Tíminn - 06.07.1976, Side 8

Tíminn - 06.07.1976, Side 8
8 TÍMINN Þriðjudagur 6. júli 1976 Skjaldhamrar á ensku Hlegið á sömu stöðum....... The Shieldhead Company presents: „SHIELDHEAD" (Skjaldhamrar) by Jónas Árnason Translated from the lce- landic by Alan Boucher Directed and adapted by Anthony Matheson Scenery Steinþór Sigurösson Lighighting Daniel Williamsson Leikendur: Major Stone: Jestyn Phiilips Corporal Claxton: Gra- ham Swanell Lt. Stanton: Jónína ólafsdóttir Kormákur vitavörður: Gunnar H. Eyjólfsson Muller, njósnari: Árni Ibsen Birna: Ingibjörg Ásgeirs- dóttir Skjaldhamrar á ensku A þessa leið hófst plagg, sem rétt var að mönnum sem komu til aö sjá Skjaldhamra á ensku, eða the Shieldhead, eins og leikurinn heitir nú, og manni kemur i hug Völuspá á hebresku. Til hvers var þetta allt, voru Bretar ekki búnir að fá nóg, að minnsta kosti allt sem hægt var, þótt við færum nú ekki að senda þeim leikrit lika, en hvað um það, verið var aö frum- sýna ensku útgáfuna af hinu vi'nsæiáiéiKriti Jónasar Arnason- ar, en hún hafði verið leikin á ír- landi fyrr i vor. Það hélt áfram að fjölga i salnum i Iðnó og áhorfendur voru sannarlega ekki af hinni venjulegu sort. Auövitað voru mörg gamal- kunn andlit þarna, en mikið af nýjum þó.dómtúlkum , mönnum úr Angliu oj» diplómötum, og svo auðvitað slangur af öörum stórmennum lika eins og alltaf þegar frumsýnt er i IÐNO. Iðnó er litið hús, en stendur samt fyrir sinu og við kviöum fyrir þegar hið steinsteypta blóm mun ljúka um það köldum blöðum sinum og sökkva með þaö i svarta moldina upp i Kringlumýri. Iðnó er undarlegt hús, minnir á litla gamla timburkirkju úti á landi, eða uppi i sveit, rúmar litið af fólki en mikið af guði, meira en musterin miklu, sem þeir reisa fyrir sunnan og úti i löndum. Mér datt þetta i hug meðan viö biðum eftir ensku þýðing- unni af Skjaldhömrum. Var til nokkurs að setja svona nokkuð yfir á stórtungur heimsins? Var sannleikur þessa verks ekki of bundinn þeirri einangrun, sem rikir i hamraborgum, ljósvitum og svo að segja hvar sem er i litla landinu sem er öfugu megin við linu hins byggilega heims i svo mörgu. Voru lát- brigði þessa lands ekki of ein- stök, gat þjóð sem ekki þekkti þýfi og álfa yfirleitt skilið svona verk? írar eru þó einna likastir Is- lendingum. Það hefur verið sannað með blóðrannsóknum og áhugi á andatrú og sálarrann sóknum er gifurlegur þar eins og hér. Ekki myndi ég þó vilja gefa þessu verki alþjóðlegt vegabréf, þótt fleiri þjóðir kunni að finnast, þar sem svipað ástand er I andlegum efnum. — Myrkrið datt á i salnum, — á listdómara, dómtúlka og sýningin hófst. Það var Alan Boucher, sem þýddi Skjaldhamra á ensku, og við fáum ekki betur séð (eftir minni) en að verkið hafi tekið smávægilegum breytingum i þýðingu, og þær virðast til bóta. Framgangur þess er allur hraðari og eðlilegri. Alan Boucher er fyrrverandi dagskrármaður við brezka út- varpið BBC (former proudcer), en er nú sendikennari i ensku við Háskóla tslands. Alan Boucher var hér á landi i leyni- þjónustunni á striðsárunum en þá var höfundurinn skógar- höggsmaður I Kanada, auk annars. Verður ekki betur séð, en að skógarhöggsmaðurinn og agentinn hafi skilið hvorn annan fyllilega rétt, þegar þeir settust niður aö verki eftir fjögur þorskastrið og fleira. Þvi er ekki að leyna sem fyrr sagöi að maður óttaöist að ýmsir þættir þessa verks væru of mikið innansveitarmál til þess að útlendingar nytu þess. Auðvitað vissum við að nokkrir sjómenn, hafnsögumenn ög vítá verðir eiga, ef vel er leitað, brezkar orður, svo ábúðarfullar og merkilegar, að svara myndi metorðafýsn þúsunda manna af 'ácki svb lágum stigum i Bret- landi, en vita menn svona nokkuð á Bretlandseyjum? Til eru lika, eða voru til menn, sem höfðu rit eins og Encyclopedia Britanica á hraðbergi, þótt flestir geti ekki einu sinni skrifað bókarheitiö án handbók- ar. Vissu menn um þetta i út- löndum? Það kom fljótlega i ljós, að dómtúlkar og diplómatar hlógu á nákvæmlega sömu stöðum og við með áhyggjurnar út af skila- boðum þessa verks og þá fór manni að liða ögn betur. Annað var það, sem áhyggj- um olli en það var tungumálið. Auðvitað vissum við að islenzku leikararnir voru vel menntað fólk sem hafði reynslu i ensku tungumáli, en þaö er annað. Það erannaðaðpantasérkönnuaf öli og rabba vio náungann um dag- inn og veginn, en að leika upp á sviði. Sumir geta það ekki einu sinniá Islenzku heldur og