Mánudagsblaðið - 13.12.1948, Síða 2

Mánudagsblaðið - 13.12.1948, Síða 2
MÁNUDAGSBLAÐIÐ Mánudagur 13. desembar 1948. FYRSTA BDÐARDAMA I REYKJAVIK 75 tis&ra í dt&gfaaup — SgkurptmMö J#l áúm — punMö 55 aura — eitt faall ú úri ItaliSsað við frií €»uðrúim Mellmaan I®ersíeiiissí5>ii Þær eru orðnar margar búðardömurnar í Reykjavík og mikið hafa starfsskilyrðin og starfshættirnir breytzt síðustu 63 árin. Árið 1885 tók fyrsta búð- ardama fslands til starfa í búð í Reykjavík. Það var frú Guðrún Heilman Þorsteins- son, nú til heimilis í herbergi 71 að Elliheimilinu Grund við Hringbraut, áttræð að aldri, fædd 24. október 1868, í húsinu Aðalstræti 16, sem síðar var rifið, en í þess stað reist Uppsalahúsið. Guðrún var gift Jóni Þorsteinssyni, bókhaldara hjá Bryde, syni Þorsteins Jónssonar læknis í V estmannaey jum. Frú Guðrún er enn vel' ern og man vel eftir æskuárum sínum í höfuðstaðnum. Blað- ið notaði tækifærið og fékk stutt viðta.l hjá frú Guðrúnu. 17 ára búðar- dama i Hvenær bvrjuðuð þár fyrst að stunda afgreiðslustörf? .,Eg var þá ,17 ára“ segir frú Guðrún, „og, byrjaði, í verzlun Ágústu Sveinsson í Bankastræti. En meðan frú Ágústa var að bíða eftir verzlunaríbréfi, þá vann ég um stund hjá Andersen klæð ' skera. En ég fór fyrst fyrir alvöru að gegna verzlunar- störfum árið 1897, þegar ég var innan búðar í Bryde- terzluninni, þar sem nú er O. Johnson og Kaaber. Þá voru helztu verzlanir bæjar- ins Duus-verzlun, bar sem nú er Ingólfs apótek, Thom- sen í Hekluhúsinu, Geir gamli, Thorsteinsbúð og! Knudsensbúð (Edinborg nú). Unnið frá kl. 8—8 75 aurar í dagkaup Var ekki mikið að gera í búðunum þá? „Jú. nóg var að starfa. Vinnutíminn var frá klukk- an 8 á morgnana til kl. 8 á kvöldin, og maður var alltafj að. Mest var þó um að vera, þegar sveitamenn komu með: lestir sínar, en það var í j kringum 11. maí og þegar svo ullarlestirnar komu 4. júlí. Þá var unnið nær lát-j laust. því að bændur vildu skjóta afgreiðslu og komast! aftur heim til búa sinna. Kaupið var nú hekiur . ekki; mikið. Hjá Andersen klæð- skera fékk ég 8 krónur a| mánuði og fæði, í verzlun! Ágústu Sveinssonar fékk égl 75 aura á dag, en þegar fcg var hjá Bryde var kaupið 30; krónur á mánuði og hækkaði þannig, að síðast fékk ég 45 krónur. Þá var oft mgrgt um manninn á Strandgötunni (Hafnarstræti), og stór hóp- ur klyfjahesta beið þar til þess að bera heim varning- inn. Flestir bændur höfðu þá reikning við Bryde-verzlun- ina og lögðu inn ull, tólg og aðrar landbúnaðarafurðir, en tóku kornmat, sykur og kaffi, föt og fataefni og aðr- ar nauðsynjar út í staðinn. Lítið sem ekkert sást af peningum — menn höfðu ekki mikið af slíku milli handa í þá daga.“ En var þá ekki verðið á hlutunm mun lægra en nú? ..Víst var það svo“ segir frúin, „sykurpundið kostaði þá að mig minnir 16 aura. kaffið 55—60 ’a.ura og smjör- pundið' ^11-J-“ keyptu þá ófh ‘hhuðsypjar fyrir allt árið. og varð máður þá að hjálpa þeim um val á fötum og efni handa konum og dætrum. sem ékki höfðu tök á að 1 komasb'í' kaupstað- mn. Skútukarlarnir í Iandleg^im Bæjarmenn hafa auðvitað verzlað við ykfeur líka. „Jú, þeir verzluðu allt árið og svo áhafnir skútanna. Þá var höfnin alltaf full af skút- um, karlarnir verzluðu við okkur, og skipstjórarnir keyptu af okkur mat og ann- an útbúnað, sem til þurfti við rekstur skipanna. Á landiegudögum stóðu karlarnir allan daginn í búð- unum og ræddu málefni dagsins og tuggðu tóbak. í Bryde-verzluninni var aðeinsi einn ofn, og eins og nærri má geta var stundum held- ur kalt í búðinni. En þó var: ég svo heppin að gluggari sneru mót suðri, og hitaði þá sólskinið nokkuð, þegar sól- ar naut. Gluggar hinna verzl- ananna sneru hins vegar mót norðri, og þar var mun kald- ara.