Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 07.02.1966, Blaðsíða 3

Mánudagsblaðið - 07.02.1966, Blaðsíða 3
Má nudag sbl a ði ð Blaðfyrir alla Kemur út á mánudögum. Verð kr. 10.00 í lausasölu. Askrifenda- gjald kr. 325,00. Síml ritstjómar: 13496 og 13975. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Agnar Bogason. Auglýsingasími 13496. — Prentsmiðja Þjóðviljans. Ctgerðarmenn gráta í móSurörmuns Þjóðviljans Aldrei er nema holít að lesa greinar batnandi manna, einkum þeirra í Þjóðviljanum. Svo dásam- lega er nú komið íyrir hinni vinstrisinnuðu stjórn- arandstöðu, að hún er farin að grípa til umsagna kapitalista til þess að geta fordæmt aðgerðir stjórn- arinnar. Að vísu má það heita furðu léleg frammi- staða tveggja andstöðuflokka þegar þeir geta ekki neitt að núverandi ríkisstjórn fundið. Stjórnin heí- ur fleiri snögga bletti en svo, að leita þurfi þeirra með logandi ljósi. Kommar hafa undanfarið gripið til þess ágæta ráðs að ræða við okkar aðal-útvegsmenn — um afstöðu stjórnarinnar. Það er ekki nýtt að þessír landsstólpar við sjóinn reki upp kvein, þegar þeim þykir nærri sér höggvið. Þessi stétt, sem lifað heí- ur stéita bezt, ef frá er talinn uppmælingarlýður- inn og notið óvenju fríðinda þykist nú sjá loku skotið fyrir auðsöfnun og forustumenn hennar flýja á náðir kommúnista til að rekja harmatölur sínar. Það væri ansi gaman að sjá þá forustumenn út- gerðarinnar, sem nú nýlega hafa boðið Þjóðviljan- um upp á kaffisopa og viðtal, bjóða þeim upp á slíkar kræsingar, ef þeir væru einráðir í landinu*/ Svo lágt leggjast þessar kempur nú, að þeim er ná- kvæmlega sama hvaðan þeim kemur liðsauki, jafn- vel frá þeim aðilum, sem eru svarnir fjandmenn sjálfstæðs útvegs og óska einskis fremur, en kné- setja þessa stétt að fullu. Það væri svo sem ekki mikil eftirsjón, þótt margir útvegsmenn gengju fyr- ir ætternisstapa. Menn hafa aíltaf vitað, að gert hefur verið að miklu út á ríkissjóðinn, gróði hirt- ur þegar hann gafst en almenningur látinn greiða þegar ekki vildi fiskast. Það væri máske rétt, að menn myndu tillög þessara manna seinna, sem nú flýja á náðir „óvin- arins” og rekja harma sína grátandi í fangi Magn- úsar Kjartanssonar og þeirra kumpána þar. Núverandi ríkisstjórn hefur vissulega ekki í öll- um sínum mistakaferli gert útvegsmönnum grikk, þótt víða hafi hún komlð og skilið eftir rúst. Það situr því sízt á forustuliði þeirra að leita huggunar hjá þeim sem ekkert vilja þeim nema algjöra út- rýmingu. En, eins og leikkonan sagði við biskup- inn: Alltaf kemur eitthvað nýtt í ljós. KAKAU SKR/FAR: I hreinskilni sagt Nobelsskáldið gefur nýjar vonir — Þekking arleysi Bandaríkjamanna í leiklist — Kunna þar ekkert — Evrópumenn litlu skárri — Skemmtile Ekkert auglýsingastarf — Beðið í ofvæni gt og upplýsandi viðtal skáldsins — Ný alda nýrrar leikritunar — Samkepypni við Jökul? — Það borgar sig að auglýsú / Mánudagsb/aðinu Auglýsið í Mánudugsbluðinu íslenzkir listamenn aug- lýsa ný verk sín eða önnur afrek á því sviði á misjafn- an hátt. Sumir ganga líkt og förumenn til fara, þvo sér ekki né skeyta almennum þrifnaðarreglum, láta sér vaxa skegghýjung úfinn eða beita öðrum furðulegum aðferðum til að vekja at- hygli á snilli sinni. Aðrir auglýsa hæfni sína í kvennamálum, eða skyldum málum, enn aðrir verða kátlegir í öllu fram- ferði. Er iafnan skopazt að öllu þeirra atferli