Tíminn - 20.11.1976, Blaðsíða 9
8
Laugardagur 20. n^vember 1976
Laugardagur 20. nóvember 1976
9
Wímtm
Tíminn heimsækir Stykkishólm
VETURLIDIMED
STÓRSÝNINGU
Armenar með listmuni
Þórsnes hf. er útgerðarfyrir-
tæki, sem starfað hefur i
Stykkishólmi i 13 ár. 1 upphafi
starfrækti það einungis útgerð,
en þrjár siðustu vertiðir hefur
það jafnframt annazt fiskverk-
un og siðasta ár verkaði fyrir-
tækiö 1600 lestir af saltfiski.
Ingvar Ragnarsson fram-
kvæmdastjóri sagði, að nú gerði
félagið út tvo báta. Annar
þeirra er 70 lestir, en hinn 150
lestir. En hin siðari ár hefur afli
á Breiðafirði dregizt verulega
saman vegna þess að togurun-
um er hleypt alveg upp undir
landsteinana. T.d. var afli
minni bátsins 1000 lestir árið
1974, en i ár verður hann varla
meiri en 300 lestir.
Okkar eina svar við þessu,
sagði Ingvar, er að fá beitn-
ingarvél i stærri bátinn, og við
höfum þegar pantað slika vél.
Hins vegar er mjög erfittað fá
fyrirgreiðslu til þessara kaupa,
og finnst okkur mikiö tómlæti
hjá ráðamönnum i sjávarútvegi
aðstuðla ekki að aukinni notkun
slikra véla meö þvi að veita
betri fyrirgreiðslu, ef menn
vilja kaupa þær.
Ef við fáum beitingarvél,
sem kostar 13 til 14 millj. kr.,
getum við gert bátinn út á llnu
allt árið, og með þvl að veiða á
llnu, fáum viö þann bezta fisk
sem kostur er á. Ég tel, aö eigi
að tryggja fiskverkunarstöð
okkar hráefni allt árið, verðum
við að hafa þrjá I50lesta báta og
beitingarvél i þeim öllum.
En meö þvi aö hleypa togur-
unum jafn innarlega og nú er
gert, jafnframt þvi, sem við fá-
um enga fyrirgreiðslu, er ljóst,
aö verið er að hygla öðrum stöð-
um á okkar kostnaö. Þessu
hljótum við að mótmæla.
Ingvar sagði, að fiskverk-
unarhús Þórsness væri nýtt,
1600 fermetrar að grunnfleti, og
auk þess á fyrirtækið 150 ferm.
starfsmannahús.Aukþessá þaö
gamalt 400 ferm. húsnæöi, sem
einnig er notað. Við fyrirtækið
starfa 25-30 manns á vetrum, en
I sumar voru 15 manns i fastri
vinnu. Ekki þurfti þó félagiö á
þeim mannskap stöðugt aö
halda við fiskverkunina, vegna
þess hve afli var tregur, en unn-
ið var viö að ljúka frágangi á
húsnæði félagsins.
M.Ó.
Veturliöi Gunnarsson, list-
málari sýnir um þessar mundir
aö Kjarvalsstööum og lýkur
sýningu hans um næstu helgi.
Þarna sýnir Veturliöi hvorki
meira né minna en 134 verk,
sem flest eru nýleg, en þau elztu
eru þó frá árunum 1936 og frá
fyrstu árum sjötta áratugsins.
Veturliði er maöur mikilla af-
kasta, sýnir of t og hefur einlæga
þörf til þess aö mála. Auðvitað
kemur þetta niöur á list hans
með nokkrum hætti, en sumir
málarareru nú einu sinni þann-
ig, að sjálft augnablikið er það
sem öllu máli skipti, —
myndirnar yrðu liklega bara
verri með tortryggilegri yfir-
legu.
Yfir sýningu hans er hress-
andi blær, sjávarlykt, lykt af
veiðarfærum, þangi og blautum
sjómönnum og vatnsósa bátum.