“ Áberandi menn, dansleikir og leikhús Á hvaða bæjarmönnum bar mest í þá daga? „Það bar auðvitað mikið áj embættismönnum og kaup-j möhnum og svo auðvitað á skólapiltum, sem settu svipj á bæinn. Þeir v.oru ungir og! myndarlegir og fullir afi galsa og fjöri.. Eg man , sér- staklega efíir þeim Þor I steini Gíslasyni, Ingólfi og Ásmundi Gíslasonum, Ara Arnalds, síðar sýslumanni, og svo auðvitað Hannesi Haf- stein. Hannes var allra manna glæsilegastur, en þó þótti mér hann fallegastur, eftir að hann varð fullorð- inn. En bæjarlífið, voru nokkr- ir dansleikir e,ða aðrar al- mennings skemmtanir? „Skólapiltar héldu þá dans leiki, en þangað kom ég ald- rei, og svo höfðu handiðnað- armenn einn dansleik á ári. og þá var mikið um dýrðir. Ballið byrjaði klukkan sex að kvöldi og stóð yfir til kl. 6 að morgni og dansað var alla nóttina. Svo voru auð- vitað klúbb-böllin, sem verzl- unarmenn héldu, sem voru mjcg ifjölsótt. .Ekki sást vín á karlmönnum, að ég man og við stúlkurnár brögðuðum auðvitað ekfeert áfengi." En : aðrar ■. skémmtanir var ekki lítið um þær? Skólapiltar-léku fyrir bæj- arbúa eítt leikrit á ári, og var leikið í nokkur skiptL og einu sinni léku meðlimir Thor-valdsensfélagsins fyrir okkuh. Annars var lítið um skemmtanir, og fólkið hélt sig heima við vinnu á kvöld- in. Bærinn var dim'mur og ekki eitt einasta ljósker, fyrr en steinolíulamparnir kornu. Þó kom það fyrir, að sérstök hátiðahöld fóru fram. Eg man t. d. vel eftir því sem smástelpa, að ég. elti skrúð- gönguna, sem haldin var;.:í sambandi við komu Kristjáns 9. konungs, 1874. Þá var all- ur bærinn skreyttur og rauð- ur dúkur lagður á Zimsens- bryggjuna, þar sem konung- ur gekk á land. Strandgatan var öll þakin hvítum sandi. og mikill mannfjöldi safn- aðist saman til þess að horfa á dýrðina. Eg heyrði einhversstaðar sagt frá því, að utanbæjar- menn hafi tjaldað á Austur- velli og Lækjartorgi, þegar þeir voru í bænum. „Ekki man ég nú til þess, að þeir gerðu það, nema jarðskjáíftaárið 1896. Þá gengu margir úr húsum. Ut- apbæjarmenn stóðu stutt yið og héldu oft að kyeldi, upp að Ártúnum eða Árbæ og tjöld- uðu þar yfir nóttina.“ Suðurgatan smástígur — Bergstaðastraeti ekki til Finnst yður ekki bærinn hafa breytzt frá því, að þér fyrst munið eftir honum? „Sannarlega hefur hann (breytzt. Þegar ég var lítil 'telpa, var lítil byggð hér. Suðurgatan aðeins smástig- ur, Bergstaðastræti ekki til en pabbi minn, Jóhann Heil- mann safnaði undirskriftum meðal Þingholtsbúa um að strætið yrði lagt. Skóla- vörðustígur og Laugavegur mjög stuttar götur, og þann- ig mætti lengi telja. Kvenna- skólinn var þá, þar sem nú er Sjálfstæðishúsið. Þá var ekki búið að byggja.yfir lækinn í Lækjargötu, og einu sinni var svo mikið flóð í læknum og miðbænum að menn réru á bát í Bernhöfts- toakarí í Bankastræti. Eg gleymi því aldrei, hve bratt mér fannst að ganga upp Bankastræti — leiðin var brött og illfær og allur stíg- urinn fullur af grjóthnull- ungum og yfirleitt hinn erf- iðasti yfirferðar.“ Margt fleira sagði frú Guð- rún, fyrsta búðardama á ís- landi, mér um lífið í Reykja- vík eins og það var, sem hér er því miður ekki pláss fvrir. Það er dálítið gaman að velta fyrir sér hinum breyttu kjörum stúlknanna þá og nú -— og enn meira gaman væri að kynnast þeirri búðar- stúlku í dag, sem færi á einn dansleik k ári og pinu sinni í leikhús, . A. B. Mackenzie King á sjúkrahúsi Mackenzie King, fyrrverandi forsætisráðherra Kanada, serp nýlega er kominn heim af fundi forsætisráðherra brezku sam- veldislandanna, hefur nú, að ráði lækna, lagzt inn á spítala til skoðunar. Hann hefur verið lasinn undanfarið. Þetta er málverk eftir Jóhannes Jóhannesson, list málara. Hann er einn af málur- unum sem taka þátt í sýningunni á Freyjugötu 41. 'f f 4 |I Ifrm ÉiyLÉJu 1

x

Mánudagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.