Mánudagsblaðið - 12.01.1970, Síða 1
010
J \atb
Blciéfyrir alla
%Uié
22. árgangur
Mánudagur 12. janúar 1970
1. tölublað
í BLAÐINU:
KAKALI — skrifar um
„Brúðkaupið“,
sjá 4. síðu.
MAFIAN — kaupir dag-
blöðin,
sjá 8. síðu.
Seldi Emil Dönunum atkvæðið
fyrir úrgangsfisk?
Kólumbusarævintýri í utanríkisþjónustunni
— Keyptu Daniratkvæíi fslands?— Þörfá
endurskoðun utanríkismálaþjónustunnar.
Ef nokkuð er sameiginlegt með hinni frægu ferð Kolum-
busar til Vesturheims og stefnu fslands i utanrikismálum, þá
er það, að þegar Kolumbus lagði af stað vissi hann ekki hvað
hann var að fara, þegar hann kom þangað vissi hann heldur
ekki hvar hann var kominn og þegar hann kom til baka vissi
hann ekki hvar hann hafði verið. Eitthvað þessu likt er með
hringlandann, stefnuleysið, óþörf afskipti og heimskulega af-
stöðu utanríkisstefnu okkar. Utanríkismálaráðherrann veit
ekki hvert á að stefna, en þiggur ráð frá dönskum og sænsk-
um kollegum eða er keyptur til að hygla atkvæði Islands í
sömu alþjóðakrúsina, sem skandinavísku löndin eru að verða
fræg fyrir að endemum.
Atkvæði fyrir fisk
Vikublaðið NEWSWEEK, eitt
kunnasta og víðlesnasta vikublað
heims upplýsir 22. des: s.l., að það
sé opinbert leyndarmál, að Danir
hafi lofað að kaupa íslenzkan úr-
gangsfisk, ef Grikkir hættu verzl-
unarviðskiptum við okkur, ef við
greiddum atkvæði gegn veru
Grikkja í Evrópuráðinu. Danir
hafa reyndar opinberlega mótmælt
þessu, en engu að síður er hér um
mjög líklega staðreynd að ræða.
Upplýsingar þessar má lesa á bls.
17 í Newsweek, en þar segir:
„Though they publicly denied it,
the Danes were privately reported
to have persuaded Iceland to cast
a nay vote by offering to buy any
Icelandic fish that the Greeks
might refuse". í stuttu máli: Emil
Jónsson, yfirmaður utanríkismála
okkar, seldi atkvæði þjóðarinnar
fyrir úrgangsfisk, sem enginn vill
kaupa af okkur nema Grikkir, gegn
loforðum Dana um að kaupa hann.
Lotning
Nú er bað vitað mál, að Emil
Jónsson horfir lotningaraugum til
alsælu skandinaviskra Krata, og
flestir muna heimskulegt frum-
hlaup Kraghs hins danska þegar
gríska herforingjaklíkan greip völd
in til að koma í veg fyrir algert
yfirvald grískra komma þar í landi.
Lenti hann í deilum vegna frum-
hlaups síns og missti embættið
skömmu síðar. Starf krata á Norð-
urlöndum hefur byggzt á því í af-
SeSlabankinn í hótelrekstur?
Óhæf samkeppni bankans við einka-
rekstur - Hættulegt fordæmi
Nú er Seðlabankinn h.f. að hefja hótelrekstur, þótt ekki
getum vér með góðu móti ímyndað okkur hann dr. Jóhannes
Nordal í hlutverki snurfusaðs þjónakapteins.
Ferðamannatekjur er vaxandi liður í þjóðarbúinu og sam-
kvæmt upplýsingum Seðlabankastjórans þá hafa lengi staðið
yfir rannsóknir á möguleikum á hótelbyggingum, bæði hér
og nyrðra, til að anna eftispurn ferðamanna.
Skæður keppinautur
Þetta er sjálfsögð þróun, en ein-
hvern veginn finnst mönnum að
— Er það satt, að slitnað
sé upp úr kaupum Kaup-
mannasamtakanna á Vá-
tryggingafélaginu — vegna
vandræða þess?
hart sé gengið að einkarekstri í
hótelmálum, þegar Seðlabanka-
valdið, er að verða ein skæðasti
keppinautur einkaframtaks á ís-
landi, en þau eru nú á fleiru en
einu sviði.
Taprekstur?
Þótt þetta sé gert undir lána-
yfirskyni þá er vitað, að hótél-
rekstur, eins og sá sem fyrirhug-
aður er, myndi ekki standa undir
sér um áratugi, þótt fylla mætti
herbergi og matsali yfir sumartím-
ann. Yrði því hér um lán til
langframa að ræða, lán sem einka-
aðilar fá ekki til nauðsynlegs við-
halds eigin rekstri.
