Mánudagsblaðið - 19.12.1966, Side 1
4*
Blaéfyrir alla
18. árgangur
Mánudagur 19. desember 1966
40. (ölublað
Nöfnin á borðið strax
Kaupmenn illir — Stéttin öll undir grun — Hátt-
settur embættismaður í sambandi við „dansk-ís-
lenzka svindlið" — Enginn græðir á þögninni —
Mikill fjöldi kaupsýslumanna, aðalstoðir Sjálfstæðisflokks-
ins, er bæði unlrandi og hryggur yfir þeim seinagangi^ dóms-
málaráðuneytisms að ekki skuli birt nöfn þeirra aðila, sem
rannsakaðir eru vegna svonefnds „dansk-íslenzka svindlsins.“
Almenningur er orðinn þreyttur á nafnabirtingu smáþjófa og
eltingarleik lögreglunnar við smákrakka, sem stela bílum.
Dönsku rannsóknarmennirnir voru ekki lengi hér en unnu fljótt
og skjótt í þessu umsvifamikla máli. 1 dag eru nefndir manna
á meðal tugir nafna og svimandi upphæðir í þessu dansk-ís-
lenzka máli, en útilokað er í senn, að nefna nöfnin og svo hitt
að fá þau uppgefin. Öll stétt kaupsýslumanna liggur undir grun,
en annaðhvort eru allir áhrifamenn hennar sekir — eða þeim
er sama þótt þetta orð liggi á þeim.
„KJÓLL OG KALL“
Talað er mikið um háltsetlan
embættismann, sem hefur veitt
stóru fyrirtæki forstöðu og
nú sé vafinn í þetta mál „upp
fyrir haus“ svo nærri láti, að
hann missi kjól og kall, eins og
orðað er. Er svo gífurlega um-
fangsmikið mál hans eins, að
furðu sætir, að ek'ki skuli fyrir
löngu uppvíst.
HÖFUÐP AURIN N
Um sjálfan höfuðpaurinn,
sem hófst til fjár og vissrar
tegundar m" mvirðingar heyrist
lítið, en „dótturfyrirtæki" hans
eru orðuð við allskyns óvenju-
lega viðskiptahætti. Smærri
heildsglar, sem hér hafa verið
nafnkunnir fyrir margt fleira
en sölumennsku eru líka orð-
aðir, jafnvel sumir menn, sem
alþýða veit að eru blásaklausir.
Svo langt er gengið að jafnvel
háttsettir menn í fjármálalífinu
eru taldir vera meðsekir í þessu
mikla „dansk-íslenzka svindl-
máli“ eins og eitt stjórnarblað-
ið hefur kallað það.
Það er afar vafasamt, að
halda nöfnum þeirra sem rétt-
aðir hafa verið mikið lengur
leyndum. 1 íslenzka þjóðfélag-
inu, einkum þó í kaupsýslu-
mannastéttinni er það enginn
dauðadómur að vera grunaður
um misferli og oft beinlínis upp
reisn, að vera frikenndur eftir
rannsókn.
BJARNARGREIÐI
Svo hátt sem menn vilja
hreykja sér í heiðarleikastigan-
um er ekki úr vegi, nú á þess-
um miklu „svindl“-mála tím-
um, að rifja upp, að ekki eru
ýkjamörg ár síðan sum af
þekktustu og virtust fyrirtækj
um höfuðstaðarins voru, ekki
aðeins grunuð, heldur dæfnd
fyrir óhefðbundna viðskipta-
hætti og ráku þau þá menn í
æðstu stöðum þjóðarinnar. Fær
enginn enn séð, að þessi fyrir-
tæki hafi þá né síðan beðið
nokkurn sjáanlegan skaða af
slíku feilspori.
VfÐTÆKARI SKOÐUN
Það er því aðeins bjarna-r-
greiði við stétt kaupsýslu-
manna í heild og máske fyrir
einstaklinga, sem til yfirheyrslu
koma, að hylma of lengi yfir
nöfn þeirra. Vitnaleiðslur og
rannsókn er ekki annað en eðli
legur gangur slikra mála og
„munu margir kallaðir en fáir
útn’aldir" svo sízt er minnkun
að þvi að gera skyldu sina í
að aðstoða rannsóknarmenn.
