Tíminn - 06.07.1976, Síða 11

Tíminn - 06.07.1976, Síða 11
Þriðjudagur 6. júlí 1976 TÍMINN 11 tJtgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: ' Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Steimgrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur f Edduhús- inu við Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — aug- lýsingasimi 19523. Verð i lausasölu kr. 50.00. Askriftar- gjald kr. 1000.00 á mánuði. Blaðaprent h.f. Stiórnin verður að herða viðnómið gegn skuldasöfnuninni Það er tvimælalaust, að þjóðin hefur nú áhyggj- ur af fáu meira en hinni miklu skuldasöfnun er- lendis. Árið 1975 nam viðskiptahallinn við útlönd 23 milljörðum króna, miðað við núv. gengi. Þetta rakti að sjálfsögðu verulega rætur til stórversn- andi viðskiptakjara, ásamt miklum innflutningi til vissra stórframkvæmda, sem muníi ýmist spara eða afla gjaldeyris siðar. Stór hluti viðskiptahall- ans stafaði þó af venjulegri eyðslu, sem hefði mátt komast hjá, ef þjóðin hefði sýnt meiri hófsemi og aðgætni. Það er hinn iskyggilegi þáttur þessara mála, þvi að haldi stórfelldur viðskiptahalli áfram ár eftir ár af þessum sökum, getur skuldasöfnun af völdum hans leitt til hreins þjóðargjaldþrots á ekki löngum tima. Þvi verður þjóðin að hugsa ráð sitt og gera viðeigandi ráðstafanir. Mest skylda hvilir þar vitanlega á rikisstjórninni, sem á að hafa for- ustuna. Á þessu ári er gert ráð fyrir, að verulega dragi úr viðskiptahallanum. Þjóðhagsstofnunin áætlar, að hann verði 12—13 milljarðar króna. Þetta er gifurleg upphæð, þótt hún sé nær helmingi lægri en upphæð viðskiptahallans i fyrra. Svo há er þessi upphæð,að augljóst er, að hreinn voði getur verið framundan, ef ekki tekst aðeins að draga úr hallanum, heldur að ná hagstæðum viðskipta- jöfnuði. Hér er hins vegar við ramman reip að draga. Kaupgeta er veruleg og menn vilja geta eytt fé sinu, eins og þeim bezt likar. Sterk öfl i stjórnar- liðinu risa lika gegn sérstökum hömlum, sem reynt er að beita til að draga úr gjaldeyriseyðsl- unni, og eiga þau oftast öruggan stuðning i mál- gögnum Sjálfstæðismanna. í þeim linnir nú ekki á kröfum um aukna gjaldeyriseyðslu á ýmsum sviðum, t.d. varðandi kexinnflutning. Vitanlega má réttlæta gjaldeyriseyðsluna með ýmsum rök- um og sjálfsagt væri að leyfa sem mest frjálsræði i þessum efnum, ef getan leyfði. Undir þeim kring- umstæðum, sem nú eru, verður hins vegar að taka með i reikninginn, að sérhver aukning gjaldeyris- eyðslunnar kemur fram sem skuldasöfnun er- lendis og skuldirnar verður að greiða og það ef til vill undir enn erfiðari kringumstæðum en nú. Þetta gleymist jafnan þeim, sem krefjast aukinn- ar gjaldeyriseyðslu. í Reykjavikurbréfi Morgunblaðsins 4. þ.m. er mælt með aukinni gjaldeyriseyðslu með þeim rök um, að viðskiptakjörin fari nú batnandi. Það er rétt, en sá bati er hægur. Þjóðhagsstofnun áætlar, að visitala viðskiptakjaranna i ár verði 94.3% miðað við 100 árið 1972, 115.3 árið 1973 og 104 árið 1974. Þetta sýnir, að áfram er þörf mikillar að- gæzlu i gjaldeyrismálum. Þá má og gjarnan minn- ast þess, sem vakin er athygli á i siðustu skýrslu Þjóðhagsstofnunarinnar um þjóðarbúskapinn, að þjóðin verður að nota væntanlegan bata i efnahags málum til þess að losna við viðskiptahallann. Það tvennt þarf nú að vera megintakmark efnahags- stefnunnar, að draga úr verðbólgunni og losna við viðskiptahallann. Hér i blaðinu hefur áður verið bent á, að bezta og raunhæfasta leiðin til að ná hagstæðum við-v skiptajöfnuði, sé að auka framleiðsluna. En meðan þvi marki er ekki náð, verður að sýna að- hald og þar ber rikisstjórninni að hafa forustuna, Það má siður en svo slaka á viðnámi gegn skulda- söfnuninni, heldur ber þvert á móti að herða það. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Tapar Ford fyrir Reagan að lokum? Eða sættist Reagan á að verða varaforsetaefni? KOSNINGU fulltrúa á flokksþing republikana, sem velur frambjóðanda þeirra við forsetakosningarnar i haust, lýkur ekki fyrr en 17. þ.m. Svo fáar kosningar eru þó eftir, aö nokkurn vegirin er ljóst, hver staðan verður, þegar flokks- þingið hefst i Kansas City 14. ágúst næstkomandi. Á flokks- þinginu verða 2259 fulltrúar og þarf þvi frambjóðandi að fá 1130atkvæði tilaðná lögmætri kosningu. Eftir er að kjósa 98 fulltrúa i fjórum rikjum, eða i Colorado og North-Dakota, þar sem kosið verður 10. þ.m., og i Utah og Connecticut, þar