Mánudagsblaðið - 19.12.1966, Page 2
Mánudagsblaðið
Mánudaguir 19. desember 1D6G
JÓNAS JÓNSSON FRÁ HRIFLU:
loingar um
i og mannbætur
Af og til berast fréttir frá
etórþjóðunum um að frægir
glæpamenn komist þar brott úr
dyflissum þrátt fyrir hinn vand
aðasta varnarútbúnað bæði um
hús og gæzlu. Islendingar hafa
líka nokkra erfiðleika í þeim
efnum. Fyrir nokkru tókst ung
um,, dæmdum Norðlendingi
hvað eftir annað að komast út
úr fangelsinu við Skólavörðu-
stíg með ótrúlegum hætti jafn-
vel upp um loftið á sinni eigin
stofu og þaðan út í bæjarsoll-
inn. Stundum komst hann inn
á dansleiki um stundarsakir og
síðan sömu Ieið inn í klefa sinn.
Ekki gekk betur að geyma
þennan fjöruga brotamann í
Litlahrauni, sem varla var von.
Nú hafa tveir fangar í þessari
austurbyggð sýnt að gæzla þar
er heldur ótrygg. Þeir byrjuðu
með þvi að sverfa sundur málm
teina í gluggum sínum um nótt
og ganga til Eyrarba'kka. Þar
stálu þeir flutningabíl, óku upp
í Hveragerði, brutust þar inn í
kaupfélagsbúðina og höfðu með
sér peningaskáp með 200 þús-
und krónum í peningum og
öðrum verðmætum. Síðan hurfu
þeir félagar heimleiðis að Litla-
Hrauni, en á afskekktum stað
ekki fjahri hælinu brutu þeir
skápinn, sennilega með nokkr-
um hávaða. Þá tóku þeir með
sér verðmætin, óku þá að Eyr
arba'kka. Þar komu þeir bílnum
fyrir með svo mikilli verklægni
að eigandinn varð. ekki þess
var um morguninn að ókunn-
ugir menn hefðu verið þar að
verki. Ekki er sýnilegt að þjóf
amir hafi sýnt þá framsýni að
koma þýfinu undan til persónu
legra þarfa.
Menn lesa um brotthlaup er-
lendra misgerðarmanna en
gleyma brátt að þar er oft brot
izt út úr hinum vönduðu fang-
elsum stórþjóðanna. Þjófnaður
og innbrot eru leifar af erfða-
syndinni og við því verður ekki
gert nema að nokkru leyti. En
þetta er vafasamur hugsunar-
háttur. Stelsýki er mannfélags-
mein sem er að verulegu leyti
viðgeranlegt í tiltölulega fá-
mennu mannfélagi eins og á Is-
landi. Saga þessara mála hér
á landi er ekki viðburðarík.
Eftir stjórnarbyltinguna miklu
og Napóleonsstyrjaldirnar
barst frá útlöndum glæpaólga
til Islands. Þá var Natan veg-
inn og morðingjar hans háls-
höggnir undir hinum fögru
Vatnsdalshólum. Um sama leyti
gekk innbrots- og þjófnaðar-
alda yfir Suðurland. Þá var
Kambsránið framið og fangarn
ir látnir lifa en fluttir í and-
styggilegt fangelsi í Danmörku.
Þar bar einn fanginn, að nafni
Sigurður/ af öðrum mönnum
að afli og hreysti. Hann strauk
um nótt úr heimagæzlu frá
sýslumanni Ámesinga en náðist
brátt, því að hvergi átti slíkur
fangi griðastað í mannheimum.
Að líkindum hefur Sigurður
ekki þolað hinn harða aga
enda var hann tekinn af lífi í
fangelsinu. Faðir Sigurðar var
lista þjófur og mundi hafa kom
izt langt í landi með stærri
þjóð. Snjöll orðtök hans lifa í
munnmælum. Kambsránsmálin
sýna mikla ókyrrð í þróttmi'kiu
fólki í héruðum eins og Suður-
landi, en þá var þar ágætur
sýslumaður vitur, röggsamur
og mannúðlegur. Með því líku
réttarfari mundi hafa verið
auðvelt að koma á heilbrigðri
skipan á réttarfarið í landinu.
Ástand löggæzlunnar hér á
landi er á þróunarvegi. Kringum
1930 var byrjað á umbátum:
Fangelsishúsið við Skólavörðu-
stíg var gert íbúðarhæft en
jafn óörugg geymsla eins og
áður. Þá var Litla-Hraun stofn
sett, sem vinnuhæli og byrjað
á mannsæmandi umbótum. Stór
bújörð fylgdi hælinu. Þar mátti
stunda kartöflurækt ogmjólkur
framleiðslu við góð skilyrði.
