Tíminn - 24.05.1977, Qupperneq 10
10
Þriðjudagur 24. mai 1977.
I Samráð
Torfi lljaiTarson
is og afskræming á sjálfu hlut-
verki verkalýösfélaganna þegar
örlitið brot félagsmanna ákveð-
ur að reka alla hina út i verkfall,
eða á hinn bóginn samþykkir að
fallast á nýja samninga.
Loks er eyöa i islenzkum
vinnumálareglum þegar um er
að ræða rétt svo nefnds „þriðja
aðila”. I vinnudeilu getur háttað
svo til, að sá sem mest á i húfi,
sé hvergi til kallaður aö verja
hagsmuni sina. Einn sta.rfshóp-
A dögunum átti sáttasemjari
rikisins, Torfi Hjartarson, fyrr-
um tollstjóri i Reykjavik,
merkisafmæli. Það er til marks
um það mikla og almenna
traust sem hann nýtur, að hann
gegnir enn störfum sáttasemj-
ara i vinnudeilum en allir aðilj-
ar óskuðu þess á sinum tima aö
hann héldi starfinu áfram þótt
hann hyrfi frá öörum störfum
fyrir aldurs sakir. Þaö er enn til
marks um hæfileika hans, að
hann heldur árum saman fullri
orku i þessu starfi, þvi aö starf
sáttasemjara er ekki viö hæfi
neinna veifiskata. Fyrir utan
hið andlega álag sem starfinu
fylgir, ásamt þeim viðbragðs-
flýtisem oft þarf á að halda, fel-
ur starfið i sér langar og erfiðar
fundasetur og iðulega ótrúlega
langar vökur svo að sólarhring-
um getur skipt.
Samfélagið á ekki litið undir
þvi, að störf sáttasemjara séu
unnin á farsælan hátt. Vinnu-
stöðvanir fela það i rauninni i
sér, að á vinnumarkaðinum er
friðurinn rofinn og"lögin sundur
slitin” um lengri eða skemmri
tima. Þær eru nokkurs konar
náttúruhamfarir i efnahagslif-
inu, framkallaðar fyrir til-
verknað mannanna sjálfra. Að
sumu leyti mætti jafnvel likja
þeim við geðveikikast manns
sem að öðrum jafnaði er með
sæmilega heilli há. Og hlutverk
læknisins er ekki vandalaust viö
slikar aðstæður. Reyndar hefur
sáttasemjarinn ýmsa mögu-
leika og nokkur völd við læknis-
störf sin, einkum að þvi er varð-
ar að leggja fram miðlunartil-
lögur og krefjast at-
kvæðagreiðslna um þær. En um
árabil hefur það verið venja aö
hann leitaði fyrst til þrautar um
samkomulag, og má segja, að
það er hyggilega gert,þareö sú
niðurstaða er sjaldnast farsæl
til langframa sem annar aðilinn
telurfram knúna meö nauðung.
Aukin völd sáttasemj-
ara
Þrátt fyrir þá möguleika sem
sáttasemjari hefur, fer ekki hjá
þvi, að á þvi er full þörf að völd
hans séu aukin. Fyrst og fremst
virðist eðlilegt og nauðsynlegt,
að hann geti hvenær sem er
frestað vinnustöðvunum um
einhver tiltekinn lima eftir að
þær eiga að hefjast samkvæmt
ákvörðunum samningsaðilja.
Hversu langur þessi timi ætti aö
vera getur orkað tvimælis, en
tæplega yrði það skemur en
ár eftir atvikum, og styðjast þá
við þá gagnasöfnun og frum-
vinnsiu sem fram hefði farið
siðan siðast.
Þessum hugmyndum er siður
en svo stefnt gegn frelsi verka-
lýðsfélaganna. Það er alrangt
aö það liggi i hlutarins eðli að
það séu alltaf verkalýösfélögin
sem valda vinnustöðvunum.
Iðulega er þar tregðu vinnuveit-
enda um að kenna, og má segja
að þeir þybbist þá við unz
verkalýðsfélögin telja sig ekki
lengurgeta unað við svo búið og
gripa til verkfallsvopnsins sem
siðasta úrræðis til að knýja
fram leiðréttingar.
