Tíminn - 04.01.1977, Side 1
Járnblendifélagið — lánssamningur undirritaður Sjá bls. 3
’ÆHGIRf
Áætlunarstaðir:
Bíldudalur-Blönduóc BúðardalUr
' Flateyri-Gjögur-Hólmavík
Hvammstangi-Rif-Reykhólar
Sigluf jörður-Stykkishólmur
: Súgandaf jörður
Sjúkra- og leiguflug
um allt land
Símar:
2-60-60 oq 2-60-66
t3
1. tölublað—Þriðjudagur 4. janúar 1977 —61. árgangur
BARÐA
BRYNJUR
* i .i jti
LANDVELAR H F
SíAumúla 21 — Sími 8-44-43
■
Skriðu-
föll og
vega-
skemmdir
- af völdum rign-
inganna sunnan-
lands og austan
F.I. Reykjavik — Stór-
skemmdir urðu á vegum
viða sunnanlands I gær-
morgun, er vatn rann þar yf-
ir vegi. Rann vatn yfir
Suðurlandsveg undir Eyja-
fjöllum f nánd viö Hvamra,
og verður að fara gamlan
veg til þess aö sneyöa hjá
vatnsflóöinu. Einnig fór vatn
yfir veg á Mýrdalssandi
austan Skálmárbráar og i
Skaftártungum flæddi
Tungufljót yfir veginn undir
Hemruhömrum.
Að sögn Arnkels Einars-
sonar hjá Vegaeftirlitinu
rénaði vatnsflaumurinn
heldur meö kvöldinu, og eru
vegir á Mýrdalssandi og i
Skaftártungum færir öllum
bilum. Hins vegar er aðeins
fært stórum bilum og jepp-
um i Lóni og Berufirði, en
þar eru vegir sundurgrafnir.
1 Arnessýslu flæddi
Stóra-Laxá yfir vegi, og gekk
erfiðlega að ná mjólk frá
bæjum, sérstaklega Aus-
holti, en búizt var við minnk-
andi flóðum undir kvöldið.
A Suðurfjaröarvegi varð
mikið grjóthrun i gær i Vatt-
arnesskriðum og Kambanes-
skriðum. Tókst að opna veg-
inn af og til, en ekki var
tryggt að starfa þar vegna
grjóthrunsins, og óvist hvort
tekst að gera veginn færan i
bráð.
Geysileg þorskveiði:
ALLIR TOGARARNIR
FENGU FULLFERMI
— einn fékk 120 tonn á 32 klukkustundum
gébé Rvik — tslenzku skuttog-
ararnir fengu mokafla á
miðunum fyrir vestan land
siðustu daga ársins 1976. Enn
liggur ekki ljóst fyrir, hve
mikill þessi afli er, en þeir
fjölmörgu togarar, scin þarna
voru, fengu allir fullfermi, og
var enn unnið við löndun úr
þeim I gærdag. Guðmundur
Sveinsson fréttaritari Timans
á Isafiröi sagði, að togararnir
þaðan hefðu farið út tii veiða á
þriðja f jólum. Rétt fyrir vest-
an friðaða svæðið út af Horni
hefðu þeir komizt i mikinn
þorsk, og fengu togararnir,
sem þar voru, 15-20 tonn i togi,
en gátu ekki togað lengur en i
klukkustund, því annars slitu
þeir pokana frá sér. Það kom
reyndar fyrir tvo togarana, en
þeir náðu þó pokunum aftur og
fengu um 20 tonn hvor, þrátt
fyriraðþeir höfðu misst mmiö
af þorskinum. Nokkuð is-
hröngl var á þessum slóðum,
og fiskuðu togararnir inni I
isnum. Einn togaranna fékk
120 tonn á 32 klst., sem ætti að
gefa hugmynd um veiðina. A
Nýársdag lauk svo þessari
mikiu aflahrotu.
— Það mun hafa verið
geysilegur fjöldi togara á
miðunum þarna milli jóla og
nýárs, og fengu þeir allir ó-
hemjuveiði, sagði Guðmundur
Sveinsson, og bætti við, að nú
væru tveir af togurum ísfirð-
inga búnir að fá yfir fjögur
þúsund tonn á árinu 1976, og
eru þvi sennilega langafla-
hæstir islensku skuttogar-
anna. Þetta eru Guðbjartur
IS, en þar eru skipstjórar til
skiptis þeir Hörður Guðbjarts-
son og Grétar Þórðarson, og
svo Guðbjörg IS, en þar eru
skipstjórar feðgarnir Asgeir
Guðbjartsson og Guðbjartur
Asgeirsson. Guðbjörgin var aö
landa um 220 tonnum á Isa-
firði i gær.
