Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 07.03.1966, Blaðsíða 2

Mánudagsblaðið - 07.03.1966, Blaðsíða 2
Mánudagsblaðið Mánudagur 7» marz 1966 Söngmennt er nokkuð stund- uð í skólum ríkisins, en þar hefur kennslan komizt á hættu- Öega villustigu. Mest gætir |tvennskonar og þó allólíkra meinsemda. Fyrri og enn til- Pinnanlegri yfirsjónin er , mis- 'notkun kórvinnubragða í söng- 'íefingum almenningsskólanna. ' Þar haf a söngkennararnir Tgleymt því.að þeir æfa venju- • lega ungmenni, sem eru undir i þeirra umsjá eitt, tvö eða mest þrjú missiri. Alla þessa stund eru ungmennin æfð til að vera einskonar sérfræðingar í söng- mennt. Nemendur eru flokkaðir *eftir gáfum í sérgreinar kór- fsongsins, og æfingunum hagað geftir því. Búast mætti við að Iþessi kórkennsla í f jölmörgum jiskólum leiddi til þess að fólkið fiþeitti þessari söngmennt í kirkj- |unum. En það er öðra nær. Al- linennur messusöngur er miklu "sjaldgæfari í íslenzku þjóð- 'iíkirkjunni heldur en við guðs- i þjónustur í Englandi. Hér á landi hefur meir og meir orðið að grípa til launaðra söng- flokka við messur og aðrar há- tíðlegar samkomur í þjóðkirkj- unni. Astæðan er auðsæ. Þrátt fyrir hinar tímafreku kóræf- ingar í ríkisskólunum er þetta unga og söngvana fólk of lít- ið menntað í almennum söng til að geta tekið eðlilegan þátt í messugerðinni nema með því að litlir æfðir flokkar einskonar sérfræðinga á háu kaupi bjargi Jónas Jóasson frá Hrífíu: Aldamótamennt Söngkennsla á villustigum hinni lútersku messugerð frá því að verða þagnarmessa. Hin villigatan í söngkennsl- unni er allt annars eðlis. Sam- hliða atómtækni í myndlist hef- ur algerlega ný grein söng- mennta reynt að reyðja sér nýj- ar leiðir. Tónsmíðar af þessu tagi eru svo vélrænar, að þegar snjöllustu og lærðustu söng- mennta menn eins og t.d. Páll Isólfsson tónskáld og Björn Ölafsson fiðlusnillingur hlusta á þessa atómhljóma, þá hafa þeir ekkert gagn af æfilangri hljómlistarmennt sinni til að skilja þessi nýmæli. Þeir mæta hér algerlega nýjum og fram- andi heimi. Hér hefur verið gerð uppreisn móti allri undir- stöðu menntaðra þjóða í hljóm- listarmálum. Þessi síðari villa er fremur hættulítil tónmennt líðandi stundar. Hún er of vél- ræn, sálarlaus og köld til að geta hrifið hugi æskumanna sem eru gæddir heilbrigðu lifs- fjöri og skapandi listrænum gáfum. Kórsöngurinn á ekki erindi í barna- og ungmennafíkóla landsins. Starfsemi kóranna er hættuleg tízkuhreyfing í þeim stofnunum, sem starfa fyrir ungt fólk á vaxtarskeiði. Eitt sinn voru nokkrir bekkir vel æf ðra skólanemenda sunnan- lands að skilja með kvéðjuhófi í Hótel Borg. Söngstjórinn varð skyndilega að hverfa úr saln- um til að ráða fram úr erindi annars eðlis. Söngurinn átti að hefjast, en þá gat söngvélin ekki byrjað að starfa, þó að um algeng sönglög væri að ræða. Nú skorti forystuna. Verkstjórinn var ekki inni í salnum. Þetta litla dæmi sýndi að skólafólkið var að vísu vel æft í vissum lögum en háð skipulagi kennslustofunnar. Nú voru þéssir nemendur að skilja eftir vetrarlanga samveru og sennilegt að fæstir þeirra mundu síðar á ævinni vera í einum sal og reiðubúnir til að raða sér í kórsveitir skóladag- anna. Hér er um að ræða eina af megin yfirsjónum kóræfinga í skólum. Kórstarfsemin er þar einskonar sníkjujurt. 