Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 12.01.1970, Page 3

Mánudagsblaðið - 12.01.1970, Page 3
Mánudagur 12. janúar 1970 MániKÍagsblaðið 3 Gítarleikur er ákaflega vinsœll, 'einkum nú þegar pop-bljómsveitir eru Fa BÍLALEIGAX 'AÍAU" RAUOARÁRSTÍG 31 urda MODEN — Með litprentuðu sniðörkinni og hárnákvæmu sniðunum! — Útbreiddasta tízku- og handavinnublað Evrópu! — Með notkun „Burda-moden“ er leikur að sníða oq sauma sjálfar! Seldi Emil atkvæði? Framhald af 1. síðu Svíum og hinni hugrökku afstöðu þeirra í stríðinu og minnti á af- stöðu Breta og Hollendinga gagn- vart nýlendustefnu undanfarinnar aldar. Ekki bætti úr skák fyrir hin- um siðavöndu Norðurlöndum þeg- ar eitt af vitnum þeirra um pynt- ingar, lýsti yfir, að hann hefði aldrei verið pyndaður, ekki einu sinni handtekinn heldur hefði norski fulltrúinn, Jens Evensen, fengið sig til að ljúga þessu upp. Samræmd andstaða Raunverulega var upphaf alls þessa brambolts það, að, til tilbreyt- ingar, sameinuðust hin ýmsu ólíku öfl, sem vinna að falli grísku klík- unnar saman í áróðurshóp, sem not aði alla tiltækilega tækni og áróður til að fá hinar þjóðirnar í ráðinu til að sparka Grikkjum. Fremstir þar í hópi hafa alltaf verið land- flótta pólitíkusar. smár hópur kommúnista og hálfvitlaus Ieik- kona, sem vann sína mestu frægð með ágætum Ieik sínum í gaman- samri vændismynd, „Never on Sundays". Afstaða Dana var því ljósari, því dóttir Danakonungs er gift Iandflótta kóngi Grikkja, og yrði þung á danskri pyngju ef henni yrði skilað aftur eða á fram- færi dönsku krúnunnar. myndu vel fyrir þakka, þótt ekki sé um nema 100 milljónir að ræða íslenzki utanríkisráðherrann hefur hér sem fyrr látið teymast af ein- skærri ást sinni á kollegum sínum í Svíþjóð og Danmörku og virðist ekki hika að ljá atkvæði þjóðar- innar falt til þess að þjónka þeim. Loforð Dana hefðu aldrei verið efnd, og brölt þetta hefði verið I lítil búbót fyrir fiskútflutning ■ okkar. Auk þess hafa Grikir aldrei gert annað en gott í okkar garð hverjir, sem þar hafa setið við völd, kommar eða harðleiknir hers- höfðingjar. Hinn íslenzki Hrói höttur íslandi hæfir ekki ennþá ann- að, en sitja á friðarstóli við allar viðskiptaþjóðir í austri og vestri. Hugsjónapólitík kotríkis og af- skiptl af innanlandsmálum ann- arra er ekki tímabær enn. Þótt Emil Jónsson telji það affærasæl- ast ser» yfirmaður utanríkismál- anna, að selja atkvæði þjoðarinnar fyrir loforð um kaup á úrgangs- fiski, þá er ýmsum hugstæðara að koma vörum okkar á markaði í stað þess að leika einhvern smá- vaxinn Hróa hött á alþjóðavett- vangi í samneyti við „frændur okkar á Norðurlöndum". Má fara í frí Við skulum gera okkur Ijóst, að viðskipti okkar er lífæð þjóðar- Tll ALIRA RRRA innar, en ekki háleitur hráskinna- leikur á erlendum kjaftaþingum. Emil Jónsson heldur máske, að hann verði ódauðlegur í sögu heimsbyggðarinnar fyrir fáránlegt og skammarlegt ævintýri sitt f þessu máli, en sjálf ríkisstjórnin ætti nú að rannsaka ráð sitt enn betur beear tekin er afstaða, sem vel getur skaðað tekjur þjóðarinn- ar um hundrað milljónir á einu bretti. Það er sannarlega tími til kominn að utanríkisráðheranum sé veitt frí frá störfum. Kratar hafa venjulega ekki komizt í vandræði með embættismenn, þótt einn éða tveir þeirra hafa falið út bitking! Hafa Danir efni? En því þessi afstaða Emils? Heldur hann, að Danir hafi nokk- ur efni á að bæta okkur upp þau viðskipti, sem við gætum vel tap- að fyrir flan okkar og heimskuleg ^tjpéiUM af innanlandsmákirn grísku þjóðarinnar? Danir eru næstum á hausnum, og fiskinn okkar, þ. e. smáfiskinn vilja þeir ekki. Rússar eru í þesum efnum aðalviðskiptaþjóð Grikkja, og Tveir gítarar Sjónvarp Framháld af 8. síðu. stjórn sjónvarpsins endursköði al- gjörlega afstöðu sína til þýðing- anna. Þær eru hreint út sagt út í bláinn, og oftar en ekki hinn mesti óleikur fyrir efnið. Auk þess að vera vitlausar og setning eftir setningu misskilin af þýðanda, þá er í tíma og ótíma verið að klína á ýmsa staði og héruð eldgömlum úreltum nöfnum, sem aldrei eru notuð í daglegu máli og. fæstir skilja. Oft reikar þýðandinn milli Sturlungu-orðalags og rennusteins- málfars með fáránlegum efleiðing- um, eða hann — til þess að sýna al- þýðuskap sitt — klöngrast niður í vinnukonumálízkur og dansiballa- slangs skólapiltsins. Jafnvel barna- hetjati Hrói hötur og feðgarnir fræknu, þessar ólíku hetjur sitja við sama litlausa alþýðumálið. Á vörpin eru jafn stráksleg hvort þau eru heldur úr brezkri höll miðald- anna, eða ímynduðum bóndabæ á sléttum Ameríku. Einstök orðtök enskunnar skilur þýðandi oftast ekki, heldur afbakar þau á sér- kennilega lélegt nútímamál og af- skræmir meininguna. Sjónvarpið er nógu lengi búið að þola þetta og flestir sjónvarpshlustendur krefjast þess að eitthvað jákvætt verði gert í bessum efnum. Dag- viku- og mánaöargjald

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.