Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 24.01.1966, Page 5

Mánudagsblaðið - 24.01.1966, Page 5
Mánuðagur 24. janúar 1966 Mánudagsblaðið 5 « FRAMHALDSSAGA STOLIN GOÐ EFTIR E PHILLIPS OPPENHEIM 16 „Eg var með honum í marg- ar lílukkustundir í dag, frændi, og hann minntist ekki ei;iu sinni á það,“ sagði hún. „Hann ætlar til Kanada í næsta mán- uði og ætlar að vinna fyrir sér þar.“ Hann tautaði eitthvað fyrir munni sér, stóð upp og gekk inn í húsið, en Claire lagði leið sína til frænku sinnar í Litla húsinu. „Hvar hefurðu verið í allan dag, bamið mitt ?“ spurði föð- ursystir hennar. frA.S skemmta mér. Gregory kom og sótti mig og við fór- um saman til Cromer.“ „Mér þykir vænt um að héyra, að þú hefur haft svona skemmtilegan dag,“ sagði frænka hennar. „Æ, ég veit ekki, hvernig það er,“ hélt hún áfram, „en mér finnst allir eitt hvað svo annarlegir í dag. Jafn vel Bertram virtist skrítinn. Hann sat hjá mér í klukku- stund. Venjulega hefur hann sefandi áhrif á mig. En í dag gerði hann mig hrædda. Mér finnst eitthvað geigvænlegt í aðsigi.“ „Frænka, þú mátt ekki vera með svona kjánalegar ímyndan ir,“ sagði Claire. „Allt og allir eru eins og þeir eiga að sér. Meira að segja var frændi í merkilega góðu skapi í kvöld.“ „Góða mín, getur nokkur var izt ímyndunum, sem liggrur rúm föst eins og ég klukkustúnd eftir klukkustund, dag eftir dag,“ sagði frænka hennar og stundi. „Eg veit þetta er kjána skapur, en eðlisávísunin er sterkari en skynsemin, og Bert ram var að minnsta kosti eitt- hvað undarlegur í dag. Hvað eftir annað þagnaði hann í miðju kafi, og ég sá það á aug unum í honum, að hugurinn var við annað." Þjónustustúlkan kojn inn og bjóst til að flytja Madame inn í svefnherbergið. Claire laut niður og kyssti frænku sína. „Og nú, ekki meiri ímyndunar- veiki. Eg kem snemma í fyrra- málið. Eg kann að hafa fréttir handa þér.“ „Svo frændi þinn fann það, sem hann vantaði, í London?" spurði Madame. Claire kinkaði kolli. „Hann sagði mér rétt áðan, að innan stundar mundi hann vita það, sem með þyrfti." ★ Claire var lengur að'búa sig undir háttinn en hún átti vanda til. Það var orðið framorðið, þegar hún loksins slökkti ljós- in, gekk út að glugganum og litaðist um. Allt í einu brosti hún ánægjulega. Birtan frá tunglinu var ennþá dauf, en þó sá hún bregða fyrir hvítri skyrtu, og heyrði, að einhver gekk upp þrepin í garðinum. Vissulega var það freisting. Hann hlaut að vera kominn al- veg upp að húsinu. En svo varð henni litið á vandlega saman- brotin fötin sín á stólnum, og hún hristi höfuðið. „Claire,“ sagði hún við sjálfa sig, „þú ert rómantískur kjáni.“ Svo stakk hún sér í rúmið og sofnaði vært. Þegar hún vaknaði, skein sól in inn í herbergið og úti fyrir glugganum var þrastasöngur, en undarlega mikið um manna- ferðir á hæðinni fyrir neðan. Hún settist upp í rúminu og lagði við hlustimar. Hún heyrði fótatak á mölinni fyrir neðan gluggann, raddir líka, o- greinilega, en æstar. Svo heyrði hún eitt orð — hræðilegt orð, sem sló nístandi kulda á þenn- an hlýja sumarmorgun. „Dauður- Hann var orðinn kaldur, þegar komið var að honum!