Tíminn - 04.01.1977, Qupperneq 9
Þriðjudagur 4. janúar 1977
9
Útgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ri.stjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn-
arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri:
Steingrímur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu
við Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aðal-
stræti 7, slmi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsinga-
slmi 19523. Verð I lausasölu kr. 60.00. Askriftargjald kr.
1.100.00 á mánuði. Blaðaprenth.f..
Aðförin, sem mistókst
Blaðið Visir hefur talið það nauðsynlegt um ára-
mótin, að keppa við Dagblaðið sem málsvari
heiðarleika og réttlætis og er það ekki nýtt að fé-
sýslumenn eins og þeir, sem standa að umræddum
blöðum, látist vera réttbornir til að berja sér á
brjóst og segi sig heilagri en aðra menn. En illa
mistekst Visi þetta hlutverk, þvi að hann beinir
einkum geiri sinum að ólafi Jóhannessyni dóms-
málaráðherra. Blaðið segir, að ráðherrann hafi
brugðizt mjög illa við, þegar Visir hafi upplýst um
„sérstæð viðskipti Framsóknarflokksins við veit-
ingahúsið Klúbbinn, sem fram fóru á sama tima
og dómsmálaráðherra beitti sér fyrir opnun veit-
ingahússins, sem hafði verið lokað vegna réttar-
rannsóknar”. í tilefni af þessum upplýsingum
Visis hafi ráðherrann brugðizt mjög illa við og lát-
ið falla hörð ummæli um blaðið og útgefendur
þess.
Þessi saga Visis er glöggt dæmi um þá „rann-
sóknarblaðamennsku”, sem þeir Dagblaðsmenn
telja sig höfunda að. Hún er fólgin i dylgjum um
aukaatriði, en sleppa þvi sem máli skiptir. Höfuð-
árásir Visis á dómsmálaráðherra var ekki i sam-
bandi við opnun umrædds veitingahúss, enda
viðurkenndi lögfræðingur Visis nokkrum dögum
siðar, (5. febr.) að „dómsmálaráðherra var rétt og
skylt að aflétta lokun Klúbbsins.” Höfuðárás Visis,
sem birtist á forsiðu blaðsins 30. janúar siðastlið-
inn, fólst i fimmdálka fyrirsögn, sem hljóðaði á
þessa leið. „Alvarlegar ásakanir á hendur dóms-
málaráðuneytisins: Sakað um að hefta rannsókn i
Geirfinnsmálinu”. í forsiðugreininni er svo vitnað
til greinar eftir Vilmund Gylfason, sem birtist inni
i blaðinu, og tekin upp eftir eftirgreind ummæli úr
henni:
„Þegar rannsókn stóð sem hæst vegna hvarfs
Geirfinns Einarssonar siðastliðinn vetur, var
maður nokkur yfirheyrður af lögreglumönnum og
ýmsar athuganir gerðar á högum hans. Þar var á
vettvangi sami maður og nú hefur aftur og vegna
annarra upplýsinga verið hnepptur i gæzluvarð-
hald. Þegar lögreglumenn voru að yfirheyra hann,
kom bréf frá dómsmálaráðuneytinu og þar var
efnislega lögreglumönnunum sagt að hætta að
áreita þennan mann. Féll málið mikið til niður og
var það svo þangað til nú fyrir nokkrum dögum.”
Hér er þvi hvorki meira né minna en dróttað að
dómsmálaráðherra, að hann hafi af annarlegum
ástæðum heft rannsókn i morðmáli. Siðlausari að-
dróttun mun ekki hafa verið borin á islenzkan ráð-
herra fyrr eða siðar. Það var þessi aðdróttun, sem
var orsök þess að dómsmálaráðherra lét hin hörðu
orð falla um Visi og aðstandendur hans. Hver get-
ur láð dómsmálaráðherra, þótt hann færi um
þessa siðlausu aðdróttun hinum hörðustu orðum?
Dómsmálaráðherra nefndi mafiu i þessu sam-
bandi. Það er nú komið i ljós að hér var um að
ræða vandlega undirbúna árás, sem átti að verða
ráðherranum og helzt allri rikisstjórninni að falli.
