Tíminn - 24.05.1977, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 24. mal 1977.
15
Tilkynningar. Við vinnuna:
Tónleikar.
14.30 Miðdegissagan: „Nana”
eftir Emile Zola Karl Isfeld
þýddi. Kristin Magnús Guð-
bjartsdóttir les (12).
15.00 Miðdegistónleikar.
Sinfóniuhljómsveit útvarps-
ins i Berlin leikur Ballöðu
op. 23 fyrir hljómsveit eftir
Gottfried von Einem: Fer-
enc Fricsay stj. East-
man-Rochester sinfóniu-
hljómsveitin leikur Con-
certo Grosso nr. 1 fyrir
strengjasveit eftir Ernest
Bloch: Howard Hanson stj.
Konunglega hljómsveitin i
Stokkhólmi leikur „Bergbú-
ann”, balletttónlist op. 37
eftir Hugo Alfvén: höfund-
urinn stjórnar.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veðurfregnir).
16.20 Popp
17.30 Sagan: „Þegar Coriand-
er strandaði” eftir Eilis
Dillon Ragnar Þorsteinsson
islenskaði. Baldvin
Halldórsson leik
18.00 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 Almenningur og tölvan.
Fyrsta erindi eftir Mogens
Bogman i þýðingu Hólm-
friðar Arnadóttur, Haraldur
Ólafsson lektor les.
20.00 Lög unga fólksins. Asta
R. Jóhannesdóttir kynnir.
21.00 Glaumbær á Langholti
Séra Agúst Sigurðsson flyt-
ur fjórða og siðasta erindi
sitt um sögu staðarins
21.25 Tersett i D-dúr fyrir
fiðlu, selló og gitar eftir
Niccolo Paganini Alan
Loveday, Amaryllis Flem-
ing og John Williams leika.
21.45 Andleg ljóð. Höfundur-
inn, Sæmundur G. Jó-
hannesson, flytur.
22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag-
an: „Vor I verum” eftir Jón
Hafnsson.Stefán ögmunds-
son les (12).
22.40 A hljóðbergi.Fræg atriði
úr þremur leikritum Shake-
speares: „Makbeð”,
„Hamlet” og „Lé konungi”.
Leikarar: John Gielgud og
Irene Worth.
23.35 Fréttir. Dagskrárlok.
sjónvarp
Þriðjudagur
24. mai
20.00 Fréttir og veður
20.25 Auglýsingar og dagskrá
20.30 Rikið i rikinu 3. þáttur.
Þau erfa landið — og
drykkjusiðina? Það er
alkunna, að unglingar byrja
nú fyrr að neyta áfengis en
áður, og einnig er neyslan
meðal þeirra almennari.
Umsjónarmenn Einar Karl
Haraldsson og örn Harðar-
son.
21.00 Ellery Queen. Nýr
bandariskur sakamála-
myndaflokkur i 13 þáttum.
Aðalhlutverk Jim Hutton og
David Wayne. Sögurnar um
Ellery Queen gerast I
Bandarikjunum fyrir 30-40
árum. Ellery ritar saka-
málasögur, sem njóta gifur-
legra vinsælda. Faðir hans
er lögregluforingi i New
York, og hann leitar oft
aðstoðar sonar sfns, þegar
lögreglan fær erfiö mál til
úrlausnar. 1. þáttur.
Kostulegt teboð. Þýöandi
Ingi Karl Jóhannesson.
21.50 Alparnir Frönsk
heimildamynd um Alpa-
fjöll, einkum þann hluta,
sem er á mörkum Frakk-
lands og ttaliu. Ýmis
fegurstu svæöi Alpanna eru
i hættu vegna iönvæðingar
og náttúruspjallaj sem
henni eru samfara. Þýðandi
og þulur Ragna Ragnars.
22.40 Dagskrárlok.
framhaldssagan framhaldssagan framhaldssagan framhaldssagan
Frú Harris fer
til Parísar ©
eftir BaTil Gallico
aði í einhverju. Hnarreist, velklædd kona kom inn og meo
henni tvær afgreiðslustúlkur. Hún þaut að stólnum, við
hliðina á frú Harris þar sem brúna plastveskið með
peningunum hafði hvílt um stund.