Aðalverk sýningarinnar eru
liklega ollumyndirnar. Sumar
höfum við séð áður, þar á meöal
hiðmerka eintak,sem Listasafn
Islands hefur nú fest kaup á,
dularfull mynd, sem lýsir sam-
skiptum manna við landiö og
hvernig hús, sjór og hin blý-
þungu fjöll mynda eina heild, —
að manneskjan meö sinar fast-
eignir og veðmálabækur séu
ekki alltaf aöskotadýrr I heimi
listanna.
Þá sýnir Veturliði þarna
vatnslitamyndir. Sumar eru
„ekta veturliöi”, fljúgandi fugl-
ar, stormur á hafi, og það er
naumast sjóveður lengur. Menn
halda aö sér höndum og sitja
heima I gegnumtrekki og vor-
vindurinn gnauðar.
Nokkuð hefur Veturliði reynt
að breyta um lit, og má þá
sannarlega vara sig á Jóni
Engilberts, án þess aö um
stælingar sé aö ræöa. Það er að-
eins einu sinni svo, aösumir litir
eru fráteknir I þessu landi og þá
verðum við öll að varast, ef við
viljum ekki gerast sek um stæl-
ingar og annað verra. Þá eru
nokkrar myndir I tassisma, en
Veturliöi á sér langa, oft per-
sónulega sögu i þeirri listgrein
og flatar myndir í einhvers-
skonar arabiskum stil undir
áhrifum frá kunnum málurum,
erlendum, eins og til að mynda
frá ýmsum þekktum spænskum
málurum.Ekki er þetta nú ritað
til þess að finna að tilrauna-
starfi Veturliöa, heldur til þess
að minna hann á að hann hefur
persónuiegan stilsem hann þarf
að reyna að þróa sem slikan.
Þá eru þarna að finna myndir
undir áhrifum frá Asgrimi
Jónssyni, og er það miöur.
Við.sem höldum upp á Vetur-
liða, höföum þó sem fyrr ánægju
og unað af hinum hressandi blæ,
sem jafnan fylgir sýningum
hans og gerir þær svo eftir-
tektarverðar, og við hvetjum
menn til þess að sækja þessa
miklu sýningu málarans.
Listmunir frá
Armeniu
Skammt er nú stórra högga
á milli á Kjarvalsstöðum, hvað
erlenda myndlist varðar. Nú
höfum við fengið listmuni frá
Armeníu til sýnis. Þetta viröast
hinir merkustu gripir, en
vefnaðurinn fer óttalega kauða-
lega I kaffistofunni. Þyrfti endi-
lega að endurskipuleggja þessa
sýningaraðstöðu I veitingahús-
inu, það er hægt til dæmis meö
ljósum (eða I öðrum lit) skil-
veggjum, og aðgangur þyrfti að
vera betri að skápunum, þannig
að þeir nytu sin betur.
Væri það verðugt verkefni
fyrir listaráð og forstjóra, að
finna I samráði viö arkitekt,
hentugri grundvöll fyrir
„minniháttar” sýningar. Má til
dæmis bénda á ganga, sem
sjaldan eru notaðir, þeir er
liggja með Austur- og Vestur-
sal, ellegar þá reyna að koma
nýju skipulagi á veitingahúsið.
Það eru sovézkir kynningar-
dagar MIR, sem standa aö þess-
ari sýningu og þeir kynna hana
svofelldum orðum:
Listmunir frá Armeniu
„Félagið MIR, Menningar-
tengsl tslands og Ráðstjórnar-
rikjanna, fitjar á þessu ári upp á
nýjung f félagsstarfinu með þvi
að efna til svonefndra sovézkra
kynningardaga. Er ætlunin að
stofna til sllkra daga árlega og
helga þá sérstaklega hverju
sinni einu hinna 15 lýðvelda
Sovétrlkjanna. Til þátttöku I
kynningardögum þessum koma
hingað listamenn frá viðkom-
andi sovétlýðveldi og sýningar
af ýmsu tagi verða settar upp.
A þessu ári er Armenía, eitt
sovézku Kákasuslýöveldanna,
kynnt sérstaklega og einkum
lögð áherzla á að kynna fáeina
þætti fjölskrúðugs og gamalgró-
ins menningarlifs Armena, m.a.
á sviði dans- og tónlistar, mynd-
listar og handiöa.
Munirnir, sem til sýnir eru að
Kjarvalsstöðum I nóvember
1976, eru fengnir að láni frá Ére-
van, höfuðborg Sovét-Armeníu.
