Tíminn - 24.05.1977, Qupperneq 12

Tíminn - 24.05.1977, Qupperneq 12
12 Þriöjudagur 24. maí 19.77. um. Hann sagöi, aö finna þyrfti bókinni farveg til þessarar bók- hneigöu þjóöar. —Bókarlaus ts- lendingur væri afstyrmi, tsland gæti aldrei oröiö bókarlaust land. Þegar Matthias Johnnessen haföi lokið máli sinu, las Vilborg Dagbjartsdóttir, varaformaður Rithöfundasambands Islands, ávarp, sem Sigurður A. Magnússon hafði samið, en hann var fjarverandi af óviö- ráðanlegum orsökum. t ávarpi Siguröar var mikið rætt um söluskatt á bókum, sem hann taldi einhvern hæsta skatt, er lagðurværiá prentað mál nokk- urs staðar i veröldinni. Þá var þareinnig fjallaðum minnkandi upplög bóka, minni lestur og lé- leg kjör rithöfunda. Þessu næst flutti Jónas Eggertsson, formaður Félags islenzkra bókaverzlana, stutt ávarp. Bauð hann fram starf bóksala til þess að efla veg bókarinnar i landinu. Einnig benti hann á athyglisverðar at- huganir, sem hafa leitt i ljós, að aukning bókasölunnar sjálfrar er minni en aukning á sölu ann- arrar vöru i bókabúðum, og má þar t.d. nefna ritföng. Jónas sagði, að sér fyndist bókin hafa sett ofan sem gjafavara, þegar litið væri til siðustu þrjátiu ára til dæmis. Síðastur talaði Stefán Júlíus- son, bókafulltrúi rikisins. Hann byrjaði á að tala um ásókn er- lendra tungumála og samskipti þjóða, þar sem „stóru tungu- málin” ráða rikjum. Nærtækt dæmium þetta væri skákeinvig- ið, sem nýlega hefði verið haldið hér. Hvorugur keppendanna hefði getað notað sitt eigið móðurmál, hvorugur hefði skil- ið orð i máli gestgjafa sinna, heldur hefðu þeir orðið að nota þriðja málið. Hér væri komið að miklu vandamáli, allt stefndi að aukinni stöðlun, —■ kvörn, sem malar og malar. Þetta væri uggvænlegt fyrir litil málsam- félög, stönun bókmenntaiðju þjóðar táknarstöðnun þjóðmenn ingar. Þessu næst ræddi Stefán Júliusson um bókaútgáfu á Norðurlöndum, og þar á eftir um islenzka bókaútgáfu. Enn fremurtalaði hann um bókasöfn og flutti all-langt mál um það efni. Stefán sagði enn fremur, að rithöfundum gengi sifellt verr að koma bókum sinum út. Til vitnis um það væri meðal ann- ars að fjölrituðum bókum færi fjölgandi, og eins hitt, að það fer i vöxt að höfundar gefi út bækur sinar sjálfir. Leggja bæri aukna áherzlu á útgáfu barnabóka, þvi að börn væru áhugasömustu lesendurnir, og þar væri vaxtar- broddur lesþarfar þjóðarinnar. ,, Áhr if avaldur í þj óðf élaginu ” — Félag íslenzkra bókaútgefenda hefur haldið fjórða Bókaþingið VS-Reykjavik. Hinn 20. mai var haldið i Reykjavik þing Félags islenzkra bókaútgefanda, hið fjóröa i röðinni. t upphafi mælti örlygur Hálfdanarson fáein orð, bað Böðvar Pétursson að stjórna þinginu og kvaddi til aðra starfsmenn þess. Þá tók Böðvar Pétursson við stjórn þingsins, og hófustnú þingstörf. örlygur Hálfdanarson setti þingið með ávarpi, bauð gesti velkomna og lét þess getið, að nú héldu bókaútgefendur þing sitt i' eigin húsnæði I fyrsta skipti. Þá sagði hann, að menn væru hingað komnir til þess að tala um staðreyndir. Upplag bóka hefði farið minnkandi og meðalsala á fyrsta ári væri komin niður i átta hundruð ein- tök. t bankakerfinu væri bóka- útgáfa ekki talin til iðnaðar, er veitti mörgu fólki atvinnu. Þó hefði sitthvaö þokazt áfram. Samþykktar hefðu verið nýjar reglur um skylduskil, ramma- sainningur veriö gerður við rit- höfunda, og þetta, sem áður var nefnt, að nú hefði Félag is- lenzkra bókaútgefenda eignazt eigið húsnæöi. Næstur talaði Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráð- herra. Hann byrjaði á að þakka fyrir siðast, og minntist þess, þegar þegarhann satþing bóka- útgefenda fyrir tveim árum. Kvaðsthann þá hafa fengið inn- sýn i vandamál bókaútgefenda. Ráðherra sagði, að bókin væri áhrifavaldur i hinu islenzka þjóðfélagi, hún yrði ekki skilin frá þjóðlifinu, heldur væri hún bæði hugsjón og hagsmunir. Þá sagði ráðherra, að bókaútgáfa væri umfangsmikið starf, sem reyndi vafalaust mikiö á þolrif- in i þeim sem að þvi standa, en þó lifrænt og heillandi, þvi að starfið væri meira en barátta um peninga. Þessu næst ræddi ráðherrann um söluskatt af bókum, og vissa örlygur tlálfdanarson setur Bókaþingið. erfiðleika á að fella hann niður. Rikinu