Tíminn - 24.05.1977, Blaðsíða 9

Tíminn - 24.05.1977, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 24. mai 1977. 9 Björn Lárusson, formaður Félags húsgagna- og innréttingaframleiðenda: Ráðuneytisstj óri fræddur Jón Sigurðsson ráðuneytis- stjóri skrifar i Timann 17. þ.m. athugasemd við forystugrein blaðsins frá 10. þ.m., þar sem fjallað var um stöðu húsgagna- iðnaðarins. Þykir ráðuneytis- stjóranum þar að ritstjórinn hafi „gengið i valnið” með þvi að taka undir kröfugerð hags- munaaðila, og er helzt að skilja að ráðuneytisstjóranum þyki miður, að hagsmunaaðilar skuii öhindrað fá að tjá sig um sin málefnieða „berja sinar bumb- ur”, eins og hann segir svo smekklega. Ráðuneytisstjórinn heldur áfram þannig: „Undir merkjum tjáningarfrelsisins geta þeir að vild dregið fram það, sem þeim sýnist styðja þann málstað og látið ósagt eða dregið fjöður yfir hitt, sem orðið gætu gagnrök i málinu.” Ein- kennilegt er að sjá einn af æðstu embættismönnum þjóðarinnar svo berlega amast við tjáning- arfrelsi. Dreymir hann e.t.v. um að koma á ritskoðun og firra þannig opinbera aðila þeirri timaeyðslu að svara gagnrýni? En svo litið sé á efnisatriði þau, sem ráðuneytisstjóranum þóttu svo alvarleg, að ekki varð látið ósvarað, kemur ýmislegt næsta einkennilegt i ljós. 1. Opinberar álögur 1 fyrsta lagi byrjar ráðuneyt- isstjórinn á þvi að fara rangt með tölur um opinberar álögur. I forystugrein Timans segir réttilega: „Opinberar álögur i meðalfyrirtæki i framangreind- um iðngreinum námu hérlendis á árinu 1976, 12% af veltunni fyrir utan tekjuskatt. Þessar opinberu álögur á islenzk fyrir- tæki umfram það sem dönsk fyrirtæki greiða, nema liðlega 80% af veltunni.” Þetta þýðir að opinberar álögur á fyrirtæki i Danmörku eru um 4% af velt- unni en ekki 8% eins og ráðu- neytisstjórinn heldur fram og leggur útaf i svari sinu og geng- ur um leið i vatnið. 2. Tollar I öðru lagi setur ráðuneytis- stjórinn upp dæmi, þar sem sýnt erréttilega fram á að iðngreinin búi við jákvæða tollvernd. Þessu hefurenginn mótmælt, en eftir stendur óhögguð niður- staða athugunarinnar, að tollar og vörugjald af hráefnum árið 1976 — á sjötta ári aðlögunar- timans — voru hvorki meira né minna en 18.2% af hráefna- kostnaði. Asama tima eru tollar af hráefnum t.d. i Danmörku og Noregi taldir hverfandi. Ráðu- neytisstjórinn segir um toll- verndina: „Tollverndin sem hinu islenzka fyrirtæki er veitt gerir þannig miklu betur en jafna aðstöðuna gagnvart sam- keppnislöndunum, en i minnk- andi mæli fram til 1980, þegar jöfnuði verður náð.” Spyrja má til hvers samið var um aðlögunartimann ef ekki m.a. til þess að veita fyrirtækj- unum tækifæri til uppbyggingar i skjóli tollverndar, sem smám saman færi minnkandi. Það get- ur engan veginn verið ástæða til að miklast yfir þvi, að þrátt fyr- ir háa tolla af hráefnum hafi þeir þó ekki verið svo háir að þeir gerðu að engu þá vernd, sem tollar á fullunnar vörur áttu að veita. Hinu verður ekki mótmælt, að tregöa stjórnvalda til lækkunar hráefnatolla hefur dregið úr tollvernd iðnaðarins og þar með væntanlega minnkað árangur fyrirtækjanna á aðlög- unartimanum. Nefna má að fyrst á næsta ári, þ.e. 1978, byrja tollar af furu að lækka. Það er ekki sama hvort tollar lækka i upphafi eða við lok að- lögunartimans. Það hljóta allir að skilja. 