Grein Vilmundar var fyrsti leikurinn i tafli, sem
vissir forystumenn Alþýðuflokksins höfðu undir-
búið og vafalitið haft sinar hjálparhellur. Þetta
sást bezt á þvi, að á fyrsta fundi Alþingis á eftir,
hóf einn af þingmönnum Alþýðuflokksins, Sighvat-
ur Björgvinsson, mikla árás á dómsmálaráðherra
og tefldi mjög fram Geirfinnsmálinu. Gylfi Þ.
Gislason tók mjög undir þetta i vantraustsumræð-
um nokkru siðar.
Þessari aðför hefur dómsmálaráðherra nú
hrundið og hann stendur sterkari eftir en áður. En
lengi mun lifa skömm þeirra, sem að henni stóðu.
Visismenn ættu að sjá sóma sinn i þvi að vera ekki
að minna á þátt Visis i henni. Þ.Þ.
ERLENT YFIRLIT
Verður Byrd sigur-
sælli en Humphrey?
Byrd nýtur mikils trausts meðal þingmanna
POLITISKUR íerill þeirra
Byrds og Humphreys er mjög
ólikur. Humphrey hóf feril
sinn langt til vinstri, en hefur
siðan færzt nær miðjunni.
Byrd byrjaði lengst til hægri
og starfaði i Ku Klux Klan
félagsskapnum illræmda á ár-
unum 1942 og 1943. Fyrstu ár
sin á Bandarikjaþingi þótti
hann mikill hægri maður.
einkum i kynþáttamálum.Sið-
an hann náði kosningu sem
varaformaður þingflokksins
1971, heíur hann óðum færzt
nær miðjunni. Honum hefur
þvi gengið betur en búizt var
við, að halda flokknum sam-
an. Margir af frjálslyndustu
öldungadeildarmönnum
demókrata styðja hann þvi i
kosningunni á móti
Humphrey, m.a. Adlai
Stevensort og Abraham A.
Ribicoff. Humphrey nýtur lika
stuðnings ihaldssamra öld-
ungadeildarmanna. Gliman
milli þeirra stendur þvi meira
um persónur en málefni.
■Sennilega ræður það úrslitum,
að Byrd er talinn enn meiri
eljumaðurog aðhann geti bet-
ur fylkt liöi um stefnu Carters
en Humphrey. Sennilega bætir
það ekki heldur fyrir
Humphrey, að Mondale, sem
verður varaforseti, er frá
sama riki og hann. Þ.Þ
i ÞESSARI viku mun fara
fram söguleg kosning i þing-
flokki demókrata i öldunga-
deild Bandarikjaþings. Mike
Mansfield lætur þá af for-
mennsku i þingflokknum og
fer þvi fram kosning á eftir-
manni hans. Keppendurnir
eru tveir eða þeir Hubert H.
Humphrey, fyrrum varafor-
seti Bandarik janna og
öldungadeildarmaður frá
Minnesota, og Robert C. Byrd
öldungadeildarþingmaður frá
Vestur-Virginiu og núverandi
varaformaður þingflokksins.