eru þó ekki allir taldir stirðmæltir. En lika það fór fljótleg á bezta veg og dómtúlkar og diplómatar kinkuðu kolli virðulega og vin- samlega eftir fyrstu atriöin. Helzti gallinn við að fá þessa sýningu núna er — að minu viti — sá, að hún kemur of fljótt. Auðvitað er samanburður hentugri en væri til dæmis, ef áratugir hefðu liðið milli Skjald- hamra og Shieldhead. Það er á hinn bóginn svo, að sumum finnst vont að sjá myndir og leikrit tvisvar I röö. Það er eins og að verið sé að senda gömul dagblöð innum rifuna hjá manni snemma morguns. Ég vona, að það verði ekki litið á það sem sérstakan þjóðernisrembing, eða stuðning við íra, þótt ég telji að islenzku leikendurnir hafi staðið sig mjög vel 1 þessu verki. Gunnar Eyjólfsson hefur liklega ekki oft verið betri. Honum lætur enskan vel, hann mótar orðin — fer út I oröin — og skilur fram lagið i textanum og látbragðs- leikur hans var i samræmi viö tungutakið. Jónina ólafsdóttirer lika leik- kona sem stendur fyrir sinu, örugg og sviðsvön. Hana hafði ég séð i verki noröur á Akureyri og vissi að hún kunni til verka á sviði. Arni Ibsen var góður mjög mátulega vitlaus á köflum, en ekki minnist ég þess að hafa séð hann áður i leik, en mun hafa tekíð þátt i háskólasýningum á Hamlet. Ingibjörg Asgeirsdóttir var viöfelldin þótt hún segi ekkert i leiknum. Hún hefur stundað leiklistarnám i London eins og Jónina og er gift brezkum leikara eins og hún. Brezku leikararnir Jestyn Philipp og Graham Swannell eru fagmenn, enda sjóaðir vel á fjölum brezkra leikhúsa og kvikmyndavera. Þeir lögðu sýningunni til hernámsára blæ og þær einkennilegu andstæður, sem skapast þegar framfylgja á herlögum i fuglabjargi. Ég held, að allt þetta fólk og aðrir sem að sýningunni stóðu, hafi aukið hróður sinn fremur en hitt. Leikstjórinn Anthony Matheson hefur meðal annars starfað sem leikstjóri við St. Andrews. Hann er lika rithöf- undur og hefur skrifað fyrir sjónvarp. Leikstjórn hans fór nokkuð svipaðan veg og i SkjaldhömrumL.R. Hraði var þó öllu meiri, og dregið var úr yfirleik og vissri rómantik, — eða leikendur gerðu það. Það er i fyllsta máta ósann- gjarnt að bera islenzku sýning- una saman við þá ensku, þvi að auðvitað á sú siðari rætur i hinni fyrri. Sömu leiktjöld voru lika notuð i þeim báðum, en þau eru eftir Steinþór Sigurðssonog hef- ur ágæti þeirra þegar verið lýst. Þegar upp er staöið höfum við séð svolitið nýtt. Séö, að mögu- leikar okkar til útflutnings eru ekki i fiskiðnaðinum einum. Ekkert virðist þvi til fyrirstöðu lengur að setja megi upp islenzk verk á heimstungunum, ef við baia viljum það, og þá getum við flutt einangrunarmenningu okkar út i leikverkum eins og þykka sósu á allar okkar sjávarafurðir. Margir islenzkir leikarar eru sjóaðir vel i norðurlandamálunum og ættu að duga valin verk. Jónas Guötnundsson Fenixballettinn: Sýnir „Gunnar á Hlíðarenda" og „Þjóðtrú á Norðurlöndum" Unnur Guðjónsdóttir, ballett- meistari, stofnaði Fenixballettinn i Stokkhólmi 1970. Dansflokkur- inn hefur um 100 sýningar á ári I Sviþjóö og sýnir m .a. i leikhúsum, samkomustöðum, fangelsum, elliheimilum, skólum og sjúkra- húsum. Fenixballettinn er nú i sýningarferð um Island. Sýndir verða ballettarnir „Gunnar á Hliðarenda” og „Þjóðtrú á Norðurlöndum”. I flokknum eru að þessu sinni 5 dansarar og 1 tæknimaður. Ferðin er farin fyrir tilstilli menningarsjóðs Norður- landa. Deildir norrænu félaganna úti á landi og menningarsjóður félagsheimila veita flokKnum fyrirgreiðslu á sýningarierðalag- inu. Fyrsta sýningin var I Hótelinu i Hveragerði á sunnudagskvöld. A mánudag var sýnt i Félags- heimilinu Hvoli, Hvolsvelli og slð- an verður sýnt I Sindrabæ, Höfn I Hornafirði, Egilsbúð, Neskaup- stað, Valaskjálf, Egilsstöðum, Herðubreið,Seyðisfirði,Leikfimis- salnum, Húsavik, Samkomuhús- inu á Akureyri, Félagsheimilinu i Kópavogi og siðasta sýningin verðuri Norræna húsinu, Reykja- vik. /nnsBr?UCKnr6 V\«" • , ip Jfj ii . Á Jp'~ \ I vv J£ 1 Æ. Æm Æí 1 "■ik ^■i*m,i- - -x, i t Unnur Guöjónsdóttir (fremst til hægri) og dansflokkurinn. Atriði úr sýningu dansflokksins Margar gerðir mæla í bifreiðir, báta og vinnuvélar h ilLOSSB— Skipholti 35 - Simar: 8-13-50 verzlun • 8-13-51 verkstæði • 8-13-52 skrifstola ------- -------------- Permobel Blöndum bílalökk y HLOSSI?— Skipholti 35 Simar: 8-13-50 verzlun 8-13-51 verkstæAi • 8-13-52 skrilstola 3 J

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.