Tíminn - 25.07.1976, Blaðsíða 30

Tíminn - 25.07.1976, Blaðsíða 30
30 TÍMINN Sunnudagur 25. júli 1976. Ekki endalaust hæat að bióðo fólki upp á svona texta.... Jensen — „...skyggni ágætt” — Engilbert Jensen Ýmir 1976 — 001 ★ ★ ★ ÞAD KÆRIST nú mjög i vöxt aö islen/.kir hljúiu listamenn gefi plötur sinar út meö islenzkum textum —og er þaögúðra gjalda vert. Ilins vegar veröur aö gera þá kröfu til islenzkra hljóm- listarmanna, aö þeir gleypiekki viö hverju einasta hnoðhulli, sem þeir fá i hendur, þvi þaö kemur þá úhjákvæmilega niður á gæöum plötunnar. Þessu er að nokkru leyti öðru- visi farið, þegar um er að ræða enska texta. Hver einasta am- baga i islenzkum texta sker i eyrun, en þútt einhverjar mál- villur eða málklúður séu i ensk- um texta, sker það ekki svo mjög i eyrun. Á þessu ári hefur verið sér- lega mikil gróska i fslenzkri plötuútgáfu og hafa velflestar plöturnar verið með islenzkum textum. Þvf miður hafa plötur þessar haft að geyma grátlega lélega texta upp til hópa, þótt nokkrar séu undantek'ningarn- ar. Svo virðist sem mikill skort- ur sé á frambærilegum texta- höfundum, sem semja á is- lenzku — og ættu hljómlistar- menn og útgefendur að taka höndum saman og leita viðar fanga varðandi islenzka texta. Það er ekki endalaust hægt að bjóða islenzkum poppupnendum að hlýða á bullið úr honum Þor- steini Eggertssyni! A þessari fyrstu og vonandi ekki siðustu sólóplötu Engil- berts Jensen, kórónar Þorsteinn Eggertsson sinn feril sem texta- höfundur með þeim lélegustu textum, sem bornir hafa verið á borð fyrir poppneytendur. Svo þurrausinn er textabrunnur Þorsteins, að það örlar ekki á minnsta frumleika. Efnislega eru textar hans á algjöru núlli, og fjalla svo til allir um ástina, en það.sem meira er og verra, að Þorsteinn rigbindur sig svo i rimið, að útkoman verður tóm þvæla og vitleysa. Rim er gott svo langt sem það nær, en það er ekki hægt að búa til texta bara vegna rimsins. Menn sem það gerðu á þeim tima, er rim var i hávegum haft i skáldskap, voru nefndir leirskáld. Hafi einhver átt að bera það nafn með rentu, hefur Þorsteinn Eggertsson á- reiðanlega slegið honum við. Gott dæmi um þennan fárán- lega rimleik Þorsteins er eftir- farandi kafli úr laginu „Dóra” á þessari plötu: „Elsku Dóra linur þér ég klúra i þeim cr ei glúra fyrirgefðu mér. Ég vil segja þér svo margt en þegja hentar mér.vist betur þvi mig skortir orð eins og er og þvi fer sem fer ástfanginn ég er’.’ Ástæðan fyrir þvi, að ég geri texta að umræðuefni i sambandi við þessa fyrstu plötu Engilberts Jensen, er sú, að þetta er fyrsta islenzka platan, þar sem textarnir gera það að verkum,að platan i heild verður aðeins svipur hjá sjón. Textarn- irdraga plötuna, mér liggur við að segja, niður i svaðið. Textar Þórsteins eru eitur, skemmdar- verk. Þetta er enn þá sorglegra, þar sem platan erað öðru leyti mjög vel unnin. Lögin eru vel flest á- gæt og sum vel það og hljóð- færaleikur er einnig mjög góð- ur. Á plötunni eru f jögur lög eftir Gunnar Þórðarson, hvert öðru betra, tvö eftir Jóhann G. Jóhannsson viö texta hans, og eru þeir textar hvorki góðir né slæmir, eitt lag eftir Jóhann Helgason, Ólaf Þórarinsson, Arnar Sigurbjörnsson og Ragn- hildi Gisladóttur. Platan er unnin i Rambort stúdíóinu i London og stjórnaði Gunnar Þórðarson upptöku plötunnar, en hann er jafnframt útgefandi. Gunnar Þórðarson, Tómas Tómasson og Engilbert önnuðust hljóðfæraleik ásamt fjórum brezkum hljóðfæraleik- urum. Platan ber nokkurt yfirbragð diskótónlistar, strengir eru t.d. mikið notaðir, og það eitt, að Charlie, plötusnúöur i Sesar hafi gefið plötunni beztu meðmæli sin, bendir til þess, að platan ætti að falla i góðan jarðveg hjá þeim, sem