Stóru verkstæði vár komið á
fót hjá hælinu. Þar var vel
gert við bifreiðar og vinnuvél-
ar bænda. Þar var hafin stein-
steypa sem söluvara. Sandurinn
á Eyrarbakkaf jörum var hreinn
og hæfur í smábyggingar. Þeg-
ar mest var þar unnið að steina
gerð seldi Litla-Hraun efni í
30—40 sveitahús. Síðan lagðist
þessi iðja að mestu niður sem
verr fór. Hinsvegar hefur kúa-
búið verið stækkað og stundum
vel rekið. 1 fyrstu voru feður,
sem svikust um að greiða með-
lag með óskilgelnum börnum
sínum, látnir vinna af sér skuld
ina á Litla-Hrauni. Síðan var
og komið á fót heimili fyrir
þessa menn, Kvíabryggju. Þelta
var tilefnislaus framkvæmd,
þáttur í siðleysi kunningsskap-
arins. Samt gerir þessi stofnun
eitthvert gagn. Af umbótum
sem fylgdu Litla-Ilrauni mun-
aði mestu um nýskipun lög-
reglu í Reykjavík. Áður voru
fáir gæzlumenn, lítt vanir, lítt
klæddir og haldnir á þröngum
kosti í bakhýsi og timburhjalli
í Lækjargötu. 1 þess stað kom
sveit ungra hraustra manna,
vel búin og æfð við réttarþjón-
ustu og friðargæzlu. Nú fær
þessi sveit undir forystu Sig-
urjóns lögreglustjóra af Laxa-
mýrarætt mikilfengleg og hag-
nýt húsakynni.
Mjög er þakkarvert að land-
ið hefur eignast allrúmgóða og
prýðilega geymslu fyrir ölvaða
menn sem ráfa um götuna og
eiga engan hvíldarstað meðan
þeir eru ósjálfbjarga. Þetta er
hinn góðfrægi Síðumúli. Hið
nýja Island vantar talsvert af
hliðstæðum húsum.
Mikil gnægð er í höfuðstaðn-
um og stærri kaupstöðum af
unglingum á fermingáraldri og
fram undir tvítugt, sem leika
sér að innbrotum og hafa all-
mikla færni í þeim efnum.
Koma stundum á disk löggæzl-
unnar ungir menn sem riðnir
hafa verið við allt að 20 inn-
brot. Ríkið, kirkjan, skólamir
og sjálfir foreldrarnir standa
varnarlausir gagnvart þessu ó-
láni. Hér er ekki um slæma
menn að ræða heldur vanrækt
börn og ungmenni, sem þurfa
að fá uppeldi og fjölbreytt nám
við iðju og andleg viðfangs-
efni.
Hér verður að taka vanrækt
mál s'kapandi tökum. Magnús
Kjartansson ritstjóri hefur í ný
legri ferðabók um Kína vikið
að fordæmum sem vel mega
verða Islendingum til fyrir-
myndar. Þar er slíkri æskij bú-
in margþættur farvegur: frelsi,
aðhald, vinna, skóli og ræktun
í samræmdum hlutföllum.
Við íslendingar höífum í meir
en tíu aldir stundað heimilis-
ræktun, þar sem bátur og orf
hafa verið hjálpartæki við hlið
bókar, fjöðurstafs og penna.
Nú breytir véltæknin og þétt-
býlið mörgu i uppeldisháttum
þjóðarinnar: Gamlar venjur
munu endurfæðast í nýju um-
Framhald á 5. síðu.
V/WAA/VWWWWVWVWWWWWWWAAAAAáA/VWWWWAA/WVWV'WWWVWWWWW'WA/WW
Jólavörur í m
\ Vefnaðarvörudeíld
? Undirkjólar
; Náttkjólar
IMunstraðir sokkar
^ Millipils
5 Magabelti •
% Brjóstahöld
I '
síð og stutt
Nátttreyjur
Vatteraðir sloppar
Frotte-sloppar
Silki-sloppar
/ »
(kínverskir)
Nylonsokkar
Blússur, Peysur, Pils
Buxur
Buxnadragtir
Sokkabuxur
Snyrfivörudeild
Ilmvötn,
dömU og
herra
Ilmvatnssprautur
Ilmkrem
Baðsalt
Púður
Varalitur
Handsnyrtisett
Snyrtivörutöskur
Gjafakassar
fyrir dömur
og herra
aldrei meira
úrval
Sápukassar
Reauty-Boxes
Austurstræti 7 — Sími 17201
AAAAA/WVWWVWWAA/VWVWWVWVWWVWWWWWVWWWWWVWWVWVWAA/VWAAA/WW
RYMINGARSALA
Tjl þess að rýma fyrir nýrri framleiðslu, seljum við í dag og næstu daga í verksmiðju og skinna-
sölu okkar ódýrar gærur og kálfskinn. Á boðstólum verða allir verðflokkar:
Gœrur
Ólitaðar
og litaðar
frá kr. 315,00
og kr. 330,00
Gærur, klipptar, ólitaðar og litað-
ar, heil skinn og bútar í miklu úr-
vali. — Tilvalið efni í margan
skemmtilegan heimilisiðnað og
föndur.
Kalfsskinn
Frá kr. 220,00
Sútunarverksmiðja Sláturfélags Suðurlands
Skinnasalan, Laugavegi 45, sími 13061 — Verksmiðjan, Grensásvegi 14.
BERNIN
Til að gera möimum kleift áð gefa konum sínum og dætrum í jólagjöf hina heims-
frægu BERNINA saumavél, sem að dómi allra þeirra, sem notað hafa, er talin
bezta saumavélin á heimsmarkaðnum í dag, seljum vér BERNINA til jóla með
aðeins kr. 1.000,00 útborgunum og eftirstöðvamár eftir samkomulagi. Einnig höf-
um vér mikið úrval af glæsilegum saumavélaborðum af ýmsum gerðum og stærð-
um og úr ýmsum viðtartégundum, sem fást með sömu afborgunarskilmálum.
BERNINA-búðin, Austurstrœti, Ásbjörn. Ólafsson, Grettisgötu 2
Sími 24440.