Mánudagsblaðið - 07.06.1965, Blaðsíða 2
/
Mánudagsblaöið Mánudagur 7. júní 1964
Jónas Jónsson fró Hrífíu:
í/
Við vorum 600 vorið 1946"
VARNARLIÐ 1946
Nú er tsland gengið i banda-
lag vestrænna ríkja og hér er
varnarlið til að mæta óvæntri
hættu frá einræðisríkjum. En
landvömin er gamalt átaka-
mál. Vorið 1946 horfðu málin
öðruvísi við. Þá var Stalín í
óða önn að hertaka tíu frjáls
ríki og kúga þau grimmilega.
Vesturþjóðirnar voru þá i senn
gripnar undrun og ótta við
þennan volduga illræðismann.
Bandaríkin gengust þá fyrir
vamarsamtökum. Islandi var
boðin þátttaka en einhver
furðulegur dásvefn lagðist um
þær mundir yfir þjóðina. Flest-
ir valdamenn þjóðarinnar vom
um stund gripnir andlegri en
tímabundinni blindni og sögð-
ust ekki vera skellkaðir þó að
allir aðrir sæju hættuna. Þetta
vor og sumar var ég einn allra
þingmanna á ferli í höfuðstaðn-
um með 600 góðborgurum! Við
vomm samhuga í þessu máli.
Við vildum gera tvo sáttmála
við Tmman. Annan um land-
varnir. Hinn til öryggis and-
legu frelsi og frjálsri verzlun.
Þessi hópur var að vonum
lítils metinn hjá allri valda-
fylkingu lands og bæjar í Rvik.
MIKILL
ÁGREININGUR
ÞRftNGT t BÍJI 1947
Síðan liðu ár. Ofbeldið hélt
áfram að boða ófrið og kúgun.
Þá óx styrkur og fylgi okkar
sem vildum semja um tíma-
bundna landvörn við Bandarík-
in. Erfitt var í landi og árið
1947 var Island án peninga,
matvöm, markaða og vamar-
liðs.
Þessu tímabili lauk 1958 þeg
ar Hermann Jónasson lagði nið
ur völd og bað Vestmenn um
nægilegt herlið og fleiri jarð-
nesk gæði. Þá hafði þjóðin
með hægum föstum skrefum
fetað þá leið sem 600 valdalaus
ir en framsýnir menn höfðu
mælt með fyrir alla tslendinga
1946. Að vísu var ekki allt feng
ið sem tryggja mátti við stríðs
lokin en vamarleysið var úr
sögunni.
Þegar Truman hreyfði varn-
armálinu fyrst gátu tslending-
ar tekið allt málið til meðferð-
ar og komið fram sem fullgild-
ur samningsaðili. Nú var varn
armálahlið málsins leyst i
mörgum lítið skörulegum á-
föngum. Og helmingur málsins
kom ekki til umræðu nema í
fáeinum blaðasrrpinum
MINNIHLUTINN
SIGRAÐI 1946—’58
VIöSKIPTAÖRYGG-
TI) \ RTMTJSTA
Gylfi Gíslason hreyfir nú
nokkru af frumkröfum 600
menninganna, en það var við-
skiptafrelsi, sjálf andlegu rétt-
indin til að lifa menningarlífi.
Hann segir nú eins og minni-
hlutinn og við samherjamir frá
1946, að smáþjóðirnar eru í
hættu vegna þess að harðlynd-
ar yfirgangsþjóðir sækja eftir
að innlima minni þjóðir til fjár-
öflunar.
Þegar semja mátti við Tru-
man um þessi mál öll í stríðs-
lokin varð aðstaða tslendinga
miklu sterkari en nú. En nú
leita ég enn sem fyrr til stall-
bræðra frá 1946, ekki aðeins í
Reykjavík og fyrir norðan, held
ur til þjóðhollra og framsýnna
manna um allt land. Nú legg
ég málið fram að nýju í nýút-
kominni afmælisbók minni „Ald
ir og augnablik“, sem fæst í
bókabiiðum um allt land.
