Tíminn - 20.11.1976, Blaðsíða 15

Tíminn - 20.11.1976, Blaðsíða 15
Laugardagur 20. nóvember 1976 15 Jffl firlfe f lokksstarfið Viðtalstímar alþingismanna og borgarfulltrúa Framsóknarflokksins Einar Agústsson veröur til viötals á skrifstofu Framsóknar- flokksins, Rauöarárstig 18, laugardaginn 20. nóv. kl. 10-12. Framsóknarfélag Akureyrar Heldur fund i Hafnarstræti 90, mánudaginn 22. nóv. kl. 20.30. Fundarefni: íþrótta- og æskulýösmál. Bæjarfulltrúar Framsóknarmanna hefja umræöur og svara fyrirspurnum. Stjórnin. Kjósarsýsla Framsóknarfélag Kjósarsýslu, efnir til almenns félagsfundar f Hlégaröi, laugardaginn 20. þ.m. kl. 14.30. Dagskrá: Kosning fulltrúa á kjördæmaþing,— Stjórnin. Snæfellingar Annaö spilakvöld framsóknarmanna á Snæfellsnesi veröur f fé-. lagsheimilinu Röst Hellissandi laugardaginn 20. nóvember kl. 21.00. Heildarverölaun fyrir þrjú hæstu kvöldin eru ruggustóll frá Aton. Avarp flytur Hjálmar Gunnarsson útgerðarmaður Nestrió leikur fyrir dansi. Framsóknarfélögin/ Reykjanes- kjördæmi Kjördæmisþing framsóknarmanna i Reykjaneskjördæmi verö- ur haldið aö Hlégaröi f Mosfellssveit sunnudaginn 21. nóv. og hefst kl. 10 árd. Ræöur flytja Einar Agústsson utanrikisráöherra og Jón Skafta- son alþm. Formenn flokksfélaga eru minntir á kjör fulltrúa á þingiö. Stjórn K.F.R. Félag framsóknarkvenna í Reykjavík Tekiö veröur á móti munum á basarinn laugardaginn 20. nóvember eftir hádegi. Basarnefndin. Akranes Framsóknarfélag Akraness heldur Framsóknarvist i félags- heimili sinu aö Sunnubraut 21, sunnudaginn 21. nóvember kl. 16.00. Þetta er 2. vistin i 3. kvölda keppni. öllum heimill aðgangur meöan húsrúm leyfir. Wcs n Cfl^e LEIGJUM glæsilega veizlusali fyrir hvers konar mannfagnað, svo sem: árshátíðir, fundi, ráðstefnur, jólatrésskemmtanir o. f I. hvort sem er að degi til eða á kvöldin. Upplýsingar í simum 2-33-33 & 2-33-35. Auglýsið í Tímanum Starfsemi Vængja hefst að nýju gébé Rvik — Sú 10 sæta vél, sem nú verður tekin i notkun, er i full- komnu lagi og nýyfirfarin, sagði Guðjón Styrkárson, stjórnarfor- maður Vængja h.f. igærkvöldi, og sagði ennfremur að undanfarið hefði verið unnið að skoðun og viðgerðum á flugvélum Vængja og hefði það starf verið unnið undir yfirstjórn sérfræðings frá Airworks i Bandarikjunum, en fyrirtækið hefur annast mótor- Úr nótna- kveri Önnu Magdalenu Bach A morgun veröur efnt til tón- leika i Háteigskirkju. Flutt veröur ýmiss konar tón- list, sem skráö er I nótnakveri önnu Magdalenu Bach, eiginkonu Jóhanns Sebastian Bach. Nótna- kveriö fékk Anna i afmælisgjöf frá bónda sinum áriö 1725. Á næstu árum voru skráö i kver þetta mörg af eftirlætistónverk- um fjölskyldunnar, bæöi eigin tónsmiöar svo og verk frægra samtiöarmanna. Gætir þar margra grasa svo sem einleiks- verka fyrir sembal og orgel, en einnig söngverk ýmiss konar, enda var Anna Magdalena mikils metin söngkona. 