Tíminn - 06.07.1976, Page 9

Tíminn - 06.07.1976, Page 9
Þriðjudagur 6. júli 1976 TÍMINN 9 Jakob Frímanns- son: Kaupfélagsstjórinn okkar, Val- ur Arnþórsson, hefur beðið mig að segja nokkuð um Hallgrím Kristinsson, fyrsta raunveru- lega framkvæmdastjóra Kaup- félags Eyfirðinga og fyrsta fram kvæmdastjóra Sambands ís- lenskra samvinnufélaga. En Hallgrímur Kristinsson var ekki aðeins fyrsti framkvæmdastjóri KEA og SÍS, heldur og sá mað- ur, sem óhætt er að telja braut- ryðjanda samvinnuhreyfingar- innar á íslandi í þeirri mynd, sem hún hefur enn í dag, og sá maður, sem sú hreyfing stendur í stærstri þakkarskuld við. Mér er ljúft og skylt að reyna að verða við þessari bón kaup- félagsstjórans, ekki sjzt þar sem ég mun vera annar af tveimur þeirra starfsmanna KEA, sem voru fastráðnir í þjónustu á þeim tíma, er hann stjórnaði Kaupfélagi Eyfirðinga, og enn eru á lífi. Því miður átti ég ekki því láni að fagna, að vera lengi í starfi undir stjórn hans og handleiðslu. Fyrst kynntist ég honum, þegar ég hóf starf sem búðarmaður hjá KEA vor- ið 1915, þá nýbúinn að ljúka gagnfræðaprófi frá skólanum hér á Akureyri. Og þá minnist ég atviks, sem sýnir glöggt, hví- líkur öðlingur og drengur Hall- grímur Kristinsson. var. Hann var þá fyrir nokkru tekinn við starfi erindreka Sambandsins og því mjög mikið fjarverandi frá sínu kaupfélagsstjórastarfi. En hvorki gleymdi hann félag- inu né starfsmönnunum. Svo bar til, að Kristín Jónsdóttir list málari frá Arnarnesi hafði mál- að mynd af Akureyri, og þetta sama ár gáfu vinir og samstarfs menn Hallgrími myndina. í árs- lok var hann staddur úti í Kaup mannahöfn, og þar lét hann gera litlar eftirmyndir í póst- kortsstærð og sendi heim. Ég á enn kortið, dagsett á gamlárs- dag 1915, sem hann sendi mér stráknum, 16 ára gömlum, með þessum texta, skrifuðum með hans glæsilegu rithönd: „Kæri vinur! Alúðarþökk fyrir jóla- gjöfina, óv ,'rðskuldaða samúð, vinarþel og hughlýju. Mynd æskustöðvanna mun ávallt minna mig á samveru okkar og samvinnu og fylla huga minn með þakklæti. Innileg kveðja og ósk um gleðilegt nýjár og gæfu- ríka framtíð.“ Svona var Hall- grímur, og hann lét þetta ekki nægja, kortinu fylgdi peninga- gjöf, meiri upphæð en ég hafði áður eignazt. Aðrar minningar mínar um Hallgrím, þó stopular séu, vegna fjarvista hans, eru mér mjög ferskar og lifandi enn þann dag í dag. í hvert sinn, er hann kom til Akureyrar á því timabili, er ég starfaði fyrst hjá KEA, minnist ég þess, að hann talaði mikið við okkur starfsmennina, sem þá höfum verið fastráðnir 10— 12. Var þá ekki verið að reikna með ákveðnu klukkutímastarfi daglega. Unnið var, þegar á þurfti að halcja, hvort sem var að degi eða kvöldi, og þegar búið var að loka búðinni klukk- an 8, var jafnan sezt inn á skrif- stofu til að spjalla um störf lið- ins dags og það, sem framundan var næsta dag. Þegar Hallgrím- ur Kristinsson var í heimsókn, Hallgríms Kristinssonar minnzt á afmælisfundi man ég, að þessar kvöldumræð- ur voru mjög skemmtilegar og fróðlegar fyrir okkur starfs- mennina. Hann sagði frá ferð- um sínum innanlands og er- lendis. Skýrði frá lielztu við- burðum og framkvæmdum hjá kaupfélögunum, er þá voru að rísa á legg um land allt, og frá því er hann sá og kynntist er- lendis, bæði hjá einstökum kaupfélögum og samvinnusam- böndum á meginlandi Evrópu og í Bretlandi. Hallgrímur hreif okkur starfsmennina alla með eldlegum áhuga sínum, mælsku og skýrri frásögn af öllu því, er hann hafði séð og kynnst, og því, hvernig hann hygðist berj- ast fyrir hinni miklu hugsjón sinni, að koma á fót sterkum samtökum allra starfandi kaup- félaga landsins og stofna ný félög, þar sem æskilegt væri. Gera þannig félagsmenn og alla þjóðina þátttakendur í sam- vinnustarfinu og með því fjár- haglega sjálfstæða