Tíminn - 10.05.1977, Blaðsíða 11
Þriöjudagur 10. mai 1977
n
Ctgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Auglýs-
ingastjóri: Steingrimur Gíslason. Ritstjórnarskrifstofur I
Edduhúsinu viö Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrif-
stofur i Aöalstræti 7, simi 26500 — afgreiöslusimi 12323 —
auglýsingasimi 19523. Verö i lausasölu kr. 70.00. Askriftar-
gjald kr. 1.300.00 á mánuöi.
Blaöaprenth.f.
Staða húsgagna-
iðnaðarins
Félag húsgagna- og innréttingaaðila hefur
fengið Hagvang til'að gera samanburð á rekstrar-
aðstöðu islenzkra, norskra og danskra fyrirtækja i
þessum iðngreinum. Sá samanburður liggur nú
fyrir og er á margan hátt athyglisverður. Meðal
annars leiðir hann i ljós eftirgreindan aðstöðu-
mun, sem skýrir vel erfiðleika islenzka iðnað-
arins:
l.Opinberar álögur á meðalfyrirtæki i framan-
greindum iðngreinum námu hérlendis á árinu
197612% af veltunni, fyrir utan tekjuskatt. Þess-
ar opinberu álögur á islenzku iðnfyrirtækin
umfram það, sem dönsk fyrirtæki greiða, nema
liðlega 8% af veltunni.
2. Tollar og vörugjald af hráefnum hjá islenzku
meðalfyrirtæki voru á árinu 18,2%, en i Dan-
mörku, Noregi og Bretlandi er tollur á hráefn-
um i raun enginn. Eétt er að geta þess, að þessir
tollar voru nokkuð lækkaðir hér um siðustu ára-
möt.
3. Við samanburð á orkuverði i Danmörku, Noregi
og íslandi vorið 1976 kom i ljós, að meðalverðið
var 14.82 kr./kwst á íslandi, en 4.19 kr./kwst i
Noregi og 4.48-6.16 kr./kwst i Danmörku.
4. Vaxtagjöld námu á siðasta ári að meðaltali um
11% af veltu islenzkra fyrirtækja i umræddum
greinum á móti 2%-3% i Danmörku og Noregi.
5. Mest af þeim fjárfestingarlánum sem þessum
iðngreinum hafa staðið til boða, eru lán úr
Iðnþróunarsjóði. Þau lán eru með 9.5% vöxtum
og fullri gengistryggingu, sem gjarna veldur
þvi, að eftirstöðvar lánanna i islenzkum kr.
hækka jafnt og þétt, þó staðið sé i skilum með
afborganir. Meðalvaxtagjöld (þ.m.t. gengistap)
af þessum gjöldum voru á siðasta ári tæp 22%.
Þegar gengið var i EFTA, var iðnaðinum lofað,
að honum yrði sköpuð aðstaða á næstu 10 árum til
að búa við sömu kjör og iðnaður samkeppnis-
landanna, en á þessum tima ættu að falla niður
allir tollar á iðnaðarvörum frá þátttökulöndum
EFTA. Bersýnilegt er að þetta loforð hefur ekki
verið efnt. Þvi hefur Félag húsgagna- og innrétt-
ingaaðila gert kröfu til þess, að aðlögunartiminn
verði lengdur. Annað muni ekki nægja honum til
þess að koma i veg fyrir að aukinn innflutningur
leggi hann að mestu eða öllu i rúst. Hér verður
rikisvaldið vissulega að koma til skjalanna, ef ekki
á illa að fara.