LlNA LEIFS
HEPPNA
DASVEFN HEILIjA
ÞJÖDA
1 þessu riti heitir megingrein
in „Lína Leifs heppna“. önnur
minni grein en nokkuð þýðing-
armikil heitir „Fjörsprettur og
dásvefn þjóða". Þar er nánar
útskýrt eftir því sem við má
koma í stuttu máli hversu ör-
lagaþrunginn dásvefn lamaði
um tíu ára skeið andlegt líf og
þrótt tveggja forystuþjóða
heimsins, Frakka og Breta, svo
að við borð lá að þær glötuðu
dýrustu verðmætum mannlegs
lífs. Þessi dásvefn varaði næst-
um allan valdatíma Hitlers, ein
mitt á því árabili þegar Hitler,
stallbróðir Stalíng undirbjó með
elju og hugviti að geta greitt
frönsku þjóðinni banahögg. Svo
var máttur dreginn úr Frökk-
um á þessu árabili, að þeir, hin
sögufræga og stórgáfaða her-
þjóð lét stjómspekinga sína og
herfræðinga reisa einskonar
lambagirðingu til vamar með
fram allri Rín. Til var ætlazt
að hinir vösku og herkænu
Þjóðverjar yrðu að nema stað-
ar við múrinn eins og íslenzkar
kindur við afréttargirðingu.
Vangæzla Breta í landvarnar
málum var á þessum sömu ár-
um jafn óafsakanleg eins og
giftuleysi hinnar ágætu grann
þjóðar. Það má líta svo á að
hreint kraftaverk hafi á þess-
um tímamótum bjargað heim-
inum frá alveldi Hitlers.
Auk allra annara ódáða lét
hann þá drena 6 milljónir vam
arlausra Gyðinga í gasklefum
sínum. Heldur mundi siðmennt
uðu fólki hafa þótt hart að búa
undir þvílíkum húsbændum um
langa framtíð.
Eg tek i þessari grein nokkur
dæmi um alþekkta og óumdeil
anlega atburði úr sögu nalægra
þjóða til að vara við þeirri
hættu sem Gylfi Gíslason tæp-
ir á en skilur ekki til fulls.
Ef hinar fræknustu stórþjóð-
ir geta fallið í dásvefn og orð-
ið lítt sjálfbjarga um árabil, þá
mun minnstu þjóð álfunnar
geta orðið hált á heimsn-ála-
svellinu ef ekki er gætt varúð-
ar og fyrirhyggju.
Hætta er alltaf yfirvofandi.
Eina leið Islendinga til að
halda andlegu frelsi er að taka
upp gíðari þátt úr tillögu minni
hluta manna frá 1946, þá að
fullnota á drengilegan hátt þau
mörgu menningar- og athafna-
bönd sem tengja Islendinga við
Bandarikm, sem vinsamlegar en
fullkomlega sjálfstæðar þjóðir
Hygg ég að þau tengsl geti orð
ið jafn öflug og andleg eins og
frændsemi Engilsaxa innbyrðis.
Hefi ég fyrir mér spakleg orð
Bismarks um þau áhrif þessar
ar vináttu ef grundvöllurinn er
traustur og heill. Þetta sá hinn
vitri maður fyrr en á reyndi.
Eftir fráfall hans björguðu
frændsemi, og ópólitísk tengiöfl
Engilsaka veldi Bismarcks
tveim sinnum úr bráðum voða.
GISSUR JARL
SKORTI A 13. ÖLD
BJARGRAÐ 20.
ALDAR
Minnihlutinn frá 1946 hefur
unnið fullan sigur varðandi
landvarnir Islands á hættutíma,
en allt málið hefði verið betur
leyst með tillögum minnihlut-
hans heldur en á ferðalagi eft-
ir krókóttri undanhaldsleið, þar
sem margir voru oftar en
skyldi haldnir af dásvefni sem
minnti á herfræðingana frá Rín
arlínunni. En nú er tími til
kominn að hefja nýja sókn um
andlegt og viðskiptalegt öryggi
Islendinga á 20. öldinni. Her-
vamir íslendinga eru tryggðar
og ekki miður en hjá öðrum
vesturþjóðum, en þrátt fyrir
það hafa Gylfi Gíslason og
stallbræður hans á síðustu miss
irum staðið frammi fyrir sömu
gátu og hinn vitri og lífsreyndi
Gissur jarl á Reynistað. Á þjóð
in að svelta í hel af viðskipta
ástæðum eða afhenda frelsi
þjóðarinnar.