3. Rafmagnsverð 1 ályktun Félags húsgagna- og innréttingaframleiðenda er bent á að rafmagnsverð hér sé margfaltá við það, sem gerist i Noregi og Danmörku. Við þessu eru svör ráðuneytisstjórans heldur litil og helzt virðist hann telja þetta atriði hálfgerða útúr- snúninga, sem ekki komi mál- inu við: „Þetta atriði var hins vegar aldrei t ilumræðu eftir þvi sem bezt er vitað, þegar loforð voru gefin til iðnaðarins við aðildina að EFTA.” segir þar. Má ef til vill skjóta þvi að, að i athuguninni og ályktun þeirri sem félagið sendi frá sér, var verið að bera saman aðstöðu is- lenzkra og erlendra fyrirtækja i ákveðinni iðngrein, en ekki fyrst og fremst verið að bera saman loforð og efndir stjórnvalda, þó að þau mál komi óneitanlega viða inn i myndina. Hér er vissulega um að ræða verulegan aðstöðumun, sem hefur áhrif og þarf að leiðrétta — hvort sem þvi var formlega lofað eða ekki. 4. Lánamál Eina atriðið i aðstöðumálun- um, sem ráðuneytisstjórinn virðist geta fallizt á að séu ekki i nógu góðu lagi, eru lánamálin. Þó vill hann meina að ekki megi þar telja gengistap af gengis- tryggðum lánum, sem vaxta- kostnað. Þar sé um að ræða á- hrif verðbólgu og fasteignir hækki i verði þar á móti. Þetta er rétt, en hér er engu að siður um að ræða útgjöld fyrir fyrir- tækin, sem draga úr þvi rekstr- arfjármagni, sem fyrir hendi er. Hins vegar eru áhrif verð- bólgu á fyrirtækin svo flókið og margþætt mál, að þvi verða vart gerð tæmandi skil, þó að i skyrslu Hagvangs sé gerð til- raun til að meta áhrif hennar á samkeppnisaðstöðuna, og virð- ist sú niðurstaða, sem þar kem- ur fram, sizt benda til þess að verðbólgan hafi jákvæð áhrif á samkeppnisaðstöðuna, enda bjuggust vist fæstir við þvi. Það er þvi villandi að telja áhrif verðbólgu á fasteignaverð vega upp á móti gengistapi af lánum. Nær væri sanni að gengistapið, hvort sem það er talið með vöxt- um eða ekki, sé aðeins litill hluti af óhagstæðum áhrifum verð- bólgu. Hækkandi fasteignaverð kemur þar aðeins að litlu leyti upp á móti — og ekki fyrr en þessar fasteignir eru seldar, en þar virðist rikisvaldið þó fyrst ætla að hlaupa undir bagga með kaupum á trésmiðjum undir opinberar skrifstofur nú undan- farið. Ráðuneytisst jórinn bætir þarna reyndar við einni frétt og segir: „Hefur þvi raunar verið haldið fram, að fáar atvinnu- greinar hafi jafn mikið af illa nýttum vélum og húsnæði og húsgagna- og innréttingasmiði og má ætla að þess sjái stað i út- gjöldum.” Sé þetta rétt, sem ekki skal dregið i efa — gæti or- sökin þá ekki að einhverju leyti stafað af þeim ytri aðstæðum, sem iðngreinin býr við og hér hafa verið gerð að umtalsefni? Eða er þessi lélega nýting vis- bending um, að allt sé i góðu gengi og ekkert, sem bendi til a ð greinin sé i hættu? Væri ekki skynsamlegt að reyna að stuðla að bættri nýtingu þessara framleiðslutækja með betri að- búnaði, t.d. hagstæðari lánum? t enda greinar sinnar, þar sem ráðuneytisstjórinn byrjar loks að upplýsa frá eigin brjósti um þau atriði, sem hann vænt- aniega telur, að dregin hafi ver- ið fjöður yfir, er raunar fátt bitastætt. Þó skal stuttlega drepið á tvö efnisatriði. Annað atriðið er markaðs- hlutdeild innlendra aðila og þar er bent á að hún sé yfir 90% (nánar tiltekið 90.2%) sam- kvæmt áætlun fyrir árið 1976. Ekki skal deilt um að þessi áætl- un fái staðizt. Það mun reynslan sýna, en um það þarf heldur ekki að deila, að markaðshlut- deild inniendra aðila hefur farið minnkandi allt