en minni gaumur gefinn listum þeirra enda oftast til lítils að slægj ast. En okkar mesti á bók- menntasviðinu, Kiljan Lax- ness, telur sér alla slika háttu langtum neðar, erbæði snyrtimenni, prúðmenni og heimsmaður, ■ fyndinn, • smekk vís, heimskunnur höfundur, un og hlusta gaumgæfilega á þá speki, sem þar að ofan kemur. Margt var stórat hyglisvert í viðtali skáldsins, sem aldrei dáði Stalín bónda, reit eitt sinn svo voðalegt ledkrit, að aðeins á síðasta ári þótti þorandi að færa það upp — og þá af mennta •skólanemum — lýsir ná- kvæmlega starfsaðferðum sínum í listgreininni, eink- um og sér í lagi við þau tvö snilldarverk, sem bráðlega verða sýnd hér í Reykjavík, gefur stórmerkilegar upplýs- ingar varðandi Gerplu og Þormóð Kolbrúnarskáld, skopast að þeim líkt og sr. Jakob að testamentinu, og fullyrðir þó, að allt þetta hafi verið sér hin mesta tragedía. En mest spennandi hlýtur að vera í öllu þessu viðtali t hve- ræ'kilega og ófeimið . þeissi rödd heimsins afgreið- "“'"áiíSfféttr og'á heldur skamma ir ’hinaf1 ýmsu þjóðir og leik- leið með þeim mörgu sem klínt hafa á sig skáldnafni. Allra höfunda er hann vin- sælastur. Það var því ekki lítið gam an þegar hann á dögunum lét Ijós sitt skína í viðtali við eitt dagblaða okkar. Var þar margan fróðleik að finna, enda ekki dag hvern, að Nóbelsskáld lýsir skoðun- um sínum á nær öllu milli himins og jarðar, allt frá Stalín heitnum, eigin leikrit- un og síðan hiíiu auma á- standi í næstu heimsálfum í hinu síðastnefnda. Allténd er það svo þegar heimsfrægir menn taka til máls, þá mega hinir Iítt þekktari sperra eyr bókmenntir þeirra, ekki sfzt Bandaríkjamenn, sem þjóða fyrstir tóku hann til sín og litu hann alvöruaugum, líkt og þegar þeir fyrstir allra viðurkenndu sjálfstæði ís- lands. Hverjum vöknar ekki um augu, af einskærri hrifningu, þegar sjálft Nobelsskáldið lýsir yfir, að „Bandarískir höfundar geta ekki skrifað Ieikrit”. Stutt og laggóð yfir- lýsing, ekki verið að skera við nögl, heldur gengið beint til verks og í einu hand- bragði sniðin þessi gerfi- re- putasjón, sem vestrænir, jafnvel með samþykki rúss- neskra og Vestur-Evrópu, hafa áunnið sér síðan stuttu eftir aldamót. Það var tími til kominn að Miller, O’neill, og aðrir álíka skussar fengju hina sönnu dembu frá Is- landi, landi hinna mestu bók mennta hvort heldur snertir skáldsögur eða leikritun. Bíða menn spenntir hvort ekki verður af þessu hin mesta úlfúð í heiminum, eins og jafnan verður þegar heimsfræg Nobelsskáld full- yrða eitthvað, sem máske verða skiptar skoðanir um. Sérstaklega ber að athuga að bandarísk leikrit hafa farið sigurför víða um heim. Þegar á allt er litið er Nob- elsskáld alls ekki neinn venjulegur plebeii hvers orð enginn markar. Það má má- ske virða bandariskri menn- ingu það til vorkunnar, að árlega flytja þangað frá Evrópu hundruð þúsunda Evrópumanna hverra forfeð- ur hafa búið þar frá alda öðli, jafnvel lengur á megin- landinu heldur en afkomend- ur Egils á Islandi, og marg- ir þessara manná eru fram- arlega í bandarískri leikrit- un. Rússar fara heldur skár út úr þessu, einkum leikstíll þeirra — sá opinberi — og leikarar sjálfir þar eystra eiga ekki sinn jafningja. Bretar og Frakkar gera það mjög vel, að sögn Nobels- skáldsins. Ekkert smáræði að tarna og hverjir erum vér ta að mótmæla menntuðum staðhæfingum mikilmennis ? Endir viðtalsins er svo um