Leiötogafundurinn
Flest bendir til þess, að fundur æðstu manna sjö
helztu iðnaðarrikja vestrænna, sem haldinn var i
London um helgina, hafi heppnazt enn betur en
menn gerðu sér yfirleitt vonir um. Samkomulag
varð um samstöðu þessara rikja til að draga úr at-
vinnuleysi og verjastverðbólgu. Merkasta ályktun
hans var þó sennilega sú, að þessi riki beittu sér
fyrir stofnun sjóðs til að tryggja framleiðslu þró-
unarlandanna. Skorað var á riki Austur-Evrópu að
taka þátt i slikri sjóðstofnun og má vænta þess, að
þau láti ekki sinn hlut eftir liggja. Það ber vissu-
lega að vona, að hér verði ekki látið sitja við orðin
tóm. Þ.Þ.
ERLENT YFIRLIT
Verður styrjöld um
Afars og Issas?
Hvert var erindi Mengistu til Moskvu?
SIÐASTLIÐINN sunnudag
fór fram þjóóaratkvæöa-
greiósla um þaö I siöustu ný-
lendu Frakka 1 Afriku, Afars
og Issas, hvort hiln vildi
heldur veröa sjálfstæö eöa
halda tengslum viö Frakkland
áfram. Yfirgnæfandi meiri-
hluti Ibúanna greiddi atkvæöi
meö þvi aö nýlendan yröi
sjálfstæö og mun hún sam-
kvæmt þvi hljóta fullt sjálf-
stæöi 27. júni næstk. i sam-
ræmi viö samninga, sem
þegar höföu veriö geröir milli
Frakka og heimastjórnarinn-
ar þar. Afars og Issas veröur
49. rikiö I Afriku og siöasta ný-
lendan þar, sem hlýtur sjálf-
stæöi.
Afars og Issas var áöur
þekkt undir nafninu Franska
Sómaliland. Á siöari hluta 19.
aldar skiptu Bretar, Italir og
Frakkar Sómalílandi á milli
sin. ttalir hlutu nyrzta
hlutann, sem yfirleitt hefur
gengiö undir nafninu Eritrea,
og innlimaöur var i Eþiópiu
fyrir 15 árum, en Ibúarnir þar
una þeirri sameiningu illa og
hefur þvi veriö háö þar blóöug
innanlandsstyrjöld slöustu
misserin. Frakkar fengu land-
svæöi þar fyrir sunnan, eöa
Afars og Issas. Bretar fengu
syösta og langstærsta hlutann
eöa núv. Sómaliu.
Landsvæöi það, sem Frakk-
ar fengu, er næsta hrjóstrugt
og eyðilegt, 22 þús. ferkm. aö
flatarmáli. Astæöan til þess,
aö Frakkar girntust þaö, var
aöallega sú, aö þar var aö
finna gott hafnarsvæöi, enda
reistu þeir þar eina helztu
hafnarborgina viö
Rauöahafiö, Djibúti. Vegna
mikilvægis hafnarinnar hafa
Frakkar veriö ófúsir til aö
sleppa yfirráöum I Afars og
Issas og nýlenduveldi þeirra
haldizt þar lengur en annars
staöar I Afrlku. Tvlvegis slöan
slöari heimsstyrjöldinni lauk,
eöa 1958 og 1967, hafa þeirefnt
til þjóðaratkvæðagreiðslu þar
um þaö, hvort nýlendan skyldi
veröa sjálfstæö og var þaö
fellt I bæöi skiptin. I skjóli
þessara úrslita, töldu Frakkar
yfirráö sln allveg tryggö, en
reynslan hefur orðiö á aöra
leiö.
ÞAÐ, sem hefur ráöiö mestu
um hiö breytta viöhorf Ibúa
Afars og Issas slöustu 10 árin,
er áróöur Sómallumanna. I
Afars og Issas búa tveir
þjóöflokkar, Afars, sem er
skyldur Eþióplumönhum, og
Issas, sem er skyldur
Sómallumönnum. Stjórn
landsins hefur löngum veriö I
höndum Afars-þjóöflokksins,
enda þótt hann hafi verið fá-
mennari, en Issasar hafa
veriö aö sækja sig slöari árin,
Mengistu Haile-Mariam
einkum eftir aö þeir geröu
sjálfstæöisstefnuna að aöal-
máli sinu. Ýmsir af Afars-
þjóöflokknum hafa snúizt til
liös viö þá og sjálfstæöishreyf-
ingin þvl magnazt, en jafn-
framt hafa Frakkar líka veriö
aö missa áhuga á yfirráöum
þar, m.a. sökum þess, aö ný-
lendan hefur veriö þeim frek-
ar fjárhagsleg byrði en hitt.
