Tíminn - 04.01.1977, Qupperneq 8

Tíminn - 04.01.1977, Qupperneq 8
8 Þriðjudagur 4. janúar 1977 Wímvm Nýársræða forseta Islands: Markorðin eru þrjú: Land, þjóð og menning Góðir áheyrendur. Um áramót eru menn oft á það minntir að þau séu timi reikningsskila. Þá gera menn upp ársreikninga sina og margir reyna að gera upp hug sinn um höpp og slys liðins árs og vonast til að geta dregið af sliku lær- dóma sem að gagni mega koma á þvi ári sem i hönd fer. Og menn spyrja spurninga: Hvernig er ég staddur með lif mitt á þessum timamótum? Og land mitt og þjóð, spyrja aörir þetta samfeiag sem ég er borinn til, hvernig er þaö á vegi statt? Eða mannkynið allt? Hvaö mun veröldin vilja, hún veltist um svo fast, kvað Skáld-Sveinn forðum, einn af mörgum gagnrýnendum aldar- farsins, sem ævinlega risa upp öðru hverju og hrópa vei vei. Slfkar og þvilikar spurningar eru varla til þess fallnar að gera mönnum létt i skapi. Margir vitr- ir menn eru uggandi um framtið mannkynsins. Þvi veldur margt og þó ekki sist hið mikla djúp milli örbirgðar og og gnóttar, þjáningar milljónamanna i fá- tæktarheimilumannars vegar, en hins vegar vigbúnaður rikra og voldugra þjóða, svo ofboöslegur að nær yfirgengur mannlegan skilning. Hingað kom fyrir skemmstu merkur maður sem fékk friðarverðlaun Nóbels 1974. f ræðu við það tækifæri sagði hann að þá væru til i heiminum kjarna- vopn sem nægðu til að tortima öllu h'fi á jörðinni tuttugu sinnum. Ekki hefur sá óíögnuður minnkað siðan, og ekki var þessi reyndi og ábyrgi maður trúaður á að þessi dómsdagsvopn, sem hann svo kallar, mundu kyrr liggja og ó- notuð um aldur og ævi. Hvaða andsvar er til við slikum firnum og ódæmum? Hvað getum vér islendingar sagt eða gert, fá- menn þjóðog litils megnug? And- spænisneyð og þjáningum manna i öðrum heimshlutum samir oss það eitt að hlýða kalli til liðs við málstað réttlætisins með virkri hjálp eftir getu vorri og með at- kvæði voru á alþjóðavettvangi. A sama hátt getum vér léð atfylgi vort hverri tillögu sem fram er borin með friði og gegn striði. En viðbrögðin við þeim röddum sem spá mannkyninu dauða eru ein- faldlega þau að búa sig af kappi undir lif, svo þversagnarkennt sem það kann að hljóma. Það er eigi að siður samkvæmt heil- brigðu mannlegu eðli. Nýjárs- dagur er hátiðisdagur og bendir fram á veg, dagur gleði og vonar. Vérmunum á þessum nýjársdegi gleðjast við góðar minningar lið- ins árs og hugsa með vongleði til þess sem nú gengur i garð. Vér eigum enn sem fyrri verk að vinna, mark að keppa aö . Vér munum heilsa ári meö bjartsýni en hafna bölmóði, fagna þvi sem unnist hefur og i hag gengið og taka siðan til óspilltra málanna við það sem er hálfgert, vangert eða ógert. Ekki má það gleymast i ærustu daganna- að áriö 1976 var sigurár, nýtt ártal handa islenskri skóla- æsku að leggja á minnið, eins og árið sem verslunaránauð var létt af þjóðinni eða þegar landið fékk heimastjórn eða þegar islending- ar urðu fulivalda þjóð. Það mun verða kallað árið sem vér fengum óskoruö yfirráð yfir fiskimiðun- um á landgrunninu. Þeir islenskir varðskipamenn, sem horfðu á bresku siglutoppana hverfa við hafsbrún hinn fyrsta desember siðastliðinn, urðu vitni að miklu sögulegu sjónarspili. Engir voru betur að þvi komnir en þeir, þvi að þætti landhelgisgæslunnar i þessu islenska þrjátiu ára striði eða vel þaö verður með hófsam- legum orðum svo lýst að hann hafi verið með sæmd og prýði. Einu sinni