Frú Harris þreif veskið. — Fyrirgefðu vinan! sagði
hún um leið og hún burstaði stólsetuna með hendinni,
brosti glaðlega og bætti við: — Þarna, þá getið þér setzt!
Konan, sem var smáeygð og með allt of litinn munn,
settist og það glamraði í gullarmböndum, og frú Harris
varð umvaf in dásamlegri ilmvatnslykt. Hún laut að kon-
unni til að geta andað sem bezt að sér og sagði með ó-
svikinni aðdáun: — Það verð ég að segja, að góð er af yð-
ur lyktin.
Sú nýkomna færðist aðeins f jær og hrukka myndaðist
milli litlu augnanna. Hún leit til dyranna, eins og hún
væri að svipast um eftir einhverjum sérstökum.
Sýningin hlaut að fara að byrja. Frú Harris var áköf
og eftirvæntingarfull eins og barn og hélt ræðustúf yfir
sjálfri sér í hljóði: — Ja hérna, Ada Harris! Hver hefði
trúað því, að einn góðan veðurdag sætir þú í salarkynn-
um Dior í París til að kaupa kjól eins og allt f ína fólkið?
En þú ert þar og enginn getur f ramar stöðvað þig...
En konan við hlið hennar, eiginkona kauphallarbrask-
ara, hafði fundið þann, sem hún leitaði — frú Colbert,
sem var að koma út úr búningsherbergjunum við stig-
ann, og nú benti hún henni að koma til sín og sagði hárri
og hvellri röddu: — Hvað á það að þýða að setja mig við
hliðina á svona manneskju? Ég verð að fara fram á, að
henni verði þegar komið fyrir einhvers staðar annars
staðar. Vinkona mín kemur bráðum, hún þarf stölinn.
Hjartað seig í brjósti frú Colbert. Hún þekkti konuna
og hennar lika. Hún keypti ekki af ást á fallegum föst-
um, heldur til að stæra sig af þeim En hún eyddi líka
miklum peningum. Til að tef ja tímann sagði f rú Colbert:
— Ég bið afsökunar f rú, en ég minnist þess ekki að hafa
tekið stólinn frá handa vinkonu yðar en ég skal aðgæta
það.
— Þér þurf ið ekki að gæta að þvi. Ég var að segja yður,
aðég vildi frá stólinn handa vinkonu minni. Gerið eins og
ég segi og það strax. Ég veit ekki, hvað þér haf ið verið að
hugsa, þegar þér settuð þessa manneskju við hliðina á
mér.
Gamli maðurinn við hliðina á frú Harris var farinn að
roðna á hálsinum rétt fyrir ofan flibbánn og litunnn
breiddist upp á eyrun. Bláu augun voru að verða jafn
kuldaleg og snjóhvítt hárið.
Andartak var frú Colbert nær fallin fyrir freisting-
unni. Litla hreingerningakonan frá London mundi vafa-
laust skilja það, ef hún útskýrði fyrir henni, að mistök
hefðu orðið við niðurröðunina í salinn og að stóllinn væri
upptekinn. Hún gæti líka séð alveg jafn vel af stigapaII-
inum. Hún leit á frú Harris, sem sat þarna í snjáðu
kápunni og með hlægilega hattinn á höfðinu. En bitbinið
sem skildi ekki orð af ræðu f rúarinnar, leit upp til henn-
arogibrosti sínu blíðasta brosi um leið og hún sagði: —
Það var fallegt af yður að setja mig hérna innan um allt
þetta fína fólk. Ég gæti ekki verið hamingjusamari, þó
ég væri milljónamæringur.
Herramaður í kjólfötum og með áhyggjusvip á andlit-
inu birtist i salardyrunum. Reiða f rúin kallaði til hans. —
Armand, viljið þér koma hingað strax. Ég vil tala við
yður. Frú Colbert hef ur leyft sér að setja mig við hliðina
á þessari hræðilegu kvenpersónu. Á ég raunverulega að
láta mér það lynda?
Ringlaður vegna þessarar hörðu árásar leit Armand á
frú Harris og síðan á frú Colbert, sveiflaði loks hand-
leggnum í áttaðdyrunum og sagði: — Hmmm, já. Þér
heyrðuð hvað var sagt. Komið henni burt með það :sama!
