Tíminn - 25.07.1976, Blaðsíða 17

Tíminn - 25.07.1976, Blaðsíða 17
Sunnudagur 25. júli 1976. TÍMINN 17 undir nafninu Ráöherrabústað- urinn. — oOo — Viðhöldum sem leið liggur upp Breiðadalinn og á Breiðadals- heiði, sem er hæsti fjallvegur á Vestfjörðum, 610 m. Uppi á fjallinu er gróðurlaust, og á vinstri hönd komum við brátt að Siígandafjarðarvegi, sem liggur til kauptúnsins Suðureyrar i Súgandafirði. Ef við ætlum til Suðureyrar, liggur leiðin fyrstum Botnsheiði, við ökum niður Botnsdal, sem kenndur er viðbæinn Botn, en þar var til skamms tima numinn Surtarbrandur siðast 1940-1942. Brátt eru Kvianes og Laugar að baki, en hjá siðarnefnda bænum var reist sundlaug 1933, og þar fer sundkennsla fram. Löggildingu sem verzlunar- staður fékk Suðureyri skömmu fyrir aldamót. Kirkja og félags- heimili eru á staðnum. — oOo — Ef við ætlum til Isafjarðar höldum við yfir Breiðadalsheiði og niður Dagverðardal. Fjörður- inn sem framundan blasir við okkur, heitir Skutulsfjörður, og við hann stendur ísafjörður, höfuðstaður Vestfirðinga. tsafjörður Isafjörður hét áður Eyri við Skutulsförð. Kaupstaðaréttindi hlaut bærinn 1866 og hefur hann um langan aldur verið helzti verzlunarstaður á íslandi vestan verðu, norðan Faxaflóa. Þegar Danakonungur gaf verzlun frjálsa á Islandi við alia þegna sina 1788, skyldi Eyri við Skutulsfjörð vera einn af 6 helztu verzlunar- og iðnaðarstöðum i landinu. Eldri hluti kaupstaöarins stendur á malareyri, sem lokar firðinum fyrir úthafsöldum og skapar hin ágætustu hafnar- skilyrði. Aðalatvinnuvegur Isfirðinga er tengdur sjávarútvegi, en eins og fyrr segir er þar rekin umfangs- mikil verzlunar- og þjónustu- starfsemi. A Isafirði er byggða- safn og visir að listasafni. Þar er sýslumanns- og læknissetur, flug- völlur, barna-, gagnfræða- og menntaskóli. Bolungarvik Ef við ætlum til Bolungarvikur, liggur leið okkar fyrst út með Eyrarhlið og til Hnifsdals, sem umkringdur er háum fjöllum. Sjósókn er aðalatvinnuvegur Hnifsdælinga, en mjög er það til baga, hve höfnin þar er slæm. 1 Hnifsdal fórust 20 menn i snjóflóði 18. febrúar 1910, en ekki er nú byggt á sama stað. Hnifsdalur til- heyrir nú Isafjarðarkaupstað, svo sem Skutulsfjörður allur. Óshlið heitir hliðin milli Hnifs- dals og Bolungarvikur, snarbrött og skriðurunnin, enda hafa þar oft fallið snjóflóð, og skriður valdið slvsum. Bolungarvik er útgerðar- og verzlunarstaður við samnefnda vik. 1 Bolungarvik er ein elzta verstöð landsins, enda stutt það- an á fengsæl fiskimið. Bolungar- vik er nú i kaupstaðatölu, þar er prestssetur, sundlaug og félags- heimili. Upp úr Bolungarvik ganga tveir dalir, Tungudalur og Syðri- dalur, en á milli þeirra er fjallið Ernir. 1 Syðridal er Syðradals- vatnogherma fornar sagnir, að á bakka þess hafi bær Völvusteins staðið, þess sem sumir telja að ort hafi Völuspá, frægast allra norrænna kvæða. Úr Bolungarvik er ökufært inn Hliðardal, yfir Hærrikross og niður i Breiðabólsdal til eyði- byggðarinnar i Skálavik. Ef við ætlum til Súðavikur frá tsafirði, ökum við eftir Vest- fjarðavegi til Góustaða. Þaðan liggur til vinstri hliðarvegur inn i fjarðarbotn, en siðan út Kirkju- bólshlið, en þar er flugvöllur ts- firðinga. Við höldum inn eftir Súðavikur- hlið, snarbrattri og hrikalegri, og komum brátt til Súðavikur við Alftafjörð. Þorpsmyndun hófst tsafjörður. þar fyrir um 80 árum, eftir að Norðmenn settu þar á laggirnar hvalveiðistöð. A ísafirði eigum við annan kost fyrir hendi, og hann er sá að fara með Djúpbátnum til ögurs. Við þurfum þó að gæta þess að panta timanlega far fyrir bilinn, svo að tryggt sé að við komumst með bátnum. VIGUFt A leiðinni til Ogurs siglum viö fram hjá Vigur, vestur af ögur- nesi, en hún mun vera næst- stærsta eyja i ísafjarðardjúpi. Hún er 2000 metra löng og tæpir 400 metrar á breidd og þykir hin mesta hlunnindajörð. 