Tíminn - 04.01.1977, Qupperneq 6

Tíminn - 04.01.1977, Qupperneq 6
6 Þriðjudagur 4. janúar 1977 AAeir tortíi fisk Eftir I. Baranikas, APN Sovézkir iískifræðingar og haff ræðingar eru sannfærðir um að birgðir heimshafanna séu takmarkaðar og að frekari þró- un fiskiðnaöar sé aðeins mögu- leg með þvi skilyrði að nýjar að- feröir verði sem viðast teknar upp við fiskveiðaeftirlit. I eina tið þurfti mannkynið að láta sér lynda að hætta villidýraveiðum og taka upp skipulagðan land- búnað, og eins ætti það nú á dög- um aö hætta að gripa fiskinn þar sem hann gefst en hefja þess i stað skipulagða nýtingu á auð- lindum hafsins. Markmiðið hlýtur þvi að vera, að viðhalda fiskistofnunum með þvi aö bæta náttúrulegar að- stæður til hrygningar og jafn- framt nota fiskeldisstöðvar og tilbúin hrygningasvæði sem ala upp seiði, sem siðan er sleppt lausum i sitt náttúrulega um- hverfi. Fyrsta skrefið i þessa átt, er eftirlit með fiskveiðum. Það þarf að grundvallast á rann- sóknum á liffræðilegum sér- kennum hverrar tegundar og breytingum sem verða á stofn- unum. Ýmsar ráöstafanir af þessu tagi hafa þegar veriö gerðar. I sumum tilvikum er leyfileg möskvastærð ákveðin, i þvi skyni aö vernda ungfiska. 1 öðr- um tilvikum er ákveðinn leyfi- legur hámarksafli. Siöan er þessum kvóta skipt milli þeirra þjóða sem veiða á viðkomandi svæði. Sumar fisktegundir sem þarfnastsérstakrar verndar eru friðaöar á vissum árstimum eða á vissum svæðum. t Sovétrikjunum kemur það alloft fyrir, að mjög strangar Hrogn styrjunnar eru afar dýr ogeftirsóttur matur. reglur eru settar i þvi skyni að vernda einhverjar sérstakar verðmætar tegundir. Þannig var t.d. málum háttað með vatnakarfa og styrkju á Azov- og Kaspiahafi. Nær öll veiði var bönnuð i Kaspiahafi og i Taganrog-flóa i Azovhafi, þar sem of mikið af ungfiski hafði verið veitt, voru vissar tegundir neta bannaðar. Þannig hefur reynzt unnt að viðhalda og jafn- vel auka við dýrmæta stofna. Sumar ráðstafanirnar eru gerðar sérstaklega með tilliti til fljóta. Bygging stiflugarða og gervistööuvatna á stórám, t.d. i Siberíu, hefur neikvæð áhrif á fiskistofnana. Að sjálfsögðu taka hlutaðeigendi yfirvöld sér- stakt tillit til þessarar hættu. Þannig er ekkert raforkuver hannað án þess að nefnd sér- fræðinga frá Fiskimálaráðu- neytinu meti þann skaöa sem það kemur til með að valda og leggi fram tillögur til úrbóta. Þar getur verið um að ræða byggingu fiskeldisstöðva, gervi- hrygningastööva og fiskastiga. Aukning fiskframleiðslunnar i Sovétrikjunum er fyrst og fremstað þakka fiskeldi i tjörn- um, á fiskibúum og fiskeldis- stöðvum. I 17 ár hafa sovézkir sérfræöingar veriö að venja austræna laxategund sem Norð- menn kalla „Rússneska laxinn” við aðstæður i Barentshafi. Sumar laxategundir frá aust- ustu héruðum Sovétrikjanna hafa þegar setzt að i Barents- hafi og Hvitahafi og nú er verið að kanna hvernig þeim geðjist að Etstrasalti. Þessir fiskar vaxa miklu hraðar i sinum nýju heimkynnum nyrðra en þeir gerðu i Kyrrahafinu, þar sem þeir áttu áöur heima. Sovét- menn og Norömenn hafa gert með sér samning um eftirlit með laxveiðum i landamæraán- um Varjema og Paazioki. Miklar framfarir hafa orið i styrjurækt i Kaspia- og Azov- hafi. Ýmsar ráðstafanir hafa verið gerðar til að vernda styrjustofnana allt frá þvi er bygging raforkuvera hófst á þessum svæðum og hafði i för með sér að styrjan glataði stærstu hrygningarsvæðunum, en það gerðist á 6. áratugnum. Nútima laxeldisstöð er stórt iðnfyrirtæki með sérstökum verkstæðum þar sem hrogn eru meðhöndluð, seiðin alin og séð fyrirlifrænu fóðri. Þar eru einn- ig rannsóknarstofur og sérstak- ur útbúnaður til dauðhreinsunar og eftirlits með hitastiginu, og skip sem flytja ungfiskinn til sjávar þegar óhætt er að sleppa þvilausu. Á hverju ári er um 100 milljónum ungra fiska af ýms- um tegundum sleppt lausum i hafið. Eldi sjávarfiska og hrygg-~ levsingja lofar góðu. Sem stend- ur eru visindamenn að leita að- ferða til að rækta ýmsar nýjar tegundir, svo sem eins og Svartahafs-flatfisk, Kyrrahafs- flatfisk og Eystrasalts-lax. Einnig eru byggðar eldisstöðvar fyrir verðmæt lindýr: hörpudisk i Kyrrahafi, ostru og krækling i Svartahafinu. Fiskeldisstöðvar við Eystrasalt og Barentshaf rækta silung og lax. Sovéskir fiskifræðingar leggja minni áherzlu á að auka veiðarnar en að auka gæði fisk- ræktunarinnar og fjölga fisk- tegundum á markaöinum (árleg neyzla fisks og fiskafurða i Sovétrikjunum er 18,5 kg á mann.). A þvi fimm ára timabili sem nú stendur yfir. (1976-80), mun sovézkur sjávariðnaður leggja höfuðáherzlu á tvö atriði: djúp- sjávarfiskveiðar á heimshöfun- um og alhliða þróun fiskiræktar, þ.e. fiskiræktariönaðar undir visindalegu eftirliti. Sovétmenn reyna að nota að- eins skynsamlegar aðferðir við veiðar i sinum eigin vötnum og hvetja til slikra aðferða á heimshöfunum. Þetta er mikil- vægt verkefni fyrir allar þjóðir og æskilegt að þjóðirnar hafi með sér náið samstarf. Aðeins með þvi móti verður hægt að auka dvinandi birgðir þorsks, ýsu og sildar i Norð-austur Atlantshafi. ■* • ■ Uppeldislón I sovézkri klakstöö.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.