var orðið sægarpur meira notað i máli voru en verið hefur um sinn. Nú er timi til að bera sér þetta gamla orð i munn, þegar islenskum landhelgis- Dr. Kristján Eldjárn gæslumönnum eru færðar skyldu- gar þakkir, án þess þó að þvi sé gleymt að fleira þarf en góða sjó- menn til að vinna islenskt þorska- striö. Fleiri en þeir hafa þurft að sigla krappan sjó og stýra milli skers og báru i baráttu islendinga fyrir þeim sigri sem vér hrósum, enda skal nú öllum þakkað, sem traustir stóðu hver á sinum rétta stað, bæði á sjó og landi. „Föðurland vort hálft er hafið /helgað margri feðra dáð / þang- að liísbjörg þjóðin sótti / þar mun verða striðið háð, ” kvað Jón Magnússon fyrir löngu. Þetta hljómar næstum þvi eins og spá- sögn, nú þegar atburðir siðustu ára eru hafðir i huga. Liklega hel'ur þó skáldið verið að hugsa um lifsstriðið, hina aldalöngu og ævarandi nauðsyn islendinga aö sækja björg sina i greipar harðskeyttra náttúruafla. Nú er vonandi svo komið að sjósókn á islenskum fiskimiðum þurfi aldrei framar að jafna við strið i einum eða neinum skilningi. Nú erekki strið fyrir höndum, heldur fyrirhyggjusöm ráðsmennska, ráðdeildarsöm nýting bjarg- ræðislindanna i hinni nýju fisk- veiðilögsögu. Engum hefur dulist hve heilladrjúgan þátt islenskir visindamenn á sviði fiskifræði og haffræði hafa átt i öllum mál- flutningi vorum á undanförnum árum. Það er starfi þeirra að þakka hversu ört skilningur manna á háska ránýrkjunnar hefur vaxið á allra siðustu tið, svo og hvað gera þarf til að bægja voðanum frá. Héðan i frá verður að lita á islenska fiskveiöilögsögu sem einn stóran akur. I fornum sögum er sagt frá akri sem kall- aður var Vitaðsgjafi og var að sögn aldrei ófrær. Nú er að visu einnig sagt i fornum spekimálum að veður ræður akri, og vel má það vera að höfuðskepnurnar sjálfar eigi eftir að láta til sin taka á einhvern þann hátt sem nútima visindamenn hafa aldrei séð með eigin augum. En hafi nokkurn tima verið til sá akur sem aldrei var ófrær, þá hefur það verið vegna þess að mum- önnun hans var i höndum manna sem af brjóstviti skildu þau lög- mál liffræði og vistfræði, sem nú- timavisindi reyna nú að fá mann- kynið til að beygja sig fyrir. Hvað sem yfir kann að dynja á hinum mikla Vitaðsgjafa sjávarins er alveg vist að gæslu hans verður hagað i samræmi við fyrirsögn visindamanna. Með þvi eina móti verður hann , ef ekki sifrær, þá að minnsta kosti eins frær og verða má á hverri tið. Oft er þess getið með.nokkru stolti að frumkvæði islendinga virðist hafa flýtt fyrir þeirri þró- un sem nú er fram komin i haf- réttarmálum. Ekkert mælir þvi i gegn aö á sama hátt getum vér undir leiðsögn islenskra fiski- fræðinga orðið öörum til fyrir- myndar um fiskvernd, forustu- menn um að vernda og ávaxta eitt af matforðabúrum veraldar. Slíkt væri i þágu sjálfra vor, en einnig má lita það i heimsljósi. Hungursneyð rikir viða i heimi og fer sist minnkandi. Matvæla- framleiðsla ætti að vera talinn göfugur atvinnuvegur. Þegar vér skoðum hug vorn i hreinskilni hljótum vér að viðurkenna að vér leggjum oflitið fram af gnægtum vorum tilliknarog hjálpar hrjáðu fólki i örbirgðarheiminum. En þótt hvorki sé að þakka dyggð né hugsjón af vorri hálfu, megum vérhrósa þvi happi að þurfa ekki að lifa á að framleiða neitt sem til drápstækja heyrir, vopn eða eit- ur, ekkert sem gerir veröldina verri en hún þó er. Það lætur að likum að oss sé þetta umræðuefni hugleikið