Tíminn - 16.07.1976, Side 17

Tíminn - 16.07.1976, Side 17
Föstudagur 16. júli 1976 TÍMINN 17 Lesendur segja: Gísli Kristjánsson skrifar: Auðvelda þarf öldr- uðum ferðalög og verja þá dýrtíðinni sem allt gleypir nú Hin siðustu 3-4 ár hefur oröið þakkarverð framför varðandi meir sæmandi lifskjör aldraðra. Munaði þar um, þegar Sjálf- stæðismenn lögöust á sveifina, en þeir heiöursmenn sváfu lengi Þyrnirósarsvefni og höfðu litla eða enga vöku, sem stutt gæti hag hinna öldruöu. Var hugsun og áhugi bundinn þeim tryggðaböndum sifallandi krónunnar og ást á henni, að aldrei kæmist að minnsta ihugun á lélegum kjörum aldraða fólksins, sem I meira en hálfa öld hefur háð þrotlaust strit við hin ymsu störf á sjó og i landi, og skapaöi trúlega far- sælli lifskjör komandi kynslóö, væri vel á haldiö? Kaupsýslufarganið er löngu orðið: óvætt litlu þjóðfélagi og dettur mér i hug, óbibllufróöum einfeldningi, hin skemmtilega frásögn, skýr og auöskilin þegar Kristur reiddist — annars liúf- mennskan sjálf — „hreinsun musterisins”. Þá gekk Jesús i helgidóminn og rak út alla, sem voru að selja þar og kaupa. Hratt um borðum vixlaranna og stólum dúfnasalanna og mælti viðþá: „Ritaðer ,,Hús mitt á að vera bænahús”, en þið hafiö gert það að ræningjabæli". ) Er ekki landiö og þjóðin helgi- dómur og varðveizlan dýrmæt? Ætti hann ekki erindi sem og erfiöi viö að velta um aö minnsta kosti helmingi borða og stóla kaupsýslumannanna, bankanna, tryggingafélaganna og fleira þvi liku. Já, mýmörgu, sem engin þörf er litlu þjóö- félagi? Þessi ofþjónusta heimtar auk- ið verðlag, fleiri platkrónur, Ihlut hinna mörgu kaupsýslu- starfandi, sem auk þess vilja lifa allsnægtarlifi. Verður ekki svona allsherjar krambúö og allt þvi um likt dýrtiðarvaldur, ókind llkur. Ofþjónusta, i hverju sem er, er óviturleg og skaðleg. Hið aldraöa fólk býr við mjög skertan ellillfeyri vegna sivax- andi verðlags á öllu ætu og óætu, og lengi er steinhljóð um bætur, en vonandi verður fyrr en siðar bætt úr þessu, en hefði átt að vera fyrir löngu gert. Fleira þarfnast aldraðir en hins daglega brauðs. Aldrað fólk hefur hug á að komast milli byggðarlaga, og þaö er þvi nauðsyn I fábreytni daganna. En fargjöldin eru eðlilega mjög há, eins og allt annaö. Fyrir nokkrum árum fengu aldraöir afslátt á flugfargjöld- um hjá a.m.k. Flugfélagi íslands, og brjóstsykurmola, og hann fengu einnig hinir yngri. Nú er fargjaldaafsláttur innan- lands aðeins 15% og ég held brjóstsykurmolinn sé alveg tekinn af. Vonandi styöur hvort- tveggja að betri afkomu. Aldrað fólk hefur I aldir veriö bitbein samtlðarinnar, en nú hefur seinustu árin orðið vakn- ing. Samtlöin blygðast sin vegna illrar breytni fortiðar, og hefur bætt verulega úr. Láti nú samfélagið ekki deigan siga, en haldi vöku sinni varöandi vel- feröarmál aldraðs fólks — og hljóti þakkir fyrir. Mér er tjáö, að á Noröurlönd- um og vlöar i Evrópu njóti aldr- aðir mikilla hlunnmda, er auð- veldar þeim feröalög og stórum rausnarlegra en á Islandi, en hér er nánast engin hlunnindi fyrir utan 15% afslátt flugfar- gjalda innanlands. Sem betur fer er 67 ára aldur ekki torveldur heilsuhraustum, og þeir enn færir til marghátt- aðrar vinnu, en þegar hallar á áttræðisaldurinn torveldast möguleikar til flestrar vinnu. Fólkinu, sem leit dagsins ljós um ár 1900 og fyrr, mætti sannarlega auðvelda feröalög. Það þráir að lita æskustöövar, forna leikfélaga, ættingja og æskuvini. En þetta kostar margar platkrónur og. það hamlar ferðum. Takmarka mætti fjölda flug- feröa innanlands viö 2-3 árlega og miða viö 70 ára aldur og eldri. Að skreppa til Reykjavikur frá Hafnarfirði og til baka aftur kostar nú 220 krónur, og munar aldraða tals- vert um það, sem ekki hafa fyrir sig aö bera annað en mjög skertan ellilifoyri, skertan segir ég vegna óhóflegrar dýrtiöar. Ríkisstjórn og Alþingi væri innan handar að hlutast til um öll þessi mál meir og röggsam- legar en hingaö til. Sérleyfis- ferðahöfum ætti að setja þau skilyröi, að öldruöu fólki væri veittur verulegur afsláttur far- gjalda t.d. 50%. Hins sama ætti aö krefjast af öllum flugfélög- um. Arið 1974 voru Islendingar, 70 ára og eldri, 6,1%, yngri hlut- fallstölu tókst mér ekki að fá en breytingin er sennilega engin veruleg. Af nefndum hundraðshluta ferðast vart meir en 3-4% lands- manna hinna háöldruðu, hinir þreyja I nágrenninu og hvilast I biðstofunni, sem nærgætnir menn og félög láta i té af inni- legri hluttekningu og seint verö- ur fullþakkað, meðan hið opin- bera hefur falið höfuðið I sand- inum lengi, lengi. Þeir, sem þess eru megnugir að búa öldruöum hiö bezta ævi- kvöld og gera það, munu hljóta lof og þökk. Aldraöir hafa einnig kosn- ingarétt. 7. júli 1976 Gisli Kristjánsson Herjólfsgötu 22 Hornafirði HRINGIÐ í SIMA 18300 MILLI KLUKKAN 13—15 A TIMA- spurningin — Ferðu oft i sund? Matthias Kristjánsson, fyrrv. sjómaöur: — 1 sund fer ég annan hvern dag, helzt fer ég þó á hverjum degi ef ég get allan ársins hring. Tómas Hafsteinsson, prentari: — Ég fer eins oft og tækifæri gefst, það er svona einu sinni i viku að jafnaði. Eria Traustadóttir, auglýsingastj.: — Ég fer yfirleitt i hádeginu, en ef ég fæ fri úr vinnunni, þá er ég allan daginn. Sólrún Ingvadóttir, húsmóöir: — Aðallega fer ég um helgar. Það er betra en nokkur taugapilla að fara i sund. ólafur Eyjólfsson, simvirki: — A hverjum degi. Ef ég fer fyrir hádegi þá er ég klukkutíma, en ef ég fer eftir hádegi þá er ég ekki undir tveimur tlmum.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.