Rauði liturinn á andliti gamla mannsins varð enn
sterkari. Hann stóð hálfur upp úr stólnum og opnaði
munninn til aðtaka til máls, en f rú Colbert varð á undan.
Hugsanir og illir f yriboðar höfðu f logið gegn um huga
frú Colbert, varðandi stöðu hennar, virðingu fyrirtækis-
ins, hættuna á að glata ríkum viðskiptavini og af leiðing-
ar þess að óhlýðnast skipunum yfirboðara. Hún vissi
líka, að þótt Armand væri yfirboðari hennar, var hún
æðstráðandi á þessari hæð. Nú, þegar frú Harris, sem
ekkert grun aði, varð f yrir ósvíf inni árás, fannst f rú Col-
bert aftur sem þær væru andlega skyldar, hún og þessi
undarlegi gestur handan yf ir sundið. Hvað sem kynni að
gerast, gat hún hvorki né vildi vísa henni á brott. Það
væri eins og að slá saklaust barn. Hún reigði sig leit á Ar-
mand og sagði skýrt og skorinort: — Frúin er komin
hingað frá London í þeim eina tilgangi að kaupa kjól.
Hún hefur allan rétt til að vera hérna. Ef þér viljið láta
fjarlægja hana, verðið þér að gera það sjálfur, þvi ég
geri það ekki.
Frú Harris gat sér þess til að verið væri að tala um
hana, þvi hún heyrði heimaborg sina nefnda, en hana
grunaði ekki umræðuefnið. Hún gerði ráð fyrir, að frú
Colbert hefði verið að segja kjólklædda manninum sögu
hennar. Þess vegna heiðraði hún hann með bezta brosi
sinu og deplaði auk þess ákaft öðru auganu til hans, eins
og þau væru samsærismenn.
Gamli maðurinn var setztur aftur og orðinn nokkurn
vegin eðlilegur á litinn. Hann horfði á frú Colbert og
augnaráðið lýsti mikilli og innilegri gleði. Andartak
gleymdi hann frú Harris fyrir þessu nýja eða réttara
sagt þessu gamla, sem hann hélt að væri löngu gleymt —
hugrekki franskrar konu, heiðarleika og sjálfstæði.
Hvað Armand viðkom þá þagði hann — og gafst upp
Ákveðni frú Colbert og augnaráð frú Harris hafði rænf
hann sjálfstraustinu. Hann vissi lika, að sumir af beztu
viðstfptavinum Diors voru sérvitrar konur, sem litu oft
furðulega út. Frú Colbert hlaut að vita, hvað hún var að
gera. Hann yppti öxlum í uppgjöf og yfirgaf vig-
stöðvarnar.
Eiginkona kauphallarbraskarans sagði hvasst: — Eg
læt ekki þar við sitja. Ég held, að þetta muni kosta yður
stöðuna f rú Colbert. Hún stóð upp og sigldi úi úr salnum.
— Nú trúi ég ekki! Sá sem sagði þetta, var gamli
maðurinn með gervirósina i jakkanum. Hann stóð upp og
tilkynnti af tilf inningu: — Ég er stol-ur yf ir að hafa orðið
vitni af því, að bönd sanns lýðræðis eru ekki alveg slitnuð
hér i Frakklandi og að enn er til fólk, sem er heiðarlegt
og réttlátt.Ef þér lendið í einhverjum vandræðum vegna
þessa, skal ég sjálfur tala við Dior.
Frú Colberf leit á hann og sagði lágt: — Herrann er
ákaflega vingjarnlegur. Hún var ringluð. Hana sveið i
hjartað og hún var hrædd, þegar hún hugsaði til fram
tiðarinnar og sá Jules niðurbrotinn mann, eftir að f ram-
hjá honum hafði verið gengið enn einu sinni. Sjálf a sig sa
hún i anda atvinnulausa og liklega á svörtum lista. Allt
þessari illgjörnu konu að kenna.
Stúlka við dyrnar hrópaði: — Númer eitt, Næturljóð!
„Ég losnaði við vatnið en skitur-
inn fer ekki”.
DENNI. •.
DÆMALAUSI