Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 07.02.1966, Blaðsíða 1

Mánudagsblaðið - 07.02.1966, Blaðsíða 1
jBIcíS fyrir alla 18. árgangur Mánudasur 7. febrúar 1966. 5 tölublað. Ferðamálaráð fordæmir veit- ingamennsku í sveitum í sl. viku barst blaðinu heljarmikil starfsskýrsla Ferðamála- ráðs og sýnt er að ráðið hefur unnið nokkuð á því tímabili, sem Iiðið er síðan það hóf störf. Skýrsla ráðsins, sem er allviðamik- il, drepur á mörg vandamál, sem sýna, að í raun og veru er ísland — að undanskildum höfuðstaðnum — enn með öllu ófært t|l að taka á móti ferðamönnum, sem eera hin- ar minnstu kröfur um aðbúnað, afgreiðslu, mat, gistingu eða aðra almenna hluti, sem bykja sjálfsagðir í ferðamanna- Iöndum. Ráðið kemst að þeirri nið- urstöðu eftir viku ferðalag um landið, gistingu á svokölluðum sveitahótelum og viðræðum við yfirmenn þar, að þessu sé víða mjög ábótavant en sumsstað- ar jaðri við hneyksli í hrein- læti og snyrtimennsku. Kemst nefndin að þeirri stórmerku niðurstöðu, að þótt kæruleysi og trassaskapur hafi haft viss áhrif í þeim efnum, þá sé það kunnáttuleysið sem ríði bagga- muninn í „frumstæðum aðbún- aði og sumum af greiðsluhátt- um‘.‘ Þogsum voða á að bjarga með því að ráða „farandkennara“ sem getur átt nokkra viðdvöl á hverjum stað og Ieiðbeint fólkinu. Ekki skortir nú ráðin né lausn þessa smánarástands. Sannleikurinn um yfirgnæfandi flest sveitahótel er sá, að þau eru í senn illa og klaufalega innréttuð, veita frámunalega lé- lega þjónustu, fábreytilegan mat og um hreinlæti er ekki að tala. Engum farandkennara myndi takast að bæta slíkt en skólanám í þessum efnum hér í Reykjavík, ætti að vera skil- yrði fyrir leyfisveitingu úti á landi. Gleðifréttir eru þó það í skýrslunni að hingað mun ráð- ast prófessor Ejler Alkjær, danskur kunnáttumaður í veit- ingamálum, og hefur hann þeg- ar kynnt sér málin i 4 daga og hyggst nú kippa þessu í lag fyrir litlar 15 þús. kr. danskar, sem er ágætt, ef honuin tekst það. En með stuttuin kynnis- — Er það satt, að fyrrver- andi Eyjabúi sé að rita ævi- ''áigu Helga Ben? ferðum tekst þetta ekki nema meðlimir og framkvæmdastjóri Ferðamálaráðs hafi kjark og sannleiksást til að kynna hon- um málið bæði af sannleik og einurð. Þá hefur nefndin á þessum tveim árum sem hún hefur starfað reynt að leiðrétta verð- mælana í leigubifreiðum, sem er orðið þjóðarskömm. Þar hef- ur hún ekki náð neinum ár- angri og mun hafa sótt rpálið slælega, því ekkert bílstjórafé- lag ætti að hafa afl til að halda svona mælavitleysu áfram. Er slíkt endemisástand á þessu, að aðeins einn maður vinnur að viðgerð mælanna, og sá fer sér heldur hægt svo oft verða bíl- stjórar ekki aðeins að bíða eft- ir að hann hafi tíma til að setja nýja mæla í bíla, heldur og að bíða eftir viðgerðum. Ef Ferða- málaráð vildi, þá gæti það ver- ið búið að kippa þessu í lag, en sem fyrr er sofið á verðin- um. Síðan telur starfsskýrslan upp ýmis mál sem fjallað hef- ur verið um en engu lokið. Má segja, að nefndin hafi skrafað viðstöðulaust en með öllu ár- angurslaust, því engar af tillög- um