Þeir eru úr ýmsum áttum,
gamlir og nýir, og gerðir bæði af
atvinnulistamönnum og áhuga-
fólki úr röðum alþýðu.
A veggjum kaffistofunnar eru
15 flosteppi og ofnar myndir eft-
ir armensk börn og unglinga, en
sýningarmunir I glerskápum.”
Mikill fengur er að þessari
sýningu, en þó þyrftu borgarar
að fá leiösögn, a.m.k. á ein-
hverjum tlma dagsins, og bæri
að auglýsa það fyrirfram.
Jónas Guömundsson
——é——■
Kiskverkunarhús Þórsness hf. Timam. M.Ó.
Brýn nauðsyn að
fá beitingavélar
f |. |
Ingvar Ragnarsson fram
kvæmdastjóri
— en skilningur ráðamanna
sjávarútvegsins er lítill,
segir Ingvar Ragnarsson
Auglýsið i Tímanum
Leiðrétting
I frétt I laugardagsblaöi Tímans,
Fá Akureyringar rækju frá Axar-
firði?, sagði, að starfsmenn
sjávarútvegsráðuneytisins hefðu
átt fund meö forráðamönnum á
Kópaskeri og Húsavik. Hið rétta
er, að þaö voru forsvarsmenn
rækjuvinnslustöðvanna á Kópa-
skeri og Húsavlk, sem ræddu
málið við ráöuneytisstarfsmenn-
ina.
Samtök um
dagvistunar
mdl
SAMSTARFSNEFND fóstra og
foreldra boðartil stofnfundar
samtaka um dagvistarmái I fé-
lagsstofnun stúdenta við Hring-
braut laugardaginn 20. nóv. og
hefst hann klukkan tvö.
Framsögumenn á þessum fundi
verða Ari Guömundsson, Þórunn
Friöriksdóttir, Guðrún Jónsdóttir
og Sigrún Huld Þorgrlmsdóttir.
Ahugafólk um dagvistarmál er
hvatt til þess að liggja ekki á liöi
slnu, heldur sækja fundinn, þar
sem úrbóta er brýn þörf á þessu
sviði.
Leiðrétting
TALSMAÐUR Starfshóps um
dagvistarmál er Rannveig Jóns-
dóttir, en nafn hennar misritaðist
I Tímanum þann 18. nóv. Biöur
blaðið velvirðingar á þeim mis-
tökum.
Höfundarnir, sem kynntir verða við Norræna húsið.
Iðunn býður til
útgáfukynningar
Bókaútgáfan Iðunn hefur tekið
upp þá nýbreytni að bjóða til
kynningar á islenzku útgáfuefni
þessa árs. Kynningin verður i
Norræna húsinu laugardaginn 20.
nóv. n.k. kl. 14. Höfundarnir sem
koma fram eru: Þorgeir Þor-
geirsson sem les úr skáldsögu
sinni „Einleikur á glansmynd”,
Pétur Gunnarsson úr „Punktur,
punktur, komma, strik” og
Hannes Pétursson úr bókinni „úr
hugskoti”. Einnig verður lesið úr
bók Sigurðar Guöjónssonar „1 leit
að sjálfum sér”.
Þrjár barnabækur verða
kynntar ásamt myndefni. Þær
eru: „1 afahúsi” eftir Guðrúnu
Helgadóttur, myndskreytt af
Mikael V. Karlsson og eftir Njörö
P. Njarövlk bækurnar „Helgi
skoðar heiminn” og „Sigrún fer á
sjúkrahús”, myndskreyttar af
Halldóri Péturssyni og Sigrúnu
Eldjárn. Annað myndefni er eftir
Gylfa Glslason við skáldsögu
Péturs Gunnarssonar.
Jón frá Pálmholti kveður úr
„Vísur Æra-Tobba” við munn-
hörpuundirleik.
Eins og áður getur er hér
einungis um að ræða islenzk
skáldrit útgáfunnar. Undan-
skildar eru íslenzkur fróðleikur,
kennslubækur, þýddar skáld-
sögur og barnabækur.