Fyrir þá, sem ekki þekkja til
þessara keppinauta, nema af
frásögnum fjölmiðla, ætti
þessi kosning ekki að þykja
neitt tvisýn. Humphrey nýtur
viðurkenningar sem einn
mikilhæfasti núlifandi stjórn-
málamaður Bandarikjanna og
kom þvi mjög til greina sem
forsetaefni demókrata á
siðastliðinu ári. Hann hefur
reynzt mikilhæfur og vinsæll
þingmaður. Byrd er hins veg-
ar litið þekktur utan þingsins
og kjördæmis sins. Þó er hon-
um yfirleitt spáð sigri. Ástæð-
an er sú, að hann hefur náð
trausti þingmanna sem frá-
bær starfsmaður og laginn
sáttasemjari. Það styrkir svo
stöðu hans, að liklegt þykir að
honum og Carter komi vel
saman. Það var hinn frægi
öldungadeildarþingmaður frá
Georgiu, Richard Russel, sem
tók Byrd að sér sem eins kon-
ar fósturson, þegar hann tók
sæti i öldungadeildinni og
studdi mjög að frama hans, en
Russel var einn mesti áhrifa-
maður deildarinnar. Russel
hafðilagzt banaleguna, þegar
Byrd keppti fyrst um varafor-
mennskuna i þingflokknum,
en hann veitti Byrd eigi að sið-
ur stuðning sinn og er ekki
ósennilegt að það hafi ráðið
úrslitum. Byrd átti þá i höggi
við mjög öflugan keppinaut,
sem var enginn annar en Ted
Kennedy. Það gerðist i þing-
byrjun 1971. Kennedy var þá
búinn að gegna varafor-
mennskunni nokkra hrið eftir
að hafa fellt Long frá Louis-
iana. Kennedy þótti hins vegar
ekki standa sig vel i stöðunni
og það bættist við, að álit hans
minnkaði eftir að hann lenti i
bilslysinu umtalaða. Úrslitin
urðu þvi þau, að Byrd sigraði
með 31 atkvæði, en Kennedy
fékk 24.
MJÖG var rætt um það, þeg-
ar þeir Byrd og Kennedy
kepptu, að fortið þeirra væri
býsna ólik. Kennedy var fædd-
nr með silfurskeið i munnin-
um, eins og sagt er, en Byrd
var fæddur og alinn upp i mik-
illi fátækt. Hann missti móður
sina, þegar hann var 10 mán-
aða gamall og fór hann þá til
frænda sins, sem gerði hann
að kjörbarni sinu og ber hann
siðan nafn hans. Fátækt var
mikil á heimilinu og varð Byrd
strax að vinna fyrir sér eftir
að hann lauk barnaskólanámi.
Hann vann næstu árin við ým-
is störf, en lengstum þó sem
slátrari. Þá vakti hann athygli
á sér sem góður fiðluleikari og
lék hann oft á skemmtunum.
Það þótti furðu sæta, þegar
Byrd gerðist svo djarfur að
bjóða sig fram til fulltrúa-
deildar þingsins i Vestur-
Virginiu, þar sem hann hafði
hvorki ætterni né fjármagn til
að styðjast við. Sögur segja að
fiðlan hafi þó komið honum að
góðu haldi. Þetta gerðist 1946,
enþá var Byrd 28 ára, fæddur
15. janúar 1918. Honum tókst
að ná kosningu og sat i full-
w- •
Robert C. Byrd.
trúadeildinni i fjögur ár. Þá
náði hann kosningu til
öldungadeildar þingsins i
Vestur-Virginiu og átti hann
þar sæti i tvö ár eða til 1952. Þá
náði hann kjöri til fulltrúa-
deildar Bandarikjaþings og
sat þar i sex ár. Árið 1958 náði
hann svo kosningu til öldunga-
deildar Bandarikjaþings og
hefur hann átt þar sæti siðan.
Siðast var hann endurkjörinn
á siðastliðnu hausti.
Framangreint yfirlit sýnir,
að Byrd hefur verið sigursæll i
kosningum. Þar veldur senni-
lega mestu mikill dugnaður
hans og reglusemi. Sagt er, að
hann láti sér aldrei falla verk
úr hendi og skipuleggi
vinnudaginn vel. Hann er
bindindismaður á vin og tó-
bak. Heiðarleika hans er einn-
ig við brugðið. Hann er þægi-
legur i umgengi og hefur þótt
reynast þingbræðrum sinum
hjálplegur, þegar þeir hafa
leitað til hans. Dugnað hans
má nokkuð ráða af þvi, að
hann byrjaði á framhalds-
námi nokkru eftir að hann var
kosinn á þing i Vestur-Virginiu
og hélt hann þvi siðan reglu-
lega áfram unz hann lauk góðu
háskólaprófi i lögum 1963, en
þá varhann búinn að eiga sæti
á Bandarikjaþingi i meira en
áratug.
Hubert H. Humphrey.