Tíminn - 06.07.1976, Qupperneq 12

Tíminn - 06.07.1976, Qupperneq 12
Í2 TÍMINN Þriöjudagur 6. júli 1976 Þriðjudagur 6. júli 1976 TÍMINN 13 Félagsform það, sem ungmennafélögin hafa kosið sér, er ón efa það lífseigasta, segir Sigurður Geirdal, framkvæmdastjóri UAAFÍ Texti: ASK Myndir: UMFÍ (Gunnar Steinn) Siguröur Geirdal framkvæmda- W stjóri IIMFl Ekki þróun — heldur bylting — Hver er staöa ungmenna- félagshreyfingarinnar i dag? — Ef viö byrjum á þvi að gera grein fyrir fjöldanum, þá eru það um 200 félög á landinu, sem mynda landssambandið. Þessi fé- lög eru i 17 héraðssamböndum, en einnig eru átta félög sem hafa beina aðild að UMFÍ. Félags- menn eru i dag nokkuð á 19. þús- und. Hins vegar voru þeir 1970 rétt um tiu þúsund, þannig að óhætt mun að fullyrða að þarna sé alls ekki um venjulega þróun aö ræöa, heldur byltingu. — Hvað veldur hinum aukna fjölda félagsmanna? — Þetta hefst raunverulega allt saman með stjórnarskiptum hjá ungmennasambandinu. Margir af þeim sem fyrir voru höföu setið mjög lengi i stjórn, en eðlilega þarf að endurnýja stjórnir félags sem þessa með hæfilegu milli- bili. Eftir stjórnarskiptin var haf- izt handa með að gera t.d. áætlan- ir um fræöslustarfsemi. Reynt var að þjálfa góða forystumenn til aö taka að sér starfið i hverju héraði. Þar notuðum við með góð- um árangri námsefni frá Æsku- lýðsráði rikisins. Einnig var stofnuð þjónustumiðstöð UMFÍ i Reykjavik, og ráönir starfsmenn hjá allmörgum héraössambönd- um. Þetta hefur reynzt heilmikil vitaminsprauta fyrir hreyfing- una. Með tið og tima tókst svo að skipuleggja starfið og samræma það yfir allt landið, en það er nokkuð sem ekki var hægt áður. Sjálfboðavinnan góð svo langt sem hún nær Áður var mikið treyst eingöngu á sjálfboðavinnuna, en hún getur bara ekki gengið i öllum tilvikum. Margt af þvi sem ungmennasam- böndin þurfa að gera, verður að vera unnið i venjulegum vinnu- markvissara en áður. UMFl hef- ur unnið mikið I þvi að mennta þá starfskrafta sem inna af hendi störf á þess vegum. Hér er fræðslunámskeið fyrir starfs- mennina á hverju vori, þar kynn- ist fólk hvort öðru, nýjar hug- myndir koma fram, sem svo er hægt að nýtá siöar. Námskeiö sem þessi stuðla lika að bættri og Óhætt mun að fullyrða að svipmót ung- mennafélaganna viðs vegar um landið hefur breyzt mjög mikið áimliðnum árum. Þau voru þannig oft áður kennd við gamalmenni, og grinistar þjóðarinnar hentu jafnan gaman að hreyfingunni. Nú, hins vegar hafa félögin tekið gjörbreytta stefnu og ekki er annað hægt að sjá en unglingum hafi likað vel breytingin. Félagatalan hjá fjölmörgum héraðssambönd- um hefur vaxið mikið. Ný félög hafa verið stofnuð og gömul endurreist. En hvað hefur valdið þessari breytingu?Til að ræða hana fékk blaðið til liðs við sig Sigurð Geirdal fram- kvæmdarstjóra Ungmennafélags íslands, en hann hóf störf hjá hreyfingunni árið 1970. tima, og oft á tiðum geta félagarnir ekki annað þeim störf- um. Það þarf t.d. að panta bún- inga eða skipuleggja feröir og út- vega bila eða sjá um allt það sem einu iþróttamóti fylgir. Með þvi að hafa skrifstofu eins og er t.d. á Selfossi og hér i Reykjavik er hægt að einbeita sér að verkefn- inu og leysa það á auðveldari og fljótlegri hátt. Þá er einnig annað