“ 'Þetta hlaut að vera martröð. Hún hristi sig, en umgangurinn og mannamálið niðri hélt á- fram, og hún stökk út úr rúm- inu og áður en hún kom að glugganum, heyrði hún þessa sömu hásu rödd með Norfolk- hreimnum. „Skotið fór í gegnum höfuð- ið. Hann hefur setið við skrif- borðið og verið að skrifa. Papp 1 íramir voru út um allt. Þeir fundu skammbyssu á gólfinu. Lögreglan hefur bannað að snerta hana.“ Hún hallaði sér hljóðandi út um gluggann. Lögreglustjórinn, garðyrkjumennimir báðir, og Wilkinson, presturinn, stóðu fyrir neðan. „Segið þið mér: hvað hefur komið fyrir?“ hrópaði hún í skelfingu. Þeir vom eins og þrumu lostnir. Presturinn, hr. Wilkinson, varð fyrir svörum. „Ef þér viljið fara í slopp og koma til dyra, skal ég tala við yður,“ sagði hann. Hún mætti honum i stigan- um. Hné hennar skulfu, og hún studdi sig við handriðið. „Segið þér mér, hvað það er,“ sagði hún. „Er það frændi?“ „Kæra, góða ungfrú,“ sagði hann hátíðlega, „hér hefur gerzt hörmulegur atburður. Þér verðið að búa yður undir það versta. Frændi yðar hefur verið skotinn gegnum höfuðið, að því er virðist einhvem tíma í nótt. Læknirinn er hjá hon- um núna, en — en hann er dáinn.“ „Dáinn!" endurtók hún eins og í leiðslu. „Allir pappírar hans em á rúi og stúi," sagði presturinn að endingu. „Eg er hræddur um — það er óttalegt að segja það, en ég er hræddur um, að það sé enginn efi á þvi, að frændi yðar hefur verið myrt- ur.“ 17. KAPÍTULI Hr. Peter Johnson, hinn nýi. léigjandi Stóra hússins, sat úti í garði, þegar þjónninn kom og tilkynnti honumi að ungfrú Besant, aðstoðarstúlka Mad- ame De Fourgenet væri komin í heimsókn. Hann stóð þegar á fætur og gekk til móts við gest sinn og bauð hana velkomna. „Eg verð að biðja yður að afsaka ónæðið, herra Johnson, en húsmóðir min sendi mig til að biðja yður að gera sér greiða.“ „Það er ekkert að afsaka," svaraði hann kurteislega. „Það gleður mig, að þér skylduð koma. Svo við erum þá ná- grannar." „Við búum í Litla húsinu," svaraði stúlkan. „1 meira en ár — reyndar allan tímann, sem húsið heufr staðið autt — hef- ur garðyrkjumaðurinn yðar — Smith — vérið vanur að hjálpa eiiium þjónanna okkar í hálfa klukkustund á dag við að klippa af trjánum og þess hátt ar. Frúin er því ákaflega mót- fallin að hafa ókunnugt fólk í húsinu og jafnvel garðinum, og því sendi hún mig til að spyrja, hvort mögulegt væri, að við gætum haldið áfram að njóta hjálpar garðyrkjumannsins. PHILIPS sjónvarpstæki Fyrst um sinn munum við halda áíram að selja hin heimsþekktu Philips sjónvarpstæki með háðum kerfunum með aðeins kr. 3000,00 útborgun og ef tirstöðvunum eftir samkomulagi. Erum að taka heim'tæki með 25" skermi í mjög fallegum teak-kassa. Einnig fyrirliggjandi borðloftnet fyrir ís- lenzku sjónvarpsstöðina. Véia- og raftækjaverzlunin h.f. Bankastræti 10 — Sími: 1 28 52. INDESIT ísskápar Fyrst um sinn munum við halda áfram að selja hina vinsælu INDESIT ísskápa með aðeins kr. 2000,00 útþorgun og eftirstöðvar eftir samkomulagi. Véla- og raftækjaverzlunin h.f. Bankastræti 10 — Sími: 1 28 52. * \

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.