Tíminn - 30.04.1977, Blaðsíða 2
2
Laugardagur 30. april 1977
Toll-
vörður
grunaður
um aðild
að
smygli
— hefur verið
leystur frá
störfum,
en kveðst
saklaus
Gsal-Reykjavik. — Tollvöröur
i Reykjavik hefur veriö leyst-
ur frá störfum um stundar-
sakir vegna meintrar aöildar
aö smygli. Aö sögn Kristins
ólafssonar tollgæzlustjóra i
gær kveöst tollvöröurinn vera
saklaus, en máliö hefur veriö
sent sakadómi Reykjavikur
meöósk um aö rannsókn veröi
hraöaö sem kostur er. Meöan
rannsókn fer fram fær toll-
vöröurinn aöeins heiming
launa sinna greidd.
Máliö er þannig vaxiö sam-
kvæmt upplýsingum toll-
gæzlustjóra, aö sl. miöviku-
dagskvöld stöðvuöu lögreglu-
þjónar umræddan tollvörö,
þar sem hann var aö koma frá
boröi úr irafossi meö tösku.
Óskuöu lögregluþjónarnir
eftir þvi að fá aö sjá innihald
töskunnar, og er hún var opn-
uö kom i ljós aö þar var
smyglað áfengi. Tollvöröurinn
kvaöst ekki hafa vitað um
innihald töskunnar, sem væri
eign bróður sins, yfirmanns á
irafossi — og heföi hann aö-
eins gert bróöur sinum þann
greiöa að hjálpa honum meö
farangurinn frá boröi.
Þriöji bróöurinn var þarna
einnig sömu erinda, og aö sögn
tollstjóra munu alls hafaverif'i
tveimur töskum 19 flöskur af
smygluðu áfengi.
Aðeins 15
bifreiðar af
88 stóðust
prófið
F.I. Reykjavik. — Lögregla
kom meö 88 bila til okkar. Af
þeim varö aö skrúfa númer af
29 og bönnuö var notkun á 35
bifreiöum. Nfu reyndust í góöu
lagi, en höfðu trassaö aö fara
til skoöunar. Aöeins fimmtán
fengu aö fara frjálsir feröa
sinna, sagöi Guöni Karlsson,
forstööumaöur Bifreiöaeftir-
lits rikisins I samtali viö
blaöið I gærmorgun, en sfö-
degis á fimmtudaginn geröi
Bifreiöacftirlitiö skyndikönn-1
un á ástandi ökutækja Reyk-
víkinga i samráöi viö lögregl-
una.
Þetta var fyrsta skyndi-
könnunin siðan snemma i vor,
og kvaö Guðni ekki vanþörf á
aö framkvæma sllkar kannan-
ir oftar. Þaö var á milli klukk-
an 17 og 22, aö lögreglan stööv-
aöi bifreiðarnar og færöi þær i
skoöun. Eins og fram hefur
komiö lágu æöi margar I þvi.
Fréttatilkynning
Dregiö hefur verið í Skyndihapp-
drætti Félags einstæöra foreldra.
Eftirtalin númer hlutu vinninga:
4926-litasjónvarp, 8300-ruggustóI,
3443-málverk eftir Hring Jó-
hannesson, 7495-vikudvöl I
Kerlingarfjöllum fyrir einn,
10788-verk eftir Sólveigu Eggerz,
2499-lampi frá Rafbúö, 4656-ferö
meö Útivist, 1358-Horn-
strendingabók, 8471-kaffivél
4331-skartgripir, 8400-stytta frá
Kúnst, 2934-málsveröur I Nausti.
Vinninga skal vitjað á skrifstofu
FEF
Tvískinnungur alvarlegt
vandamál í sútunariðnaði
*
— segir Sveinn Hallgrímsson hjá Búnaðarfélagi Islands
JB-Rvík. — Sútunariönaöurinn
hér á landi á nú viö mjög alvar-
legt og aökallandi vandamál aö
strföa, þar sem tvfskinnungur I
lambskinnum er. Eftir þvl sem
Sveinn Hailgrimsson hjá Búnaö-
arfélagi tslands hefur tjáö okkur,
þá veldur tviskinnungur þvf, aö
galli kemur fram á skinnunum
viö sútun, en þaö mun einkum
vera bagalegt þegar um er aö
ræöa, aö holdrosinn á skinnunum
á aö snúa út.
„Þannig er þaö t.a.m. þegar
mokkaskinn eru gerö, en þar snýr
holdrosinn út, og veldur tviskinn-
ungurinn þá miklum vanda. Húð-
in leysist upp viö sútunina og
veröur eins og I tveim lögum. Þá
er ytra lagiö laust utan á hinu, og
ef það er rifið af er nokkurs konar
filt eftir. I rauninni er ekki alveg
ljóst hvað þessu veldur, en sumir
telja aö þetta geti veriö bundið I
fjárstofninum, þ.e. aö það sé arf-
gengt. En aðrir telja aö þetta geti
orsakazt af beit, sem lömbín eru á
áöur en þeim er slátraö, en viö er-
um aö reyna aö koma af staö
rannsóknum á þvl hvernig hægt
er að sjá þaö á lömbunum áöur en
þeim er slátrað, hvort þau hafi I
sér þennan galla,” sagöi Sveinn.