atriði sem hefur gert starfið markvissari vinnu sjálfboðalið- anna, en það eitt útaf fyrir sig, er ekki hvað minnst virði. Dýrmætur timi fer i að leysa fjármálavandræði Væntanlega býr hreyfingin við fjármálavandræði eins og flest félagssamtök á landinu? — Svo sannarlega erum við blankir og verðum sjálfsagt alltaf blankir, en okkar er minnzt á fjárlögum, þaðan fékk hreyfingin tæpar þrjár milljónir i ár. Það er hins vegar nokkru minna en sam- bærilegar hreyfingar hafa fengið á fjárlögum til þessa. En við reynum að láta alla liði standa undir sér, t.d. er gefið út blaðið Skinnfaxi og hefur það hingað til að mestu tekizt að tapa ekki á þvl. Þá var i fyrra gefin út vasasöng- bók, en útgáfa hennar kostaði litl- ar 1.5 milljónir. 1 henni eru 200 sönglög meö nótum, og ég gæti trúað, aö hún hefði kostaö tvö- falda ofangreinda upphæð heföu félagar og velunnarar hreyfingarinnar ekki gefið eða selt ódýrt vinnu sina. En það er ekki eingöngu i útgáfustarfsem- inni, sem hver liður verður aö standa undir sér sjálfur. Þannig er starfsemin I Þrastarskógi greidd af ágóðanum sem kemur af rekstri veitingarstofunnar og sölu á veiðileyfum. Svo eru það vinir og velunnarar sem leggja okkur lið. Styrkur sá er hreyfingin fær t.d. frá kaupfé- lögum viös vegar um land er mikils viröi, þannig má segja um KEA á Akureyri aö það félag noti öll hugsanleg tækifæri til að leggja okkur lið. Sama má segja um Kaupfélag Héraðsbúa. Þetta eru félög sem ég man eftir svona I bráð, en stuöningur i hvaða formi sem er, er okkur mikilsverður. Það sem auðvitaö skiptir mestu máli og hefur ef til vill ekki komið nægjanlega greinilega fram, er sjálfboðavinnan. Hún er lang- stærsta framlagið sem við höfum. Margir félagsmenn leggja ótrú- lega mikinn tima af mörkum og mörgum vinnustundum er fórnað 3%^ sftlliiÉlSllSpi i þágu málefnisins, án þess að nokkrar greiðslur séu þegnar fyr- ir. Til dæmis var öllum textun um i söngbókina safnað i tóm- stundavinnu og þeir sem prent- uðu bókina, voru mjög sann- gjarnir hvað kostnað snerti* Sömu sögu má segja um þann sem skrifaði nóturnar. — Hvað með þátt sveitarfé- laga? — Þau styrkja ungmennafélög- in i landinu mjög mikið, en mis- munand eftir svæðum. Algengt er aö um nefskatt sé að ræða. 1 Eyjafirði mun hann vera eitthvað á annað hundrað krónur, en það gerir UMSE kleift að hafa starfs- mann i þjónustu sinni allt árið. Það sem oft á tiðum háir starf- seminni, eru sifelld fjárhags- vandræði og I bardagann við að ná saman endunum fer oft dýr- mætur timi sem annars væri hægt að nota til einhvers annars, meira virði. Fjölþætt starfsemi i sumar — Aður en hægt er að ræöa um starfsemina sem er á döfinni i sumar eða hefur þegar gerzt, væri e.t.v. rétt að koma inná það, Frh. á bls. 15 Við setningu 15. landsmóts ungmennafélaganna. llafsteinn Þorvaldsson formaður UMFI er I ræðustól. Þátttakendur á félagsnámskeiði sem haldið var s.i. vetur 1 Svartaoaraai. — t starfsgreinakeppni komu iram ótrúlegustu hugmyndir, sagöi Siguröur. — Margur hefði viljaö halda þvl fram aö það væri ekki v andi aö leggja á borö, en hiö gagnstæöa kom I ljós. Stúlkur úr fimleikaflokki ungmennafélagsins Skipaskagi. Hringbraut 121 Sími 28601

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.