Nú hefur Iðunn einnig gefið út
hljómplötu „Einu sinni var” meö
textum úr „Váinabókinni” al-
kunnu, en að gerö hennar unnu
Gunnar Þórðarson, Björgvin
Halldórsson o.fl. og veröur hún
kynnt I Norræna húsinu. Aö-
gangur er ókeypis.
Alþýðuleikhúsið sýnir Krumma-
gull í
Reykjavík
Alþýöuleikhúsið frá Akureyri
hefur að undanförnu sýnt leik-
ritið Skollaleik eftir Böövar
Guðmundsson i Lindarbæ I
Reykjavik.
Nú hefur Alþýöuleikhúsið
hafið sýningar á öðru íslenzku
verki i Reykjavik. Er þar á
ferðinni Krummagull, sem
einnig er eftir Böövar Guð-
mundsson.
Krummagull var frumsýnt I
Neskaupstað slðastliðið vor og
siðan sýnt viöast hvar um land-
ið, bæði I skólum og félagsheim-
ilum, alls 53svar sinnum.
Tónlist I Krummagulli er eftir
Jón Hlöðvar Askelsson og leik-
stjóri er Þórhildur Þorleifsdótt-
ir, sem jafnframt fer meö hlut-
verk I sýningunni. Aðrir leik-
arar eru Arnar Jónsson, Kristln
A. ólafsdóttir og Þráinn Karls-
son. Krummagull hefur þegar
verið sýnt fyrir nokkra skóla I
borginni og almennar sýningar
eru hafnar. Næsta sýning, sem
ætlað er að vera fjölskyldusýn-
ing, verður i Félagsstofnun
stúdenta við Hringbraut næst-
komandi sunnudag.
Þráinn Karlsson, Arnar Jónsson
og Kristin ólafsdóttir I hlut-
verkum sinum I Krummagulli.
BREIÐFIRÐINGUR 34. árg. 1975
Þaö var einhvern tima i
haust, er ég kom heim af rölti
hér um nágrennið, að „Breið-
firöingurinn” lá við dyrnar hjá
mér. Það lyftist heldur á mér
brúnin. Hver var nú svo
rausnarlegur i útlátum, að
senda mér þetta gamalgróna
tlmarit. Gamalgróið má það
heita, þvi á titilsiðu stendur, að
þetta sé 34. árgangurinn, en um
nokkur ár hafði ég ekki séð það.
— Breiðfirðingafélagið hér i
Reykjavlk hefur gefið þaö út frá
upphafi. Margir hafa veriö rit-
stjórar, en liklegast lengst allra
séra Arelius Nielsson.
1 þessum árgangi kennir
margra grasa, i bundnu máli og
óbundnu.
Drýgstur við ljóðagerðina
mun vera Hallgrimur frá Ljár-
skógum og fleiri eiga þar lag-
legar visur.
Góðar þykja mér minningar
gamallar sveitakonu, Jófrlðar
Jónsdóttur, sem Steinunn Guð-
mundsdóttir frá Heinabergi hef-
ur skráð. Þar bregður fyrir svo
mörgu fólki.sem ég heyrði talað
um á æskuárum mlnum en sá
fæst. Jófriður var ættuð utan af
Snæfellsnesi, en fluttistung inn I
Stykkishólm og lærði að búa til
„finan veizlumat og húshald af
flnustu gerö” hjá kaupmönnum.
Þaðan fór hún að Staöarfelli og
gerðist ráðskona hjá Hannesi
sýslumanni Hafstein. Siðan að
Hvalgröfum til séra Friðriks
Eggerz. — Þær munu ekki hafa
verið margar stéttarsystur Jó-
frlðar I sveitinni á þeim árum,
er státað gátu af sllkum frama
áður en þær hófu búskap sjálfar.
Vel ber hún öllum húsbændum
sinum söguna, þótt ólikir muni
þeir hafa verið. Kemur það vist
engum á óvart, sem eitthvað
hefur heyrt eöa lesiö um þessa
menn. — Kaupmennirnir veittu
vel viöskiptavinum sínum,
Hannes sýslumaður vildi fá
heitt púns fyrir sina gesti, en
séra Friörik gott kaffi fyrir sina
beztu vini, hinir fengu vlst litiö
hjá karli. Svo virðist, sem hinn
umdeildi og litt orðvari sveita-
klerkur hafi veriðduttlungakarl
og mikið meiri „aristokrat” en
heimsmaðurinn og glæsimennið
Hannes Hafstein.
