Tíminn - 06.07.1976, Blaðsíða 21

Tíminn - 06.07.1976, Blaðsíða 21
Þriðjudagur 6. júli 1976 TÍMINN 21 Sigríður Valdimarsdóttir: Athugasemd við myndatexta Sigriður Valdimarsdóttir hringdi og vildi koma á fram- færi athugasemd viö texta myndar, sem birtist meö grein- inni „Góðan daginn, séra Gurli”. Þar er sagt, aö högg- myndarinn Bertel Thorvaldsen hafi gert skirnarfontinn, sem nú sé i Heilagsandakirkju i Kaup- mannahöfn. „Þaö er rétt og ekki rétt, þvi Bertel Thorvaldsen hét Albert Thorvaldsen, eins og tslending- ar ættu að vita og Danir einnig. U——— Skirnarfontur þessi, sem er hið mesta listaverk, gerði Albert til að gefa til Islands, sem sjá má á orðum þeim, sem listamaöurinn hjó i eina hlið verksins: „Albertus Thorvaldsen gjörði smiðisgrip þennan i Rómaborg og gaf hann íslandi, ættjörð sinni, i ræktarskyni 1827”. Þegar ég var litil var okkur kennt að Albert héti Albert og hefði fæðzt um borð i dönsku kaupskipi er lá i austanverðum Skagafirði 19. nóv. 1770. Sjálfur sagði listamaöurinn einnig, aö hann væri fæddur þann dag, enda kemur það vel heim viö fermingarskýrslur, sem segja hann fermdan 1787, þá 16 og hálfs árs. Engar sannanir eru þá aöfinna i fæðingarskýrslum, enda brann Fellskirkja i Sléttu- hlið i austanverðum Skagafiröi, og kirkjubækur meö, en þar heföi hann skirzt. 1 Danmörku er hins vegar sagt, og þvi miður hefur það komizt inn i islenzkar bækur, að Albert Thorvaldsen hafi fæðzt i Kaupmannahöfn 13. nóv. 1768, en þá fæddist sveinbarn er var ski'rður Bertil Thorvals, sem er talsvert frábrugðið Thorvaldsens nafninu, sem listamaðurinn notaði”. Að lok- um vildi ég hvetja fólk til að skoða skirnarfontinn i Heilags- andakirkju og lesa áletrunina þótt á latinu sé, en kirkjan er, sem kunnugt er, i miðborg Kaupmannahafnar. Böðvar Guðmundsson „Alþýðuleikhúsið ekki stofnað til höfuðs Leikfélagi Akureyrar" 1 dagblaðinu Timanum, 30. júni 1976, skrifar Jónas Guð- mundsson yfirlitsgrein um leik- húslif veturinn 1975-1976. Greinin nefnist „Skýrsla um leikhúsvetur” og er úttekt á leiklistarstarfsemi um alltland. 1 kaflanum „Af norðanmönn- um” virðist mér gæta nokkurs misskilnings hjá Jónasiog lang- ar mig til að koma litilli leiðrétt- ingu á framfæri. 1 greininni stendur: „Af norðanmönnum er það lika að frétta að Leikfélag Akur- eyrar klofnaði — frá leikrænu sjónarmiði. Nokkrir af helztu leikurum félagsins stofnuðu sitt eigið leikhús, Alþýðuleikhúsið og hafa siðan verið á stöðugum ferðalögum um landið með Krummagull. Það sem mig langar fyrst og fremst til aö leiðrétta i annars ágætri grein Jónasar er það að af orðum hans má skilja að Alþýðuleikhúsið hafi oröið til við klofning i Leikfélagi Akureyrar. Svo er ekki eins og hér skal rak- ið. Vorið 1975 sögðu þrir fast- ráðnir leikarar hjá Leikfélagi Akureyrar upp starfi sinu við leikhúsið. Það var i fyrra hluta mai. Ég, sem þessar linur rita, átti þá sæti i varastjórn Leik- félags Akureyrar og sat nokkra stjórnarfundi. Meðal starfs- manna félagsins kom upp nokk- uð illvigurágreiningur sem ekki skal rakinn hér, enda bezt geymdur i þögn. Sá ágreiningur olli þvi að leikararnir þrir sögðu upp starfi sinu. Mér vitanlega sagði sig enginn úr Leikfélagi Akureyrar vegna þessaatviks nema ég einn. Mér finnst minn hlutur gerður helzt til mikill, svo ekki sé meira sagt, ef það erorðið að klofningi þótt einn maður hætti þátttöku i félagsstarfi og þrir segi upp störfum — enda hefur það kom- ið á daginn að Leikfélag Akur- eyrar er sizt verr á vegi statt án minnar þátttöku. Nokkrir af stofnendum Alþýðuleikhússins voru félagar i Leikfélagi Akur- eyrar og mér vitanlega hafa þeir ekki óskað þess aö nöfn þeirra verði máð út af félagatali þess. Tveimur mánuöum eftir að leikararnir sögðu upp störfum, eða 4. júli 1975, var svo formleg- ur stofnfundur Alþýðuleikhúss- Alþýðuieikhúsið er ekki i samkeppni við Leikféiag Akureyrar, þvert á móti hafa félögin stutt hvort annað og meðal annars deilt með sér húsnæði. ins og var fjarri þvi að það væri á einn eða annan hátt stofnað til höfuðs Leikfélagi Akureyrar. Hugmyndin um atvinnuleikhús sem hefði allt landið að vett- vangi fæddist alls ekki i myrk- um launkofum, þéttsetnum lifs- beiskum og hatursfullum klofningsmönnum — hún fædd- ist um bjarta vomótt i sund- lauginni á Laugalandi á Þela- mörk i Eyjafirði, þar sem kátur hópur svam af sér skammdegis- drungann og fagnaði sigri ljóss á myrkri. Þvi fer fjarri að Alþýðuleik- húsið ætli sér á einn eða annan hátt að krenkja starfsemi Leik- félags Akureyrar, enda er starfssvið þessara leikstofnana ólikt. Leikfélag Akureyrar hefur lika starfað með miklum blóma i vetur og gerir það von- andi um langa framtið. Þegar A1 þý ö u 1 ei k h ú s i ð sýndi Krummagull á Akureyri varö leikhússtjóri góðfúslega við beiðni Alþýðuleikhússins að það fengi að sýna i sölum Leik- félags Akureyrar, og einnig má benda á að nokkrir nýverandi starfskraftar Leikfélags Akur- eyrar eru styrktarfélagar Alþýðuleikhússins. Ég vona að þetta nægi til að sýna að Alþýðuleikhúsið er ekki klofningshópur frá Leikfélagi Akureyrar, heldur sjálfstætt félag með allt annan tilgang og vettvang en það. Lesendur segja: V TÍMA- spurningin Heldur þú, að við fáum annað eins rigninga- sumar á Suðurlandi og i fyrra? Jón Finnbjörnsson :Ekki býst ég viöþvi. Maður vonar þaö bezta. Edda Gunnarsdóttir: Ætli það verði ekki minna i sumar. Um að gera að vera nógu bjartsýnn. Páll Kristinn Mariusson: Það benda allar likur til þess. Guðmunda Gunnarsdóttir: Ég vona að svo verði ekki. Annars er maður hálf svartsýnn. Hafliöi Arngrimsson: Já, það er öruggt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.