hennar hafa enn náð sam- þykki né unnizt að nokkru leyti. Má vera að þetta standi til bóta, en telja verður að hér ríði seinlætið og hægagangur- inn öllum tillögunum að fullu. Gallinn við þessa skýrslu er einfaldlega sá, að Ferðamála- ráð hefur, að því er bezt verður séð, hvorki vald né áhrif, a. m.k. enn, sem verða ferðamál- unum almennt til góðs. Það ó- heyrilega ástand, sem hér rík- ir beinlínis skaðar ferðamál okkar í framtíðinni ef ekki er komið á skjótum umbótum. Það er nefnilega ekki gott að búa yfir góðum tilgangi eins og má ætla að ráðið geri. Gestir, er- lendir og innlendir, sem nokkr- ar kröfur gcira, vilja þjónustu, ekki bara lilýlegt viðmót, \dlja greiða fyrir hana og fá fullan frið. Það væri óskandi að ráðið liraðaði nú einhverjum fram- kvæmdum fyrir vorið. Gestir koma ekki aftur ef allt er í ólestri. Það eru ennþá nógir staðir til að sjá í heiminum og við getum ekki alltaf stært okk ur af því hve fjarri við erum og allt óspillt og öðruvísi. Sann leikiurinn er sá að til er hrika- legra og frumstæðara landslag víða erlendis, hærri fjöll og fossar, himinblámi og „liot- springs‘‘, fallegar stúlkur, jazz, ponys og gos. Starfsmannatala borgarinnar Skriffinnska „hvítflibbunga“ stór útgjaldaliður — Nauðsyn að takmarka liðið og auka ábyrgð. Eins og vitað er, þá er þegar hafinn undirbúningur vegna borgarstjórnarkosninganna. Verður um margt deilt og margs minnzt sem betur hefði mátt fara. Það væri anzi þægilegt ef borgaryfirvöldin vildu upp- lýsa nákvæmlega hversu margir starfsmenn eru þar, hve margir á kaupi, eins og kallað er. Væri fróðlegt að bera slíka skýrslu saman við þær í „nágrannalöndunum“ en ts- lendingar ganga sennilega næst kommúnistaríkjunum í opinberum starfsmannafjölda. Þó megá kommaríkin eiga það, að eftir að hafa rannsakað vel gengi og fjárhagsleg- an uppgang Vestur-Evrópu, þá hafa þau leitað meinsins, sem orsakað hefur örbirgðina, svikin og skriffinnskuafleið- ingar almennt í eigin löndum og gert þær ráðstafanir fyrst- ar, að skera niður við trog „hvítflibbunga", en gera þá sem eftir sitja og stýra ýmsum fyrirtækjum ríkisins enn meira ábyrga. Hefur þetta stóraukið alla framleiðslu aust- an tjalds og jafnvel skapað vissa tegund velmegunar, þótt í afar smáum og fátæklegum stíl sé. Hér er nær allt að kafna í skriffinnsku og óþarfa kind- um á opinberu jötunni og er skylda þeirra, sem borginni stýra, að gefa borgurunum upp hversvegna borgaryfir- völdin- telja að þau þurfi að ráða til að reka þetta borgar- kríli. Ýmsir þessara manna, sem að óþörfu sitja að „störf- um“ hjá hinu opinbera gætu vel unnið gagnleg störf í hinum ýmsu en mannfáu atvinnugreinum. Bændur og búvélar í túninu Vélar í hirðuleysi til skammar — Látnar vera úti allt árið — Keypt nýtt þegar bilar — Bölvun styrkjakeríisins. Ef eitthvað upplýstist í sambandi við voðaveðrið hér á dög- unum og þær miklu skemmdir sem af leiddi, þá er það aðbúnað- ur véla í sveitum. Skejdi frá fréttariturum blaðanna úti á landi gátu þess jafnan, að einhver búnaðarvélin hefði orðið fyrir hrynjandi veggjum, ellegar fokið til á