Hins vegar er það reynsla
allra þeirra þjóða sem hafa
byggt upp velferðarriki og búa
við sterka verkalýðshreyfingu,
stöðugleika i kjaramálum og
efnahagsmálum, að þar eiga
rikisvaldið og verkalýðs-
hreyfingin mikil og náin sam-
skipti, bæði meðan á samning-
um stendur og einnig á milli
þeirra. Það er þess vegna mikil
skammsýni þegar forystumenn
verkalýðsfélagá visa á bug öll-
um tillögum um aukið vald
og hlutverk sáttasemjara i
vinnudeilum. Þar er þvert á
móti um það að ræða að leiða
verkalýðshreyfinguna til enn
meiri áhrifa en hún hefur haft.
Andstaða gegn sliku getur að-
einshelgaztafþvi,að menn vilji
ekki taka á sig ábyrgð, og slikir
menn ættu ekki að leika sér að
hagsmunum almennings.
næmi einum mánuði. Þaö er al-
siöa i nágrannalöndum okkar,
að sáttasemjari eða annar opin-
ber aðili hafi slikt vald, og er
það kallað, aö hann sé þá að
„kæla” samningsaðilana.
Slikt frestunarvald, svo mikil-
vægt sem það er, er þó ekki
nægilegt til að sporna við upp-
lausn á vinnumarkaöinum.
Yfirleitt verður að telja þann
frest, sem nú viðgengst til að
hefja vinnustöðvun, allt of
skamman. Nú nægir 1 vika eft-
ir að t.d. verkalýðsfélag lýsir
yfir vinnustöðvun. Að visu er
það farið að tiðkast að samning-
ar séu löngu hafnir þegar að
þessu kemur, en á einni viku er
hæpið að verulegur árangur ná-
ist i samningum þegar mikiö
ber á milli á annað borð. Þá er
og sjálfsagt, aö svo sé á kveðið,
að vinnustöðvanir skuli hefjast
um mánaöamót einvöröungu,
og helgast það einfaldlega af
skipulagi launamála almennt.
Hvergi er veikleiki verkalýðs-
félaganna meiri en á örfámenn-
um félagsfundum sem eiga að
taka ákvöröun i nafni alls
félagsins um vinnustöðvun. Það
fer varla á milli mála, að það er
félögunum i hag, um leið og það
er lýðræðislegt skilyrði, að
viiinustöðvun verði þvi aðeins
hafin, að hún hafi veriö sam-
þykkt i allsherjaratkvæða-
greiðslu þar sem verulegur hluti
fullgildra félagsmanna hefur
goldið henni jákvæði sitt. Auö-
vitað er það ranghverfa lýðræö-
Samninganefnd ASt.
ur getur þannig neytt annan hóp
til að leggja niður störf, og má
sem dæmi nefna húsbyggingu
þar sem rafvirkinn fer i verkfall
og hindrar þar með ef til vill
aðra iðnaðarmenn i störfum
þeirra. Og er þá sá aðilinn
ónefndur sem mest á i húfi, en
það er vesalings húsbyggjand-
inn sjálfur. Eins og málin
standa getur hann ekki einu
sinni rönd við reist þegar iðn-
meistararog sveinarsemja sin i
millum. Allt er það á kostnað
hans sem þeir kunna að semja
hverjir við aðra um kjarabætur
sér til handa.
Verkalýðshreyfingin
fái meiri hlut
Vafalitið væri það skref i
framfaraátt, að embætti sátta-
semjara yrði gert að fullu og
föstu starfi. Reyndar ætti sátta-
semjarinn að hafa sér til ráðu-
neytis sérstaka vinnumála-
stofnun sem tæki að sér ýmis
verkefni i málefnum vinnu-
markaðarins, svo sem eftirlit
með framkvæmd kjarasamn-
inga, kjararannsóknir og fleira.
I þessari stofnun ættu að fara
fram stöðugar umræður og
samskipti samningsaðiljanna
með sérstökum fastanefndum
bæði launþega og vinnuveit-
enda. I likingu við það sem
þekkist sums staðar erlendis
ættu hinir eiginlegu kjarasamn-
ingar siöan að hefjast á sama
tima ár hvert eða annað hvert
'Framhaldsnám á um 30 stöðum næsta vetur
Samkvæmt tillögum mennta-
málaráðuncytis er gert ráð
fyrir, að næsta vctur veröi unnt
aö stunda framhaldsnám á
eftirtöldum stöðum á landinu,
þó að þvi tilskildu, að nægur
fjöldi nemanda fáist og svcitar-
stjórnir samþykki rekstrar-
aðild:
Akranes: Iðniiám og væntan-
lega verknámsskóli i málm- og
tréiðnagreinum, almennt bók-
nám 1. ár, viðskiptabraut 1. og
2. ár, heilsugæzlubraut 1. ár og
hugsanlega 2 ár, og auk þess
fornám, sem er ætlað þeim, sem
ekki hafa fullnægjandi ein-
kunnir til náms í framhalds-
skóla.
