Tíminn - 24.05.1977, Blaðsíða 3

Tíminn - 24.05.1977, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 24. maí 1977. 3 ur að iðn- r mikil- gðastefnu- heving Thorsteinsson, s islenskra iðnrekenda iftnáðar, haldist i licndur, og að iðnaðurinn sé i öllum tilvikum með, þvi án hans verður aldrei hægt að lullnægja atvinnuþörf- inni, sagði Davið Scheving Thorsteinsson, formaður félags islenzkra iönrekenda, i viðtali við Timann, á iðnsýningunni á Sauðárkróki, sein stóð dagana 17. til 22. inai. — Það er i minum huga stað- reynd, sagði Davið ennfremur, að fram til aldamóta verður iðn- aðurinn að taka við átta af þeim þrjátiu þúsundum sem inn á vinnumarkaðinn koma og krefj- ast atvinnutækifæra. Þvi er það nauðsyn að stjórnvöld geri sér grein fyrirþvi hve iðnaðurinn er tengdur byggðamálum, ef við ætlum ekki að þurfa að flytja þessa átta þúsund vinnandi aðila, þá þjónustu sem skapast umhverfis þá,svo og fjölskyldur þeirra, á þéttbýliskjarna þá sem i dag eru stærstir. Orkufrekur iðnaður getur aldrei tekið við nema þrem þús- undum til viðbótar á þessum tima, eða ef til vill rétt rúmlega það, þar sem við erum þegar búnir að ráðstafa i tsal og Grundartangaverksmiðjuna, þriðjungi þeirrar raforku, sem við getum séð af i slik fyrirtæki. Af iðnkynningunni i Skaga- firði er mér það einnig minnis-. stætt, að þar koma fram stað- reyndir, sem sanna áð við erum á réttri leið. Að öllum öðrum ö- löstuðum, færir Fjólmundur Karlsson, Hofsósi, mér heim sannin um að iðnaður er byggðamál. Hann hefur sett upp sina verksmiðju á Hofsósi, framieiðir þar meðal annars hljóðkúta, og getur selt þaðan jafn góða vöru og flutt er inn frá öðrum löndum, á mun lægra verði. Úr þvi hægt er á þennan hátt, norð- ur á hjara veraldar, að keppa með árangri við Ruhr og Detroit, þá erum við á réttri braut. Iðnkynning á Sauðárkróki stóð dagana 17. til 22. mai. Dag- skrá hennar var, i stuttu máli sú, að frá 17. mai voru islenskar iðnaðarvörur sýndar i verslun- um og auk þess var sýning á vegum islenskrar iðnkynningar i Búnaðarbankanum á Sauðár- króki. Iðnsýning var opnuð i Safna- húsinu á Sauðárkróki þann 19. mai' og sama dag var haldinn fundur i félagsheimilinu Bifröst, á vegum atvinnumálanefndar Sauðárkróks, þar sem fjallað var um nýtingu steinefna til iðn- aðarframleiðslu með raf- bræðslu. Akveðið hefur verið að hefja grundvallarathuganir á möguleikum til þess að sett verði upp steinullarverksmiðja i Skagafirði i sumar. Sama dag var farið til Hofs- óss, þar setið kvöldverðarboð bæjarstjóra og siðan skoðað fyrirtæki Fjólmundar Karlsáon- ar. Daginn eftir, þann 20. mai var dagur iðnaðarins á Sauðár- króki. Um morguninn voru skoðuð nokkur iðnfyirtæki á staðnum, siðan setið hádegis- verðarboð bæjarstjórnar og i eftirmiðdag var haldinn fundur i Bifröst, þarsem f jallað var um iðnaðarmál. Klukkan 17 þann dag var svo móttaka iðnaðarráðherra og veiting viðurkenninga. Iðnsýning sú, er stóð i Safna- húsinu á Sauðárkróki, sýndi greinilega, að i Skagafirði er mikill og fjölbreyttur iðnaður. Sýningin stóð i tveim sölum og hafði Kaupfélag Skagfirðinga annan þeirra fyrir sig, enda rekur það mörg iðnfyrirtæki, i flestum greinum iðnaðar. t stærri sal hússins höfðu mörg önnur fyrirtæki sýningar- bása, þar sem sýnd var fram- leiðsla af ýmsu tagi, allt frá heimaiðnaði, tildæmis útskurði, ýmis konar málmsmiði og fleiru, til innréttingasmiði, skinnaframleiðslu og annars. Fyrir utan húsið var