Enginn ásakar jarlinn eins
og mál stóðu á 13. öld. Eftir
leiðum minnihlutans frá 1946
var hægt með drengskap og
framsýni að bægja frá þjóðinni
bæði gasklefum Nazista og
hungurvofunni. Enn er tími til
að reyna þessa leið.
1 ritgerð minni um „Linu
Leifs heppna“ í afmælisbók
Framhald á 5. síðu.
Vinsælar
utanlands-
ferðir
MEÐ ISLENZKUM
FARARSTJÓRUM
Vinsælar utanlandsferðir með íslenzkum
fararstjórum.
Margra ára reynsla og ótvíræðar vinsældir tryggja far-
þegum okkar skemmtilegt og snurðulaust ferðalag und-
ir leiðsögn reyndra fararstjóra sem mörg ár í röð hafa
farið ösm ufrðnriea r
farið sömu ferðirnar, viðurkenndar og vinsælar af þeim
mörgu sem reynt hafa. Við auglýsum sjaldan, því hin-
ir fjölmörgu ánægðu viðskiptavinir, komnir heim úr
SUNNUFERÐum, eru okkar bezta auglýsing.
Nú þegar hafa margir pantað far í þessar helztu hóp-
ferðir sumarsins.
London — Amsterdam — Kaupmannahöfn,
4. júlí og 17. sept. 12. dagar, kr. 11.800,00.
Stutt og ódýr ferð, sem gefur fólki tækifæri til að
kynnast þremur vinsælustu stórborgum Evrópu, sem þó
eru allar mjög ólíkar. Miljónaborgin London, til-
komumikil og sögufræg höfuðborg heimsveldis með
sínar frægu skemmtanir og tízkuhús. Amsterdam heill-
andi og fögur með fljót sín og skurði, blómum skrýdd
og létt í skapi. Og „Borgin við Sundið“, Kaupmanna-
höfn, þar sem fslendingar una sér bezt á erlendri grund-
Borg í sumarbúningi með Tívolí og fleiri skemmtistaði.
Hægt að framlengja dvölina í Höfn. Fararstjóri: Jón
Helgason.
Edinborgarhátíðin, 23. sept. 7 dagar kr. 7.210,00.
Flogið til Glasgow og dvalið í viku í hinni undurfögru
höfuðborg Skotlands, Edinborg á frægustu listahátíð
álfunnar, sem þar er árlega haldin um þetta leyti. Farið
í skemmtiferðir um skozku hálöndin, þar sem landslags-
fegurð er víðfræg. Hægt að framlengja dvölina og fara
til London. Fararstjóri: Gunnar Eyjólfsson, leikari.
París — Rínarlönd — Sviss, 27. ágúst.
21 dagur, kr. 18.640,00.
Þessi vinsæla ferð hefur eins og flestar hinar verið full-
skipuð ár eftir ár. Fólki gefst kostur á að kynnast
nokkrum fegurstu stöðum Evrópu 1 rólegri ferð. Flog-
ið til Parísar. Dvalið þar í borg fegurðar og gleði sól-
ríkra sumardaga. Flogið til Rínarlanda og ekið um hin-
ar' fögru og sögufrægu Rínarbyggðir. Verið á vínhá-
tíðinni, þar sem drottningin er krýnd. Að lokum er
dvalið í hinu undurfagra Alpafjallalandi Sviss í Luz-
em, þar sem tindar Alpafjalla speglast í vötnúTn. Far-
ið í ökuferðir og siglt. Skroppið í skemmtiferð yfir til
ítalíu. Hægt að verða eftir á heimleið í London. e?-
Kaupmannahöfn. Fararstjóri: Jón Helgason.
ítalía í septembersól, 3. sept. 21 dagur,
kr. 21.300,00.
