Mánudagsblaðið - 14.09.1970, Blaðsíða 2
2
AAánudagsblaðið
Mánudagur 14. september 1970
ÚR SÖGU LANDS OG LÝÐS
Ófall Torfa á
Alþingi
Það var eitt sinn á alþingi, er
Torfi gekk til lögréttu að mæla
lögskil í björtu veðri og heiðskíru,
að allt í einu sáu menn draga upp
svartan hnoðra lítinn norður yfir
Skjaldbreið. En sem hnoðrinn færð-
ist nær, sýndist mönnum hann vera
í fuglslíki og stefna á þingvöil. Þeg
ar fuglslíki þetta kom yfir völlinn,
steyptist það yfir Torfa. En hon-
um brá svo við, að hann rak upp
ógurlegt hljóð og varð of sterkur,
svo að margir urðu að halda honum,
og tókst það um síðir að koma hon-
um í bönd. Þar með var augnaráð
hans svo ofboðslegt með ópi ög
ýlfran, að öllum stóð ógn af hvoru
tveggja, enda þótti þetta ekki ein-
leikið. Urðu þá til góðgjarnir menn
með vinum Torfa að biðja Stefán
biskup að líkna honum og bæta
mein hans. Biskup lét þá til leiðast
fyrir bænastað þeirra og nauðsyn
Torfa, þótt biskupi þætti hann ekki
slíks frá sér maklegur. Gekk hann
þó þangað, sem Torfi Iá, með öllum
kennilýð og hvolfdi stakksermi
sinni yfir höfuð honum, féll á kné
og allir með honum til bænar. Við
lestur og söngva biskups og klerka
hans sefuðust kvalir Torfa, svo að
honum smábatnaði síðan Eftir þetta
batnaði mikið vinfengi Torfa og
biskups; en þó greri aldrei um heilt
með þeim. Dýrkeypt várð og konu
Torfa kirkjuleg hans í Skálholti,
því Stefáni þótti hann varla kirkju-
-græfttr, en -þar hafði Torfi kjörið'
sér leg í lifanda lífi. Hann dó
skömmu eftir aldamótin 1500.
Junkarar
Einhvern tíma í fyrri daga höfðu
nokkrir menn — tólf eða átján —
hafzt við í óbyggðinni milli Grinda
víkur, Hafna og Njarðvíka. Áttu
þeir sitt skip í hverri veiðistöð og
höfðu þar rammgjört gerði til að
geyma skipið og það, er til þess
heyrði. Enn heitir bær einn í Höfn-
um Junkaragerði, og gömul girðing,
er leifar sjást af á Gerðavöllum
milli Járngerðarstaða og Húsatófta
í Grindavík, er líka kölluð Junk-
aragerði. Eiga þeir að hafa haldið
sig þar, er þeir voru í Grindavík,
og róið út úr Stóru-Bót, sem þar
er hjá. Þar er að vísu ekki ræði,
nema brimlaust sé og vindur standi
af landi. En Junkarar reru heldur
aldrei nema þar, sem vindur stóð
af Iandi og þá er svo var hvasst, að
aðrir reru ekki. Þá er logn var, voru
þeir á landi, komu þá til bæja og
réðu einir öllu hjá konum, meðan
karlmenn voru á sjó. Höfðu menn
því illan hug á þeim, en þorðu ekki
á þá að ráða, því að þeir voru mestu
garpar. Og þó að menn kæmist í
gerði þeirra, þá er þeir voru eigi
við, þorðu menn eigi að láta Junk-
ara sjá þess merki; bá var við hefnd
að búast. Menn vildu samt fyrir
hvern mun ráða bá af dögum og
leituðu ýmsra bragða til þess. Einu
sinni boruðu menn göt á skip
beirra upp við borðstokk, þar sem
ekki bar á, fyrr en skipið var orðið
TfíáðIð;1Pá*Ta'n'n'5jÓrtnff urrt' götm;
en Junkarar flöttu þá fisk og Iögðu
fyrir þau og björguðust svo til
Iands. í annað sinn voru drengir af
keiparnir, keipanaglarnir sagaðir
sundur til hálfs og keiparnir svo
reknir á aftur. Naglarnir brustu þá,
er í Iand skyldi róa, því að þá var
mótvindur. Þá reru Junkarar við
hné sér til lands. í þriðja sinn voru
skautarnir dregnir af árum þeirra,
árastokkarnir svo sagaðir sundur
til hálfs eða meira, skautarnir síðan
negldir á aftur, svo að ekki bar
neitt á neinu Nú reru Junkarar, er
vindur stóð af landi; en í það sinn
komu þeir ekki að Iandi afmr. Sagt
er, að hverjir fyrir sig: Grindvík-
ingar, Hafnamenn og Njarðvíking-
ar hafi lengi eignað sér það, að þar
hafi Junkarar verið af dögum ráðn-
ir.