eftir því sem samvinnuhugsjónínni yxi fiskur um hrygg í verzlun og viðskipt- um, bæði hvað vörukaup snerti erlendis frá og jafnframt sölu innlendra afurða hérlendis og á erlendum markaði. Þótt langt sé liðið, síðan ég tók þátt í þess- um kvöld-umræðum Hallgríms Kristinssonar, minnist ég glöggt samverustundanna með honum og þakka þann áhuga, sem hann vakti hjá mér og hinum fá- menna starfshópi fyrir hugsjón samvinnunnar, sem æ síðan hefur verið mér og fjölda gamalla lærisveina Hallgríms leiðarstjarna í lífi og starfi. Kaupfélag Eyfirðinga naut ekki forystu Hallgríms í eigin málum félagsins, eftir að hann sagði af sér kaupfélagsstjóra- starfi og tók alfarið við for- stjórastarfi SÍS 1918. En hans mun þó ávallt verða minnst í hugum okkar Eyfirðinga sem hins unga, fjörmikla og glaða forystumanns, sem heillaði alla, er kynntust honum í eigin persónu, eða af ritum hans um samvinnumál. Hann var ekki aðeins ljúfur og ástsæll hús- bóndi, heldur og skeleggur og djarfur framkvæmdastjóri, sem allir, jafnt erlendii- sem inn- lendir bankar og lánadrottnar, báru fyllsta traust til. Ævisaga Hallgríms Kristins- sonar hefur ekki enn komið út, en nokkuð er síðan Samband ísl. samvinnufélaga lét skrifa hana, og nú er að mestu lokið undirbúningi að útgáfunni á vegum Bókaforlags Odds Björnssonar, og mun bókin koma út í haust. Þótt ævisaga Hallgríms sé þannig á næsta leiti tel ég rétt að geta nokk- urra þátta úr ævi hans nú undir lok máls míns og geta umsagna nokkurra samtíðarmanna og vina. Svo vill til, að við erum ekki aðeins að halda upp á níræðisafmæli KEA, heldur skortir nú ekki nema nokkrar vikur til 100 ára afmælis Hall- gríms. Hann var fæddur í Öxna fellskoti í Saurbæj arhreppi í Eyjafjarðarsýslu 6. júlí 1876. Foreldrar hans voru Hólmfríður Pálsdóttir og Kristinn Ketils- son bóndi. Fluttist Hallgrímur með foreldrum sínum á aðra bæi í sama hreppi og var með þeim eða í vinnumennsku fram um tvítugt, en þá komst hann í Möðruvallaskólann og braut- skráðist þaðan 1898. Hann var mikill námsmaður, kallaður í skólanum Hallgrímur hvassi. Hann kvæntist Maríu Jónsdótt- ur Davíðssonar i Reykhúsum, systur Davíðs á Kroppi, og eign uðust þau fjöguj- börn, þrjá drengi og stúlku, og eru þau öll á lífi. Það gerðist svo allt í senn 1902, að Hallgrímur flutti heimili sitt í Reykhús, þar sem hann átti bú síðar, gerðist amts- skrifari á Akureyri hjá Páli Briem og varð stjórnandi Kaup félags Eyfirðinga. Fyrir áeggjan Páls amtmanns fór Hallgrímur til Danmerkur 1904 og kynnti sér samvinnumál. Gerðist hann síðan brautryðjandi sölufélag- anna hérlendis með viðreisn Kaupfélags Eyfirðinga og um- byltingu á skipulagi þess. Áður er greint frá erindrekstri hans fyrir Sambandið, en frá árs- byrjun 1918 og til dauðadags 30, janúar 1923 var hann for- stjóri þess. Hallgrímur var á lista „Óháðra bænda“ við landskjör- ið til Alþingis 1916, en til sam- taka þeirra, er stóðu að þessum lista, má rekja upphaf Fram- sóknarflokksins. Hallgrímur átti sæti í miðstjórn hans, og i landskjörinu 1922 var hann í 2. sæti á lista flokksins og varð þá varamaöur Jónasar Jónsson- ar á Alþingi, en ekki kom til þess, að hann tæki þar sæti. Hann átti sæti í stjórn Lands- véi;z!unarinnar, meðan hún starfaði á stríðsárunum og litlu lengur, var og í innflutnings- nefnd, fulltrúi landsstjórnar- innar í stjórn Eimskipafélags íslands og um hríð í stjórn Bún aðarfélags íslands og Sjóvá. Hann var einn af helztu- hvata- mönnum að stoínun Tímans 1917. Þess má geta til gamans, að þegar Lénharður fógeti var fyrst settur á svið á Akureyn í febrúar 1914, þá lét Hallgrímur sig ekki muna um að taka að sér aðalhlutvei-kið, Lénharð sjálfan, og fékk lofsamlegr. dóma. Mun sýningin öll hafa gengið vel og snurðulaust, þó minna væri til kostað og í borið en hjá