1 Vigur er gömul vindmylla og er henni enn haldiðvið ásamtmyllusteinum og öðru tilheyrandi. Við tökum land i ögri, hinu forna höfðingjasetri við ögurvik milli Skötufjarðar og Mjóafjarð- ar. Þar er kirkjustaöur. Um miðja siðustu öld var reist i ögri eitt stærsta ibúðarhús i sveit á ts- landi og stendur það enn. 1 ögri var allmikil verstöð fyrr- um. Siðan liggur vegurinn inn með Reykjarfirði, en Reykjanes heitir nesið milli Reykjafjarðar og tsa- fjarðar. Fremst á nesinu er Flateyri. Reykjanesskóli. Þar er sundlaug og gróðurhús. Vegurinn liggur siðan inn með Isafirði að vestan og kemur aftur á Djúpveginn skammt þar frá sem heitir Eyri. —oOo— t stað þess að aka eftir Vatns- fjarðarvegi inn til Isafjarðar, hefðum við getað haldið rakleiðis áfram eftir Djúpveginum og fariö yfir Eyrarfjall. Siðan hefðum við beygt til hægri, ekið inn i botn tsafjarðar, sem er syðsti fjörður- inn suður úr tsafjarðardjúpi, all- langur og mjór. Þar er litið sem ekkert undirlendi. Úr fjarðar- botninum liggur vegurinn svo út með tsafirði að austan, um Gjörvidal, fram hjá Múla og Laugabóli og að Arngerðareyri, þar sem fyrrum var verzlunar- staður Inndjúpsmanna. Þaöan liggur Langidalur, lengstur og stærstur allra dala, sem suður frá tsafjarðardjúpi liggja. Leiðin liggur út með fjallinu Armúla, en brátt blasir við okkur Kaldalón, 5 km langur fjörður, sem skerst inn úr norðanverðu tsafjarðardjúpi i átt til Dranga- jökuls. Inn af Kaldalóni er sam- nefndur dalur, allbreiður og er landslag þar all andstæðurikt. Fremst eru grösugar eyrar og ós- hólmar, sem áin Mórilla hefur fyllt upp með jökulframburði. Of- ar taka svo við jökulöldur og aur- ar. Skriðjökull felluri dalbotninn, en hann hefur dregizt mjög saman á siðustu árum. Sigvaldi Kaldalóns, héraöslæknir i Armúla, hreifst svo mjög af nátt- úrufegurð i Kaldalóni, að hann tók upp ættarnafn og kenndi sig við fjörðinn. —oOo— Snæfjallaströnd heitir ströndin frá Kaldalóni og út til Vébjarnar- núps, og er ytri hluti hennar óbyggður. Yzti bær i byggð á Snæfjallaströnd heitir Tyrðil- mýri. Þar er Mýrará , og er hún virkjuð fyrir bæina fimm á Snæf jallaströndinni og ibúa Æðeyjar, sem er skammt undan landi á Snæfjallaströnd. Æðey er um 2,2 kmTöng og 1 km á breidd og hefur hún jafnan þótt hin mesta hlunnindajörð. Við erum enn á ný stödd við Neðri-Bakka i Langadal, og er nú ferð okkar heitið yfir Þorska- fjarðarheiði. Vegurinn liggur inn i dalbotn- inn, fram hjá Kirkjubóli og Fremribakka og fylgir Langa- dalsá fyrsta spölinn upp brekkur Þorskafjarðarheiðar. Þorska- fjarðarheiði ergrýtt og hrjóstrug, en útsýn af henni er mikil og við. Heiðin hefur frá fornu fari verið ein fjölfarnasta leiðin milli Breiðafjarðar og Djúps, en ak- vegur var lagður um hana 1947. Leið sú er allfjölfarin á sumrin, en jafnan lokuð á vetrum vegna snjóþyngsla. Mikill fjöldi smávatna er á Þorskafjarðar- heiði. Þar er sæluhús, sem Vega- gerð rikisins hefur reist. Skammtfrá Lómavatni, sem er i um það bil 450 metra hæð, eru sýslumörk Austur-Barðastrand- arsýslu og Norður-lsafjarðar- sýslu. Cr Dýrafirði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.