Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 07.06.1965, Blaðsíða 1

Mánudagsblaðið - 07.06.1965, Blaðsíða 1
‘Bla.6fyr, 17. árgangur Mánudagur 7. júní 1964 21. tölublad Banndjöflar borgaríhaldsins Berlínarmúr í Reykjavík Höfniimi lokað? — Hsykvíkingar „rændir" einum íegursfa stað borgarinnar — Heimta milljónasóun — Heimskuieg og évinsæl tillaga BANNDIÖFLá borgaríhaldsins — Bjargar Geir sumarkvöldunum og sunnudagsgöngunni? — Höínin er Signa og Tempsá Reykjavíkur — Það var eins og rekinn væri rjtingur í alla góða Reykvík- inga er þeir opnuðu Morgun- biaðið miðvikudaginn 2. júní. Á útsíðu blaðsins var frétt með stórri fyrirsögn þar sem tilkynnt er um tjllögur, sem tveir aular borgaríhaldsins þeir Einar Thor- oddsen núverandi eða fyrrver- andi borgarfulltrúi og einhver Bjarki Elíasson hjá lögreglunni, hafi samið í sambandi við slysa- hættu við höfnina. Þessar tillög- ur eru frámunalega kjánalegar, leysa síður en svo þann vanda, sem þær eiga að leysa og eiu tilræði við frelsi borgara Reykja- víkur við einn fegursta og vin- sælasta skemmtigöngustað borg- arinnar, Reykjavíkurhöfn. Bæfir ekki Sagt er að tillðgurnar eigi að draga úr slysahættu. Þá er bezt að gera sér það ljóst að þeir sem stafar hætta af höfn- inni eru drukknir sjómenn, sem girðing kringum höfnina getur ekki haldið frá umferð þar, því skipin eru heimili þessara manna og ekki er meiningin að útvega hverjum og einum leið- s.ögn um borð í sitt skip og enn síður ef þeir ætla £ land aftur fljótlega. Á að kcma upp barna- gæzlu fyrir drukkna sjómenn í Reykjavíkurhöfn? Þetta er al- gev vitleysa út í bláinn. Koma yrði upp heilum flota af bílum ti’ þess og heilum skara af mönnum sem mundu kosta milj jónir. Kugsum okkur að tveir til j fjórir menn væru hafðir í þetta á bverri nóttu og svo léti einn dóninn illa, þegar komið væri um borð og vildi ekki fara að sofa undir eins eins og góðu börnin heldur heimtaði eð drekka meira brennivín. Þá þyrftu „verndarenglarnir1 ‘ að eyða öllum sínum tíma yfir hon- um og við hliðið eða hliðm væri orðinn á skammri stundu heili skari af félögum. þegar viðskiptin væru mest, sem mundu setja allt á annan end- ann. Kalla þyrfti út vara’ið sem mundi kosta offjár og er ábyggilegt að slíkt gæti rokið r.rarga nóttina upp í þúsundir. Og svo vaktin á daginn. Nei til sam ans mundi þetta skipta milljón- um á ári og finnst Reykvíking- um nóg með sína skatta eins cg þeir eru þótt einhverjir bjálf- ar komi ekki með eindæma heimskar tillögur er gera nokk- ur hundruð borgara í viðbót að skattadellu-fyrirvinnu. I hvers þágu? Nóg er óráðsían samt hjá hinu opinbera. Og hvar á svo að taka mannskapinn í þetta? Hann fer beint og óbeint frá arðbær- aim störfum í efnahagslífinu. Það er eins og annar þessara nefndarmanna sé á kaupi hjá Sambandinu, því að það á að afhenda því eina af verðmæt- ustu lóðunum við höfnína sem tíl kæmi við þessar ráðstafanir með lokun einnar götunnar. Sjá!fs!æðismeim þreyftir Svona smekklaus og illa falm kaup á fylgi Framsóknarmanna við tillöguna eru þessum mönn- um til skammar og algjör hneykslismál fyrir Geir borgar- stjóra. íhaidið hefur þann meiri- hluta í borgarstjórn, að það þsrf ekki að kaupa Framsókn. Ætlar hér að sannast ennþá emu sinni að íhaldið man eftir öUum nema sínu eigin stuðnings- fólki. Eru margir góðir Sjá'f- stæðismenn orðnir æði lang- þveyttir á þvf. Þetta ætlar Ihald- ið að gera eftir að sumir góðir Siálfstæðismenn hafa selt fast- eignir sínar í Reykjavík vegna r.eyðar skapaðrar vegna stór- eignaskatts og annars opinbers þjófnaðar, sem hefði kostað uppreisn í öllum vestrænum löndum nema Islandi, og sem Sjálfstæðisforustan lagði blessun sma yfir meira og minna ti’ þess að hanga í stjórn shr. ummæli Björns Ólafssonar, sem þo var valinn af einkakapítal- inu í Reykjavík til að gæta hagsmuna þess, sem brást svo herfilega að hann er út úr póli- tik. Kvöldaöngur hannaðar Hugsið ykkur það vit, að ætla að útiloka borgara Reykjavíkur frá hinum yndislegu vor- sum- ar- og haustkvöldgöngum við höfnina sína nema þá ef íil viil í gegnum eitthvert viðbjóðs- legt bannport. Og þar