unna diskótónlist. Engilhert Jensen hefur um margra ára skeið verið talinn einn okkar fremstu söngvara og ætti álit manna ekki að breytast við þessa plötu. Lög Gunnars eru eins og áður segir, hvert öðru betra, en eink- um þykja mér þó lög hans „Dóra” og „Bergmál gegnum nótt” sérlega góð. Jóhann G. Jóhannsson lætur nú aftur i sér heyra sem tónsmiður, og kemur nokkuðá óvart, fyrir léttar og á- heyrilegar melódiur. Bezta lag þessarar plötu er þó að minum dómi hið undurfagra lag Jó- hanns Helgasonar, „Fyrir þina ást” og vænti ég þess að það verði siðar gefið út á plötu með öðrum texta og án talaða milli- kaflans, sem er svo væminn, að maður fær húð, sem kennd er við gæsir, í hvert sinn sem hann heyrist. En þessi talaði milli- kafli er þannig: ,,Ástin min. Við elskum hvort annað og það er ekki til neitt afl iöllum beiminum, sem er sterk- ara en ástin. Ég er hamingju- samasti inaður jarðarinuar meðan ég á þig og þú átt mig”. Það þarf ekki að taka fram að textinn er Þorsteins. Plata Jensens hefði fengið fjórar stjörnur og plús hér i þættinum ef þessir textar Þor- steins væru nú i ruslakörfunni hjá honum, þar sem þeir væru beztgeymdir — en vegna þeirra sé ég mér ekki fært að gefa plöt- unni meira en 3 stjörnur. Þeir sem eru þannig, að þeir geti úti- lokaðtextana og hlustað á lagið án þess að hugsa um orðin, er þvi bent á það, að hér er á ferð- inni góð og eiguleg plata. Að lokum vil ég taka fram, að Þorsteini er alls ekki allsvarn- að, því einn texti hans er þokka- legur, þ.e. textinn við lagið „Bergmál gegn um nótt” — og Þorsteinn hefur áður sýnt það, að hann getur samið góða texta. En hann þarf bara að kaupa sér siu. JENSEN... stendur vel fyrir slnu. Beztu lög: Fyrir þina ást Dúra Bergmái gegn um nútt G.S. Betri en aðrar samsafnsplötur i Kreppu — Ýmsir Steinar hf. — 006 ★ ★ ★ Kreppuplatan er að þvl ley ti úllk öðrum samsaf nsplötum að textarnir eru samdir út frá einu ákveðnu hugtaki — kreppu. Þetta á þú ekki við alla texta plötunnar, að minuin dúmi, þvi allmargir eru æði langsúttir og raunar þraut út af lyrir sig að tengja þá á einhvern hátt við kreppu. Þetta á t.d. við lög eins og Ástarkreppa (Yfir skammt), með Diabolus In Musica, Meðal- lag með Diabolus In Musica, Melódramamas með Ómari Óskarssyni, Finndu ró með Dögg og raunar á þetta einnig við um Adam og Evu lag Dia- bolus In Musica. Hinir sjö textarnir fjalla óum- deilanlega um ýmsa þætti kreppunnar og eru margir ágætir. Hæst ber að minum dómi texti Halldórs Gunnars- sonar, Hagvaxtartimburmenn (Kreppa) og Ég fell texti Sigur- björns Kristinssonar, Gúttó, texti Þórhalls Björnssonar, Verkamanns sonur og auðvitað Þambara Vambara, hið frá-’ bæra ljóð Jóhannesar úr Kötl- um, úr II. hluta Sóleyjarkvæöis. Athyglisvert er, að við þessa texta, sem hér hafa verið taldir upp, eru einnig beztu lögin á þessari plötu. Þokkabót ber þar af eins og gull af eir með lögun- um Hagvaxtartimburmenn (Kreppa) og Þambara Vam- bara, en fyrra lagiö er eftir Leif Hauksson nýjasta meðlim Þokkabótar, en hitt er eftir Pál Pálsson. Bæði þessi lög Þokkábótar eru með þvi bezta sem islenzk hljómsveit hefur gert á þessu ári, og væri þessi plata aðeins svipur hjá sjón ef Þokkabótar nyti ekki við. Dögg kemst einnig mjög vel frá sinum lögum, eink- um er lagið Ég fell (erlent lag) i útgáfu þeirra mjög vel gert i alla staði — og vekur söngur Páls Pálssonar mikla athygli, en Páll er hiklaust i hópi okkar allra beztu söngvara um þessar mundir, og minnir hann nokkuð á Ara Jónsson úr Roof Tops. Væri æskilegt að fá að heyra meira i Páli, þótt svo Döggin hafi horfið sjónum manna. Sigurbjörn Kristinsson fjallar i texta sinum, Gúttó, um einn táknrænasta atburð kreppuár- anna