Reykholt: Almennt bóknám,
fornám og uppeldisbraut.
Varmaland: Hússtjórnar-
nám.
Borgarnes: Ekki enn afráðið,
hvort þar verður framhalds-
nám.
Stykkishólmur: Iðnnám, for-
nám.
Ólafsvik: Viðskiptabraut.
Patreksfjörður: Iðnnám.
Núpur: Viðskiptabraut 1. ár.
Isafjörður: Iðnnám, verk-
námsskóli i málmiðnaðar-
greinum, vélstjóranám 1. stig,
stýrimannanám 1. stig, almennt
bóknám og fornám.
Reykir i Hrútafirði: Almennt
bóknám, uppeldisbraut og
viðskiptabraut.
Blönduós: 1 athugun um nám,
og þá helzt iðnbraut.
Sauðárkrókur: Iðnnám,
almennt bóknám, viðskipta-
braut, uppeldisbraut og fornám.
Sigluf jörður : Iðnnám,
almennt bóknám, uppeldis-
braut, viðskiptabraut og
fornám.
Ólafsfjörður: Iðnnám,
fornám.
Dalvik: óráðið um
framhaldsnám.
Akureyri: Iðnnám, verk-
námsskóli i málm- og tréiðna-
greinum, vélstjóranám 1. og 2.
stig, stýrimannanám, almennt
bóknám, heilsugæzlubraut,
uppeldisbraut. viðskiptabraut,
hússt jórnarnám, fornám,
tækniteiknaranám, undir-
búningsdeild tækniskóla.
Laugar i Reykjadal:
Iðnbraut, sem veiti sam-
svarandi verkmenntun og verk-
námsskóli iönskóla, uppeldis-
braut, hússtjórnarnám.
Húsavik: Iðnnám, almennt
bóknám, viðskiptabraut.
Egilsstaðir: Almennt
bóknám.
Eiðar: Viðskiptabraut.
Höfn i Hornafirði: Óráðið um
framhaldsnám.
Hvolsvöllur: Framhaldsnám
kemur til álita, en óráiðið.
Vestmannaeyjar: Iðnnám,
vélstjóranám, stýrimannanám,
almennt bóknám, viðskipta-
braut, fornám.
Skógar undir Eyjafjöllum:
Almennt bóknám, viðskipta-
braut.
Laugarvatn: Almennt
bóknám, hússtjórnarnám.
Selfoss: Iðnnám, almennt
bóknám, viðskiptabraut,
fornám.
Hveragerði: Framhaldsnám
kemur til álita, en óráðið.
Keflavik: Iðnnám, vélstjóra-
nám, almennt bóknám, heilsu-
gæzlubraut, viðskiptabraut,
uppeldisbraut, fornám.
Hafnarfjörður: Iðnnám, fisk-
vinnslunám, almennt bóknám,
heilsugæzlubraut, uppeldis-
braut, viðskiptabraut, fornám.
Garðabær: Almennt bóknám,
viðskiptabraut, fornám.
Kópavogur: Almennt bók-
nám, heilsugæzlubraut,
uppeldisbraut, viðskiptabraut,
sjóvinnubraut, heimilisfræða-
braut, fornám.
Seltjarnarnes: Viðskipta-
braut, fornám.
Reykjavik: Allt nám, sem
gert er ráð fyrir.
Leiðrétting
F.i. Reykjavík Þegar vi.ð skrif-
uðum um 125ára afmæli Barna-
skólans á Eyrarbakka á upp-
stigningardag, láðist okkur að
geta þess að Barnaskólinn á
Stokkseyri telst jafngamall, þar
sem kauptúnin tilheyrðu bæði
Stokkseyrarhreppi árið 1852. A
Stokkseyri var fariö að kenna
strax árið 1854. Hitt skal svo
einnig tekið fram hvað varðar ni-
unda bekk grunnskólans, að hug-
mynd um stofnun hans er á byrj-
unarstigi og ljóst, að hún verður
ekki að veruleika, fyrr en komið
veröur á samstarfi á milli Eyrar-
bakka og Stokkseyrar i fleiri
bekkjum. Enn um sinn munu
ungir Eyrbekkingar og Stokks-
eyringar ljúka skyldunámi sinu á
Selfossi.
Sjukrahotel Raufta krossins
eru m Akureyri
og i Raykjavik.
RAUOI KROSS ISLANDS