sjónvarpinu í fyrra. Jónas Þorbergsson minnist Hallgríms svo í Degi: „Hann var lágur vexti, kvikur í hreyf- ingum, mesti fjönnaður og starfsmaður. Fríður sýnum, dökkhærður og dökkbrýnn. augun snör og skutu eldi. Hvers manns hugljúfi og’ vinsæll jafnt af skoðanabræðrum sem and- stæðingum." í íslendingi sagði Gunnlaugur Tr. Jónsson: „í framgöngu var Hallgrímur hið mesta prúðmenni og mjög vel til vina. Hann var skemmtinn og fjörugur í viðræðum og höfð- ingi að rausn. í baráttunni fyrir áhugamálum sínum, og hún var oft hörð, sýndi hann þá leið- togahæfileika, sem ekki einasta komu fylgismönnum hans til að trúa á hann, heldur vöktu jafn- framt virðingu andstæðinganna; þeir fundu, að þar var við heið- arlegan andstæðing að etja og góðan dreng.“ „Það var líkast því sem ein- hverja birtu legði af för hans. sem eyddi þokunr.i og sinnu- leysinu í kring um hann,“ segir Brynjólfur Árnason í Lögréttu og bætir við: „Það var líf og vinnugleði og þróttur í starfinu í þá daga, meðan Hallgrímur var að leggja undir sig Eyja- fjörð.“ Og Jónas Jónsson segir í Tímanum: „Hann tók við Kaupfélagi Eyfirðinga með 8000 króna ársveltu og skilaði því eftir 10 ár sem stærstu verzlun á landinu. Hann hafði mikið skapandi afl, eins konar lista- mannagáfu, afarmikla samúð með mönnum, einkum þeim er áttu erfitt, gæddur óbifanlegri festu og drengskap til að vinna að því, sem hann áleit rétt og gott.“ Góðir fundarmenn! Ég hef þá orð þessi ekki öllu _fleiri. En af þvf sem ég hef sagt, bæði frá eigin brjósti og í aðra vitnað, þá vona ég, að mönnum sýnist við hæfi sú ákvörðun Kaupfélags Eyfirðinga á aðal- fundi þess 1960, að láta gera .myndastyttu af Hallgrími Krist- inssyni og fá henni stað fyrir enda Grófargils á Garðstúni. Hallgrímur var og er lifandi tákn þeirra hugsjóna, sem við höfum barizt fyrir og menn munu helga krafta sína í fram- tíðinni til gagns og góða fyrir eyfirzkar byggðir og allt landið. Ég hefi nú með nokkrum orð- um rakið minningar mínar og nokkurra samtíðarmanna um Hallgrím Kristinsson á þeim árum, er hann bar höfuð og herðar yfir sína samstarfsmenn og mestur ljómi stóð af honum í ísleilzku samvinnustarfi. Mikið hefir verið rætt og rit- að um störf og framkvæmdir samvinnufélaganna um land allt og ekki s;zt um stærsta fé- lagið — Kaupfélag Eyfirðinga — sem við minnumst nú á þess- um 90 ára afmælisdegi. Ég sé ekki ástæðu til að ræða hér um hina glæsilegu sögu þess félags allt frá dögum Hallgríms Krist- inssonar, en ekki get ég þá látið hjá liða að þakka félaginu og félagsmönnum öllum fyrir öll árin, sem ég átti því láni að fagna að lifa og hrærast daglega í nánu sambandi og starfi með öllu þess starfsliði. Eignast vin- áttu þessa stóra hóps og njóta trausts hans og velvildar, sem ætið var mér svo mikils virði. Sama mali gegnir og með féiags mennina og viðskiptamennina, sem ég kynntist meira og minna á þessum nær tveim þriðju hlut um aldar. Að lokum vil ég færa Kaup- félagi Eyfirðinga alúðarfyllstu og hugheilustu heillaóskir í til- efni 90 ára affnælisins. Óska því. framkvæmdastjóra þess og öllu starfsliði brautargengis og áframhaldandi vaxtar í starfinu fyrir samvinnuhugsjónina og til heilla og hamingju fyrir Akur- eyri, Eyjafjörð og alla íslenzku. þjóðina. Megi gæfa og guðs blessun fylgja störfum Kaupfélags Ey- firðinga á ókomnum árum og öldum. r. Hallgrímur Kristinsson, fyrsti framkvæmdastjóri KEA. A afmælisfundi Kaupfélags Eyfirð- inga, sem haldinn var til þess að minn- ast niutiu ára afmælis samtak- anna, flutti Jakob Frimannsson, fyrr- verandi kaupfélags- stjóri, ræðu þá, sem hér birtist. Hallgrimur Kristins- son var fæddur 6. júli 1876, þannig að i dag eru liðin 100 ár frá fæðingu hans Jakob Frímannsson, fyrrv. kaupfélagsstjóri.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.