túni úti, tckizt á Ioft og skemmzt eða eyðilagzt. hjá skynsamari bændum, en, því miður, eru þær enn alltof fáar. Það er eins og bændur haldi, að þessi tæki hafi gott af útiverunni, frostum, regni, vindi og vosbúð almennt. Dæmi eru til þess, enda Tíminn lýst því, að ofveður um hávetur í sveit hafi verið með þeim ó- dæmum, að rokið hafi tekið upp rakstrarvél langt úti á túni og feykt henni á sláttuvél og hvorttveggja stórskemmzt. Leiðbeiningar frá land- búnaðarfyrirtækjum Það væri sannarlega hentugt, Framhald á 6 síðu. Eins og útigangshross Ennþá hefur ekki íslenzki bóndinn, sem áður var fyrir- mynd um nýtni og samvizku- sem við heldur léleg landbúnað artæki, lært að umgangast vélakost þann, sem nútíminn og blessað Sambandið hafa kynnt honum. Enn hlýtur trakt orinn sömu meðferð og úti- gangsbikkjur Skagafjarðar og Húnavatnssýslu, enn er sláttu- vélin geymd á túnum úti eða engjum, og skammt frá henni má ætíð finna rakstrarvélina eða snúningsvélina. Vél fauk á vél Vitanlega eru undantekningar Vífnir ökukennarar plága Gera „kúr" að konum eins og alvörumenn Kvæntur maður sneri sér nj'lega til okkar með þá eln- kennilegu kvörtun^ að kona sín, sem er að læra akstur; hefði engan frið fj'rir kennara sínum, sem hann nafn- greindi. Svo er að sjá, sem maður þessi telji það konum hinn mesti sómi, að hann auðsýni þeim einhverja viðleitni, einskonar „uppbót“ á væntanlegt kennslugjald. Brást konan heldur ókunnuglega við fitli hans og handapati, enda ekki talið sérlega nauðsynlegt í sambandi við akst- urskennslu. Eiginmaðurinn mun liafa lesið yfir hinum vífna ökukennara og komið konunni fyrir hjá öðrum, sem betri stjórn hefur á girndum sínum — í alminnstu gerð af bíltík þar að auki! Hitt er annað mál, að það ér alls ekki nj'tt, að sumir ökukennarar svífist einskis í þessum efnum, og ætti fé- lag þeirra að beita sér fjrir, að þeir einbeiti sér að kennslunni — hún er ekki svo beysin hjá sumum. Hver er ábyrgur? Heldur þóttu það tíðindi i veðrinu um daginn, þegar þak- ið tók af Hekluhúsinu, nýrri byggingu, og munaði minnstu, að hópur bifreiða yrði undir. Menn spyrja: Hver er ábyrg- ur? Arkitektinn eða smiðurinn? Það er víst tiltölulega sjald- gæft, að byggingariðnaðarmönn um sé gert að svara fyrir svona atvikj Svik eru of tíð í þessum efnum, til þess að kenna megi um náttúruhamförum, alltaf þegar illa fer. Hekluhúsið, eins og aðrar nýjar byggingar, hlýt- ur að vera sterkbyggðara en svo, að veður, þótt aftakaveður sé, geti svipt af því þakinu, þessu litla bákni. Þó ekki verði annað, þá ætti þetta atvik að fá menn til að hugsa um, hvar og undir hvaða kringumstæðum þessir aðilar séu ábyrgir. Hið þekkta Ieikrit Bertholt Brecht, Mutter Courage, hefur nú verið sj'nt 10 sinnum í Þjóðleikhúsinu og* verður næsta sýning á laugardagskvöld. Helga Valtýsdóttir leikur sem kunnugt er titilhlutierkið og hefur lilotið ágæta dóma fyrir túlkun sína á þessu erfiða og margþætta hlutverki. Myndin er af Helgu á- samt Gunnari Eyjólfssyni, Bessa Bjarnasyni og Brieti Héðiusd. i

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.