Eftir aö Jófriður hætti ráðs-
konustörfum hjá þessum
höfðingjum, giftist hún Alex-
ander Loftssyni og bjuggu þau
lengi i Frakkanesi á Skarðs-
strönd. Lengst af þeim tlma
mun hún hafa haft minna fyrir
framan hendur en meðan hún
veitti forstöðu heimilum emb-
ættismannanna. En úr þvl efni
var Jófriöur gerð, aö hún lét það
litt á sig fá og hélt reisn sinni og
fullum manndómi til æviloka. —
Jófrlði sá ég aldrei, en hjá Hans
|inu systur hennar var ég ungur
strákur heilan vetur. Þann tlma
var hún mér svo góð, sem hún
ætti I mér hvert bein. Þær syst-
ur munu hafa veriö likar.
Eftirfarandi vlsa er birt meö
öörum, eftir Guömund Einars-
son á Hjallasandi:
Borið hef við að brýna ljá,
báta lét ég synda.
Reynt hef lika að raka og slá,
rýja, tæta og binda.
Og Guðmundur getur gert fleira
en það sem hann telur upp I vis-
unni. Hann er afbragös bllstjó.ií
Eitt sinn flutti hann mig á jeppa
sinum af Sandi út á öndverðar-
nestá, eftir þeim mesta trölla-
vegi sem ég hef farið i bll. Ég
hef ekki trú á, að aðrir hefðu
iagt bilsinn I annað eins torleiði
fyrir litia eða enga borgun. Ég
stend enn i þakkarskuld við
hann fyrir þann flutning.
„Hollt es heima hvat” heitir
ritgerð, sem séra Arelius Nlels-
son skrifar um séra Ólaf Slvert-
sen, prest I Flatey frá 1823-1860.
Ég ílt svo á, að hún sé burðarás-
inn i þessum árgangi. Fyrir þá,
sem lltið eða ekkert hafa vitað
um sr. Ólaf prest áður, er rit-
geröin fróðleg lesning, en fyrir
aðra, t.d. þá sem lesið hafa
Vestlendinga Lúðviks
Kristjánssonar, er litið á henni
að græða. En látum svo vera.
Góð visa er aldrei of oft kveðin.
Og mörg blessunarorö mætti
séra ólafur mæla til þessara
tveggja ævisöguritara sinna
fengi hann þvl við komið, svo
mjög sem ummæliþeirra stang-
ast á við það, sem almennt var
um hann talað meðan hann var
ofar moldar. En þetta er eins og
gerist og gengur.
Séra Arelius skrifar lika við-
tal við hjónin Andre’á Gíslason
(nú dáinn) og Guðnýju Gests-
dóttur frá Hamri i Múlasveit.
Samtalið gefur allgóða mynd af
þeim hjónum. Samt held ég, að
myndin heföi orðið fyllri ef
höfundurinn hefði setiö á
klettunum fyrir ofan bæinn á
Hamri i stað þessaöskunda út i
Kaupmannahöfn og skrifa sam-
talið þar, — þvi ekki býst ég viö,
að viðtaliö hafi farið fram i
þeirri glöðu borg. Ég held, að
Andrés eigi enn eitthvaö inni hjá;
Múlsveitungum.
Gunnlaugur Valdemarsson
frá Rúfeyjum skrifar um Rúf-
eyjar á Breiðafirði, æskuheimili
sitt. Hann lýsir eyjunum og tel-
ur þar upp fjölda örnefna. Llk-
legt þykir mér, að sú upptalning
sé tæmandi, þó að sökum
ókunnugleika þori ég ekkert um
það að fullyrða. Annars er eins
og einhver örnafnauppgangur
hafi gripiö breiðfirzka eyja-
menn. Varla rekst maður á
mann þaðan, án þess að hann sé
að safna örnefnum. Er það að
likindum vegna þess, að svo
mikið af byggðum fjaröarins er
komið I eyði. Eflaust ber þessi
örnefnaáhugi vott um ræktar-
semi til átthaganna, er þaö vel.
