Mánudagsblaðið - 12.01.1970, Qupperneq 5
Mánudagur 12. janúar 1970
Mánudagsblaðið
5
Dagbók Cianos
Framhald af 2. síðu.
og það án okkar vitundar. Ribben-
trop neitaði því hvað eftir annað
við sendiherra okkar, að Þýzka-
land ætlaði að fylgja kröfum sín-
um fram til hins ýtrasta, en ég var
tortrygginn og mig langaði til að
vera viss, svo að ég fór þann 11.
ágúst til Salzburg.
Meðan við vorum að bíða eftir
að setjast að miðdegisverði, sagði
Ribbentrop mér frá ákvörðun
Þjóðverja um að kveikja í púður-
tunnunni. Hann sagði það sama
tón eins og hann mundi hafa talað
í, ef hann hefði verið að minnast
á eitthvert smáatriði í skrifstofu-
starfi sínu. Við vorum á gangi í
garðinum.
„Jæja, Ribbentrop", sagði ég,
.,hvað viljið þið? Danzig eða
pólska beltið?"
„Meira en það", sagði hann og
leit á mig með augum, sem voru
köld eins og stál. „Við viljum
stríð".
Mér var Ijóst, að þetta var ó-
hagganleg ákvörðun, og ég sá í
anda þann harmleik, sem mann-
kynsins beið. Samtöl mín við þenn-
an þýzka stéttarbróður minn voru
ekki ávallt hjartanleg og þennan
dag stóðu þau 10 klukkutíma. Sím-
töl mín við Hitler stóðu líka
margar klukkustundir næstu daga.
Rök mín höfðu alls engin áhrif.
Nú gat ekkert komið í veg fyr-
ir það, að þessi glæpsamlega áætl-
un kæmist í framkvæmd. Hún
hafði Iengi verið á prjónunum, og
Hitler og nánustu samstarfsmenn
har^ höfðu.,.skemmt sér við að
ræða hana fram og afmr. Brjálæði
foringja þeirra hafði orðið að trú
fylgismattttá'hans. Allar mótbárur
voru ofurliði bornar, og hlegið að
sumum.
Áætlanir þeirra voru reistar á
röngum grunni Þeir voru vissir
um, að England og Frakkland
mundu verða hlutlaus, meðan gert
væri út af við Pólland. Ribben-
trop vildi veðja við mig, meðan á
einni af þessum drungalegu mál-
tíðum stóð í Österreichhof í Salz-
burg. Ég átti að láta af hendi
ítalskt málverk, ef Englendingar
og Frakkar yrðu hlutlausir. Ef
Ribbentrop tapaði, átti hann áð
gefa mér safn fornra vopna. Mörg
vitni vom viðstödd, en Ribben-
trop hefur kosið að gleyma veð-
málinu.
Hitler komst Ioks á það stig að
segja mér, að sem Suðurlandabúi
gæti ég ekki skilið, hve mjög hann,
Þjóðverjinn, þyrfti að halda á
skógunum í Póllandi.
Allt frá þessum fundi í Salz-
burg var stefna Berlínar gagnvart
ftalíu ein samhangandi flækja lyga,
undirróðurs og svika. Það hefur
aldrei verið farið með okkur sem
bandamenn, heldur ávallt sem
þræla. Við vorum aldrei að neinu
spurðir. Hinar allra mikilvægustu
ákvarðanir vora teknar án þess að
við okkur væri talað og fram-
kvæmdar, áður en við vissum um
þær. Ekkert nema skammarleg rag-
mennska Mussolinis gat þolað
slíka meðferð möglunarlaust.
Ég frétti um árásina á Rússland,
hálftíma eftir að þýzkt herlið var
komið yfir landamæri Rússlands.
Þó var þetta mál, sem meiru skipti
en nokkuð annað í átökunum í
Evrópu.
Sunnudaginn næsta á undan,
þann 16. júní, var ég með Ribben-
trop í Venezía. þar sem við rædd-
um um þátttöku Króatíu í þrí-
veldasáttmálanum. Lausafregnir
gengu um alla veröld út af árás á
Sovétríkin, og það þótt blekið væri
naumast þurrt á vináttusáttmálan-
um. Ég spurði Ribbentrop um
þetta, meðan við vorum í gondól
á Ieiðinni frá Danielihótelinu til
Volpi greifa í höll hans.
Ribbentrop íhugaði sýnilega
hvert orð, þegar hann svaraði:
„Kæri Ciano, ég get ekki sagt
yður neitt, því að allar ákvarðanir
eru læstar inni í órannsakanlegu
brjósti foringjans. En eitt er víst:
Ef við ráðumst á þá, verður Rúss-
land Stalíns þurrkað út á átta vik-
um".