á islandi, óeirðirnar, sem brutust út i Gúttó, er ráðamenn bæjarins ætluðu að knýja fram launalækkun hjá verkamönn- um, hag Hauks Ingibergss., skólastjóra Samvinnuskólans á Bifröst fellur einkar vel við þennan texta, þótt einfalt sé. Hins vegar syngur Haukur lagið ekki sérlega vel. Útgefandi þessarar plötu Steinar Berg, syngur einnig á þessari plötu eigið lag, Verka- mannsins sonur, sem hann samdi ásamt Þórarni Erni Stefánssyni. Steinar Berg er sennilega fyrsti útgefandinn, sem syngur sjálfur inn á plötu, ef frá eru skildir þeir Wjóm- listamenn, sem gefa plötur sin- ar út sjálfir. Lagið er i meðal- lagi gott og reiðilegur söngur Steinars er i samræmi við text- ann, hvass og hrjúfur. Mérfinnstekki ástæða til þess að gera lögum Diabolusar In Frh. á bls. 39 Vel vandað til verks hiá Halla. Ladda oa Gísla Halli.Laddi og Gisli Rúnar — Látum sem ekkert C Ýmir 1976- 002 ★ ★ ★ ★ Hér á landi hefur ekki verið lögösérstök rækt við grinplötur, og þvi telst þaö nokkur viöburö- ur, þegar slikar plötur koma á markaöinn. Ég vil taka þaö fram i upphafi, aö ég geri stúran mun á skemmtiplötu annars veg ar og grinplötu hins vegar, þútt þetta geti I einhverjum tilvik- um falliö saman. Ég flokka t.d. Riúplöturnar undir skemmti- plölur, svo og plötur ómars Rgnarssonar — cn plata Kaffi- brúsakarlanna i hitteðfyrra var hins vegar grínplata. Þessi plata, Látum eins og ekkert C, er grinplata, þar sem ægir saman alls kyns vitleysu, sem er gerð i þvi augnamiði, að hlæja að henni. Halli, Laddi og Gisli Rúnar hafa tekið það ráð að blanda saman töluðu og sungnu grinefni, og gera hvoru tveggja góð skii. Gallinn við grinplötur — og ekkert frekar þessa en aðrar — er sá, að brandarar veröa leiði- gjarnir við það að hlusta mörg- um sinnum á þá. Góður brand- ari er aldrei skemmtilegur nema i eitt skipti, i næsta skipti er hann kannski sæmilegur, en aö lokum er orðið leiðinlegt að hlusta á hann. Þetta á við álla brandara, hversu góðir sem þeir eru. Þvi tel ég það hafa verið rétta stefnu hjá Halla.Ladda og Gisla Rúnari, að leggja frekar áherzlu á grinlög — og það gera þeir einmitt á plötunni, þótt svo brandararnir i töluðu máli (einkum læknabrandarar, þar sem Saxi læknir gefur sjúkling- um ráð) séu nokkrir. Lögin eru úr ýnsum áttum, flest vel þekkt erlend lög og margir textanna eru bráðskemmtilegir. Það, sem gerir þessa plötu að einni beztu grinplötu sem ég hef heyrt, er fjölbreytnin og hvaö þeirHalli, Laddi og Gisli Rúnar eru hugmyndarikir i sambandi við alla framsetningu. Þó er frumleiki þeirra engan veginn algjör. Til dæmis finnst mér furðu ósmekklegt af þeim félögum, að taka lag Inga T. Lárussonar við texta Jónasar Hallgrimssonr ,,Ég bið aö heilsa” — og raunverulega draga dár bæði að texta og lagi. Það kann að vera að einhverj- um finnist þetta fyndið, en mér finnst þetta ekkert sniðugt. Þá er Gunnar Þórðarson skrifaður fyrir lagi, sem alls ekki er eftir hann, og textinn við lagið jafnframt stældur, en skrifaður á Ladda og Gisla. Lagið sem ég á við nefnist hér Sjúkrasamlagið. Mér kom þaö nokkuð á óvart, hvað þeir félagar eru miklir söngmenn — og skemmtilegir söngvarar, en söngurinn er einn helzti kostur þessarar plötu. Þá er hljoðfæraleikur allur bæði hnitmiðaður og fellur vel að efni plötunnar, en þar á drýgstan þátt Gunnar Þórðarson. Þess skal að lokum getið, að með plötunni fylgir spil, sem nefnist Millispilið, og jafnframt fylgja lögreglur með spilinu. Þótt erfitt sé að bera þessa plötu saman við aðrar islenzkar plötur hygg ég, að hér hafi verið vel vandað til verks og platan eigi eftir að njóta mikilla vin- sælda, þrátt fyrir nokkra ann- marka. G.S.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.