1 stað kóræfinga þurfa mæður, fóstr- ur, systkyni, leikbræður og skólafélagar að æfa eftir því sem frekast má við koma ein- raddaðari náttúrlegan söng og leggja þar stund á fagran framburð móðurmálsins. Ein- raddaður söngur er undirstaða allrar hljómlistar. Efst í frægð- arstiga hinna miklu söngmanna er ein mannsrödd hæsta stig lisfarinnar ef nógu vel er til vandað um meðfædda hæfiléika og þjálfun. Meginundirstaða í söngþjálf- un þjóðarinnar er að æfa vel og með öruggri en mildri þjálf- un söngrödd barna og ung- menna. Þar er móðirin fyrsti og áhrifamesti kénnarinn. Móð- irin syngur við barn sitt. Ylur móðurástarinnar lyftir hug og síðar rödd barnsins. Því þykir mannvænlegu fólki yndislegt að syngja lítil en falleg lög. Söngkennarar skólanna eiga að koma til liðs við vandafólk barnsins sem fetar hægum skrefum inn á leiðir söngsins. Siðan taka við skólar, félög, og íþróttaleiðangrar. Ef vel væri haldið á söng- menntamálum æskunnar mundi söngur almennings í langferða- bílunum verða til gleði og sæmdar þjóðinni fremur en ver- ið hefur hingað til. En þó að kórsöngvar eigi ekki erindi inn í ungmennaskóla landsins, er allt aðra sögu að segja um hina mörgu kóra sem starfa árum og jafnvel ára- tugum saman í sömu sveit eða kaupstað. Þar er öruggur grundvöllur. Margir þvílíkir kórar hafa átt mikinn þátt í aukinni söngmennt í landinu og jafnframt aukið frægð þjóðar- innar í öðrum löndum; þar er byggt á klöpp en ekki á sandi. Ef þróun söngmála hér á landi yrði með þeim hætti, sem hér er mælt með, ættu kirkjur landsins að fyllast nieð fögrum söngröddum, sem tækju þátt í guðsþjónustunni af innri hrifn- ingu en ekki fyrir áhuga á að fá auknar skattskyldar tekjur. Sölubörn sem vilja selja Mánu- dagsblaðið i úthverfum geta fengið þaðsent heim Auglýsið í Mánudagsblaðinu PHILIPS sjónvarpstæki Fyrst um sinn munum við halda áfram að selja hin heimsþekktu Philips sjónvarpstæki með báðum keríunum með aðeins kr. 3000,00 útborgun og eftirstöðvunum eftir samkomulagi. Erum að taka heim tæki með 25" skermi í mjög fallegum teak-kassa. Einnig fyrirliggjandi borðloftnet fyrir ís- lenzku sjónvarpsstöðina. Véla- og raftækjaverzluriin h.f. Bankastræti 10 — Sími: 1 28 52. INDESIT ísskápar Fyrst um sinn munum við halda áfram að selja hina vinsælu INDESIT ísskápa með aðeins kr. 2000,00 útborgun og eftirstöðvar eftir samkomuiagi. Véla- og raftækjaverzlunin h.f. Bankastræti 10 — Sími: 1 28 52. ÍBÚÐARHÚS úr timbri útvegum við f rá Póllandi Stærðir 51 fermeter, 72 fermetrar og 115 fermetrar. Mjög hagstætt verð. Húsum þessum fylgir parket-gólf rörlagnir og raflagnir. Uppsetningu annast erlendir sérfræðingar og verður húsunum skilað tilbúnum til að flytja í þau. Leitið upplýsinga. Asbjörn Olafsson h.f. Grettisgötu 2 — Sími 2 44 40.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.