Tíminn - 25.11.1976, Blaðsíða 13

Tíminn - 25.11.1976, Blaðsíða 13
FimmUidagur 25. nóvember 1976 13 < hljóðvarp Fimmtudagur 25. nóvember 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00 8.15 og 10.10 Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.) 9.00 og 10.00 Morgunbæn kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8:00: Guðrún Guðlaugsdótt- ir les framhald „Hala- stjörnunnar” eftir Tove Jansson (4). Tilkynningar kl. 9.30 Þingfréttir kl. 9.45. Léttlögmilli atriða. Við sjó- inn kl. 10.25: Ingólfur Stefánsson segirfrá tilraun- um með gúmbjörgunar- báta: siðari hluti. Morgun- tónleikarkl. 11.00: L’Oiseau Lyre hljómsveitin leikur ConcertoGrosso i d-moll op. 8 nr. 7 eftir Torelli: Louis Kaufmann stj. / Andre Lardrot og hljómsveit Rikisóperunnar i Vin leika Öbókonsert i C-dúr (K314) eftir Mozart: Felix Prohaska stj. / Shmuel Ashkenasi og Sinfóniu- hljómsveitin i Vin leika Fiðlukonsert nr. 2 i h-moll op. 7 „La Campanella” eftir Paganini: Heribert Esser stj. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. A frivaktinni Margrét Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Brautin rudd Björg Einarsdóttir tekur saman þátt um málefni kvenna. 15.00 Miðdegistónleikar Fil- hammóniusveit Berlinar leikurtvo forleiki eftir Beet- hoven: Herbert von Karajan stjórnar. Maria Littauer og Sinfóniu- hljómsveitin i Hamborg leika Litinn konsert i f-moll fyrir pianóog hljómsveit op. 79 eftir Weber: Siegfried Köhlerstj. NBC-sinfóniu- hljómsveitin leikur Sinfóniu nr. 5 i d-moll „Siðbótar- sinfóniuna” op. 107 eftir Mendelssohn: Arturo Toscanini stj. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). Tón- leikar. 16.40 Lestur úr nýjum barna- bókum Umsjón: Gunnvör Braga. Kynnir: Sigrún Sigurðardóttir. 17.00 Tónleikar 17.30 Lagið mitt Anne-Marie Markan kynnir óskalög barna innan tólf ára aldurs. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Daglegt mál Helgi J. Halldórsson flytur þáttinn. 19.40 Gestur i útvarpssal: Helena Mennander frá Finnlandi og Agnes Löve leika Sónötu nr. 3 fyrir fiölu og pianóeftir Edvard Grieg. 20.155 Leikrit: „Djúpt liggja rætur” eftir Arnaud d’Usseau og James Gow Áð- ur útv. 1960. Þýðandi: Tömas Guðmundsson. Leikstjóri: Þorsteinn ö. Stephensen. Persónur og elikendur: Langdon Brynjólfur Jóhannesson, Genevra Kristin Anna Þórarinsdóttir, Alice Helga Valtýsd. Howard, Rúrik, Haraldsson, Brett Helgi Skúlason, Roy Róbert Arn- finnsson, Bella Arndis Björnsdóttir, Honey Stein- unn Bjarnadóttir, Serkin Jón Aðils, Bob Jónas Jónasson 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Kvöldsagan: „Minningabók Þorvaids Thoroddscns” Sveinn Skorri Höskuldsson les (15). 22.40 Hljómplöturabb Þor- steins Hannessonar. 23.30 Fréttir. Dagskrárlok Hinrik konungur VIII og konur hans sex Eftir Paul Rival Ferdinand gerði tengdasyni sínum tilboð, hann bauð honum að hertaka Guyníu, handa honum, ef Hinrik sendi honum nokkrar hersveitir. Hinrik sendi ágætt lið og það var því að þakka að Ferdinand tókst að ná konungsríkinu Navarra, á sitt vald, þá var ekki framar minnzt á Guyníu. Englendingar kunnu illa við sig á Spáni, þeir veiktust líka af blóðkreppusótt. Þá gerðu þeir uppreisn. Þegar Hinrik frétti um þetta, þá ráðlagði hann tengda- föður sínum að lífláta alla uppreisnarmennina, en þeir voru þá þegar sigldir heim á leið, jólin voru í nánd, her- mennirnir