Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 24.01.1966, Síða 2

Mánudagsblaðið - 24.01.1966, Síða 2
\ 2 Mánudagsblaðið Mánudagur 24. janúar 1966 111 f ....... hÁi& Kemur út á mánudögum. Verð kr. 10.00 í lausasölu. Askrifenda- gjald kr. 325,00. Simi ritstjórnar: 13496 og 13975. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Agnar Bogason. Auglýsingasimj 13496. — Prentsmiðja Þjóðviljans. Raddir lesenda Jónas Jónsson frá Hríflu: Aldamótamennt Nántsklyfjar harna og ungmenna Reykjavík, 17. jan. ’66. Herra ritstjóri. Enn einu sinni langar mig að segja nokkur orð varðandi svívirðilegar ráðagerðir ríkis- stjórnarinnar gagnvart sjó- mönnum á fragtskipum. Er það mögulegt að templarinn fráMel sem skráður er „fjármálaráð- herra“ í aumustu ríkisstjóm sem setið hefur, ætli sér að stimpla alla farmenn smygl- ara, eða réttara. sagt glæpa- menn, ef reglugerð hans u«i afnám fríðinda farmanna kem- ur til framkvæmda, munum við farmenn líta svo á, að Magnús frá Mel sé að etimpla okkur, og eins og áður hefur verið sagt, munum við ganga af skip unum. Mörg smyglmál hafa verið á döfinni, og því miður virðist fjármálaráðherra ekki kunna annað ráð en að banna þetta eða hitt. Nú langar mig til að spyrja Pétur Sigurðsson, sjó- mann og þingmann, hvað segir ?ú þegar flokksbróðir eem er ráðherra, hefur ofsóknir á hendur vinum og félögum, sem sigldu með þér árum saman, ekki vil ég trúa svo illu á þig, Pétur Sigurðsson stýrimaður og þingmaður, að þú þolir þegj andi og hljóðalaust að þeir sem þú þekkir svo vel, eéu ofsóttir af flokksbróður þínum. Nei, því trúum við ekki, enginn okkar. Og við treystum því að þú gleymir okkur ekki. Og nú langar mig til að spyrja Jón Sigurðsson og ykk- ur í sjómannafélaginu, hvað gé'rið þið nú, þegar ráðiðt er á friðindi okkar á fragtskip- um. Já, hvað ætlið þið að gera? Hr. forstjórar skipafélaganna, ég spyr ykkur, ætlið þið að láta það gott heita að starfsfólk ykkar sé ofsótt, og þau hlunn- indi, sem við höfum haft séu að engu gerð. Þið viljið áreiðan lega að allir séu ánægðir, en eitt er víst að ef hlunnindi okk ar verða af tekin, þá hópast menn i land, og jafnvel svo, að fragtskipin verða bundin, þar að auki hlýtur Sjómannafélagið að gera stórfelldar kröfur um bætt kjör. Þið hljótið að vita hvað þið getið gert, og ég skora á ykkur að sýna starfsfólki ykk ar (farmönnunum) að þið vilj- ið heldur hafa ' ánægðan far- mann heldur en óánægðan eða engan farmann. Flótti af skipunum er þeg- ar byrjaður. Nú síðast gengu af m.s. Reykjafossi 7—8 manns, allir vita að m.s. Reykjafoss ®r nýjasta skipið hjá Eimskip, af m.s. Hamrafelli fóru um 15 —20 manns (af 40). Af Lang- jökli held ég að hafi farið 10 manns. Eg veit að þessar tölur tala sínu máli, en hræddur er ég um að þær hækki ört ef Templarinn frá Mel kemst upp með það að ofsækja þá stétt manna, sem hefur einna lægst laun, og hefur fríðindi vegna langra fjarvista frá heimilum sínum. Farmaður hjá Eimskip N.k. fimmtudag þann 27. þ. m. frumsýnir Þjóðleikhúsið tvö leikrit í Lindarbæ. Leikritin eru Hrólfur og Á rúmsjó. Hrólfur er eftir