um þessar mundir, „Föðurland vort hálft er hafið”. En að fleiru er að hyggja og að fleiru er hugaö sem betur fer og kappsamlega unnið að verkefnum sem til framtiðar horfa. Margs þarf búið við enn sem fyrri, og' ég leyfði mér að segja að vér hefðum mark að keppa að. í áramótaárvarpi klykkti ég eitt sinn út með þvi að vitna til orða Guömundar heitins Finnbogasonar, sem hann ritaði fyrir meira en hálfri öld. Sum orð þola að vitnað sé til þeirra hvað eftir annað „Markmið vort verður að vera það,” sagði dr. Guðmundur, „aðþjóðineflistsem best af landinu og landið af þjóð- inni, en menningin af hvoru tveggja.” Þessi gömlu orð verða naumast betur úr garði gerð sem einkunnarorð. Markorðin þrjú, land, þjóð og menning, eru að visu slik að milliþeirra liggja ótal þræðir sem tæplega veröa sundur raktir. En hér er verið að tala um grunnmúrinn sem lif vort byggist á, og svo það hús sem á Framhald á bls. 19. Áramótaávarp Geirs Hallgrímssonar, forsætisráðherra „Það er löng leið frá Islandi til himnarikis. Þaðmá nú segja, það er löng og erfið leið”, segir Davið Stefánssonokkur i Gullna hliðinu. 1 karli og kerlingu birtast þver- stæður i islenzku þjóðareðli, kost- ir og gallar, sem við þekkjum af sjálfum okkur enn i dag. í sögu þeirra, kerlingar og kot- bónda, má greina lifsferil fyrri kynslóða og ráðningu þeirrar gátu, að islenzk þjóð lifir enn. Lif- taugin milli lands, fólks og fyrir- heita brast aldrei. — O — Arið 1976 hefur verið okkur gott ár og mun minnzt svo lengi sem islenzk þjóð byggir landið. Viðurkenning 200 milna fisk- veiöilögsögu hljómar eins og ævintýri, fullnaðarsigur i langri baráttu þjóðarinnar fyrir óskor- uðum yfirráðum yfir náttúruauð- lindum sinum til lands og sjávar. Þessi sigur er enn sætari fyrir þá sök, að hann vannst fyrst og fremst meö rökum og réttri málafylgju og að lokum meö samningum. Að unnum þessum sigri höfum viðeinnig fagnað þvi að sjá helztu andstæöinga okkar i hafréttarmálum snúa frá villu sins vegar og taka sjálfir upp þá stefnu, sem við höfum áður lengi fyigt. Nú fer saman i fyrsta sinn nauðsyn okkar og viðurkenndur réttur til að nýta 200 milna fisk- veiðilögsögu i eigin þágu. Um leið er það skylda okkar að rækta svo miðin, að hámarksnýting fisk- stofna komi sveltandi heimi i góö- ar þarfir, engu siður en okkur sjálfum. Sérhagsmunir, sundur- lyndi og skammgóður vermir má ekki spilla skynsamlegum ráða- gerðum um fiskvernd og fiskveiö- ar, sem eru á okkar valdi. Við vitum.að fiskar viröa engin mörk en synda milli hafsvæða, svipull er sjávarafli, mengun flyzt frá einu sjávarsvæði til ann- ars, eins og fréttir herma, heimurinn erá hreyfingu, sjórinn ekki sizt og lifið i honum. Almenn fiskvernd og umhverfisvernd er i okkar þágu. Enginn lifir sjálfum sér. Frjáls samskipti á jafnréttisgrundvelli og gagnkvæm áhugamál og hags- munir eru skilyrði hvers konar samkomulags og samninga milli einstaklinga og þjóða. Þegar aö okkur kemur og timabært þykir, leggjum við á slik úrlausnarefni sjálfstætt, fordómalaust mat. Annað er ekki sæmandi fullvalda þjóð, sem taka vill ábyrga afstöðu i samfélagi þjóðanna. Eftir nokk- urerfiðár,erfiðari en komið hafa lengi, hefur einnig rofab til i efna- hagsmálum þjóðarinnar á árinu 1976. A árinu hafa ráðstafanir okkar sjálfra og batnandi ytra verzlunarárferði lagzt á sömu sveif til þess að rétta verulega viðskiptahalla landsins og hag- vöxtur er að glæðast á ný. Eftirleikur erfiöu