Tíminn - 24.05.1977, Síða 11

Tíminn - 24.05.1977, Síða 11
Þriðjudagur 24. mal 1977. 11 ffwftw (Jtgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Auglýs- ingastjóri: Steingrímur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötu, slmar 18300 — 18306. Skrif- stofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiösluslmi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð i lausasölu kr. 70.00. Askriftar- gjald kr. 1.300.00 á mánuði. Blaðaprenth.f. Eina frumkvæðið í siðastl. mánuði efndi Alþýðubandalagið til sér- stakra útvarpsumræðna á Alþingi um orku- og iðn- aðarmál i tilefni þingsályktunartillögu, sem það hafði flutt um þetta efni. i umræðunum sýndu þeir Ingi Tryggvason og Steingrimur Hermannsson glögglega fram á, að efni þingsályktunartillögu Alþýðubandalagsins væri að verulegu leyti sótt i samþykktir miðstjórnar Framsóknarflokksins. Við þessu mátti líka búast, þvi að Alþýðubandalagið hefur aldreihaft neittfrumkvæði i orku- og iðnaðar- málum. Þótt saga þessara mála sé könnuð til hlitar, er ekki hægt að tina nema eitt dæmi til, þar sem verulega kveður að forustu og frumkvæði Alþýðu- bandalagsins á sviði iðnaðar- og orkumála. Um það sagði svo i ræðu Inga Tryggvasonar: ,,önnur málsgrein þingsályktunartillögunnar fjallar um uppbyggingu orkufreks nýiðnaðar viðs vegar um landið, þar hafi forgang sá iðnaður, sem byggir á innlendum aðföngum, enda sé hann fær um að greiða viðunandi verð fyrir orkuna. Enn eru þessi markmið i fullu samræmi við stefnuskrá Framsóknarflokksins. Reynt er að gefa þessari málsgrein svolitið ferskari blæ með þvi að tala um að taka upp fyrri áform i uppbyggingu iðnaðar. Ekki er mér kunnugt um, að nein stefnubreyting hafi nýlega orðið i þá átt að hverfa frá fyrri áform- um um uppbyggingu iðnaðar. Þvert á móti er nú m.a. i undirbúningi bygging járnblendisverksmiðju i Hvalfirði. Þar er fylgt fyrri áformum um upp- byggingu iðnaðar, áformum sem upphaf sitt áttu i iðnaðarráðuneytinu á þeirri tið, þegar Alþýðu- bandalagið hafði þar forystu. Eins og kunnugt er eru íslendingar alls ekki á einu máli um rétt- mæti þess að byggja járnblendiverksmiðju i Hval- firði i félagi við norskan auðhring. En hitt er ó- mótmælanleg staðreynd, að Alþýðubandalagið ber á þvi fulla ábyrgð öðrum flokkum fremur, að hafizt var handa um undirbúning að stofnun málmblendi- verksmiðjunnar. Þvi fær núverandi afstaða flokks- ins engu um breytt. Hvort Alþýðubandalaginu ber svo þakklæti fyrir þessa forystu skal ósagt látið. I fljótu bragði virðist ekki óeðlilegt að eiga frekar samskipti við Norðmenn en Bandarikjamenn um orkufrekan iðnað, ef til er stofnað, og nú er fengin stórum meiri reynsla af mengunarvörnum i málm- blendiverksmiðjum en þekktust við upphaf samn- ingsumleitana iðnaðarráðherra Alþýðubandalag- ins. Á hitt skal hins vegar lögð áherzla hér, að Framsóknarflokkurinn telur að mjög þurfi að gjalda varhug við öllum yfirráðum útlendinga yfir fjármagni i islenzku atvinnulifi. Þótt mjög sé öðru visi um alla hnúta búið i sambandi við málmblendið heldur en álverið á sinum tima, er það stefna Fram- sóknarflokksins, að slikt samstarf skuli teljast til undantekninga i uppbyggingu atvinnulifs á íslandi og þó að fyrirtæki eins og málmblendiverksmiðja sé að meiri hluta i eign íslendinga sjálfra og njóti sambærilegra lögkjara við svipuð islenzk fyrirtæki, þurfi vandlega að gefa þvi gaum, að ýmsar hættur hljóta að fylgja miklu erlendu fjármagni i islenzk- um atvinnurekstri og okkur rekur enginn vandi til að ráðstafa mikilli innlendri orku til stóriðnaðar, sem að miklu leyti er i höndum útlendinga”. Athygli hlýtur það að vekja, að á fundum, sem Alþýðubandalagið hefur haldið að undanförnu viða um landið og fjallað hafa um orku- og iðnaðarmál, er þagað álika vandlega um eina stóra frumkvæði Alþýðubandalagsins i iðnaðarmálum, og rússneskir kommúnistar þegja um hlutdeild Trotskis i bylting- unni. Magnús Kjartansson virðist á góðri leið að verða Trotski Alþýðubandalagsins. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Stjórnarmyndun um endurkjör Kekkonens Ungur finnskur utanrikisráöherra KEKKONEN forseta hefur tekizt einu sinni enn að mynda rikisstjórn á breiðum grund- velli. Athygli hefur vakið, að hann knúði þessa stjórnar- myndun fram rétt áður en hann hélt til Moskvu til við- ræðna við ráðamenn þar. Hann mun hafa talið það styrkja stöðu sina, eins og sið- ar verður vikið að. Hin nýja stjórn er undir forustu Kalevi Sorsa, leiðtoga sósialdemó- krata, en hann var forsætis- ráðherra á árunum 1972-1975. Hún byggðist á samstarfi sósialdemókrata og miðflokk- anna. Samstarfið gekk illa bæði sökum efnahagserfið- leika og andspyrnu kommún- ista. Kekkonen efndi þá til þingkosninga haustið 1975 og knúði fram að þeim loknum samstjórn sósialdemókrata, kommúnista og miðflokkanna undir forustu gamals forustu- manns úr Miðflokknum, Martti Miettunens. Sú stjórn reyndist veik i sessi, þrátt fyr- ir mikinn þingstyrk, enda beitti vinstri armur kommún- ista sér gegn henni. Hún flosn- aði þvi upp eftir rúmlega ár og tók þá við minnihlutastjórn miðflokkanna undir forustu Miettunens. Hún fór með völd þangað til að Sorsa myndaði hina nýju rikisstjórn 14. þ.m. 1 hinni nýju rikisstjórn eiga sæti 15 ráðherrar og er þeim skipt þannig, að sósialisku flokkarnir hafa sjö ráðherra, eða sósialdemókratar f jóra og kommúnistar þrjá. Mið- flokkarnir hafa einnig sjö ráð- herra, eða Miðflokkurinn fimm, Sænski flokkurinn einn og Frjálslyndi flokkurinn einn. Fimmtándi ráðherrann er svo utanflokka, Esko Re- kola, en hann var fjármála- ráðherra i minnihlutastjórn Miettunens. Miðflokkurinn vildi gjarnan að Rekola væri fjármálaráðherra áfram, en sósialdemókratar knúðu fram, að fjármálaráðherrann væri Ur hópi þeirra. Rekola er efnahagsmálaráðherra og að- stoðarf jármálaráðherra. I SAMBANDI við þessa Kekkonen forseti stjórnarmyndun hefur það ekki sizt vakið athygli, að Athi Karjalainen, annar af aðal- leiðtogum Miðflokksins, á ekki sæti i henni og verður banka- stjóri við Seðlabankann. Karjalainen hefur bæði verið forsætisráðherra og utanrikis- ráðherra og hefur um skeið verið gizkað á, að Kekkonen vildi annan hvorn þeirra Karjalainens eða Johannesar Virolainens, hinn aðalleiðtoga Miðflokksins, sem eftirmann sinn. Virolainen hefur einnig verið forsætisráðherra og utanrikisráðherra. Hann virð- istnú hafa sigrað i samkeppn- inni við Karjalainen. Virolain- ener varaforsætisráðherra og landbúnaðarráðherra i hinni nýju stjórn. En jafnframt þvi sem Karjalainen dregur sig i hlé, skýtur upp nýjum manni hjá Miðflokknum, sem talið er, að Kekkonen hugsi sér að taki við forustu flokksins sið- ar meir af þeim Virolainen og Karjalainen. Þessi maður er Paavo Matti Vayrynen, sem hlaut nú embætti utanrikis- ráðherra. Vayrynen er fæddur 2. september 1946 og er þvi rétt þritugur, þegar hann tek- ur við embætti utanrikisráð- herra. Hann hefur átt sæti á þingi siðan 1970 og verið vara- formaður Miðflokksins siðan 1972. Framtið hans getur oltið mjög á þvi, hvernig hann reynist sem utanrikisráð- herra. HIN NÝJA rikisstjórn er 60. rikisstjórnin, sem hefur verið mynduð i Finnlandi siöan sið- ari heimsstyrjöldinni lauk. Af þvi má ráða, að stjórnmála- ástandið hefur verið nokkuð óstöðugt á þessum tima og stafar það bæði af þvi, að flokkarnir hafa verið margir og efnahagserfiðleikar oft miklir. Flestar hafa rikis- stjórnirnarbyggzt á samstarfi sósialdemókrata og miðflokk- anna. Kommúnistar hafa stundum verið með, en Ihalds- flokkurinn aldrei. Þeir fimm flokkar, sem nú standa að rikisstjórninni, hafa allir lýst stuðningi við Kekkonen i forsetakosningun- um, sem eiga að fara fram snemma á næsta ári. Þótt stjórnin þyki ekki sérlega traust i sessi, þykir liklegt að hún fari með völd fram yfir þær og hafi Kekkonen m.a. komið iienni á laggirnar með tilliti til þess, þar sem hann telji heppilegast, að stuðn- ingsflokkar sinir standi sem bezt saman meðan kosninga- baráttan er háö. Hún getur orðið allhörð, þvi að thalds- flokkurinn hefur fengið einn af fyrrum leiðtogum sósialdemó- krata til framboðs og heitið honum stuðningi sinum. Það þykir einnig liklegt að flokkur Vennamos styðji hann. Dýrtiðarmálin og atvinnu- leysismálin eru mestu vanda- málin i Finnlandi nú eins og oft áður. Flokkar þeir, sem standa að stjóminni, hafa að baki sér 153 þingmenn af 200 alls, en raunar má telja þá 13 þingmenn, sem skipa vinstri arm kommúnista, til stjórnar- andstæðinga og styðja þvi raunverulega ekki nema 140 þingmenn stjórnina. Það ætti vissulega að nægja, ef annað væri i lagi. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.