á ofan rriilljóna sóun á skattpíningar- peningum. Þetta verður tvöföld eða þreföld sóun, því menn- irnir, sem um framkvæmdina eiga að sjá eru teknir úr hinu skapandi átvinnulífi. Og til hvers þetta allt? Til þess að reyna að hafa vit fyrir einhverj- um drukknum, sem þurfa að komast um borð í skip sín og sem fara um borð í sín skip. Bkki verður um villzt hversu frámuna bjálfalegar þessar til- lögur eru skal aðeins bent á nokkur atriði úr mörgum tug- um, sem af er að taka. Nokkur augljés atíiði Lokun á höfninni útilokar ekki fulla menn frá höfn- inni, nema hver og einn sem að kemur verði fluttur niður í sína koju og ekki yfirgef- inn fyrr en hann er sofnað- ur í sinn haus. Þetta sjá all- ir heilvita menn að er gjör- samlega óframkvæmanlegt. Gegnum borgirnar London og París, renna ámar Thames Framhald á 6. síðu. Madame Butterfly í Þjóðleikhúsinu Atriði Újt sýningu Þjóðleikliússins á Madame Butterfley. (Sjá umsögn á 6. síðu). Fáránleg jarðarkaup Reykjavíkur Kaupir íegurstu jarðirnar í nágrenninu íyrir fávita, drykkjumenn og rumpulýð. Skyldi það vera tilfellið, að Reykjavíkurborg sé að kaupa upp beztu jarðir í nágrenni höfuðstaðarins til að hýsa þar drykkjuræfla, ólánsmenn aðra, hálfvita og allskyns rumpulýð, sem borgarstjórnin telur sig skulda framfæri? Það er von, að borgari spyrji, þegar hann ekur hér um nágrennið og er bent á hina ýmsu staði, sem borgin hefur komizt yfir og allir eru reknir með tapi og ótöldum milljónakostnaði fyrir borgarbúa. VlÐINESIÐ Víðinesið, sem borgin hefur umráð yfir, er rekið eins og nokkurskonar útbú frá afvötn- unarhælum höfuðstaðarins. Þangað fara þeir, sem fullir hafa verið vikum saman og hafa vart heilsu né fé til frek- ari drykkju. Hvílast þeir þar um stund, eins og Gunnarsholts lýðurinn, unz þeim áskotnast bæði fé og heilsa til frekari drykkju. Um störf er vart að ræða, þótt heita eigi, að þeir vinni við búskapinn. Tómt tap og vitleysa. En þessi jörð er við sundin blá, með fegurstu stöðum í nágrenni Reykjavík- ur. ARNARHOLTIÐ Uppi á Kjalarnesi er annað stórbúið, Arnarholt, einskonar lúxus-Kleppur, hvar staðar- menn geta andað að sér hreinu lofti, notið stórkostlegs útsýnig og laugað sig í sól og sumri. Þetta er enn ein opinbera eign in. Þarna er almannafæri, og ekki sízt óviðkunnanlegt, að þetta blessaða fólk skuli bein- línis til sýnig þarna. En ekki þarf neitt minna en úrvals jarð ir handa því. Farkostur KAKALA um Atlantsála. KAKALI brá sér í siglingu fyrir skömmu og ræðir nú farkostinn Gullfoss í dálkum sínum. Gullfoss er nú að liefja sumarferðir sínar, og bráðlega lendir flaggskip flotans í harðri sam- keppni. Viðbrögð Kakala í þessari ferð má lesa á 3. síðu. Nú hefur spurzt, að enn ein stórjörðin hafi komizt í hendur Geirs bónda og manna hans, og virðist ekki lát á því, hve lengi má kaupa upp jarðir í nágrenninu . Vissulega verður því til svarað, að seinna muni höfuðstaðurinn hafa gott af þessum eignum, og vera má, að svo verði. Hinsvegar er bezt að geyma öll jarðakaup þar til not anna kemur, en ekki láta núlif andi Reykvíkinga standa í ofsaútgjöldum vegna þessara fáránlegu jarðakaupa. MJÓLKURPENINGUR GEIRS O. FL. Hérna uppi við Korpu blasir svo við mjólkurpeningur Geirs borgarstjóra. Þar eru á beit allar kýr Koi-púlfsstaða, nær 160 mjólkandi gripir auk kálfa og bola, mjólkurbú rekið í sam keppni við bændur, og auðvit- að með koltapi. Þessa vitleysú vitum við, að Geir vill leiðrétta, m.a. fá hestaeigendum jörðina í hendur, unz hennar verður þörf. En þar er borgarverk- fræðingur eins og snúið roð í hundskjafti og hótar illu, ef Korpúlfsstaðir vérði settir und- ir slík fyrirtæki t.d. Fálk. Menú spyrja undrandi, hve lengi Geir borgarstjóri ætlar að haldá þessum jarðakaupum áfram, og hversvegna ekki má setjá einhver útnárakot undir drykkjuræfla á framfæri borg- arinnar og fávitahópa þá, setn ríki og borgur telur rétt að séu ekki á götunum. Svona bruðl er orðið óþolandi — eh Reykjavíkurborg hefur efni á öllu, meðan hægt er að ot& Gjaldheimtunni á borgarana. Má vera að þetta gleymist ekki.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.