Tíminn - 04.01.1977, Page 4
4
Þriðjudagur 4. janúar 1977
Ekki sama
eða séra
Jón
Ginu Lollobrigidu þekkja allir.
Þegar hún var þriggja ára, þótti
hún fegursta barn á ttaliu og
tvítug fegursta kona iheimi. Nú
stendur hún á fimmtugu og hef-
ur fegurð hennar ekkert dvfnað
með árunum. Þvert á móti er
þessi fjörutiu og átta ára gamla
kona kvenlegri og meira aðlað-
andi en nokkru sinni fyrr. Svo
aðlaðandi að það er henni leikur
enn að krækja sér i menn, sem
eru miklu yngri en hún sjálf.
Það notar hún sér lika óspart.
Sem stendur sést hún stöðugt i
fylgd með Austurrikismannin-
um Hannesi Lier. Hannes er rétt
rúmlega þritugur og er leikari
að atvinnu, — þó ekki einn af
þeim frægu. En úr þvi ætti að
vera hægt að bæta með hjálp
svo frægrar vinkonu. Þaö kom
heldur engum neitt sérstaklega
á óvart, þegar hann lýsti þvi yfir
fyrir stuttu að hann og Gina ætl-
uðu að gera mynd saman. Að
visu hefur Gina haldið því fram,
að hún hygöist algjörlega helga
lif sitt tómstundaiðju sinni, ljós-
myndun, en ef til vill tekst
Hannesi að telja henni hug-
hvarf. En fyrir svo til óþekktan
leikara getur það orðið honum
heldur betur til framdráttar aö
gera kvikmynd meöGinu.Hvaö
fimmtán ára aldursmun varðar,
þá hefur Gina fyrir löngu sýnt
fram á, að hann er ekkert
vandamál og aö aldurinn skiptir
ekki máli fyrir hana. Eftir
skilnaðinn frá eiginmanni sin-
um, dr. Skofic fyrir tiu árum
hefur hún oft sézt i fylgd með
mönnum mun yngri en hún.
Þrátt fyrir þessa staðreynd er
hún mjög ihaldssöm i sambandi
við son sinn Milko, sem er nitján
ára og er ástfanginn af fertugri
konu, það sem meira er, vin-
konu móður hans. Gina varð sið-
ur en svo hrifin af þessu og hún
heldur þvi statt og stöðugt fram,
,,að þessi kona er allt of gömul
fyrir hann Milko minn.” Hér
sjáum við svo tvær myndir af
Ginu LoIIobrigidu og á annarri
þeirra er vinurinn Hannes Lier
með henni.
liiilil
MEÐ I
MORGUN-
KAFFINU
Lokaðu dyrunum Ottó. Það er dragsúgur
og ég er aftur komin með þennan sting I
hálsinn.
En hvaö þaö er gaman að heyra I
þér cftir öll þessi ár, viltu ekki
hrmgja aftur þegar McCIoud er
búinn.
Allt i lagi, myndin er góð núna.