Sigurð Pét- ursson sýslumann, sem var fæddur 1759, en dáinn 1827. Þetta mun vera eitt fyrsta leik- ritið sem skrifað hefur verið á íslenzka tungu. Það er samið fyrir skólasveina í Hólavalla- skóla og fyrst sýnt þar í skól- anum árið 1796 og léku skóla- piltar að sjálfsögðu öll hlut- verkin. Næsta leikrit Sigurðar Péturssonar, Narfi, er frum- flutt í Hólavallaskóla þremur árum síðar eða nánar tiltekið 28. jan. 1799. Bæði þessi leikrit Sigurðar urðu mjög vinsæl hjá alþýðu manna á sínum tírna, og voru sýnd um allt land við miklar vinsældir alla nítjándu öldina. Á þessari öld munu þau sjald- an hafa verið sýnd á leiksviði, en bæði voru þau flutt í út- varpinu fyrir nokkru. Það má segja að leikrit Sig- urðar Péturssonar séu böm síns tíma. Þau eru samin fyrir neinendur 1 Hólavallaskóla og allur útbúnaður í leiknum hafð ur í samræmi við þær aðstæð- ur, sem skólasveinar áttu við að búa. En með því að einbeita athyglisgáfunni að persónu- sköpun höfundarins og skapa sem sannasta umgjörð hvað snertir allan útbúnað á leik- sviði, fæst áreiðanlega skemmti leg og sönn aldarfarslýsing og Hrólfur hefur verið mjög þakk látt verkefni fyrir leikendur viðsvegar um land. Hrólfur hefur þrisvar komið út á prenti. Fyrst er hann prentaður i Kaupmannahöfn árið 1819. Síðar er það gefið út ásamt ljóðmælum skáldsins 1846, eða 19 árum eftir and- lát skáldsins. Árið 1950 gaf svo Menningarsjóður leikinn út UM ALDAMÓTIN HVARF GRÍSKAN, EN LATÍNAN LIFÐI VU> ERFIÐA DAGA Þegar ríkisreknir skólar tóku við fræðslustarfinu af foreldr- um og systkinum eftir fyrra stríðið voru gerðar nokkrar stökkbreytingar. Námsefnin voru þá og siðan valin af ný- liðum, sem vildu vel en náðu ekki út fyrir nýjan verkahring sinn. Sumt voru gamlar synd- ir, sem bættu sízt um í nýju umhverfi: Fornmálin héldu að mestu aðstöðu sinni frá alda- mótunum. Þá var grískan að vísu afnumin en latínan látin hverfa til fulls úr stúdentadeild verzlunarskólans. Grískan vann minniháttarsigur í guðfræði- ásamt Narfa. Lárús Sigur- björnsson, skjal^vörður bjóþau ,til prentunar á mjög smekkleg- an hátt og skrifaði auk þess eftirmála með leikjunum. Leikstjóri við Hrólf er Flosi Ólafsson, en leikendur eru Árni Tryggvason, Bessi Bjarnason, Valdemar Helgason, Sverrir Guðmundsson, Þóra Friðriks- dóttir, Margrét Guðmundsdótt- ir og Anna Guðmundsdóttir. Lárus Ingólfsson gerir leik- myndir. Á rúmsjó er pólskur gaman- leikur í einum þætti og er höf- undur hans Slawomir Mrozek. Leikstjóri er Baldvin Halldórs- son. Aðalhlutverkin í þessum gamanleik eru þrjú og eru þau leikin af Bessa Bjamasyni, Áma Trygvasyni og Valdemar Helgasyni, en auk þess fara leikaramir Valdimar Lárusson og Sverrir Guðmundsson með minni hlutverk. Gunnar Bjarna son gerir leikmyndir. Slawomir Mrozek er þekktur leikritahöfundur í heimalandi sínu og era leikrit hans sýnd á mörgum leikhúsum í Evrópu um þessar mundir. Þetta mun vera fyrsta leikrit hans, sem sýnt er hér á landi. Myndin er af Sigurði Péturs- syni, höfundi Hrólfs. deild háskólans í sambandi við tilkomu Bjama Jónssonar frá Vogi að þeirri