Flogið til Milano og ekið þaðan um fegurstu byggðir
ftalíu, með 3—4 daga viðdvöl í Feneyjum, hinni „fljót-
andi ævintýraborg11 og listaborginni Florenz. Fimm dag-
ar í Róm og gengið á fund páfans. Fjórir dagar í Sorr-
ento við hinn undurfagra Napolíflóa. Farið til Capri og
annarra frægra og fagurra staða. Siglt með Michelang-
elo, splunkunýju, stærsta og glæsilegasta hafskipi ítala
(43 þús. smál.) frá Napoli til Cannes á Frakklands-
strönd. Þar er dvalið í 3 daga í baðstrandarbænum
Nizza, áður en flogið er heim með viðkomu að vild í
Kaupmannahöfn eða London. Fararstjóri: Thor Vil-
hjálmsson.
Ítalía og Spánn. 21. sept. 21 dagur, kr. 24.860,00.
Þessi óvenjulega ferð gefur fólki kost á því að kvnnast
fegurstu stöðum Ítalíu og Spánar og hefur slík ferð
ekki áður verið á boðstólum hérlendis. Flogið til Fen-
eyja og dvalið þar í hinni undurfögru „fljótandi ævin-
týraborg“, sem stundum er kölluð „drottning Adriahafs-
ins“. Flogið þaðan til Rómar og dvalið í nokkra daga
í „boreinni eilífu", þar sem margt er að skoða. Ekið
suður til Napoli og dvalið á Capri, áður en siglt er með
hinu nýia og glæsilega hafskipi ítala, Michelangelo (43
þús. smál.) lúxusskip búið öllum lífsins bægindum.
Komið til Gibraltar á þriðja degi og ekið um hina
undurfögru Sólströnd Andalusiu til baðstrandarbæjar-
ins Torremolinios, þar sem dvalið er í fióra daga. Ekið
síðan eina fegurstu leið Snánar til Madrid með viðkomu
í Granada hinni fomu höfuðborg Máranna á Spáni.
þar sem hallir þeirra og skrauthýsi standa enn. Að lok-
inni dvöl í Madrid er flogið til London, bar sem hægt
er að framlengja ferðina. Fararstjóri: Jón Helgason.
Ævintýraferðin til Austurlanda, 8. október.
20 dagar, verð kr. 19.850,00.
Þessi ótrúlega ódýra Austurlandaferð var farin full-
skipuð með 35 farþegum í fyrra og komust miklu færri
en vildu. Verðið er svona lágt vegna samvinnu við
enska ferðaskrifstofu, sem hefur á leigu lúxushótel
í Egyptalandi, sem starfrækt er í fyrrverandi höllum
Faruks konungs. Flogið til Amsterdam. Dvalið þar í
sólarhring áður en flogið er til Cairo. Þar er dvalið í
viku og farið í skoðunarferðir um Nílardal. Síðan get-
ur fólk valið um vikudvöl á baðströndinni í Alexandríu
eða ferðalags til „Landsins helga“, Jerúsalem, Betle-
hem og fleiri sögustaða Biblíunnar, auk Damaskus oc
Libanon. Dvalið í tvo daga í London á heimleið og
hægt að framlengja dvölina bar. Fararstióri: Guðni
Þó-rðarson.
í SUNNUFERÐUM eru eingöngu notuð góð hótel. Eng-
ar langar þreytandi bílferðir. flogið og siglt lengstu
leiðimar og ekið aðeins þar sem landslagsfegurð er
mest. í öllum tilfellum er hægt að framlengia dvölina
erlendis. Kjörorð okkar er: Aðeins það bezta er nógu
gott fyrir okkar farþega. Við gefum siálfum okkur
ekki einkunn, en spýriið þá mörgu, sem reynt hafa
SUNNUFERÐIR. Margir velja þær aftur ár eftir ár.
— Kynnið ykkur verð og gæði annarra ferða — og
vandið valið. Biðjið um nákvæma ferðaáætlun og pant-
ið snemma.
F'erðaskrifstofan SUNNA Bankastræti 7. —
Sími 16 400.