einnig stillt iðnaðarframieiðslu til sýn- is. Af iðnaði i Skagafirði er bygg- ingariðnaðurinn umsvifamest- ur. Að minnsta kosti niu fyrir- tæki eru starfandi i honum, enda uppbygging viða mjög mikil, svo sem á Sauðárkróki og Hofsósi. í iðnkynningarskrá eru niu aðilar taldir upp og tóku flestir þeirra þátt i sýningunni, en á henni voru meðal annars eld- húsinnréttingar frá tveim tré- smiðjum. Þessir aðilar eru: Aðalsteinn J. Mariusson, múr- arameistari, Trésmiðjan Björk, Trésmiðjan Borg hf., Fyllir sf., Byggingafélagið Hlynur hf., Trésmiðjan Ingólfur, Trésmiða- verkstæði K.S., Raðhús hf. og Rörasteypa Sauðárkróks. Framíeiðsla þessara aðila er, sem eðlilegt er, nokkuð stað- bundin við Skagaf jörð, en i inn- réttingaframleiðslu, til dæmis þjóna þeir þó mun stærra svæði. Framkvæmdastjóri Trésmiðj- unnar Borg, Kári Valgarðsson, skýrði fréttamönnum Timans tií dæmis frá þvi að innréttingar og hurðir frá þvi fyrirtæki væru framleiddar fyrir aðila allt suð- ur til Reykjavikur. Starfsmenn i byggingaiðnaði á Sauðárkróki eru skráðir sjötiu og fimm, i fullu og föstu starfi, þar af þrjátiu og niu iðn- menntaðir og ellefu nemar. 1 járniðnaði eru i skránni tald- ir ellefu aðilar. Þeir eru: Bif- reiðaverkstæðið Áki, Bifreiða- verkstæði Björns og Páls, Bif- reiðaverkstæði K.S., Bifreiða- og vélaverkstæði K.S., Bifreiða- og vélaverkstæðið Sleitustöð- um, Bragi Þ. Sigurðsson véla- verkstæði-plastgerð, Málmiðja Sauðárkróks, Stuðlaberg hf., Vélaverkstæði K.S., Vélaverk- stæði Ræktunarsa m bands Skagfirðinga og Vélsmiðjan Logi sf. Af þeim hefur Bifreiðaverk- stæði K.S. viðast starfssvið, það er Bifreiða- og landbúnaðar- vélaviðgerðir, bifreiðarétting- ar, bilamálun, mótorstillingar og hjólastilíingar. Fram- kvæmdastjóri þess er Brynjar Pálsson, en hann er einnig framkvæmdastjóri Vélaverk- stæðis K.S. Tvennt i.járniðnaði i Skaga- firði vekur, að öðru ólöstuðu, einna mest athygli aðkominna. Þaðer i fysta lagi hluti af starf- semi verkstæðisins að Sleitu- Fjólniundur Karlsson, við eina af véluni þeim er liatin liefir sjálfur smiðað. stöðum, en framkvæmdastjóri þess, Þorvaldur Óskarsson, byggir meðal annars hjólhýsi, sem þótt hafa sterkari og betur færtil að glima við islenska vegi en innflutt. Aðspurður hvaðst Þorvaldur ekki geta keppt við innflutt hjólhýsi i verði, enda efnisval engan veginn sambæri- legt og þvi verðsamanburður ekki raunhæfur. 1 öðru lagi er það svo fyrir- tækið Stuðlaberg hf., sem rekið er af Fjólmundi Karlssyni, á Hofsósi. Stuðlaberg framleiðir hljóðkúta i bifreiðar og vélar og hefur tekist að hafa verð lægra á sinni framleiðslu en gerist með innflutta. Aðspurður kvaðst Fjólmund- urnú framleiða tæplega hundr- að tegundir hljóðkúta, en langt væri i land með að framleiða allar gerðir, sem munu vera um niu hundruð talsins. Fjólmundur hefur smiðað sjálfur mikið af vélum þeim sem notaðar eru til framleiðsl- unnar og þegar fyrirtæki hans var skoðað gagnrýndi hann harðlega lánastofnanir fyrir tregðu til þess að veita fyrir- tækjum fyrirgreiðslu til fram- leiðsluþróunar og aukningar. Starfsmenn i málmiðnaði eru skráðir 73, þar af 34 iðnlærðir og 1Ý nemar. 1 rafiðnaði eru talin i skránni fimm fyrirtæki. Þau eru: Alur sf. rafverktakar, Radió- og sjónvarpsþjónustan, Rafafl sf., Framhald á bls. 18. Mimikabúiö Loðfeldur sýndi þarna liluta frainleiðslu sinnar. Safnaliúsiö á Sauöárkrók

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.