Vafasamt hlutverk
En það er fyrst og fremst hlut-
verk Seðlabankans, sem menn ótt-
ast. Ef sú regla kemst á, að bank-
inn hleypur undir bagga með
skiptum sínum við aðrar þjóðir að^
leika einskonar bjargvætti eða jóla-
sveina á alþjóðavettvangi og eru
þeir nú að öllu jöfnu álitnir bros-
legir umvöndunarsinnar og hnýsn-
ar förukerlingar í alþjóðamálum.
ökuskírteini og
au pair-stúlkur
Nú er það á allra vitorði að til
þessa hafa aðalstörf Evrópuráðsins
verið einkum þau, að samræma
gildi alþjóðaökuskírteina og hjálpa
til við öryggisgæzlu au pair-
stúlkna, sem ferðast milli landa í
vinnuleit. Onnur störf ráðsins hafa
verið veigalítil, þar til Norður-
löndin hugðust reka Grikki úr ráð-
inu þegar opinbert varð, að póli-
tískir fangar hlutu harða kosti í
heimalandi sínu og voru að sögn
pyndaðir. Þetta þoldu ekki hin
heilögu norrænu lönd og auðvitað
téymdu bau Breta, Hollánd og'
Ítalíu með sér, þ'ótt ékki fylgdi þar
hugur máli. Fulltrúi Grikkja sagði
sig þá úr ráðinu, öllum að óvörum,
en gríska stjórnin lýsti Ðönum og
Framhald á 3. síðu
Blaðamenn í
skærnhernað
Miklar líkur benda til
þess, að Blaðamannafélag
íslands hefji skæruhernað
á hendur dagblöðunum, ef
ekki takast samningar á
næstunni. B.í. gerir talsvert.
miklar kaup- og fríðinda-
kröfur, én útgefehdur dauf-
ir, einkum Mbl.-menn.
Mbl.-maður tjáði blaðinu,
að sú hugmynd hefði skotið
upp kollinum, að fara í 1 —
2 daga „skyndiverkföll“ til
áherzlu kröfum sínum og
stöðvar þannig útkomu
blaðanna. Almennt talað
búa blaðamenn við léleg
kjör, og er full ástæða til að
leiðrétta mál þeirra hið
fyrsta.
Betur má ef duga ska/
hverju fyrirtækinu á fætur öðru,
sem lendir í fjárhagsvandræðum,
þá er vant að sjá til hvers leiðir.
Nú þegar styður bankin af ráð-
um og dáð fyrirtæki, sem eru á
beinni samkeppni við einkafyrir-
tæki og hefur þessi afstaða hans
mjög þrengt að kostum þeirra og
rekstri.
Innheimtubragð
Það hljóta að finnast aðrar og
eðlilegri leiðir til að hjálpa þessum
fyrittækjum fyrst að þau fylgja
ekki þeirri viðteknu reglu við-
skiptalífsins að „fara yfrum" þeg-
ar vandræði verða þeim ofvaxin.
Að grípa til þess ráðs að láta rík-
isbanka taka við rekstrinum til þess
að þeir fái „inn" skuldir sínar, er
háskaleg stefna og beint tilræði
við heilbrigð viðskipti.
Líkkistunaglar
Undarlegt er að forsætisráðherra,
leiðtogi hins frjálsa framtaks, skuli
láta þennan hættulega skrípaleik
fara fram án þess að grípa í taum-
ana. Ef svo heldur áfram, þá eru
sæti flokksins í ríkisstjórn of dýru
verði keypt, og vera má, að brátt
sannist, að sífelldur undansláttur
forustunnar sé ekki annað en nýr
nagli í líkkistu flokksins.
Laugardagitm 3. jan. var gamanleikur Peter Ustinovs, sýndur í 20. sinn
í Þjóðleikhúsimt. Aðsókn að leiknmn hefur verið mjög góð. Greimlegt
er að þessi hippía leikur Ustinovs fellur vel í smekk íslenzkra leikhús-
gesta, enda hafa undirtektir verið. með afbrigðum góðar á öllum sýn-
ingmn. Ævar Kvaran leikur • aðalhlutverkið, en Guðbjörn Þorbjarnar-
dóttir, Rúrik Haraldsson og Sigurður Skúlason fara líka með stór blut
■verk. Myndm er af Ævari og Rúrik í hlutverkum sínum.
LANQSBOKASAFN
302743
ÍSLANOS