Hjá Vilhelm Þorsteinssyni
hjá Útgerðarfélagi Akureyr-
inga fengum við þær upplýs-
ingar, að heildarafli Akur-
eyratogaranna eftir þessa
aflahrotu væri rúmlega eitt
þúsund tonn, en þar sem enn
væri verið að landa úr
togurunum, þá væri ekki hægt
að segja það nákvæmlega, né
heldur hvert verðmæti þessa
mikla afla væri.
Vilhelm sagði ennfremur,
að einn af Akureyrartogurun-
um hefði landað á Þingeyri og
annará Húsavik, þarsem ekki
hefði verið unnt að taka á móti
öllum þessum afla á Akureyri.
— Skipin voru öll með full-
fermi og Kaldbakur, Svalbak-
ur og Harðbakur voru allir
með yfir þrjú hundruð tonn
hver sagði hann.
Veriö var að landa úr Inpólfi
Arnarsyni i Reykjavik i gæ,
og á þessari Timamynd
Róberts sést fallegur þorskur-
inn i stórum haugum.
Umferðarslysin þrjá fyrstu daga ársins hafa kostað fjögur mannslíf:
Þrennt fórst í Hnífsdal
einn fórst á Akureyri
G.S.-ísafirði — K.S.-Akureyri.
— Þrjá fyrstu daga ársins
hafa orðið fjögur banaslys i
umferðinni. 1 fyrrakvöld fauk
bifreið út af veginum á milli
tsafjarðar og Hnifsdals og valt
60-70 metra niður i sjó. í bif-
reiðinni voru eldri hjón frá
tsafirði ásamt syni sinum, og
fórust þau öil. Þau sem létust,
hétu Siguröur Jónasson, 70 ára
að aidri, Elizabet Jónsdóttir,
64 ára, og Haligrimur Sigurðs-
son 24 ára — öll til heimilis að
Hnífsdalsvegi 1. t gærmorgun
varð banasiys f umferðinni á
Akureyri, er 42 ára gamall
maður, Steinberg Ingólfsson,
til heimilis að Daisgerði 3b,
varð fyrir bfl og beiö bana.
Engir sjónarvottar voru aö
slysinu fyrir vestan, en talið er
liklegt aö bifreiðin hafi fokið
út af glerhálum veginum og
oltið niður í sjó. Talið er, aö
slysið hafi orðið um kl. 22.30 i
fyrrakvöld, en ekki varð upp-
'vist um það fyrr en um hádeg-
isbilið í gær, er piltar, sem
stóðu uppi á palli vörubils,
sem ekið var eftir malbikaða
veginum milli Isafjarðar og
Hnífsdals, sáu bílflakið i fjör-
unni. Var brugðið skjótt við og
farið niður að flakinu, og
fannst þá fólkiö látið, sonur
hjónanna í bilflakinu, en hjón-
in i fjörunni skammt frá biln-
um — og höfðu þau augsýni-
lega kastazt út úr bifreiðinni i
fallinu.
Fólkið fór út i Hnifsdal i
fyrrakvöld og dvaldist þar
nokkuð fram yfir klukkan 22.
Þá var veður á þessum slóðum
mjög slæmt, rigning og
hvasst, og mun vegurinn hafa
verið oröinn mjög háll. Talið
er, að slysið hafi átt sér stað I
Hnffsdal á móts við radar
Flugmálastjórnar.
Siðan Hnifsdalsvegurinn
var malbikaöur, á árunum
1974-75 hafa orðið á honum
fimm dauðaslys.
Það var rétt fyrir klukkan
átta i gærmorgun, að bana-
slysið varð á Akureyri.
Maðurinn sem léít, Steinberg
Ingólfsson, var á leiö til vinnu
sinnar, fótgangandi, er hann
varö fyrir Land-Rover bil á
gatnamótum Þingvallastrætis
og Dalsgerðis. ökumaður bils-
ins kvaðst ekki hafa séð Stein-
berg, en hvasst var og rigning
á Akureyri i gærmorgun og
skyggni afar slæmt.
Steinberg var látinn, er
komiö var með hann á sjúkra-
húsið á Akureyri.
5 manns hafa nú farizt á
þeim þremur dögum, sem
liðnir eru af árinu, þar af fjór-
ir i umferðaslysum.
• Áramótaávörp forseta og forsætisráðherra — Sjá bls. 8
||jg|8g