Herjólfur sterki
Hrólfur Bjarnason hinn sterki
hét maður í Skagafirði, og er ætt-
leggur mikill frá honum kominn
og kallaður Hrólfsætt. Auk annarra
barna átti Hrólfur tvo Bjarna fyrir
sonu; var annar kallaður verri
Bjarni, en hinn betri Bjarni. Eitt
sinn varð verri Bjarni eitthvað sak-
fallinn hjá Dönum, og höfðu þeir
hann í haldi hjá sér á Bessastöðum
vor eitt; en aðrir segja, að þeir
gerðu það af glettingum einum sam
an við Hrólf til að vita, hvernig
honum brygði við. Þegar Hrólfur
kom suður í skreiðarferð um sum-
arið, frétti hann, hvar komið var,
og bjóst þá að ná syni sínum og
spurði sig fyrir, hvar hann væri
haldinn. En þegar hann kom heim
á grandann milli Brekku og lamb-
húsa, trylltist hann, gekk berserks-
gang og hljóðaði. Þegar hann kom
heim að Bessastöðum, braut hann
þar upp hverja hurð og gekk rak-
leiðis þangað, sem Bjarni var, og
bar hann burt undir hendi sér; en
Danir sýndu enga mótvörn. Aðrir
segja, að þeir hafi orðið svo hrædd-
ir, að þeir hafi sleppt Bjarna laus-
um og látið hann undir eins verða
fyrir föður sínum.
Sólheimatýra
Á Sólheimum vöktu einu sinni
tveir menn í skála yfir líki. Höfðu
þeir sér það til skemmtunar að
spila. Þeir urðu Ijóslausir, og skáru
þá bita af ístru á Iíkinu og létu
á bitann í skálanum, þá er þeir
höfðu kveikt, og spiluðu síðan. En
er þeir ætluðu að slökkva, gám þeir
það ekki, hverra bragða sem leit-
að var. Þótt menn hyggi spón úr
bitanum, nórði ávallt í höggfarinu.
Þannig liðu nokkrir mannsaldrar,
að Sólheimatýran logaði þarna á
bitanum Seinast var það ráðlagt að
dÖggva á hana sjö bræðra blóði, og
það dugði.
Skálinn á Sólheimum var mjög
nafnkenndur og var ekkert smá-
smíði, sem þulan sýnir
Sextán em bitar í Sólheimaskála,
sextán hanar á hverjum bita,
sextán hænur hjá hverjum hana,
sextán ungar hjá hverri hænu.
Til sönnunar þvf, að Sólheima-
týra var þar í skálanum, er það, að
þegar þeir bræður, Sveinn danne-
brogsmaður og klausturhaldari og
Eyjólfur, synir Alexanders í Skál
á Síðu, Sveinssonar hins ríka í Holti
á Síðu, Alexanderssonar, flutmst frá
Skál að Sólheimum í Skaftáreldi
1783—1784, þá var enn skáli
mikill á Sólheimum, jafnvel frá
fornöld;* og'á einum bitanum í
Þjóðsögur — 3
skála þessum þóttust þeir bræður
sjá augljós merki þess, er munn-
mælin segja, að reynt hafi verið að
höggva fyrrnefnda Sólheimatýru úr
bitanum og hefði bitinn verið
höggvinn nær því til miðs. Gamli
Ólafur á Sólheimum, sem lifandi
var 1824, þá um áttrætt, heyrði sagt
af þessari týru, en mundi þó ekki
eftir, að honum hefði verið sagr,
hvenær hún hefði sloknað.
Völvuleiði á Felli
Sólheimaþing er yzta brauðið í
Vesmr-Skaftafellssýslu. Prestssetrið
þar heitir á Felli. í hlíðunum fyrir
austan bæinn er leiði eitt, sem kall-
að er Völvuleiði. Það snýr í norður
og suður. Er svo mælt, að valan
hafi búið á Felli og mælt svo fyrir,
áður en hún dó, að sig skyldi þar
grafa, sem fyrst skini sól á morgna
og síðast á kvöldi, og var hún því
grafin í hlíð þessari. Hún sagði og,
að eigi skyldi slá Ieiði sitt á sumr-
um og mundi sá illt hljóta, sem
það gjörði. En það sagði hún, að
vel mundi þeim vegna, er eigi slægi
leiði sitt, og ákvað, að bóndinn á
Felli skyldi æ greiða 60 fiska til fá-
tækra á ári hverju, auk þes ser hon-
Framhald á 5. síðu.
* Jón í Steinum segir þó, að skáli,
er þá stóð, muni hafa verið minni
en sá, er þar stóð til forna. Run-
ólfur í Vík segist ekki vita, hvort
sá skáli hafi „haldið sínum upp-
haflega vexti, af því ég man ekki,
hvað Sveinn sálugi sagði. um vrixt
hans."
SPONPLATER A/L
ÞILJUR
Palisander
Wengé
Eik
Limba
Teak
Fura
Oregon Pine
Abachi
VEGGIR - ÁLMUR, þykkr 50 mm
Ásbjörn, Óiafsson h.f.
SPÓNLAGÐAR PLÖTUR:
Teak, 16 - 18 - 20 mm
Eik, 16 - 18 - 20 mm
Fura, 16 - 18 - 20 mm
Álmur, 16 - 18 - 20 mm
Limba, 18 - 20 mm
Beyki, 20 mm
Vöruafgreiðsla Skeifunni 9. Sími 2 44 44.