ENGAR SILKIHÚFUR
Nei, þær detta ekki af koll-
um þeirra silkihúfurnar þótt
nöfnin verði birt. Máske leiðir
þetta til þess, að við fáum bráð
lega betri greinargerðir um út
gjöld og reisufé opinberra
starfsmanna, og undirþjóna
þeirra, sem fullir eru af lofti
og rembingi, svo ekki sé talað
um réttlætistilfinningu. Og vera
má, að ekki verði langt þar til
slík mál upplýsast til hins
bezta.
Hörkusamkeppni á
bjórmarkaðinum
Hve lengi ætla stjómarvöldin að þrjóskast
við að leyfa „innfæddura“ að nj'ita þeirra
lífsgæða í landi sínu sem útlendingum eru
heimil?
Það væri hægt að halda að stjórnarvöldin í þessu landi
væru nú loks búin að átta sig á því að ekki verður til lengdar
hægt að neita landsmönnum um þau lífsgæði, sem hvarvetna í
heiminum eru jafn sjálfsögð og andrúmsloft og drykkjarvatn,
að menn geti fengið sér glas af góðu öli, því að hér er nú að
hef jast hörkusamkeppni um sölu á áfengum bjór.
Pétur Ben. annar á fístanum?
Blaðið hefur fengið mjög
góðar, en óstaðfestar, heim-
íldir fyrir því, að ákveðið
hafi verið að Pétur Bene-
diktsson, bankastjóri, verði
2. maður á lista Sjálfstæðis-
flokksins í Reykjaneskjör-
dæmi í alþingiskosningum í
vor. Matthías, sparisjóðs-
stjóri, verður nr. 1 eftir
harða baráttu, en í neðra
sæti hafði hann cnga mögu-
leika. Það veitir sannárlega
ekki af fyrir Sjálfstæðis-
flokkinn að hafa sterkan
Iista í þessu kjördæmi að
,vori.
Hin mörgu mistök flokks-
ins á síðasta kjörtímabili eru
enn I fersku minni kjósenda,
auk þess s«n Hsti Fram-
sóknar er skipaður ágætum
menn hans — erfingjar 01-
afs Thors — farið með
flokksfylgið í öruggasta vígi
flokksins á landinu.
og hörðum mönnum, sem
verða íhaldinu skeinuhættir.
Svo kann að vera að það
verði of seint fyrir flokkinn
að halda fylginu — svo fer-
lega hafa núverándi þing-
Nú um alllangt skeið hefur
verið brúggaður áfengur bjór
hér á landi hjá Agli Skalla-
grímssyni og hefur „Polar
Bear“ bjór notið mikilla vin-
sælda hjá þeim útvöldu sem
fengið hafa að neyta hans.
Sendiráð og aðrir erlendir aðil-
ar hafa getað keypt allt það
magn af þessum bjór sem þá
lysti og hafa notað sér það í
ríkum mæli. Hins vegar eru
þeir fáir Islendingamir sem
fengið hafa að njóta þessarar
ágætu íslenzku framleiðslu —
nema þeiy sem ferðazt hafa
með íslenzkum skipum til út-
landa. Grunur leikur þó á að
fleiri muni hafa átt þess kost
að dreypa á þessari veig en
eiginlega hefur vei-ið ætlazt til
af stjórnarvöldum, og munu
reyndar flestir þeirra valds-
manna sem banna landsmönn-
um að njóta þessara sjálfsögðu
réttinda vera í þeim hópi.
Nú eru að koma á markað-
inn hér, handa þeim sem njóta
þessara sérréttinda, tvær • nýj-
ar tegundir af áfengum bjór.
Rolf Johansen hefur hafið inn-
flutning á belgískum bjór fyrir
„íslenzkan“ markað, „Iceberg"
bjór, gæðadrykk með 5 prósent
.....—..............■■■■■....*"■!
Fáir kvikmyndalcikarac njóta nú jafnmikilla vinsælda og Peter
Sellers, sá óriðjafnanlegi enski skopleikari. Nýlega hefur verið
gerð kvikmynd með honum, „Skot I myrkri“, sem hlotið hefur
góða dóma, enda býður hún ekki aðeins upp á Hst hans heldur
lika yndisþokka þýzku kynbombunnar Elke Sommer og sjást
þau hér saman á myndknti.
lO Krónur
Vegna misskilnings hjá nokkrum útsölu-
stöðum, skal þess getið að verð blaðsins í
lausasölu er 10 kr.