Prjónastofuna og Dúfna- veizluna, þessi nýju verk, sem fyrst á að frumsýna á íslenzku sviði nú í vetur. Skáldið er réttilega dálítið upp með sér af þessum af- rekum, kveður sína innrilist rænu þróun hafa verið í átt- ina að leikritun. Nú vinnur hann með leikstjórunum og mún sjálfur hafa eftirlit með hverju atriði. Þetta er síður en svo auglýsinga-trikk hjá ^ meistara Kiljan. Hann telur ^ það bandaríekum til skamm- ar að leikhúsin þar skulu vera stíluð á að bera sig — en leikhúsin á Broadway kallar hann bara rottukassa og hefur þar mikið til síns máls. Sjálfur lætur hann sig í það að „færa upp“ fyrsta stykkið sitt nú í marmara- höllinni Iðnó. R, Það er ekki lítið spennandi að eiga í vændum nýtt verk, sem ekki er í stíl við þetta kjaftæði og snakk úr flestum evrópskum og bandarískum | tilraunum í þessari mætu listgrein. Það verður því að endurtaka að Kiljan okkar, ræktaður úr íslenzkri mold, uppalinn meðal drauga — hann var nákunnugur Ira- fellsmóra, mun bráðiega eiga eftir að heilla okkur Menzka leikhúsgesti og er það ekki á allra færi ef frá er tekinn Jökull Jakobsson, sem nú hefur fengið heldur erfiðan keppinaut. Og við Islendingar, sem, eins og skáldið okkar, slá- um ábyggilega evrópskan og amerískan leikhússmekk út, bíðum í ofvæni eftir hinum nýju og stórmerkilegu verk- um, sem Nobelsskáldið læt- ur bráðlega frá sér fara. Sjáumst heil. lceland Review Fyrir skemmstu kom út nýtt hefti af Iceland Review og flyt- ur það mikinn fjölda greina og mynda. Þar má fyrst nefna fal- lega seríu vetrarmynda ásamt grein um veturinn á Islandi, sem Sigurður A. Magnússon skrifar. Elíh Pálmadóttir, blaða kona, segir frá ferð út í Surts- ey og lýsir því, sem fyrir aug- un ,ber. Grein hennar prýdd fjölda úrvalsmyndá eftir marga ljósmyndara — og eru þær myndir einnig teknar í Surts- ey, m.a. af Syrtlingi, þegar hann var hvað tignarlegastur. Annars er þetta hefti Ice- land Review að töluverðum hluta helgað 25 ára afmæli ís- lenzk bandarískra viðskipta. Ut anríkisráðherra, Emil Jónsson, skrifar um samvinnu Islands og Bandaríkjanna — og bandaríski sendiherrann ritar langa grein um þróun viðskipta og annarra tengsla landanna. Jónas Kristjánsson, blaða- maður, skrifar grein um banda- rískar vörur á íslenzkum mark- aði. Björgvin Guðmundsson, viðskiptafræðingur, skrifar um samgöngur milli Islands og Bandaríkjanna — og ennfrem- ur eru greinar um Loftleiðir í New York — og á Kennedy- flugvellinum, Eimskip í New York — og dr. Helgi P. Briem skrifar um heimsókn Sveins Björnssonar, forseta Islands, til Bandaríkjanna árið 1944, en þangað var hann boðinn ný- kjörinn forseti af Franklin De- lano Roosevelt. W. J. Líndal, ritstjóri The Icelandic Canadian, á þarna grein um hlutverk tímaritsins meðal V.-Islendinga. Gunnar Flovenz, framkvstj. Síldarút- vegsnefndar, skrifar ýtarlega grein um síjdarsöltun og út- flutning — og birt er tölulegt yfirlit um útflutninginn frá aldamótum. Grein um skipafé- lagið Hafskip — og um starf- semi Véladeildar SlS. Iceland Review flytur eins og áður fréttir af íslenzkum við- burðum í stuttu máli. Ennfrem ur er í heftinu frímerkjaþáttur, sem Jónas Hallgrímsson sér um. Stuttur þáttur er þar um eitt og annað, er varðar ferða- mál — og ennfremur bóka- þáttur. Hefti þetta kom út um hátíð- irnar og er fjórða hefti þriðja árgangs. 4 I

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.