stofnun. Stækk- un annarra menntaskóla varð til þess að nú skipta þúsund- um þau ungmenni sem til náms fengu þar .dautf tungumál. Við það glíma ungmennin þreytt og fjarlæg frá lifandi uppsprettum nútímalífs. Annar meginkross er í flestum ríkisskólum lagður á ungmenni í gagnfræða, hér- aðs- og menntaskólum með harkalegri, smámunakenndri ís- lenzkri málfræði. Duglegur en misheppnaður fræðimaður, Bjöm Guðfinnsson, breytti með sjúklegum ákafa málfræði- kennslu í skólum. Hann vildi vel og var heiðarlegur ofsatrú- armaður í áróðri sínum í þessu efni. Þúsundir barna og ung- menna glíma fyrir misstig hans árlega þrautpínd af próf- hræðslu við verkefni sem þau skilja aldrei, en þreytast til tjóns fyrir andlega heilsu. MA SJÖSKIPTA SAMTENGINGUM I þessari sjúku prófsókn leggja sumir kennarar áherzlu á að nemendur geri greinarmun á átta samtengingum í íslenzku máli. Það er með öllu óhugs- anlegt að nokkum tíma verði til á þessu landi maður sem befur gagn eða gaman af að vita nokkuð um þessa deilda- skipun samtenginga. Rétt er að taka það fram, að eftir þennan harðjaxl íslenzkr- ar tungu er ekki til svo mikið sem ein einasta málsgrein á móðurmálinu, sem bendir á yf- irburði í meðferð tungunnar. DANSKA OF TlMAFREK Ein af höfuðsyndum skóla- skipulagsins er hin óhæfilega tímaeyðsla í dönskunámið. Sannleikurinn er sá, að það geta allir sem vilja lært að skilja bóklega dönsku. Er fyrir þessu ævafom reynsla. Aftur á móti gengur frámunalega illa að kenna í íslenzkum skólum danskt talmál. Áratugum sam an var danska megin náms- grein i latínu- og síðar mennta- skólunum og gagnfræðaskólum yfirstandandi tíma. Nemendum leiðist þessi kennsla og mjög sjaldgæft að íslenzkur skóla- genginn maður hafi getað borið fyrir sig danskt mál vegna skólakennslu einnar saman. Það er landskunnugt að marg- ir íslenzkir embættismenn hafa lært dönsku í skólum. Síðan stundað embættisnám í Höfn og að lokum gifzt dönskum kon um og talað dönsku á heimilinu öll sín búskaparár, en þó aldrei getað farið með málið nema eins og útlendingur. Nú er danska mikið lesin í kvenna- blöðum hér á landi og numin í kvikmyndahúsum. Vissulega er skotið yfir markið með því að þvinga öll ungmenni á Is- landi til að búa sig undir að skrifá ritgerðir á dönsku eða tala málið. MESTI DÖNSKUKENNARI LANDSINS Til er landskunnugt dæmi um heppilegt dönskunám Jiorður í Þingeyjarsýslu. Þar var hinn frægi bóka- og fræðimaður, Benedikt á Auðnum. Hann átti engan auð nema nokkur mjög mannvænleg börn, 'sem hjónin komu vel til manns. Benedikt gerði fleira en kenna dönsku. Hann var fyrst bóndi upp í sveit síðan lengi á Húsavik, bókhaldari sýslunnar og kaup- félagsins en í hjáverkum skrif- aði hann félagsblað kaupfé)ags- ins 1 átta eintökum fyrir fé- lagsdeildimar. Hann ritaði þessi umferðablöð með svo snillilegri hönd að unglingamir lærðu betri skrift af hónum heldur en öðrum kennuram. Þá kom Benedikt á fót fágætu sýslubókasafni, mest með fram- lögum áhugamanna í héraðinu. Síðan batt hann þessar bækur til að gerá þær leshæfar. I þessu safni voru jöfnum hönd- um úrvalsbækur