Mánudagsblaðið
áfengismagni, „Scandinavia’s
fastest growing name in beer.“
Fyrsta sendingin er komin til
landsins og Rolf gerir sér mikl
ar vonir um góð viðskipti,
kveðst enda sannfærður um að
ekki muni líða „mörg ár“ þar
til leyfð verður sala á áfengum
bjór hér á landi sem hjá öðr-
um siðmennt.uðum þjóðum.
Frá höfuðborg Norðurlands
er á næst.unni væntanlegt mik-
ið bjórflóð því að verksmiðjan
Sana er nú tilbúin að hefja
bruggun á þremur nýjum teg'
undum af öli sem nefnist
„Thule“. Innfæddir munu þó að
eins fá að kanpa eina þeirra,
hinar tvær eru ætlaðar sérrétt-
indamönnum. Verksmiðjan hef-
ur tilkynnt að hún sé reiðubú-
in að framleiða 9 miljón flösk-
ur á ári, það eru 50 flöskur á
hvert mannsbarn.
Það er annars villandi og
„tátólógía" að tala um „áfeng-
an bjór“, því að allur bjór, allt
öl er áfengt — annars er drykk
urinn einfaldlega ekki öl. Það
sem allur 'styrrinn stendur um
er prósentubrot. Þannig mælist
áfengismagnið í þeirri tegund
„Thule“ sem ætluð er á „inn-
anlandsmarkað" 2,25 prósent,
en þær tvær 'tegundir sem Al-
þingi Islendinga telur lands-
mönnum sfórliættulegar hafa 4
prósent áfengismagn. Hinir
vísu landsfeður telja því að
þessi 1,75 prósent mismunur
geri allan gæfumuninn — og
væri æskilegt að þeir væru jafn
nákvæmir í útreikningum sín-
um þegar þeir fjaTla um fjár-
muni þjóðarkinar.
i
Hluupust frá kommum
Frjáls Þjóð sér loksins að sér — Yfirlýsing
I nýútkominm Frjálsri þjóð —• 44. tbl. — birtist yfir-
lýsing frá stjórn Hugins, eigendum blaðsins, þar sem
sagt er að frá og með þeim degi, sé allri shmvinnu við
kommúnista hafnað og hætt. Lýsir blaðið sig með öllu
óháð stjórnmálasamtökum og leitar samvimra við þá
sem ljá vilja baráttumálum blaðsins lið.
Eins og kunnugt er þá eru baráttumál blaðsins tvö
— brottrekstur vamarliðsins og að knésetja Lárus Jó-
hannesson og hafa bæði misteldzt.
En það er engn að síðnr athyglísvert, að blaðið kveð-
ur nú kommúnista, sem það hefnr haft náið samband
\ið hálfan annan áratug.
i
Því ekki hlutlausa
endurskoðun?
Myndi þæta og lagíæra t.d. opinbera eyðslu —
Opinber endurskoðun jafnan slæleg
Óskandi væri, eftir öll þau
svindl-mál, sem nú eru f
rannsókn, að meira yrði gert
að því, að láta fara fram
„hlutlausa rannsókn“ á t.d.
rekstri og eyðslu opinberra
fyrirtækja. Til þessa yrðu
fengnar vel metnar og á-
byggilegar endurskoðunar-
' skrifstofur, sem rannsöknðu
þessa _ útgjald^liði hlutlaust
og heiðarlega. Svokölluð op-
inber endurskoðun er oft
gecð af pólitískum bitlinga-
inönnum sem hvorki hafa
þekkingu né áhuga á já-
kvæðri gagnrýni á opinberri
eyðslu og enn síður ef flokks
maður eða kimningi á í hlnt.
Þetta er í raun hið mesta
óheilbrigði í' smáu þjóðfé-
lagi.hvar hver þekkir annan,
enda er opinber endurskoð-
un eftir þvi. Hvernig væri,
ef hlutlaus endnrskoðun færi
fram t.d. á rekstri opinberra
bifreiða, benzínkostnaði og
öðru. Eða hvemig færi með
dagpeninga „ferðamanna“
okkar, einkum í smærri emb
ættnm. Heyrzt hefur að dag-
peningar sumra séu allt að
kr. 5000, eða voru, unz f jár-
málaráðherra núverandi,
lagði blátt bann við slíku.
Allt þetta yrði anzi gám-
an, ef hlautlanst yrði skoð-
að.
4