Frakkar geröu þvl ekki neitt I
sambandi viö þjóöaratkvæöa-
greiösluna til þess aö hafa
áhrif á úrslitin. Ibúar i Afars
og Issas eru nú um 200 þús.
ÞAÐ ER spádómur margra,
aö óvist sé, aö þetta nýja riki
haldi lengi sjálfstæbi sinu.
Margir leiötogar Issasa lita
aöeins á sjálfstæöistökuna
sem leið aö þvi marki, aö
Afars og Issas sameinist
Sómaliu. Þetta er llka vafa-
laust vilji valdhafanna I
Sómalíu. Hins vegar mega
stjórnendur Eþiópiu ekki
heyra þetta nefnt. í fyrsta lagi
fara miklir flutningar frá og
til Eþiópiu um Djibúti. 1 ööru
lagi er svo Afars-þjóöflokk-
rurinn, sem vill heldur sam-
einast Eþiópiu en Sómaliu.
Grunnt hefur veriö á þvi góöa
milli Eþióplu og Sómaliu aö
undanförnu, en sambúðin mun
ekki batna eftir aö Afars og
Issas hlýtur sjálfstæöi, og
reikna má meö harðnandi
deilu milli þessara rikja um
áhrif þar. Af hálfu Eþíópíu-
stjórnar hefur ótvirætt veriö
gefiö I skyn, aö hún mun ekki
sætta sig viö aö Afars og Issas
sameinist Sómaliu.
Margir llta svo á, aö ferða-
lag Mengistu, einræöisherra
Eþfópiu til Moskvu á dögun-
um, standi m.a. I sambandi
vib þetta mál. Mengistu hefur
nú slitiö tengslin viö Banda-
rikin aö mestu, en þaðan fengu
Eþiópiumenn aöallega her-
gögn á undanförnum árum.
Carter forseti haföi gefiö I
skyn, aö vopnasölu 'til Eþlóplu
skyldi hætt sökum skorts á
mannréttindum þar. Mengistu
svaraöi meö þvi aö snúa sér til
Rússa. Rússar eru hins vegar
bundnir i báöa skó, þvl aö þeir
hafa mjög reynt aö vingast viö
Sómaliu og leitaö eftir aö fá
þar stöövar fyrir flota sinn.
Hætta er á, aö vináttan viö
Sómalíu fari út um þúfur, ef
þeir fara aö hjálpa Eþlópiu.
Þetta hafa ýmsir keppinautar
Rússa þegar gert sér ljóst, og
hafiö undirbúning ab bættri
sambúö viö Sómaliu. 1 þvl
sambandi mun mega
nefna bæöi Saudi-Arabiu og
Súdan, og ekki væri ósenni-
legt, aö Bandarlkin ætti eftir
aö bætast i þann hóp.
Enn er ekki fullreynt á þaö,
hvort Mengistu hefur hlotiö
þær undirtektir I Moskvu, sem
hann geröi sér vonir um. Eitt
er hins vegar vist, ab ástandiö
viö Rauöahafiö er eldfimt,
bæöi I sambandi viö Eritreu og
Afars og Issas. Hvenær sem er
getur styrjöld hlotizt af þvl
valdatafli, sem þar fer fram.
Þ.Þ.
; ’ • ••
l SAUDIARABIA
MILES 500
The New Yorlc Tlmes/A4ay 5,1977
Landabréf, sem sýnir legu Afars og Issas. Erítrea
meðfram Rauðahafinu milli Súdans að norðan og Afars og
aö sunnan. 6