Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 22.12.1969, Blaðsíða 7

Mánudagsblaðið - 22.12.1969, Blaðsíða 7
Mánudagur 22. desember 1969 Mánudagsblaðið 7 — Jólamyndir kvikmyndahúsanna — Framhald af 1. síðu A continent erupts with violence... and behind it a manhunt explodes with shock and excitement! TUE SAM SPIEGEIj /ANATOJJi LIT\AK IVodin-tion of sUmng PETER OMAR TOM O’TOOLE • SHARIF * COURTENAY DONALD JOANNA PHIUPPE PLEASENCE • PETTET • NOIRET Æsispennandi mynd í Stjörnubíói Stjörnubíó: NÓTT HERSHÖFÐINGJANNA Þeir verða víst margir, sem gera sér ferð í Stjörnubíó eftir sjálfa jólahátíöina- en bíóið sýnir þá ameríska mynd, Nótt hershöfðingj- anna, sem í senn liefur vakið um- tal og spenning. Eínið spannar allt frá upphafi stríðsins til ársins 1965, en þá berast böndin að manni þeim, sem í Varsjá 1942 hafði myrt vændiskonu, sem hafði verið þýzkur njósnari milli lota í bólinu. Tvö önnur morð, bæöi nauðalík hinu fyrsta, samsæri gegn Hitler, lok heillar heimsstyrjaldar, og endurfundir í Hamborg árið 1965, líða áður en lausnin finnst, en spennan þess á milli mun ef- laust halda áhorfandanum vakandi. í aðalldutverkum eru ekki nein smámenni en m.a. eru þar Peter O’Toole, Omar Sharif, Tom Cour- tebnay og enn fleiri glæsimenni og konur. Myndin er bæði að efni og leik- endavali til þess fallin, að hæna all- an almenning á sýningarnar í Stjörnubíói. Kópavogsbíó: „HAWAII“ Um jólin mun Kópavogsbíó endursýna hina heimsfrægu ame- rísku stórmynd „HAWAI". Mynd- in er gerð eftir samnefndri met- sölubók James A. Mitcherner og hefur verið sýnd við mikla aðsókn um víða veröld enda hefur hún hlot ið góða dóma gagnrýnenda- Mynd- in er tekin í litum og Panavision. Aðalhlutverk leikur hin dáða og vinsæla leikkona Julie Andrews á- samt Max von Sydow og Richard Harris. Julie Andrews þekkja ís- lenzkir bíógestir vel, og mun þessi mynd, ekki síður en aðrar með henni í, hrífa áhorfendur. axmTnster ANNAÐEKKI axmlnster K F K-f ó Ö u r vö r u r ódýrastar og beztar GUÐBJÖRN GUÐJÓNSSON UMBOÐS- OG HEILDVERZLUN, Hólmsgötu 4, Reykjavík — Pósthólf 1003. Sími 24694.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.