En verra er, ef engum tveimur
söfnurum getur boriö saman,
iafnvel á svo litlum evium sem
Rúfeyjar eru. — Það er likt með
örnefnafræði og ættfræði að þær
visindagreinar má nota til
margra góðra hluta sé rétt á
þeim haldið.
Hvers vegna er enn veriö að
spyrja, hvort Torfi I ólafsdal
hafi veriðá búnaðarskóla I Flat-
ey á Breiðafirði? Ég veit ekki
betur en Lúðvik Kristjánsson
rithöfundur hafi upplýst fyrir
mörgum árum að svo hafi verið,
sbr. Vestlendinga (slðara bindi,
seinni hluti) bls. 299. — En væri
of frekt að spyrja — eöa sletti-
rekuskapur — hvers vegna af-
komendur Torfa, sem margir
munu vera hinir mætustu menn,
láta ekki skrifa ævisögu hans.
Ef nokkur af búnaðarfrömuöum
landsins liggur óbættur hjá
garði, þá er það Torfi I Ólafsdal.
Einhver ,,— kr” skrifar viðtal
viö Baldvin Jónsson i Sylgju.
Baldvin er það að þakka meira
en nokkrum öðrum manni, aö
æðardúnn er enn hreinsaður á
Islandi.
Baldvin segir: — „Ég var eitt
sinn I sumarleyfi hjá bónda,
sem hafði æðarvarp. Fór hann
þess á leit við mig, að ég finndi
upp vél til að hreinsa i dún. Ég
hafði þá sjálfur aldre*komið i
æðarvarp. Ég fékk strax áhuga
á þvl að smiða dúnhreinsunar--
vél, og áriö eftir, að hann hafði
stungið þessu að mér, fékk hann
vélina, sem reyndist vel. Þetta
var árið 1954.”
Höfundur viðtalsins segir, að
Baldvin sé búinn að finna upp
fjórar vélar til dúnhreinsunar.
Vel má það vera. Að likindum er
það þó ekki nema ein vél, sem
hann er alltaf að endurbæta og
fullkomna. Og það ber öllum
saman um, sem ég hef heyrt á
þetta minnast, að hann hafi náð
frábærum árangri á þessu sviöi.
Auk þess að smiða hreinsunar-
vélina, hefur hann smiöað
„bökunarofn” til að hita dúninn- i
áður en hann er látinn i
hreinsunarvélina. Og loks hefur
hann fundið upþ og smiöað vél
til að reita lunda og annan fugl.
Geri aðrir betur slðan 1954!
Baldvin kvað vera Þingeying-
ur að ætt, en hann er giftur
breiðfirzkri konu — og þaö veit
ég, að hann er vel giftur. Ef hið
unga æöarræktarfélag væri ein-
hvers megnugt, ætti það aö
verðlauna Baldvin myndarlega
og gera þau hjón að heiðursfé-
lögum sinum. Þau væru vel aö
þeirri viöurkenningu komin.
Sjaldgæf og leiðinleg mistök
hafa orðið i upphafi siðustu rit-
gerðarinnar I bókinni, þar sem
vitnað er i ljóðmæli. Veröur sá
misgáningur eflaust leiðréttur i
næsta árgangi — hefði þó átt aö
vera búið að þvl.
Margt fleira er I þessum ár-
gangi, sem er einn af þeim
beztu, sem ég hef séð, en ekki er
rúm tilað tiunda hér.Svoþakka
ég góðum manni sendinguna.
Bergsveinn Skúlason.
Ráðstefna
um
Þjóðveldið
Félagsvlsindafélag Islands
gengst fyrir ráöstefnu um is-
lenzka Þjóöveldið á sunnudag-
inn I stofu 301 I Arnagaröi.
Frummælendur verða
Haraldur ólafsson, lektor og
Sveinbjörn Rafnsson, sagn-
fræðingur, en aö loknum
erindum þeirra verða almenn-
ar umræöur. 1 þeim munu
m.a. taka þátt: Björn Þor-
steinsson prófessor, dr. Jakob
Benediktsson, Jón Hnefill
Aðalsteinsson, fil. lic., og
prófessorarnir Sigurður Lín-
dal og Siguröur Þórarinsson.