hefði ekki veitt af sinu að undanförnu, en sér væri ljóst, að þetta mál yrði að athuga gaumgæfilega. Næst talaði Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráð- herra um frumvarpið um skylduskil, sem náði loks fram að ganga nú i vor, og þakkaði landsbókaverði drengilegan stuðning við það mál. Hið sama gerði örlygur Hálfdanarson einnig i' sinni ræðu, báðir fluttu þessir menn landsbókaverði þakkir fyrir veittan stuðning. Næst talaði menntamálaráð- herra um almenningsbókasöfn og skólabókasöfn. Kvaðst hann trúa þvi, að bókasöfn yrðu bóka- útgáfu til styrktar, og minntist þeirra daga, þegar bókasöfn voru mjög févana, það hefðu ekki heldur verið neinir blóma- timar i sögu bókaútgáfunnar i landinu. Þar næst talaði ráðherrann um Launasjóö rithöfunda, svo og skipan stafsetningarmála. Hann kvaðst vilja sporna gegn breytingum á stafsetningu yfir- leitt, og kvað það misskilning, að Alþingi ætti alveg að ráða stafsetningunni. Ef þessi mál væru algerlega i valdi þingsins, gætu menn jafnvel staðið and- spænis þvi, að hreyft væri við stafsetningunni eftir hverjar kosningar! — Ráðherra sagði, að ef til vill væri óviðeigandi að fjölyrða um þessi mál hér, en þó fyndist sér þau koma þeim við, sem hér væru staddir, það er að segja bókaútgefendum og rit- höfundum. Ráðherra lauk máli sinu með þvi að láta i ljós von um áfram- háldandi samstarf með bókaút- gefendum i landinu og mennta- málaráðuneytinu. Útgáfa góðra bóka væri alltaf starf, sem horfði til heilla fyrir þjóðfélagið Tímamynd Róbert. i heild og einstaklinga þess. Að lokum óskaði hann bókaútgef- endum til hamingju með nýja húsnæðið, og sagðist mæla svo um og leggja svo á, að það yrði öflug brjóstvörn islenzkrar bókaútgáfu. Næstur á eftir menntamála- ráðherra talaði Matthias Jo- hannessen, ritstjóri og skáld, formaður Rithöfundaráðs. Hann sagði, að þegar rithöfund- ar hefðu snúið bökum saman, hefði þeim jafnan tekizt að seil- ast niður i rikisjötuna og að ná árangri i baráttu sinni. Matthícs ræddi þá alkunnu staðreynd, að rithöfundar geta ekki lifað á ritstörfum einum saman. — Hver fimmeyringur sem lagður væri i bókina, skil- aði sér sem króna i aukinni menningu þjóðarinnar. Þó á bókin i vök að verjast, sagði Matthias, hún kemst varla að fyrir hávaðasömum fjölmiðl- Húsgagnaverzlun Ingvars og Gylfa viö Grensásveg efndi til verðlaunasamkeppni I tilefni 20 ára afmælis fyrirtækisins, og voru verðlaunin eitt stykki glæsiiegt hjónarúm. Verölaunin hreppti Guðbjörg Guö- mundsdóttir, Tjarnargötu 11, Sandgerði, en 6000 lausnir bárust og af þeim voru um 2000 réttar. A myndinni er Geir örn Ingvarsson 10 ára að draga úr pottinum með réttu lausnirnar. Tlmamynd: Gunnar 430 nemendur í Tónskóla Rey kj aví kur Þrettánda starfsár Tónskól- ans hófst með setningarathöfn i Lindarbæ 8. september 1976. Við skólann störfuðu auk skóla- stjóra 19 kennarar. Nemendur voru 430 og skiptust þannig á námsgreinar: Einsöngur 18, pi- anó 147, harmonium 19, fiðla 31, cello 7, gitar 68, þverflauta 24, klarinett 6, altflauta 10, trompet 9, horn 1. Forskóli: fyrri áfangi 50, siðari áfangi 26, undirbún- ingsdeild eldri nemenda 14. t. aðalnámsgreinum voru þreytt 120 stigapróf, sem skipt- ust þannig á námsstig: I. stig 42, II. stig 29, III. stig, IV. stig 17, V. stig 6 VI. stig 3, VII. stig, VIII. stig 1 nemandi, Arn- aldur Arnarson en hann lauk fullnaðarprófi I gftarleik. Tvær nemendahljómsveitir voru starfræktar i skólanum, önnur fyrir yngri nemendur, hin fyrir þá sem lengra eru komnir. Æft var reglulega allt skólaárið tvisvar I viku. A sama hátt var æfður skólakór. Kórinn og hljómsveitin efndu til sérstakra tónleika i kirkju óháða safnaðarins 30. marz við góðan órðstir. Auk þess voru haldnir almennir nemendatón- leikar um jól og páska, fullnað- arprófstónleikar Arnalds Arn- arsonar i kirkju óháða safnaö- arins þann 16 .aprll og að lokum nemendatónleikar i norræna húsinu 2. máf þar sem flutt var m.a. Konsertinu fyrir pianó og hljómsveit eftir John A. Speight, sem er kennari við Tónskólann. Skólaslit fóru fram i Haga- skóla miðvikudaginn 11. mal. Þar voru einnig afhent náms- skirteini. Auglýsid í Tímanum

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.