frá árinu 1969, en þó mest á aðlögunartimabilinu frá 1971-1975. Tölur um innflutn- ing á fyrstu þrem mánuðum þessa árs, 176,3 millj. kr. (cif) á móti 79.4 millj. kr. (cif) á sama tima i fyrra, telja inniendir framleiðendur ekki benda til þess að spá Þjóðhagsstofnunar um vaxandi markaðshlutdeild innlendra framleiðenda fái staðizt, en þá skýrslu segir ráðuneytisstjórinn traustari heimild en þá sem ritstjórinn hefur reitt sig á. Vonandi mun reynslan sýna að óttinn sé ástæðuiaus. Varðandi markaðs- hlutdeildina er ennfremur rétt að taka fram að þar er um að ræða tréiðnaðinn i heild, þ.e. framleiðslu á gluggum, hurð- um, innréttingum hvers konar og húsgögnum, en það er ein- mitt i húsgagnaframleiðslunni, sem samkeppnin er hörðust. Þvi miður höfum við ekki tölur um markaðshlutdeildina i húsgögn- um og breytingar á henni, en þær tölur myndu vafalaust sýna talsvert aðra mynd og aðra þró- un en þá sem fram kemur i grein ráðuneytisstjórans. Að lokum skal hér drepið á af- komu þessarar iðngreinar und- anfarin ár, en þar segir ráðu- neytisstjórinn að afkoman hafi verið „erfið siðustu tvö ár sam- anborið við æðimörg ár þar á undan, þegar afkoman var mjög góð. Hér er um að ræða venju- lega sveiflu i afkomu, sem i raun kemur EFTA-aðildinni eða skiptum greinarinnar við stjórnvöld ekkert við, en þá er herjað á rikið um úrbætur.” Litum á þessar fullyrðingar i ljósi upplýsinga úr skýrslu Þjóðhagsstofnunar: Hagur iðn- aðar, sem ráðuneytisstjórinn litur á sem traustustu heimild- ina. Hlutfall hreins hagnaðar af framleiðsluvirði i %. Ár 1970 1971 1972 2.8% 8.3% 5.4% Ar 1973 1974 1975 4.4% 1.9% -0.3% Þvi miður eruekki handbærar tölur um afkomuna árið 1976, en sizt mun ráðuneytisstjórinn ýkja þegar hann telur hana hafa verið „erfiða”. Það er einnig af- stætt hvað sé „mjög góð” af- koma, um það verða menn sjálfir að dæma. Hitt sýna töl- urnar að hagnaðarhlutíallið heíur stöðugt farið lækkandi frá árinu 1971, eða á aðlögunartim- anum. Þar er ekki aðeins um að ræða minni kaupmátt siðustu tvö árin, eins og haldið er fram. Með slikum fullyrðingum er ekki verið að sýna almenningi hlutlausa og sanna mynd af á- standinu. Leikklúbtour Laxdæla á Jörf agleðinni A Jörfagleði, sem haldin var nýlega i Dalasýslu, frumsýndi Leikklúbbur Laxdæla Silfurtunglið eftir Halldór Laxness. Húsfyllir var og hlaut sýningin frábærar viötökur áhorfenda. Magnús Jónsson leikstýrði. Að uppsetningu verksins stóðu 40 manns, þar af komu 21 fram á sviði, en það mun láta nærri, að um 8% af ibúum Búðardals hafi komið fram I sýningunni. Silfurtunglið er 12. verkefni Leikklúbbs Laxdæla, en hann var stofnaður 1971. Silfurtunglið hefur nú verið sýnt þrisvar í Búðardal, og er núáformað að siðasta sýningin verði i Dalabúð, Búðardal laugardaginn 28. maí n.k. KÍEUSSPÍTALARNIR lausar siöður VÍFILSSTAÐASPÍTALINN HJÚKRUNARFRÆÐINGAR og SJÚKRALIÐAR óskast i fast starf og til afleysinga. Vinna hluta úr fullu starfi kemur til greina. Upplýsingar veitir hjúkrunarfor- stjórinn, simi 42800. KLEPPSSPÍTALINN HJÚKRUNARFRÆÐINGAR ósk- ast i fast starf og til afleysinga. Vinna hluta úr fullu starfi kemur til greina. Nýtt barnaheimili er á staðnum og húsnæði gæti fylgt. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjórinn, simi 38160. Reykjavik, 20. mai 1977. SKRIFSTOFÁ RIKISSPÍTALANNA EIRIKSGÖTU 5.SÍM111765

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.