Til aö leita nánari upplýsinga
um rannsóknirnar, haföi blaöiö
samband viö Stefán Aöalsteins-
son hjá Rannsóknastofnun land-
búnaöarins aö Keldnaholti. Sagöi
Stefán, aö á árunum 1966 til 1970
heföi veriö gerö athugun á skinn-
um, og þá heföi veriö tekiö fyrir
aö kanna gærugæöi á lömbum á
tilraunabúum. Athuguö heföu
veriöbæöi hárin og holdrosinn, og
þ.á.m. tviskinnungurinn. Siöan
sagöi hann, aö á sauöfjárræktar-
ráöstefnu, sem haldin var 22. til
27. marz 1971, hafi veriö gerö
grein fyrir mikilli rannsókn, sem
gerö var á loðsútun 1970, og þar
heföi komiö fram, aö tvlskinn-
ungur væri talsvert áberandi I
gærunum á býlunum, þar sem
þær voru skoöaðar.
„Svo virtist sem gleggsta or-
sökin fyrir þessu væri sú, aö þetta
væri arfgengur galli. Og ef svo er,
þýöir þaö, aö viö veröum aö velja
þaö fé til lífs, sem ekki er meö
þennan galla. En þaö veröur aftur
ekki gert nema aö finna einhver
einkenni I ullinni, sem geta bent
til þess aö kindurnar hafi þennan
galla, því auövitað sést þaö ekki á
holdrosanum fyrr en búiö er aö
slátra skepnunni. Þaö er ætlunin
aö fara af staö meö rannsókn á
lömbum frá rlkisbúunum I haust
og reyna þá að finna út hvort
þetta er arfgengt eöa hvort ein-
hverjár aörar orsakir geti veriö
fyrir þessu, og þá veröur reynt aö
finna hvort einhver einkenni á lif-
andi kindum geta skoriö úr hvort
hún býr yfir gallanum eöa ekki.
Líklegasta skýringin nú er sú,
aö tvískinnungurinn sé arfgeng-
ur, og ef svoreyndistvera, ætti aö
vera hægt að komast fyrir hann
meö kynbótum, en þaö er sein-
legt, nema hægt sé að benda á lif-
andi lömb og segja meö vissu
hvort þau beri í sér gallann. Eins
og fyrr segir, munum viö reyna
aö hefja rannsóknir i ár. Viö höf-
um ekki fengiö fjármagn til
þeirra hingaö til, en vonum aö úr
rætist í haust, þvl aö þetta er al-
varlegt og aökallandi vandamál
fyrir sútunariönaöinn," sagöi
Stefán.
Smá-
fiskur
veiddur
á Skaga-
grunni
— Hafrann-
sóknastofnun
lokar svæðinu
í 3 sólarhringa
gébé Reykjavik. — Klukkan
þrettán I gær lokaöi Haf-
rannsóknastofnunin hafsvæöi
á Skagagrunni vegna upplýs-
inga frá eftirlitsmanni, Mark-
úsi Guömundssyni, um mikinn
smáfisk i afla togara. Veröur
svæöiö lokaö I þrjá sólar-
hringa, en opnast sjálfkrafa
nema annaö veröi ákveöiö.
Hafsvæöi þetta er noröan til I
austurkanti Skagagrunns, og
er lltið, eöa um tiu milur I NS-
stefnu og um fimm mllur I AV-
stefnu.
Aö sögn Ólafs Karvels Páls-
sonar fiskifræðings hjá Haf-
rannsóknaátofnun var Markús
Guðmundsson eftirlitsmaöur
um borö i togaranum Júliusi
Geirmundssyni frá tsafiröi i
gær, og reyndist 45% af aflan-
um vera fiskur undir 58 cm. Ef
smáfiskur I afla togaranna fer
yfir 40% þá er svæöiö tafar-
laust lokaö, eins og nú geröist.
Erfitt er þó fyrir Hafrann-
sóknastofnun aö fylgjast náiö
meö aflasamsetningu hjá tog-
urunum, þvi aöeins fjórir
eftirlitsmenn eru starfandi hjá
stofnuninni til aö fylgjast með,
þar af einn sem nú fylgist ein-
göngu með grásleppuveiöun-
um.
1. maí-hátíðar-
höld í
Borgarnesi
JB-Borgarnesi. — Stéttarfélögin I
Borgarnesi efna til hátlöahalda
sunnudaginn 1. mai. Dagskráin er
iaöalatriöum þannig: Samkoman
hefst klukkan 16 i samkomuhús-
inu, en þar flytur Aöalheiöur
Bjarnfreösdóttir formaöur Sókn-
ar ræöu. Jakob S. Jónsson syngur
einsöng, og ávarp flytur Jenni R.
Ólason, Borgarnesi. Hilmir Jó-
hannesson mjólkurfræöingur og
leikritaskáld fer meö gamanmál.