1 Háteigskirkju veröa flytjend- ur nótnakversins þær Ágústa Agústsdóttir, sópransöngkona, Auður Ingvadóttir, sellóleikari, ’Helga Ingólfsdóttir, semballeik- ari og Haukur Guölaugsson, orgeileikari auk barnakórs Tón- listarskólans á Akranesi undir stjórn Jóns Karls Einarssonar. Þau Agústa, Helga og Haukur fluttu hluta af þessari tón- leikaskrá á Skálholtshátiö á s.l. sumri, en nú hefur ýmsu verið aukiö við. viðgerðir fyrir Vængi h.f. frá þvi að félagið hóf starfsemisína hér á landi. — Airworks i Bandarikjunum annast viðhald og viðgerðir fyrir 37 flugfélög viðs vegar um heim og hafa 400 manns I sinni þjónustu, sagði Guöjón. Þá sagöi hann að ráðinn heföi verið nýr yfirflugvirki til Vængja hf. Ralph Hall aö nafni, en hann mun hafa starfað um 5 ára skeiö hjá Air New England i Boston, sem eiga og reka 17 flugvélar af Twin Otter-gerð. Yfirflugvirkinn er ráöinn i samráöi við framleiöend- ur Twin Otter vélanna I De Haviland i Kanada og þá erlendu aðila sem séö hafa um öryggis- mál Vængja h.f., til aö byrja meö um 6 mánaöa skeiö og er hann væntanlegur til landsins i næstu viku, sagöi Guöjón. — A meðan Ralph Hall dvelst hér, verður unnið að þvi að mennta islenzka flugvirkja til aö annast viðhald og viðgerðir á vél- um félagsins, en eins og kunnugt eraffréttum, erenginn maður nú i landinu laus til starfa meö rétt- indi á slikar vélar, utan einn á Akureyri, sagði Guöjón. — Þaö er vilji forsvarsmanna Vængja h.f. að fyllsta öryggis sé gætt i hvivetna og þess vegna reyndist nauðsynlegt aö fá er- lenda sérfræðinga og starfsmenn þar sem sú þjónusta og nauösyn- legt eftirlit, var ekki fáanlegt hér á landi, sagði Guðjón Styrkárson aö lokum. 1 tilefni Iðnkynningar er ákveöiö aö verksmiöja Glits aö Höfðabakka 9, veröi f fullu starfi laugardaginn 20. nóvember, og opin fyrir almenning milii klukkan 10 og 16. Þar gefst kostur á aðskoða hin ýmsu framleiöslustig viö geröleirmuna svosem mótun leirsins, skreytingu, glerjun og brennsiu. Glit framieiö- ir f dag meira úrval leirmuna en nokkru sinni fyrr. T.d. handunna nytjahluti, matarstell, kaffi og tesett, jóla og skrautmuni, popkeramik og fleira. tu viðskiptamanna, banka og sparisjóða Þann20. nóvember 1976 ganga i gildi breyttar reglur um vexti við innlánsstofnanir, samkvæmt tilkynningu Seðlabanka íslands, dags. 21. september 1976. Þessar reglur fela m.a. i sér hækkun á vanskilavöxtum (dráttar- vöxtum) úr 2% i 2,5% á mánuði eða fyrir brot úr mánuði. Athygli viðskiptamanna innlánsstofnana er vakin á þvi að frá 20. nóvember 1976 verða tékkar þvi aðeins bókfærðir á hlaupa- reikninga, að innstæða eða yfirdráttarheimild sé fyrir þeim. Sé svo ekki, þegar tékka er framvisað, verður reikningnum lokað fyrir frekari skuldfærslum. Áhersla er lögð á, að sérhver innstæðulaus tékki verður tekinn til innheimtumeðferðar, og skuldari jafnframt krafinn um vanskila- vexti og innheimtukostnað. Innstæða reikningsins verður kyrrsett og henni ráðstafað til greiðslu kröfunnar svo sem hún nægir til. Þá er lögð sérstök áhersla á eftirfarandi atriði: Tékkainnheimta er tekin upp i vaxandi mæli hjá reikningsbanka og kröfugerð haldið bæði að útgefanda og framseljanda, samfara lokun reiknings. Seðlabankinn annast innheimtu áfram, þegar til- efni gefst til. Breyting i framkvæmd nær nú fyrst til hlaupareikninga einna, en unnið er að þvi, að heildarreglur, sem ná bæði til hlaupareiknings- og ávisanareikninga, taki gildi sem fyrst i næsta mánuði. Reykjavik 19. nóvember 1976 Samvinnunefnd banka og sparisjóða

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.