höfðu því látið freistast af heimþrá og löng- uninni í plómubúðing. Enski f lotinn var ekki heldur sigursæll, Frakkar drápu einn hinna ungu Howarda, bróðir hans sór að koma ekki heim, fyrr en hann hefði hefnt bróður síns.hann féll líka. Frakkar fóru nú rænandi höndum um Englandsstrendur, þá var það að þriðji Howardinn og sá þeirra er var göfugastur og erfingi ættaróðalsins, réðst gegn frökk- um, en þeir komust undan og leituðu hafnar í Brest. Spora orrustan Að lokum kom að þvi að enski herinn steig á skipsf jöl og lagði af staðtil Calais, fyrstu liðssveitirnar stigu þar á land í maímánuði, undir stjórn hinna hæfustu her- manna. Wolsey var vistastjóri. Hinrik beið eftir kyrr- um sjó, kraftajötuninn var ekki góður sjómaður, hann fór svo yf ir sundið hinn 30. mai, en eftir slík átök þurfti að hvíla sig. Því voru skipulagðar veizlur, dansleikir og burtreiðar til að skemmta konungi, franskar konur stóðu honum einnig til boða, þannig gat hann bætt sér upp hjónabandskröfur Katrínar. Hinn óheppni Loðvík XII, var ekki eins þróttmikill, hann var líka eldri, ekki eins f ríður og Hinrik, og gat því ekki gef ið sig að skemmtunum, enda hafði her hans beð- iðósigur í ítalíu. Að austanverðu hafði sameinaður her Þjóðverja og Svisslendinga ráðizt inn í Frakkland, þessi her hafði kveikt í Burgundy á leið sinni til Dijon, við þetta bættist svográðugir hópar Englendinga, sem komu yf ir sundið, eins og fyrr meir, er barizt var við Crécy og Agincourt. Loðvík leitaði til hins forna bandamanns síns. James IV, Skotakonungs, en hann var kvæntur eldri systur Hinriks, en hataði Englendinga. Anna drottning i Brittany, sendi James IV hring. Hún kaus hann að for- vígismanni og hetju, Anna hafði aldrei verið fríð, en alltaf skáldlega sinnuð, hún var hölt, hún var nú tekin að reskjast, hún var tepruleg og nöldursöm. En James IV, hafði aðeins hringinn fyrir f raman sig, hann gat því látið sig dreyma um ævintýra prinsessu. Á meðan þessu fór fram, hélt Hinrik áfram að njóta lífsins, hann hafði falið Katrínu að stjórna. Englandi í f jarveru sinni, hann hafði skipað henni að losa við við manninn sem gerði kröf u til ensku krúnunnar, en sá sat f anginn í Tower f angelsinu. Hinrik hef ði átt hægt með að lata gefa fanganum eitur, eða að láta kyrkja hann, svo hef ði einnig mátt láta reka hann í gegn með glóandi járn- teini, þær aðferðir höfðu tíðkazt á Englandi, í meira en tvö hundruð ár, þegar í hlut áttu prinsar, sem létu til sín taka og reyndust óstýrilátir. En Hinrik hraus hugur við slikum myrkraverkum, hann vildi heldur opinberar af- tökur, en hann vildi komast hjá að saurga hendur sínar blóði, því fól hann Katrínu málið, en hún tók þessu sem sjálfsögðum hlut. Katrin hafði erff mikið þr.ik, frá for- eldrum sínum, hún lét ekki dragast að afhöfða fangann og þar sem James IV með hring önnu af Brittany á fingri sér, ógnaði Englandi, þá skipaði Katrín Howard gamla að skera upp herör. Svo kom að því að Hinrik hófst handa. Margrét af Habsburg réði ríkjum á Niðurlöndum, hún var dóttir hins gamla keisara Maximillians, hún bað Hinrik að koma til Artois. Margrét hafði heyrt það orð fara af Hinrik að auðvelt væri að ginna hann, að hann væri ein- feldningur, sem hægt væri að nota til að tína hneturnar úr eldinum, hún vonaði því að henni tækist að fá Hinrik til að brjóta Frakka á bak aftur, svo hún næði miklum