áranna er þó svo vandasamur að við verðum að gæta hófs i kjaramálum á næsta ári. Á okkur hvilir þung byrði erlendra skulda og við glímum við verðbólguna, sem nú má kalla „landsins forna fjanda”, og enn er siður en svo að velli lögð. Geir Hallgrimsson Reynsla liðins árs hefur sýnt okkur, að efnahagslegt and- streymi dregur ekki dug úr þjóö- inni til langframa, og húnkann að mæta vanda af þvi tagi, þegar á herðir. Fremur hefur verið dregið i efa, að við værum þess megnug að leysa vandamál velmegunar- innar og að við kynnum okkur hóf, þegar birti i lofti. Ljóst er, að það er prófsteinn sjálfstæðrar þjóðar að standa i skilum og vera óháð lánardrottn- um sinum. Annar prófsteinn bið- ur þjóðarinnar. Verðbólgan er slikur vágestur að allra áliti, að fyrir löngu er timi til kominn að sýna að alvara fylgir orðum og reka hann á dyr með samstöðu og sjálfsaga landsmanna á nýju ári. Þriðji prófsteinninn er að skipta þjóðartekjunum með rétt- sýni og samkomulagi milli lands- ins barna, þannig að meiru sé ekki skipt en aflað er og þeim sé fyrst og bezt sinnt, sem minnst hafa fyrir sig að leggja. — oOo — Hér hef ég rakið gamalkunnan þráð úr þjóðmálaumræðunni, sem ég spinn ekki frekar á þessu siðasta kvöldi ársins. Mörgum finnst raunar nóg um, hve matar- áhyggjur eru þungar i umræðum manna á meðal. Það skiptir Is- lendinga fleira máli en efnisleg gæði. Óneitanlega hefur falliö skuggi á liðið ár af ýmiss konar alvarleg- um afbrotum og vafasömum við- skiptum, sem hafa verið, og eru, i umfangsmikilli rannsókn. Menn tala um siðferðilega upplausn og spyrja um orsakir. Sá skortur á siðgæðisvitund, sem er undirrót þessara mála, á að minni hyggju að nokkru upptök sin i þeirri tizkutrú, að mannlegur þroski fel- ist i þvi að láta allt eftir sér, veita öllum tilfinningum og hvötum útrás, án tillits til þess hverjar þær eru og hvort þær horfa til góðseða ills. Með þessari afsökun gefa menn sig gjarnan á vald hömlulausri neyzlu vimugjafa og fikniefna. Sú upplausn, sem vart hefur orðið i þjóðfélaginu, stafar einnig af annarri tizkustefnu sem kenn- ir,að menn fái engu áorkað nema með aðgangshörku, ofbeldishótun eöa hreinni valdbeitingu. Menn hafna löglegum leiðum, vegna þess að þær séu of sein- farnar, og brjóta leikreglur lýð- ræðisins af þvi að tilgangurinn helgi meðalið. Menn skortir þol- gæði til þess að leggja liðsinni sitt til að breyta og bæta lögin og flýta ogeinfalda framkvæmd þeirra og gripa þá til örþrifaráða. En með þessu er lýðræðinu sjálfu stefnt í háska. Ef menn virða ekki lögin, brjóta þeir niður réttarrikið. Þá kann eftirleikur- inn að verða óvandaður og hitta upphafsmennina sjálfa fyrir. Æskufólki og lausung þess er öðru fremur kennt um það, sem miðurfer.Ener það rétt? Er ekki nær að kenna fullorðna fólkinu um það, sem aflaga hefur farið? Er ekki ástæða til að lita i eigin barm og kanna, hvaða uppeldi unglingar fá i foreldrahúsum og i skólunum? Höfum við, fullorðna fólkið, verið æskunni nauðsynleg fyrir- mynd með þvi að leitast við að lifa i samræmi við grundvallar- atriði kristins siðgæðis? Höfum við beitt okkur sem skyldi og kennt æskunni þann sjálfsaga, sem ábyrgð er samfara, þeirri ábyrgð að vera maður? Þessum spurningum er nauð- synlegt að við svörum hvert og eitt i verki, áður en óáran er kom- in i siðu þjóðarinnar og háttu. Að sjálfsögðu verðum við að tryggja Framhald á bls. 19.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.