A sama tima, eöa klukkan 16,
hefst kvikmyndasýning fyrir börn
I barnaskólanum.
Almennur dansleikur veröur I
samkomuhúsinu Laugardags-
kvöldið 30. april og þar leikur
hljómsveitin-Uppnám fyrir dansi.
Þessa mynd tók Róbert IGallerí Sólon Islandus, þegar stúlkurnar voru setja upp verk sin. Frá hægri:
Sigrún Eldjárn, Jenný Erla Guömundsdóttir og Jónina Lára Einarsdóttir. A myndina vantar Ingu Sig-
riöi Ragnarsdóttur.
Fyrsta sýning f jögurra myndlistarnema
JB-Rvik. I dag veröur opnuö i
Galleri Sólon Islandus I Aöal-
stræti sýning á verkum fjögurra
ungra myndlistarnema úr Mynd-
listar- og handiöaskóla tslands.
Stúlkurnar éru allar aö ljúka
námi viö skólann og er þessi sýn-
ing liöur i lokaverkefni þeirra.
Þær sem aö sýningunni standa
eru Jenný Erla Guömundsdóttir,
Jónina Lára Einarsdóttir, Sigrún
Eldjárn og Inga Sigriöur Ragn-
arsdóttir, og hefur engin þeirra
sýnt áöur. A sýningunni eru bæöi
grafík-verk en einnig keramik.
Þaö eru þrjár fyrstgreindu stúlk-
urnar hér aö ofan, sem hafa gert
grafík-myndirnar, en Inga S.
Ragnarsdóttir sýnir keramik.
Sýningin er opin frá kl. 14-18 virka
daga og frá kl. 14-22 um helgar.
Landskeppnin við Englendinga i skák í dag:
, ,Áhugaverð
keppni**
— segir Friðrik Ólafsson,
sem teflir á 1. borði
Gsal-Reykjavik. — Þetta er á-
hugaverö keppni, en þó er alveg
á mörkunum aö hægt sé aö taka
hana sem alvarlega keppni,
sagöi Friörik ólafsson stór-
meistari, sem teflir á fyrsta
boröi I landskeppni tsléndinga
og Englendinga, sem fram fer I
dag. Hér er um aö ræöa fyrstu
umferö hinnar nýju Olympfu-
fjarritakeppni, og veröur tefld i
sal Útvegsbanka islands. Þvi
miöur gefst skákunnendum ekki
kostur á aö fylgjast meö keppn-
inni, þar sem húsrými er af
skornum skammti.
— Þar sem þessi keppni er ný
af nálinni veröa vafalaust ein-
hverjir hnökrar á framkvæmd
hennar, sagði Friörik. Keppnin
fer þannig framaö teflt er á 8
borðum, þar af teflir ein kona og
einn unglingur. Leikirnir eru
sendir á milli þjóöanna i gegn-
um fjarrite, og hefurhverkepp-
andi 90 mlnútna umhugsunar-
tima á fyrstu 45 leikina, en 30
minútur á hverja leiki þar á
eftir. Timinn frá þvi leikið hefur
veriö þar til andstæðingurinn
fær vitneskju um leikinn er
„dauöur” timi, og þar sem aö-
eins einn fjarriti er notaður viö
keppnina má búast viö ein-
hverjum töfum. Skáksamband
tslands haföi útvegaö tvo fjar-
rita, en enska skáksambandiö
haföi aöeins einn og veröur þvi
aö notast viö einn fjarrita.
Friörik sagöi I gær, að þetta
væri ekki ósvipaö og simaskák-
irnar i gamla daga. Kvaöst
Friörik hafa tekið þátt i nokkr-
um slikum keppnum milli
Reykjavlkur og Akureyrar en
þær heföu legið niöri um langt
árabil.
Helgi hættir viö þátttöku
Helgi Ólafsson, sem tefla átti
á 5. boröi fyrir tsland hefur hætt
þátttöku i keppninni og mun á-
stæöan vera sú, aö Helgi er ó-
ánægöur með þaö, aö vera sett-
ur á 5. borð. 1 staö Helga kemur
inn 1. varamaður Ingvar As-
mundsson.
A 1. boröi teflir Friörik viö
Miles, á 2. borði teflir Guö-
mundur Sigurjónsson við
Keene, á 3. boröi teflir Ingi R.
Jóhannsson viö Hartsman, á 4.
borði teflir Jón L. Árnason viö
Stean, á 5. boröi teflir Ingvar
Ásmundsson viö Nunn, á 6.
boröi teflir Asgeir Þ. Árnason
viö Mestel. á kvennaboröi teflir
Guölaug Þorsteinsdóttir viö
Sheilu Jackson og á unglinga-
boröi teflir Margeir Pétursson
viö Goodman.
A undanförnum árum hefur
Friörik fjórum sinnum teflt viö
Miles, þrisvar hefur oröið jafn-
tefli en Friörik vann fyrstu
skákina.
Búast má viö því aö úrslit
liggi fyrir um kl. 19 I dag.
~———————