hluta af Picardy og gæti þar með fært út ríki sitt, allt að ánni Somme. Maximillian keisari kom með f jögur þús- und þjóðverja, dóttur sinni til aðstoðar, hann fullvissaði Hinrik um að hann vildi helzt hlíta hans forystu. Hinrik varð stórhrifinn af að hafa keisara að undirmanni og þar sem hershöfðingi verður að greiða undirmönnum sínum mála, þá veitti Maximillian stórfúlgu. Og þannig gekk stöðugt á gull hins óheppna Hinriks. Á fögrum ágústdegi sásttil franska hersins, þeir voru vel búnir vopnum, hergangan var líkust hreistruðum dreka, þar sem hún færðist nær, sólin skein á vopnin, lensur jjeirra gnæfðu uppi og það mátti greina marglita herfána, Frakkarnir skreyttu hjálma sína og höfuð hestanna marglitum f jaðraskúf um, þeir höfðu tekið sér náttstað undir berum himni, þeir höfðu ekki gert ráð fyrir að mæta óvinum sínum að sinni, þeir höfðu fyrir- mæli um að komast hjá átökum. Hinrik fannst her sinn fámennur, en hinn aldni Maxi- millian sagði akkert að óttas;. Enski herinn var aðeins i nokkra mílna f jarlægð f rá hinum fræga vigvelli að Agin- court, það var aðeins liðin ein öld frá því að ágætur her f ranskra riddaraliða, grár fyrir járnum, hafði lent þar í hinum mestu ógöngum, þar höfðu reiðskjótar þeirra sokkið og fest sig í aurbleytu, svo þeir máttu sig hvergi hræra, og alls staðar á Englandi var enn sagt frá þeim stórsigri, þá höfðu ensku bogmennirnr skotið á franska herinn og rekið spjót sín inn í hinn lamaða f lokk. Þegar nú her Loðvíks XII var kominn á þessar fornu stöðvar þá minntust þeir einnig ófaranna við Agincourt. Maximillian lét nú hina f jögur þúsund þýzku hermenn sina stiga á hestbak og lét hvern þeirra reiða enskan bog- mann f yrir f raman sig. Frakkarnir urðu undrandi, þeg- ar þeir sáu alla þessa riddara nálgast, þyrlandi upp ryk- mekki, þeir gátu ekki ráðizt gegn þessum f jölda, örvar hinna ensku hvinu allt i kring um Frakka og hestar þeirra fóru aðausa og prjóna, þeir gleymdu að foringjar þeirra voru af konungsættinni, þar á meðal var hinn frækni riddari Bayard og hetjurnar úr ítalíustríðinu, imyndunaraf I þeirra sýndi þeim aðeins Agincourt aftur. Frökkunum fannstað hestar þeirra mundu sökkva í aur- leðju og þeir sjálf ir yrðu drepnir, eins og nautgripir, þeir voru undrandi, þeir gerðu ráð fyrir að þeir væru orðnir jarðfastir fyrir einhverja töfra, en þegar svo var ekki, þá forðuðu þeir sér, þeir yfirgáfu Bayard, Bussy- d'Amboise, La Fayette og sonarson Dunois. Frakkarnir flúðu, þeir töldu að þetta væri her galdramanna, sem veitti þeim eftirför þeir keyrðu hesta sína sporum, þar til þeir drápust undir jáeim. Maximillian og Hinrik, söfnuðu saman leif um f ranska hersins, þeirra á meðal voru þeir Longuevilleog Bayard, sem báðir voru hyggnir hermenn og óhræddir, þeim datt því ekki i hug að flýja. Hinrik komst að þeirri niðurstöðu að þetta væri skemmtilegt stríð, hann hélt sig vera hetju og taldi sig aftur hafa öðl- ast náð Guðs. Þar að auki var Katrín enn einu sinni þunguð. Katrfn var líka að vinna sigra, hershöfðingi hennar, hinn aldni Howard, hafði sigrað Skotana, How- ard lét bera sig í burðarstóli. Elzti sonur Howards, sem var stolt fjölskyldu sinnar, hafði yfirgefið flotann og stjórnaði herförinni, þeir drápu Skofakonung, James IV, og skozku hálendingarnir neyddust til að f lýja til f jalla.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.