er svo annað mál, að nú vilja þeir Alþýðubandalags- menn ólmir komast I stjórn og er sama i hvaða Keflavikinni róið er. Þeir myndu jafnvel sætta sig við Aronskuna, ef með þyrfti. Núverandi rikisstjórn hefur tvimælalaust bjargað miklu i þvi óhagstæða árferöi, sem hér hefur verið um skeið. Hún hefur tryggt næga atvinnu og hún hefur fengið 200 milurnar viðurkenndar. Skuldasöfnunin er að visu áhyggjuefni, en gegn henni er auöveldara að ráðast, þegar batnar i ári. Með samstarfi núv. stjórnar- flokka var afstýrt stjórnleysi og upplausn, sem ella hefði komið við sögu, ef Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn hefðu skorizt úr leik eins og Alþýðu- bandalagið og Alþýðuflokkur- inn. Núv. rikisstjórn hefur nú komizt yfir mestu örðugleik- ana, og hennar biður þvi að nota batnandi árferði til að bæta úr þvi, sem miður hefur farið. Þ.Þ. PART FART Ef svo er þá eiga eftirtaldir umboösmenn okkar jafnan fyrirliggj- andi Leyland varahluti í Land Rover, Range Rover, Austin og Morris bifreiöar. BORGARNES ‘S* 93-7218 7418 Bifreiða- og Trésmiðjan SAUÐÁRKRÓKUR. 'S'95-5200 Bílaverkstæði KS. AKUREYRI -S? 96-22875 Baugur hf. Norðurgötu 62 EGILSSTAÐIR 'S? 97-1246 1328 Bílarétting sf. Arnljótur Einarsson HVOLSVÖLLUR -S? 99-5113 Bílaverkstæði KR. SELFOSS “S? 99-1260 Bílaverkstæði KÁ. P. STEFÁNSSON HF. «»SBS HVERFISGÖTU 103 REYKJAVÍK SÍMI 26911 PÓSTHÖLF 5092 Jörp, tvævetur hryssa, ómörkuð vetrarklippt, hvarf frá innan- verðum Steingrimsfirði um miðjan júni. Gæti hafa lagt á fjöll i önnur héruð. Þeir, sem kynnu að verða þessa villuráfandi trippis varir eru góðfúslega beðnir að láta undirritaðann vita. Svanshóli 29. júnl 1976. Ingimundur Ingimundarson simi um Hólmavík

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.