Auk vantrúarinnar á Ítalíu, var
nægilegt skilningsleysi hjá Þjóð-
verjum til að kosta þá úrslit stríðs-
ins.
Mér er ljóst, að í þessum inn-
gangi hef ég sagt frá ýmsum stað-
reyndum, sem era ekki mikilvæg-
ar. Innan nokkurra daga mun
málamyndadómstóll birta dóm, sem
þegar hefur verið ákveðinn af
Mussolini fyrir áhrif þeirrar klíku
af skækjum og millimönnum, sem
hafa verið plága í stjórnmálalífi
ftalíu árum saman og komið land-
inu út á barm glötunarinnar.
Ég tek örlögum mínum með ró.
Ég finn dálitla huggun í því, að
ég get talizt einskonar hermaður,
sem féll í baráttunni fyrir þeim
málstað, sem hann trúði á. Með-
ferðin á mér þennan tíma, sem ég
hef verið í haldi, hefur verið
skammarleg. Mér er ekki leyft að
hafa samband við nokkurn mann.
Allt samband við ástvini mína
er mér bannað. Samt finn ég, áð
allir þeir, sem mér hefur þótt vænt
um, eru hjá mér í þessum dimma
fangaklefa í Veróna, sem geymir
mig síðustu daga ævi minnar.
Hvorki veggir né menn geta hindr-
að það.
Mér finnst miskunnarlaust, að ég
skuli ekki aftur fá að líta í augu
barnanna minna þirggja eða þrýsta
móður minni að hjarta mínu, eða
konu minni, sem hefur reynzt
tryggur og öruggur föranautur í
raunum mínum og andstreymi. En
ég verð að beygja mig fyrir vilja
Guðs. Mikil rósemi kemur yfir sál
mína. Ég er að búa mig undir hinn
hinzta dóm.
f þessu hugarástandi, sem úti-
lokar alla ósannsögli, lýsi ég því
yfir, að ekki eitt orð af því, sem
ég hef skrifað, er rangt, ýkt eða
skrifað af eigingjarnri óbeit. Það
er rétt eins og það kom mér fyrir
sjónir. Ef ég hugsa um möguleik-
ann á útgáfu þesara athugasemda,
þegar ég er að búast til þessarar
miklu brottfarar, þá er það ekki
vegna þess, að ég geri ráð fyrir við-
urkenningu að mér látnum, heldur
af því að ég trúi því, að heiðarleg-
ur vitnisburður í þessum dapra
heimi geti orðið til þess að veita
saklausum lið og leiða rétdáta
hegningu yfir þá, sem sekir era.
Veróna-fangelsi, klefi 27,
23. des. 1943,
Galeazzo Ciano.
Vinningur
í sjónmáli
íengu öðru happdrætti hérlendis eru eins mikiar
likur á því að þér hljótið vinning á miðann yðar
Fjöldi fólks hlýtur
fjölda vinninga.
Og aldrei hafa
möguleikarnír verið
jafnmiklir og í ár.
Vinningar eru nú mun
fleiri en í fyrra, en tala
útgefinna miða er
óbreytt — og það eru
aðeins heilmiðarog
aðeins ein miðaröð.
Meira en fjórði hver
miði hlýtur vinning.
Jafnframt þessu hækka
vinningsupphæöir um
samtals nær 10
milljónir króna,T. d.
hækka 10 250 þúsund
króna vinningar í 300
þúsund, 5 þúsund
króna vinningúm fjölgar
um 400. Lægsti
vinningur er nú kr.
2000.00 ístað
kr. 1.500.00 áður.
Jagúar XJ6 kom fyrst á markaðinn
1968. Hann var kjörinn bíll
ársins 1969 í alþjóðlegri samkeppni
á vegum hins þekkta tímarits
Car Magazine. Yfir 70 bílar
kepptu um titilinn. Þessi nýja
Jagúar-bifreið tekur fram
öllum fyrri gerðum að
þægindum og aksturshæfni.
Jagúar XJ6 er aukavinningúr í
happdrætti SÍBS 1970, sá fyrsti
sinnar tegundar á íslandi.
BÍLL ÁRSINS ’70 Á ÍSLANDI.
Fjöldi fólks hlýtur
fjölda vinninga
Vinningum fjölgar — vinningar
hækka.Draumur og veruleiki.Og
miðinn kostar aðeins 100 krónur.
Merkið sem táknar aðstoð við
sjúka og bágstadda. Öllum ágóða
af happdrætti SÍBS er varið til að
endurhæfa hvers konar öryrkja.
Markmiðið er að sem flestir verði
þáíttakendur í þjóð-
nýtum störfum.
Það er þeirra ayzy
hagur og þjóðar B U I I} IJ^
innar um leið ]
yðar hagur.
Styðjum sjúka
til sjálfsbjargar.