íslenzkar og erlendar. Þar fengu greindar- menn í héraðinu, konur ekki síður en karlar, bækur lánaðar og sendar heim með gestum, sem komu í kaupfélagið. Er þá skemmst af því að segja að á veldisárum Benedikts Jóns- sonar á Húsavík, dreifði hann milli greindarmanna í umdæm-‘ inu úrvalsbókum eftir fjöl- marga heimsfræga höfunda: Norsku skáldin, sænsku skáldin og danskir rithöfundar frá blómatíma Ibsens, Selmu Lag- erlöf og Brandesar. Úrval af skáldritum Rússa, Þjóðverja, Frakka og Breta komu sömu leið í norrænum þýðingum. Kennarahæfileika Benedikts má marka á umhyggju hans fyrir viðskiptavinunum. Tólf ára drengur upp í sveit bað um skíðaferð Nansens yfir Græn- land. Pilturinn fékk þá bók en um leið kver eftir Brandes og honum var Ijóst að bókavörð- urinn mundi síðar spyrja hann um það efni ef hann kæmi í kaupstaðinn. Benedikt kenndi engum tungumál en hann valdi góðar bækur handa lestrarfúsu fólki. Síðan glimdi það við bæk umar, lærði lesmálið og óx að bókmenntaskilningi og þroska við þessi kynni og áreynslu. Hér er tækifæri til að benda á eina óafsakanlega vangá við alla byrjunarkennslu lifandi mála. Þá er byrjað á allþungu máli og málfræði. Engin móðir í veröldinni byrjar að kenna börnum sínum eins og þessir kennarar gera. Þær velja létt, hlutkennt efni. Síðan sögur og brot úr æfintýrum. Á þessari götu bíða fóstmæðra og kenn- ara glæsilegir lífsvegir fram hjá eyðimörk dauðra og heimskulegra vinnubragða. Skylt þessu efni er söngurihn. Oft eru ungmenni, ekki sízt í heimavistarskólum þrælkuð með kóræfingum, þó að vitað sé að þessi ungmenni búa yfir- leitt ekki í nánd nema nokkra mánuði af allri æfinni. Böm og ungmenni þurfa um fram allt að fá æfingu í einföldum og einrödduðum söng. Síðar geta efni í stórsöngvara æfe sig í þeirri mennt á viðeigandi stöðum og tíma. 64 SUNNLENZKIR STAÐIR Eg hef áður í þessum grein- um bent á nýar leiðir bæði I kristnum fræðum og reikningi. Ennfremur hefi ég margsinnis varað foreldra utan Suðurlands við að láta börn þeirra í öðrum héraðum læra um þeirra fögru sveitir með þvi að nema utan- bókar til prófs 64 staðarheitj í héraðinu. Þá ætti að vera hegningarvert að kenna börn- um grasafræði með svörtum myndum af einhverri plöntu og láta síðan fylgja fjölmörg heiti frænda og nábúa í grasa- ríkinu. ÞRlSKIPTING NÁMSINS: LÍKAMLEG VINNA, IÞRÖTT- IR, BÓKNÁM Vitrir erlendir höfundar telja fyrir hálfri öld að enski kynstofninn hafi byggt á traustum grundvelli með þrí- skiptingu uppeldismálanna. Að leggja samhliða stund á líkam- lega vinnu, andlega vinnu og íþróttir. Eftir því sem við má koma hefur íslenzka þjóðin í þúsund ára dreifbýlisuppeldi í dal og við strönd, með heimilis- bækur, byggt á sömu megin- dráttum. Þaðan og víðar að munu Islendihgar leita hollra fordæma, þegar þeir byrja að temja borgara sína fyrir nýtt þúsund ára ríki. SÖLUBÖRN Mánudagsblaðið vantar söluböm, sem búa í úthverfunum. Blaðið verður sent til þeirra sem óska. MÁNUDAGSBLAÐIÐ — Sími 13975 - 13496. T. V. S. Frumsýning / L indarhæ *

x

Mánudagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.