sem kosið verður 17. þ.m. Samkvæmt síðustu könnun, sem stórblöð og sjónvarps- stöðvar hafa nýlega gert, skiptast þeir fulltrúar, sem búið er að kjósa, þannig, aö 1052munu fylgja Ford.en 1018 Reagan, en 91 er óráöinn. Sumir þeirra, sem eru taldir fylgja Ford eða Reagan, telja sig enn óbundna, en hafa þó látið það ákveðnar skoöanir I ljós, að fjölmiðlar telja sig vita um afstöðu þeirra. Aðeins 91 fulltrúi hafa varazt svo ásókn fjölmiðlanna, að ekki þykir vogandi að spá nokkru um afstöðu þeirra. í þeim rikj- um, þar sem eftir er aö kjósa, þykir liklegt að skiptingin verði þannig, aö Reagan fái 22 og Ford 3 I Colorado, Reagan fái 11 og Ford 7 iNorth Dakota Reagan fái 20 og Ford engan i Utah og Ford fái 30 fulltrúa og Reagan 5 i Connecticut. Sam- kvæmt þvi ætti Reagan að fá 58 af þeim, sem eftir er að kjósa, en Ford 40. Þá hefði Ford orðið alls 1092 og Reagan 1076. Ford vantaði þannig 38 fulltrúa til að ná lögmætri kosningu, en Reagan 54. Munurinn getur ekki verið öllu minni. Endanleg úrslit verða þannig i höndum þeirra rúm- lega 90 fulltrúa, sem enn hafa ekki tekið opinberlega endan- lega afstöðu. Þeir verða Vafa- litið fyrir rriiklum áróðri þann tima, sem eftir er fram að flokksþinginu, og segir orð- rómurinn, að þeir Ford og Reagan hringi i suma þeirra á vixl. Margir stuðningsmenn Fords og Reagans reyna svo á vixl að hafa áhrif á þá. LENGI vel var það almennt álit fréttaskýrenda, að hinir óháðu fulltrúar myndu að lok- um velja Ford, þvi að hann myndi þykja sigurvænlegri. Nú hefur þetta álit nokkuð Reagan vinnur á breytzt. Að visu sýna skoðana- kannanir, aðFordmunifá öllu meira fylgi en Reagan, en Carter muni sigra hvorn þeirra sem er, með miklum yfirburðum. Þetta hefur veikt stöðu Fords. Flestir stuðn- ingsmenn Reagans halda þvi lika fram, að umræddar skoð- anakannanir um fylgi þeirra Fords og Reagans sé ekki að marka, þvi að þegar til sjálfr- ar baráttunnar i forsetakosn- ingunum kemur muni Reagan reynast langtum snjaliari en , Ford og afla þannig meira fylgis en Ford. Þessu til sönnunar benda þeir á, hvern- ig hann hafi alltaf verið að vinna á i keppninni við Ford. Upphaflega hafi hann verið talinn vonlaus eöa vonlitill i þeirri baráttu, en nú sé staðan hnifjöfn, en Reagan eigi eftir að vinna meira á fram að flokksþinginu. Þá hafi Reagan mjög öflugt persónulegt fylgi i vissum hluta Bandarikjanna, t.d. vesturrikjunum, en Ford hafi hvergi slikt fylgi. Allar likur bendi þvi til, að Reagan verði Carter skæðari keppi- nautur en Ford. Sitthvað bendir til þess, að þessi áróður hafi fengið auk- inn hljómgrunn að undanförnu og bilið miili þeirra Fords og Reagans hafi minnkað að sama skapi. Þá benda ýmsar' fréttir til þess, að allmargir fulltrúar, sem hafa verið kjörnir sem fylgismenn Fords, hallist meira persónu- lega að Reagan og vilji gjarn- an veita honum stuðning. Þessir fulltrúar geti átt eftir að reynast Ford ótryggir, ef honum tekst ekki að sigra strax i fyrstu atkvæðagreiðsl- unni. Þá geti vel svo farið, að Reagan auki fylgi sitt i ann- arri atkvæðagreiðslunni og jafnvel sigrað þá. Það skipti þvi höfuðmáli fyrir Ford að sigra strax i fyrstu atkvæða- greiðslunni. EF SVO heldur áfram, sem nú horfir, óttast margir for- ustumenn republikana hrein- an klofning á flokksþinginu. Þvi hefur þeirri hugmynd skotiö upp og viröist hún eiga vaxandi fylgi, að reynt verði að ná samkomulagi á þeim grundvelli, að Ford verði boð- inn fram sem forsetaefni flokksins, en Reagan sem varaforsetaefni. Ford hefur ekki látiö neitt opinberlega uppi um þessa hugmynd, en Reagan hefur hafnað henni, en þó ekki með sterkum orðum. Mörgum i frjálslyndari armi flokksins geðjast illa að henni og fara ekki dult með það. Hægri armurinn myndi frekar geta fellt sig við hana, en þó ekki fyrr en fullreynt væri, að Reagan næði ekki útnefningu sem forsetaefni flokksins. Eins og nú er komið, virðist það engan veginn útilokað. Ef til vill gæti sameiginlegt framboð þeirra Fords og Reagans helzt forðaðfrá stór- felldum klofningi flokksins, en slikt framboð yrði vart sigur- vænlegt á móti Carter, þvi að sennilega myndu margir frjálslyndari republikanar þá kjósa hann. Aö visu gæti hann þá misst eitthvað af ihalds- samari demókrötum, en þó vart i stórum stil, þvi að Carter hefur unnið það krafta- verk að sameina báða arma demókrata um framboð sitt. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.